Fréttablaðið - 04.12.2001, Síða 6

Fréttablaðið - 04.12.2001, Síða 6
FRETTABLAÐIÐ 4. desember 2001 ÞRIÐIUDACUR Samfylkingin á Akureyri: Uppstilling að lok- inni skoðanakönnun SAMFYLKINGIN Á AKUREYRI Bæjarfulltrúar Akureyrarlista mynda meirihluta ásamt sjálfstæðismönnum og starfa innan Samfylkingar. SPURNING DAGSINS Verða bakaðar smákökur á þínu heimili? „Já. Strákarnir mínir ætla að baka vanillu- hringi og piparkökur. Ég fæ að vera á vappi i kringum þá, tékka á hitanum og sjá til þess að allt fari vel fram." Bergsteinn Ómar Óskarsson kiðlingapabbi framboðsmái Samfylkingarfé- lögin á Akureyri hafa ákveðið að hafa uppstillingu á framboðs- lista fyrir bæjarstjórnarkosn- ingar næsta vor að undangeng- inni skoðanakönnun meðal fé- lagsmanna. Skoðanakönnunin verður send út í pósti til félags- manna í lok mánuðarins að sögn Jóns Inga Cesarssonar, for- manns Samfylkingarinnar á Ak- ureyri, og stefnt er að því að uppstillingarnefnd leggi tillögur að framboðslista fyrir félags- menn fyrrihluta febrúarmánuð- ar. Báðir bæjarfulltrúar Akur- eyrarlista, þau Ásgeir Magnús- son og Oktavía Jóhannesdóttir, starfa innan Samfylkingarinnar og eru þau talin líkleg til að gefa kost á sér áfram. Jón Ingi segist ekki hafa miklar áhyggjur af framboði Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. „Sumir segja að þeir eigi mikið fylgi hérna en það veit það svo sem enginn. Þeir fengu 30% í einhverri Gallup- könnun sem reyndist svo mark- laus. Persónulega hef ég ekki trú á því m.v. hvernig þeir hafa tal- að á landsvísu að þeir eigi upp á pallborðið hér á Akureyri.“ ■ Bandarísku læknasamtökin: Vilja greiða fyrir líffæri san francisco. ap Eftir því sem þró- un vísindanna fleygir fram falla gamlir múrar siðferðisins einn af öðrum. Nú eru Bandarísku lækna- samtökin (AMA) að velta því fyrir sér hvort ekki sé rétt að líffæra- gjafar fái greidda þóknun fyrir viðvikið. Slíkt er reyndar ólöglegt í Bandaríkjunum sem stendur. Bandaríkjaþing bannaði árið 1984 allar peningagreiðslur fyrir líf- færagjöf. Þess vegna verða þeir, sem á líffærum þurfa að halda, að treysta á góðmennsku og gjaf- mildi sjálfboðaliða. Þetta kerfi virðist hins vegar ekki ætla að ganga upp, að því er margir læknar á ársfundi lækna- samtakanna halda fram. Um það bil 15.000 manns látast árlega í Bandaríkjunum áður en líffæri hefur fengist, sem hefði getað bjargað lífi þeirra. Þriðjungur nothæfra líffæra úr Bandaríkjamönnum er nú gefinn til nota fyrir annað fólk, sem þarf á þeim að halda. Afgangurinn er grafinn í jörðu og kemur engum að gagni. „Við sjáum ekki mikið siðferði- legt gildi í því að grafa góð Iíf- færi,“ sagði dr. Stephen Schwarz, sem er einn læknanna á þinginu. ■ -RÉTTI JÖLAANOINN Verslanir opnar (dag milli klukkan 11:00 og 20:00 • www.smaralind.is Komdu og njóttu hátíðarstemningarinnar í Smáralind þar sem jólasveinarnir og yfir 70 verslanir og þjónustuaðilar bjóða alla velkomna. Jóladagskráin í Vetrargarðinum í dag! 16:30 «917:30 Jólasagan íesin 16:00 -18:00 Jólasveinn í Vetrargarði Smáralindar 17:00 0918:00 JÓIaSVeÍnarskemmta Ævintýraheimur barnanna i JÓlalandínU í allan dag Einnig verður lif og fjör í Veröldinni okkar og göngugötunni í dag frá klukkan 16:00 þar sem fiðlu- og harmonikkuleikarar skapa rétta jólaandann. Atvinnuhorfur afar brothættar Brothætt ástand. Um 400-500 störf hafa tapast í ferðaþjónustu. Samdráttur, uppsagnir og gjaldþrot. Erfitt rekstrarumhverfi. Mörg fyrirtæki eiga erfitt upp- dráttar vegna erlendra, skul- da verðbólgu og háu vax- tastigi. vinnumarkaður Staðan og horfur í atvinnumálum landsmanna virð- ist vera afar brothætt um þessar mundir þrátt fyrir að stjórnvöld staðhæfi að efnahagurinn sé traustur og meiri bjartsýni ríki í sjávarútvegi en oft