Fréttablaðið - 05.11.2001, Síða 6

Fréttablaðið - 05.11.2001, Síða 6
6 5. til 11. nóvember 2001 ÚR STOFUNNI. Hún er mjög nota- leg undir súð að hluta. Gluggarnir eru yfir þveran vegginn og útsýnið er stórkostlegt. JÓNA DÓRA. MARGRÉT HILDUR MEÐ AÞENU ÖRNU. BRYNJAR ÁSGEIR. GUÐ- MUNDUR ÁRNI OG HEIMIR „Stundum gefum við okkur tlma til að sitja og spjalla í eldhúsinu. Oftast er umræðuefn- ið íþróttir og aftur íþróttir. En pólitískur áhugi er að vakna og strákarnir spyrja talsvert. Mar- grét Hildur hefur mjög ákveðnar skoðanir eft- ir að hún varð móðir og vandar ríkisvaldinu ekki kveðjurnar. Þau eru sammála um að margt mætti betur fara." Á myndina vantar Fannar Frey en hann var á æfingu. Erillinn á heimilinu mikill HOLINU. Guðmundur Árni fékk kratarósina í afmælisgjöf en myndirnar eru af drengjunum þeirra sem þau misstu unga. ÞYKIR VÆNT UM ÞESSA STYTTU. Jóna Dóra fékk hana að gjöf frá vinkonum sínum í handboltanum í Val þegar dreng- irnir hennar fórust. Á styttunni er silfur- skjöldur þar sem letruð eru minningarorð. Sól, sól skín á mig OTT gleðiljósið er gott fyrir líkama og lund. Við lestur, tölvuna og alla vinnu. iloilifandiehf. Dr«ifingara6iii fyrir OTT 4 fsiandi. Suöuriandsbraul 10, 2.h. • 108 Reykjavík. Sími 53 333 53 • Töivupóstur: ijosiifandi^isl.is Við sjóinn sem næst höfninni í Hafnarfirði er útsýni til sjáv- ar hvað fallegast. Þar ber jökulinn við brún og út við sjóndeildar- hring má í góðu veðri sjá sólina tylla sér á sjávarflötin. Á efstu hæð að Fjarðarfötu 17, í hjarta bæjarins geta íbúarnir fylgst með öllu þessu og mannlífinu við höfn- ina ef svo ber undir. íþróttir og pólitík eiga hug heimilisfólksins bætti ekki svo miklu á mig.“ Jóna Dóra segir íþróttirnar hafa fylgt þeim svo lengi sem þau muni. „Sjálf vorum við Guðmund- ur virk í íþróttaiðkun þegar börn- FRÁ STOFUNNI FRAM ( HOLIÐ. Myndað er frá borðstofunni og fram til hægri er gengið inn f eldhúsið. Það eru þau Jóna Dóra Karls- dóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og GuðmundurÁrni Stefánsson al- þingismaður, sem þar búa ásamt fjórum börnun sínum og barna- barni. „Við fluttum hingað fyrir rúmu ári og kunnum ákaflega vel við okkur. Vorum áður búsett í Hvammahverfinu og líkaði prýði- lega, en okkur finnst mjög gott að vera í miðbænum. Stutt er í alla þjónustu og ekki spillir útsýnið fyrir. Ég hef kunnað vel við mig frá fyrsta degi,“ segir Jóna Dóra og Guðmundur tekur undir þau orð konu sinnar. Hann segir þó eina annmarkann á að búa í mið- bænum vera að yngsti sonurinn, 9 ára þurfi að sækja út fyrir hverf- ið til að vera með vinum - miðbær- inn sé ekki barnmargur.. „Annars snýst allt heimilislíf hér í kring- um íþróttir og drengirnir eru meira eða minna á vellinum eða í íþróttahúsinu. Ég tók að mér að vera formaður knattspyrnudeild- ar FH og því fylgir mikið stúss en ég hef mjög gaman af því. Það vill líka verða svo að við erum öllum stundum í kringum drengina þeg- ar þeir eru að spila þannig að ég in fóru að fæðast svo það breytti litlu þegar þeir fóru að stunda íþróttirnar. Það var einfaldlega eðlilegt framhald." Hún segir heimilislífið vera undirlagt af íþróttunum og fjölskyldan horfi saman á leiki í sjónvarpi. „Svo kemur það oft fyrir að vinirnir birtast, og þá gjarnan til að fá sér í svanginn nú eða bara einfaldlega að horfa á fótboltann í sjónvarp- inu. Því er það að oft vill verða ansi mannmargt á heimilinu. En okkur þykir vænt um að vinirnir skuli sækja hingað enda eru þeir alltaf velkomnir." Guðmundur Árni hefur aldrei getað dýft sleif í pott. Fyrir nokkrum árum tók Jóna Dóra sæti í bæjarstjórn í Hafnarfirði en hafði fram að því verið mikið heima við. „Það breyttist ýmislegt við það,“ segir Jóna Dóra. „Ég var ekki alltaf til taks í eldhúsinu eins og áður og þegar ég er á fundum á matartímum þá borðar fjölskyld- an gjarnan pissur, hamborgara eða þess háttar. En Guðmundur Árni hefur aldrei getað dýft sleif í pott og allir hefðu soltið heilu hun- gri ef hann hefði átt að elda mat.