Fréttablaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 14
( ' HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA?
Mögnuð ævisaga
Kurt Cobains
„Ég mæii með Kurt Cobain ævisögunni
Heavier than heaven. Ég las hana og
hún er mögnuð lesning. Svo var ég að
byrja á bókinni „The Dirt" sem segir sögu
Motley Crew."
Frosti Logason, Gítarleikari Mínus og
dagskrágerðamaður Radíó X:
Barnabókaæðið
heldur áfram:
Næsti arftaki
Harry Potter
bækur í síðustu viku kom út
barnabókin Molly Moon og Dá-
leiðslubókin í Englandi. Bókin
vakti mikla athygli þar sem útge-
fendur hennar,
breski útgáfurisinn
Macmillian, vonast
til þess að hún geti
fylgt Harry Potter
eftir í vinsældum.
Höfundurinn, hin
30 ára gamla Ge-
orgia Byng, fékk
greidda væna summu við undir-
ritun samnings við Macmillian.
Þegar er búið að selja útgáfu-
rétt bókarinnar til 24 landa.
Kvikmyndarétturinn var einnig
seldur, til sömu aðila og gera
myndirnar um Harry Potter.
Mikið var um dýrðir á útgáfuhá-
tíð bókarinnar og voru dávaldar
fengnir til að skemmta gestum.
Meðal skemmtiatriða var fjölda-
dáleiðsla þar sem gestir voru dá-
leiddir til að kaupa 40 eintök af
bókinni og segja vinum sínum að
þetta væri besta bók sem þeir he-
fðu lesið á ævinni. Ekki fylgdi
sögunni hvort dáleiðslan heppn-
aðist. Molly Moon kemur út í vor
hjá útgáfufyrirtækinu Bjarti. ■
UNIFEM á íslandi:
Gengið fyrir
afganskar
konur
canca Á sunnudaginn hvetur UNI-
FEM á íslandi alla til að taka þátt í
göngu fyrir konur í Afganistan.
Hist verður á bflastæði við Vífil-
staðahlíð og farið í stutta gönguf-
erð um svæðið. UNIFEM vinnur að
fjáröflun fyrir uppbyggingarstarf
í Afganistan. Dagarnir 22. til 29.
maí eru tileinkaðir baráttu af-
ganskra kvenna. Mælst er til þess
að íslendingar gangi, skokki eða
hlaupi þeim til stuðnings. Síðan er
vonast til þess ákveðin upphæð sé
látin af hendi fyrir hvern kíló-
metra sem farið er. Hægt er að
leggja framlög inn á reikning UNI-
FEM í Landsbanka íslands. Númer
hans er 137-26-13187. ■
12 Vikna
Árangur
-w--
FftETTABL-AÐIÐ
,K;
Tónleikar í
Mosfellskirkju:
Fjörugt
Fagotterí
tónleikar Á morgun klukkan 17 eru
fyrri tónleikar Fagotterí, sem er
skipað fjórum fagottleikurum.
Kvartettinn er skipaður þeim
Darra Mikaelssyni, Joanne Arna-
son, Judith Þorbergsson og Krist-
ínu Mjöllu Jakobsdóttur.
Tónleikarnir í dag eru í Mos-
fellskirkju en kvartettinn kemur
einnig fram í Dómkirkjunni í Rey-
kjavík á mánudag. Á efnisskránni
eru verk úr ýmsum áttum Evrópu.
Hún er að mestu í léttum dúr,
fjörug og hnyttin en öðru hvoru
dregur ský fyrir sólu. Síðustu tón-
FJÖGUR FAGOTT
Darri Mikaelsson, Joanne Árnason, Judith
Þorbergsson og Kristín Mjöll Jakobsdóttir
eru Fagotterí.
leikar kvartettsins á undan þess-
um var í Verkfallsmiðstöð tónlist-
arkennara í nóvember síðastliðn-
um. ■
Spænskir trúðar:
Sápu-
kúlugaldrar
sýninc Spænsku trúðarnir frá
Barcelona gera ótrúlegar kúnstir
með litskrúðugum sápukúlum í
sýningunni Ambrossia í íslensku
óperunni. Þeir sýna í dag og á
morgun klukkan 14 og 17. Trúð-
arnir, sem eru frá Barcelona,
leika sér með sápukúlur af öllum
stærðum og gerðum. Þeir nota
sápuvatn og sápukúluvél sem
búin er til sérstaklega fyrir þessa
sýningu. Engar tvær sýningar eru
eins. Sýningin Ambrossia var
frumsýnd á Alþjóðlegu látbragðs-
hátíðinni í London 1999 og hefur
síðan verið sýnd víða um heim við
miklar vinsældir. Höfundur sýn-
AMBROSSIA
Spænsku trúðarnir nota sápuvatn og sápu-
kúluvél, sem er búin sérstaklega til fyrir
þessa sýningu.