áður. í ferða- þjónustu hafa tapast á milli 400- 500 störf vegna uppsagna, sam- dráttar og gjaldþrota. Þá gæti svo farið að jarðvinnufyrirtæki segi upp hundruð starfsmanna ef ekk- ert rætist úr hjá þeim. í verslun eru sagðar blikur á lofti og í bygging- ariðnaði hefur ver- ið samdráttur og þar óttast menn vaxandi atvinnu- leysi eftir áramót- in. Víða á lands- byggðinni hafa verið uppsagnir og m.a. eru fleiri á atvinnuleysi- sskrá á Akureyri en á sama tíma í fyrra, eða tæplega 200 manns á móti 93 í fyrra. Sigurður T. Sigurðsson formað- ur Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði segist kvíða fram- haldinu eftir áramótin. í því sam- bandi bendir hann á að meðal sumra atvinnurekenda sé rætt um að einhver dýfa sé framundan í at- vinnumálum ef fram fer sem horfir. Hann segist þó vona það besta á meðan annað kemur ekki í ljós. Svipað viðhorf er hjá Guð- mundi Þ. Jónssyni stjórnarmanni í Eflingu sem óttast að atvinnu- leysið fari vaxandi. Erna Hauksdóttir fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar segir að í könnun meðal aðildarfyrirtækja hafi komið fram að 23% þeirra ætla að BYGGINGARIÐNAÐUR Víða eru blikur á lofti í atvinnumálum landsmanna og töluverð óvissa ríkir um framhaldið. fækka við sig starfsfólki. Hún bendir þó á að á þessum árstíma séu mörg fyrirtækin búin að lág- marka alla starfsemi sína fyrir veturinn. Það kemur síðan ekki í ljós fyrir en í vor hvort þau hafa haldið sjó yfir veturinn og ráði þá jafn margt fólk og áður. Hún seg- ir að þótt ísland sé ódýrari kostur fyrir erlenda ferðamenn en áður vegna gengislækkunar krónunn- ar eigi mörg fyrirtæki erfitt upp- dráttar vegna skulda í erlendri mynt, verðbólgu og háum vöxt- um. grh@frettabladid.is U ndanskotsm álið: Er enn til rannsóknar rannsókn „Málið er enn til með- ferðar hjá okkur og það hefur ein- faldlega ekki verið tekin ákvörðun um framhaldið,“ sagði Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, en vildi ekki tjá sig að nokkru leyti um efnisleg atriði. Sem skýringu á þeim drætti sem orðið hefur á af- greiðslu málsins sagði hann að miklar annir væru hjá embættinu um þessar mundir. Sagt var frá því í blaði gærdagsins að ríkislög- regiustjóri hafi haft kæru Hall- dórs Jónssonar, skiptastjóra þrota- bús Teppalands, gegn Húsasmiðj- unni og systurfélagi þess, TV-fjár- festingarfélags, inni á borði hjá sér síðan sl. vor. Rannsókn Hall- dórs á viðskiptum Húsasmiðjunn- ar og Teppalands leiddi til þess að hann kærði Húsasmiðjuna fyrir að hafa með ólögmætum hætti leyst til sín eignir Teppalands á tímabil- inu frá 1996 til loka árs 1998 þegar Teppaland var loks tekið til gjald- þrotaskipta. „Ég vil ekkert segja um það,“ sagði Jón þegar hann var spurður að því hvort forsvars- menn fyrirtækisins hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu. Við útboð hlutabréfa í Húsasmiðjunni var getið um viðskipti vegna þessa máls. Þar segir: Vakin er athygli á bréfi skiptastjóra TL-Rúllna ehf. dags. 13.03.2000 til embættis ríkislög- reglustjóra. Þar kærir skiptastjóri meðferð á fjármunum TL-Rúllna ehf. og beinist kæran m.a. að Húsasmiðjunni hf. Bú TL-Rúllna ehf var tekið til gjaldþrotaskipta þann 8. apríl 1998. Húsasmiðjan hf. réð til sín Tómas Jónsson hæstaréttarlögmann til að fara yfir kæru skiptastjóra á hendur Húsasmiðjunni hf. og er niður- staða hans á þann veg að engin rök séu fyrir því að beina kærunni að Húsasmiðjunni hf. TV-Fjárfesting- arfélagið ehf. sem er í eigu systk- inanna Jóns, Sturlu og Sigurbjarg- ar keypti TL-Rúllur ehf. á árinu 1997. Húsasmiðjan hf. keypti vör- ur af TL-Rúllum ehf. meðan félag- ið var í rekstri en tengdist rekstri félagsins ekki á annan hátt. ■ 4-

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.