“ Guðmundur neitar þessu ekki og bætir við að hann sé í það heila ekki mikill matmaður. Matur sé í STÓLINN VAR AFMÆLISGJÖF. Þau hjón voru fertug þegar þau fengu stól- inn. Hann er sérstakur en einstaklega skemmtilegur. Málverkið fyrir ofan er eftir Einar Hákonarson og fékk Guðmundur það að gjöf frá Hafnarfjarðarbæ þegar hann hætti sem bæjarstjóri hans huga aðeins til að næra sig. „Heimilið hefur í gegnum tíðina verið mestanpart á herðum Jónu Dóru því ég er óttalegur klaufi við heimilishald. Ég reyni þó að stan- da mig við hefðbundna tiltekt og þrif. Geng t.d. oftast frá í eldhús- inu eftir mat. Og svo strauja ég buxurnar mínar sjálfurl!" Jóna Dóra segist ekki nenna að ergja sig á þessu. Vafalaust tæki lengri tíma að standa yfir Guðmundi við ýmis verk inni á heimilinu en gera þau sjálf. „Elsta dóttir okkar Mar- grét Hildur sem er tvítug og býr hjá okkur með tveggja ára gamla dóttur sína, Aþenu Örnu, hefur þó jafnan verið dugleg við að hjálpa til við heimilishaldið. Strákarnir mættu vera röskari í þeim efn- um.“ Þau segja það hafa verið skemmtilega lífsreynslu að verða amma og afi og njóti þess alveg fram í fingurgóma að hafa þær mæðgur á heimilinu. Þrátt fyrir að allt snúist um íþróttir á heimilinu gefa þau sér stöku sinnum tíma til að fara sam- an eitthvað í frí. Til slíks gefst þó ekki mikill tími. „Á sumrin er mjög erfitt að komast í burtu frá fótboltanum og það segir sig sjálft að yfir vetratímann er það ekki mögulegt vegna anna í vinnu og skóla. Við reynum því að skjóta okkur í stutt frí og gerðum það ekki fyrir alls löngu. Við vorum öll ánægð með það frí en erillinn á heimilinu er gjarnan mjög mikill. Strákarnir þrír, Heimir 17 ára, Fannar Freyr 15 ára og Brynjar Ásgeir 9 ára koma og fara á æf- ingar eftir skóla og það er sjald- gæft að við getum öll verið heima í einu. En þegar svo ber undir þá finnst öllum gaman að sitja og spjalla í eldhúsinu. Umræðuefnið er þó aðallega íþróttir og aftur íþróttir en pólitískur áhugi er að vakna og strákarnir spyrja tals- vert um það sem þeir heyra eða lesa í blöðum. Margrét Hildur hefur reyndar mjög ákveðnar skoðanir í þessum efnum, ekki síst eftir að hún varð móðir og vandar ríkisvaldinu ekki kveðj- urnar. „ Þau eru sammála um að ekki vildu þau hafa þessa hluti öðruvísi. „Það er krefjandi að eiga börn í íþóttum og miklar kröfur gerðar um að við mætum á völl- inn. En um leið er þetta mjög skemmtilegt svo ekki sé nú talað um hve gott börnin hafa af því að eiga áhugamál sem foreldrarnir geta fylgst með og tekið þátt í. Við getum ekki verið annað en þakk- lát fyrir íþróttirnar og bæði þekkjum við það af eigin raun hvað það þroskar börn og kennir þeim mikið að stunda íþróttir." Guðmundur Árni segist sjálfur fikta við golfiðkun og Jóna Dóra segir sig langa til að prófa þá íþrótt fyrr en síðar. Þau segjast bæði hafa komið úr tiltölulega stórum fjölskyldum og þau eru því vön fjölmennum og erilsöm- um heimilum og kunna því vel. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.