Fréttablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTABLAÐIÐ 15. apríl 2002 MÁNUPACUR I RETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvasðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BREF TIL BLAÐSINS Furðu lostinn yfir flokknum Sjálfstæðismaður skrifar: __ E' g er furðu lostinn yfir því að þingmenn flokksins míns skuli láta 20 milljarða ríkisábyrgð yfir sig ganga. Það er undarlega kom- ið fyrir flokki sem barðist gegn sjóðasukkinu, að nú sé aðeins einn þingmaður sem lætur í sér heyra í andstöðu við málið. Pétur Blöndal á heiður skilinn fyrir andstöðuna. Hann virðist eini þingmaður flokksins sem annt er um hug- sjónir sínar. Ég man eins og flestir íslend- ingar sem komnir eru á fullorðins ár, hvernig ríkisstyrktar atvinnu- greinar áttu að bjarga efnahags- lífi þjóðarinnar. Þá riðu fyrir- greiðslupólitíkusar um héruð og lofuðu peningum í fiskeldi og loð- dýrarækt. Hvað stendur eftir af þessum gegndarlausa fjáraustri. Lítið sem ekkert. Þetta virðist Pétur Blöndal einn vita þingmanna flokksins. Ég hef oft verið tortrygginn í hans garð, en í þessu máli er hann eini þingmaðurinn sem stendur vörð um hugsjónir Sjálfstæðisflokks- ins. ■ 10 Stríðsglæpadómstólnum fagnað Frankíurier Rundschmi í leiðara þýska dagblaðsins Frankfurter Rundschau er Stríðs- glæpadómstólnum fagnað. „Fram- vegis kemst enginn refsilaust upp með alvarlega stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu eða þjóðar- morö,“ segir í leiðaranum. Jafn- framt spyr leiðarahöfundur hvers virði þessi alþjóðlegi stríðsglæpa- dómstóll sé, þegar Bandaríkin eru ekki með. Ónnur ríki geti að minnsta kosti engan veginn sætt sig við það. Hins vegar kemur ekki til kasta dómstólsins nema ríki séu ófær eða vilji ekki að eig- in ríkisborgarar svari til saka fyr- ir alvarlega stríðsglæpi. Otti Bandaríkjanna við hann hljóti því að vera ástæðulaus. Leiðarahöfundur Herald Tribune segir að stofnun Stríðsglæpadóm- stólsins sé sigur fyrir málstað sem Bandaríkin hafi framan af verið í forsvari fyrir. Nú hafi verið komið á fót alþjóðlegu fyrirbæri sem láti stríðsglæpamenn svara fyrir verk sín. Clintonstjórnin skrifaði undir sáttmála um stofnun dómsins, en með hafi fylgt að sú undirskrift yrði ekki lögð fyrir þingið til stað- festingar.. Leiðarahöfundur undr- ast andstöðu Bushstjórnarinnar við dómstólinn. „Hvíta húsið virðist vera að undirbúa að gera að engu Úr leiðurum heimsblaðanna Tíu ríki til viðbótar staðfestu sáttmála Sam- einuðu þjóðanna um stofnun alþjóða stríðsglæpadómstóls. Þar með var tilskild- um fjölda náð til að hann verði að veru- leika. 66 ríki hafa staðfest sáttmálann. undirskrift Bandaríkjamanna, bæði stjórnin og þingið velta fyrir sér beinskeyttari aðgerðum til að spilla fyrir dómnum og verkum hans.“ Höfundur segir að slík skref séu til þess fallin að ergja banda- menn Bandaríkjanna um leið og slík afstaða verji enga sjáanlega hagsmuni Bandaríkjanna. POLITIKEN „Allt frá réttarhöldunum í Núnberg JÓNAS SKRIFAR: og Tókýó sem lögðu grunninn að því að einstaklingar gætu borið ábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu, hefur verið stefnt að alþjóðlegu dómsvaldi í slíkum rnálum," segir leiðarhöfund- ur Politiken. Blaðið segir ákvörðun- ina stórt skref í átt til réttlætis í heiminum. Langt sé þó enn í land. Afsakanir Bandaríkjanna fyrir að vera ekki með séu vesælar, en mik- ilvægt sé að dómstóllinn sýni í störfum sínuni að efasemdir um hann séu