ingarinnar er látbragðsleikarinn
og arkitektinn Pep Bou. Hann nýt-
ir sér einfalda en ákaflega heill-
andi tækni sápukúlunnar þar sem
allt getur gerst og eitt óvarlegt
andartak getur skipt sköpum.
Meðleikari Pep Bou er leikarinn
Luis Beviá. Sýningin er ljóðræn
og litskrúðug en umfram allt
skemmtileg. ■
SUNNUDAGUR
26. MAÍ
TÓNLIST
14.00 Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
fagnar nýjum flygli með Dalvíking-
um á tónleikum í Dalvíkurkirkju.
Saxófónleikararnir Sigurður Flosa-
son, Jóel Pálsson og Ólafur Jóns-
son koma fram með sveitinni.
17.00 Fagotterí, sem er skipað fjórum
fagottleikurunum, heldur tónleika
í Mosfellskírkju.
20.00 Dansleikur í Ásgarði, Glæsibæ.
21.00 Blues-kvöld á Gauki á Stöng.
22.00 Dúettinn Mogadon spilar á
O'Briens, Laugavegi 73.
22.00 KK heldur tónleika á Kaffi Krók á
Sauðárkróki.
GUÐSÞJÓNUSTUR
11.00 í dag er þrenningarhátíð. Af því til-
efni er þema guðsjónustu dagsins
í Hafnarfjarðarkirkju spurningin
Hver er litur guðs? Er Guð aðeins
Guð hinna hvítu, svörtu, gulu eða
rauðu? Er Guð aðeins Guð okkar
en ekki Guð hinna? Fjögur börn
verða skfrð í guðsþjónustinni. Org-
anisti er Natalía Chow en prestur
séra Þórhallur Heimisson.
14.00 I Fríkirkjunni í Reykjavík fer fram
minningarguðsþjónusta vegna
þeirra sem látist hafa af völdum
alnæmis hér á landi. Minningarat-
höfnin er alþjóðleg, Candlelight
Memorial Day. Kveikt verður á
kertum fyrir hvern einstakling sem
látist hefur úr alnæmi. Kór Fríkirkj-
unnar sér um tónlistarflutning.
Einsöngvarar eru Rósalind Gísla-
dóttir og Jón Þorsteinsson. Arnar
Jónsson les Ijóð.
UPPÁKOMUR
15.00 Heimsþorp - samtök gegn kyn-
þáttafordómum á Islandi halda
upp á eíns árs afmæli sitt f Hinu
Húsinu við Pósthússtræti.
Um helgina er tekið forskot á HM-heim-
inn, sýningu í Vetrargarðinum í Smáral-
ind. Þar er 40 fermetra risatjald, þar sem
verður bein útsending frá öllum leikjum
HM. Einnig eru þar knattþrautir, sýning á
treyjum heimsfrægra knattspyrnumanna
og sandlagður strandboltavöllur. Um
helgina verður haldið íslandsmót í FIFA
World Cup 2002 Playstation-tölvuleikn-
LEIKLIST______________________________
14.00 Bamasýningin Týndar mömmur
og talandi beinagrindur sýnd í
Menningarmiðstöðinni Gerðuberg.
Ókeypis fyrir fullorðinn í fylgd með
barni. Einnig sýnd klukkan 15.
14.00 Lokasýning á Rauðhettu eftir Ch-
arlotte Böving í Hafnarfjarðarleik-
húsinu.
Hollensk myndbands-
verk í völundarhúsi
I Nýlistasafninu er í dag opnuð sýning hollenska myndlistarmannsins
Aernout Mik. Hann er virtur í myndlistarheiminum og mikill
fengur fyrir safnið.
mynpust Sýning Mik er framlag
Nýlistasafnsins til Listahátíðar í
Reykjavík. Hún er í nýjum sal
safnsins að Vatnsstíg 3. Mik
sýnir fjögur myndbandsverk á
fimm stórum skjáum. Þeir eru
felldir inn í veggi, sem mynda
nýtt rými í rýminu. Verkin sýna
gjarnan fólk í mismunandi
kringumstæðum. Þau eru leikin,
innihalda þó ekki söguþráð
heldur lýsa ákveðnum aðstæð-
um eða atvikum sem oftast eru
nokkuð sérkennileg. Eru án
upphafs og endis og alltaf án
hljóðs.
Á sýningum sínum skapar
Mik oftast nýtt umhverfi í sýn-
ingarrýminu, byggir veggi, her-
bergi, ganga o.s.frv., allt eftir
svigrúmi. Stundum er um að
ræða einhverskonar völundar-
hús byggt úr lágum veggjum
sem áhorfandinn sér yfir ef
hann stendur á tánum, stundum
einhverskonar klefar - eitthvað
á milli arkítektúrs, skúlptúrs og
sýningarrýmis. Inn í þennan
ramma fellir hann svo mynd-
bandsverk sín. Allt þetta mynd-
ar heildarrými fyrir áhorfand-
ann.
Myndbandsverk Mik getá
verið stór í sniðum. Þau krefjast
nákvæmrar leikstjórnar og oft
fjölda leikara. Stundum eru þau
tekin á allt að fimm tökuvélar
og þá sýnd á fimm skjáum sam-
tímis. Hann leggur mikið upp úr
því að tæknileg útfærsla sé
mjög fullkomin.
Aernot Mik hefur sýnt vítt
og breitt um heiminn. Hann
MYNDBANDSVERK MIK
Þau geta verið stór í sniðum. Krefjast ná-
kvæmrar leikstjórnar og ott fjölda leikara.
Á sýningunni í Nýlistasafninu sýnir Mik
fjögur myndbandsverk á stórum skjáum.
kennir við Ríkisakademíuna í
Amsterdam. Mik var fulltrúi
Hollands á Tvíæringnum í Fen-
eyjum 1997 og aftur árið 2001.
Einnig á Sao Paulo tvíæringn-
um 1991 og Yokohama þríær-
ingnum árið 2000. ■
16.00 Píkusögur eftir Eve Ensler sýndar á
nýja sviði Borgarleikhússins.
220.00 Uppselt á Hollendinginn fljúg-
andi eftir Richard Wagner á stóra
sviði Þjóðleikhússins.
20.00 Örfá sæti laus á Veisluna eftir Th-
omas Vinterberg á litla sviði Þjóð-
leikhússins. Sýningin er ekki við
hæfi barna.
20.00 Uppselt á einleikinn Sellófon eftir
Björk Jakobsdóttur [ Hafnarfjarðar-
leikhúsinu.
20.00 Næst síðasta sýning á Boðorðun-
um 9 eftir Ólaf Hauk Sfmonarson
á stóra sviði Borgarleikhússins.
SÝNINGAR_______________________________
Sýningin Konan - Maddama, kerling,
fröken, frú ... er í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar. Á þessari Ijóða- og högg-
myndasýningu flytja skáldkonur Ijóð,
sem þær hafa samið við verk Sigurjóns.
Þær eru Guðrún Eva Mínervudóttir, Fríða
Á. Sigurðardóttir, Þórunn Valdimarsdóttir,
Kristín Ómarsdóttir, Vilborg Dagbjarts-
dóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Elísabet K.
Jökulsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sig-
urbjörg Þrastardóttir, Margrét Lóa Jóns-
dóttir og Vigdís Grímsdóttir. Sýningar-
gestir geta hlýtt á lestur skáldkvennanna
af geisladiski. Sýningin er liður á dagskrá
Listahátíðar f Reykjavík og stendur til 30.
júní.
I Safnaskálanum að Görðum á Akranesi
er sýningin Iþróttasaga (slands . Þar er
sögð saga Iþrótta á íslandi og tengsl
þeirra við sögu landsins. Sýningunni er
ætlað til frambúðar að verða f nýju sýn-
ingarrými f Safnaskálanum. Nær allar
íþróttagreinar eru kynntar og helstu af-
reksmenn og íþróttamunir skoðaðir.