ástæðulausar. Án Banda- ríkjanna sé dómstóllinn hálfkarað- "ORÐRÉTT Framsal fullveldis Stofnun Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag síðasta fimmtudag er eitt merkasta framsal full- veldis ríkja til fjölþjóðlegra stofnana, sem eiga að gera siði, lög og reglur beztu ríkja að algildri reglu fyrir jarðarbúa alla. Hann byggist á vestrænum hefðum og hefur að mestu vestræna dómara. Dómstóllinn tekur á glæpum, sem framdir verða eftir 1. júní á þessu ári. Þá verða menn gerð- ir persónulega ábyrgir fyrir aðild sinni að stríðs- glæpum og geta ekki skotið sér bak við stofnanir. Reiknað er með, að margir muni hugsa sig um tvisvar, þegar nýi siðurinn er hafinn. Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn er almennt framhald sértækra dómstóla fyrir Rúanda og Júgóslavíu. Réttarhöldin yfir Slobodan Milosevic gefa tóninn um framtíðina. Saddam Hussein og Ariel Sharon mega fara að gæta sín betur en Pol Pot og Augusto Pinochet gerðu á sínum tíma. Sextíu ríki hafa skrifað undir stofnskrá dóm- stólsins og búist er við þrjátíu til fjörutíu undir- skriftum til viðbótar. í þessum ríkjahring verða fyrirmyndarríki heimsins, en utan við munu standa ofbeldishneigð stríðsglæparíki á borð við Rússland og Kína, Bandaríkin og ísrael. ísland stendur að dómstólnum eins og öll ríki Vestur- og Mið-Evrópu. Þetta eru einmitt fyrir- myndarríkin, sem að undanförnu hafa haft frum- kvæði að stofnun margvíslegra sáttmála um bætta stöðu mannkyns. Þau hafa í flestum tilvikum safn- að um sig fylgi meirihluta ríkja heimsins. Þannig verður Kyoto-bókunin um takmörkun á útblæstri gróðurhúsalofts innan tíðar staðfest af öllum þorra ríkja heims. Þannig verður sett bann við sölu jarðsprengja og hert eftirlit með fram- leiðslu eiturvopna. 011 slík mál sigra að frumkvæði Evrópu gegn andstöðu Bandaríkjanna. Afsal fullveldis er hin yfirlýsta forsenda Bandaríkjanna fyrir andstöðu þeirra gegn fjöl- þjóðasáttmálum og fyrir misheppnaðri baráttu þeirra gegn fullgildingu slíkra sáttmála. Auðvelt er „ Ríkisvaldið á íslandi hefur borið gæfu til dugnaðar við að afsala íslenzku fullveldi í hendur fjölþjóðlegra stofnana. Við erum aðilar að ótal reglum og erum að minnsta kosti vikulega að stíga skrefinu lengra ... “ að selja kjósendum óttann við afsal fullveldis, svo sem ýmis dæmi sýna einnig hér á landi. Ríkisvaldið á íslandi hefur borið gæfu til dugn- aðar við að afsala íslenzku fullveldi í hendur fjöl- þjóðlegra stofnana. Við erum aðilar að ótal reglum og erum að minnsta kosti vikulega að stíga skref inu lengra, einkum með staðfestingu á stríðum straumi ákvarðana Evrópusambandsins. Sumt af þessu afsali skiptir litlu eða engu mál og tæpast nokkurt skaðar okkur. Allur þorri afsals ins felur í sér gæfuspor. Það treystir stöðu ísland: í hópi beztu fyrirmyndarríkja heims við smíði al mennra ramma, sem gera líf alls almennings betra og göfugra en það hefði ella orðið. Að mörgu leyti er eðli íslenzkra stjórnmála frumstæðara en annars staðar í álfunni. Ráðherrai fá hér reiðiköst og leggja niður stofnanir eða flytja þær frá höfuðborgarsvæðinu. Rík tilhneiging er til geðþótta í stjórnkerfi og stjórnmálum. Margir eru í alvörunni dauðhræddir við ráðherra. Því meira sem við tengjumst fjölþjóðlegu neti sáttmála og stofnana af vestrænum toga, þeim mun meira þrengist svigrúm frumstæðra og valdasjúkra ráðamanna okkar til að víkja frá grundvallarhefðum vestræns samfélags. Þannig höfum við fetað okkur fram eftir vegi. Því fleiri ríki sem taka þátt í þessu neti, þeim mun víðari verður hringurinn, þar sem samskipti og viðskipti fara eftir vönduðum og viðurkenndum leikreglum, öllum málsaðilum til góðs. Jónas Kristjánssor BÖRNIN ÉTI BYLTINGUNA Nú þegar gömlu „heilbrigðis“kerfin eru í andarslitrun- um er ný vakning í uppsiglingu og vor í lofti um all- an heim. Þessi hreyfing hefur hlotið nafnið heilnæmisbyltingin! Jón Óttar Ragnarsson, Morgunblaðið,14. apríl. EÐA TALA VIÐ YFIRMANN ÞEIRRA Er ekki einhver til í að hringja í þá Davíð og Ólaf og minna þá á að hluti af starfinu þeirra er að varðveita menningararfinn? Valberg Lárusson. Morgunblaðið, 13. apríl SÉRSTAKLEGA í LJÓSI REYNSL- UNNAR X- og @-kynslóð- irnar munu þurfa að stýra íslensku samfélagi á lýðræðislegan hátt til sóknar í síbreytilegum heimi alþjóðavæðingar. Það hlutverk hlýtur að teljast mjög ögrandi. Siv Friðieifsdóttir. Morgunblaðið, 13. apríl. TRÚIN FLYTUR FJÖLL Ég er sannfærð um að Björn Bjarnason verður næsti borgarstjóri í Reykjavíkur og ég hlakka mikið til að takast á við verkefni borgarinnar. Hanna Birna Kristjánsdóttir. DV, 13. apríl. ÖNNUR ÓNARMIÐ N0RÐUR AMERÍKA Af hverju að borga meira annars staðar fyrir sama flutninginn ? Bjóðum heilgáma (FCL) og stykkjavöru (LCL) flutning. Siglum á 10 daga fresti frá Rotterdam og Kópavogi. Siglingatími aðeins fjórir dagar. Allt að 20% lægri sjófrakt. Norfolk USA á 12 daga fresti • Siglingatími 10 dagar ATLANTSSKIP - ÁREIÐANLEIKI ( FLUTNINGUM - Leitið upplýsinga / Sími (354) 580 6900 / www.atlantsskip.is Skipulags tækifæri f< „Samkeppnin fól í sér ákveðn; mótsögn," segir Pétur Ármanns son, arkitekt. „Titillinn var: Hug myndasamkeppni um skipulag miðborgar og hafnarsvæðis vi< austurhöfn. Þegar maður skoöa: lýsinguna sjálfa, þá fjallar hún ai mestu leyti um hvernig Tónlistar húsið eigi að vera. Síðan er fjallai um höfnina og sagt að æskilegt si að Geirsgatan fái að vera þar sen hún er.“ Pétur segir að þar hal verið gefið til kynna að aðra lausnir væru of dýrar. „Það er far sælast fyrir svona hugmyndasam keppni að hafa möguleikana sen opnasta." Pétur segir að sér hafi fundis dapurlegt hversu þröngsýn dóm nefndin hafi verið. „Samkeppnii snérist ekki um að velja teikningi fyrir tónlistarhús. Hún snérist un að taka á samhengi tónlistarhús og tengingu þess við miðborgina Mér finnst þegar ég skoða verð launatillöguna að gildi henna felist eingöngu í formhugmyno um um byggingu". Pétur segir a< í keppninni hafi komið fram góða tillögur sem tóku á því verkefn að móta framtíð miðbæjarins. „Sf hugmynd að taka hluta af hafnar svæðinu sem ekki er lengur í notkun er tækifæri sem er mjög spennandi. Þarna á þessu svæði er hægt að gera allt sem menn rna Pétur Ármannsson, arkitekt, telur að veðlaunatillaga um tónlislarhús feli ekki í sér lausn á skipulagi miðborgar Reykja- víkur. Við það glatist stórkost- legt tækifæri til að skapa teng- ingu miðborgar og hafnar sem færði miðborginni nýtt líf. dreymir um aö gera fyrir mið- borgina. Þarna er stórkostlegt tækifæri. Menn setja fyrir sig kostnað við aö fara með Geirsgöt- una í göng, án rökstuðnings. Á sama tíma eru menn að velta fyr- ir sér bílastæði undir Tjörnina og göngum undir Skólavörðuholt. Þarna er dýrmætasta byggingar- land í borginni. Ég hugsa að það væri hægt að fjármagna hluta þessara ganga með sölu á bygg- ingarlóðunum sem yrðu til við framkvæmdina." ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.