MYNDLIST_____________________________
Sýningin Enginn getur lifað án Lofts er í
aðalsal Hafnarborgar, menningar- og
listastofnunar Hafnarfjarðar. Þar gefur að
líta úrval Ijósmynda eftir Loft Guðmunds-
son. ( Sverrissal Hafnarborgar er sýning á
málverkum Elíasar B. Halldórssonar frá
síðastliðnum tveimur árum.
( Listasafni AS( stendur sýning á verkum
listakvennanna Guðbjargar Lindar Jóns-
dóttur, Guðrúnar Kristjánsdóttur og Krist-
ínar Jónsdóttur frá Munkaþverá. Sýningin
er á dagskrá Listahátfðar í Reykjavík.
Alda Ármanna Sveinsdóttir sýnir stuttsýn-
inguna Konur í borginni í Gallerf Reykja-
vík við Skólavörðustíg. Þar sýnir hún olfu-
málverk unnin á árinu. Viðfangsefnið er
konur og ýmislegt úr kvennamenningu,
matarstúss, ávexti, blóm og draumar.
Sýningin stendur til 31. maí. Aðgangur
ókeypis.
Þrjár sýningar í Galleri Fold við Rauðarárstíg.
Tryggvi Ólafsson sýnir málverk í Baksalnum. Á
sýningunni Reykjavik í Rauðu stofunni eru
grafíkverk eftir Olgu Pálsdóttur. Emil Þór Sig-
urðsson sýnir Ijósmyndir í Ljósfold. Sýning-
arnar standa til 9. júní.
Ertu þreytt(ur) á skyndllausnum.
Vilt þú ná varanlegum árangri!
,_______aiit fyrir kroppinn
HREYSTI
Skeifunni 19 - S. 568 1717
Prógram sem þúsundir íslendinga fara eftir á
hverjum degi.. árangur sem ALLZR geta náð.
ÓKEYPIS ráðgjöf, fitumæling og mataræði.
Mættu á staðínn NÚNAI
' ÚOGÁhVAGU R' Í57 mái 2002
Ljósmyndasýning í
Hafnarfirði:
Fókus
framlengdur
uósmynpir Vegna aðsóknar á ljós-
myndasýninguna Lífið í fókus í
Listamiðstöðinni Straumi, hefur
verið ákveðið að framlengja hana
um eina viku. Hún verður opin um
þessa helgi og næstu. Sjómanna-
dagurinn er síðasti sýningardagur.
Fókus, félag áhugaljósmynd-
ara, stendur fyrir sýningunni í til-
efni þriggja ára afmælis félagsins.
Þar sýna 24 Fókusfélagar 198 ljós-
myndir sem allar eru til sölu. Fók-
us er opið öllum áhugamönnum um
ljósmyndun. Félagsmenn kynna
starfsemi sína í Straumi og hægt
er að ganga í félagið á staðnum. ■
Ljósmyndasýning Rósulind Hansen
stendur í Gallerí Tukt, Hinu Húsinu,
Pósthússtræti 3-5. Rósalind er 24 ára ís-
lendingur sem hefur verið búsett i 10 ár
í Danmörku, frá 1990 til 2000. Hún hef-
ur starfað fyrir danska timaritið Frontli-
ne4000. Rósalind sýnir tísku- og
portraitljósmyndir frá þessu tímabili.
Listin meðal fólksins er yfirskrift sýningar
í Listasafni Reykjavikur - Ásmundar-
safni. Á sýningunni verða verk Ásmund-
ar Sveinssonar myndhöggvara skoðuð
út frá þeirri hugsjón hans að myndlistin
ætti að vera hluti af daglegu umhverfi
fólks en ekki lokuð inni á söfnum. Sýn-
ingin stendur til ársloka og er hluti af
dagskrá Listahátíðar. Gerð var sýningars-
krá með korti yfir höggmyndir Asmund-
ar í Reykjavík. I sumar býður Listasafn
Reykjavíkur í Ásmundargöngur þar sem
gengið verður á milli höggmynda lista-
mannsins og fjallað um verkin og Ás-
mund.
Rakel Pétursdóttir sérfræðingur leiðir
fólk um sýningar Listasafns íslands
klukkan 14. Klukkustund seinna er
sögustund og leiðsögn fyrir börn í fylgd
Kjuregej Alexöndru Argunova fjöllista-
konu.
í sýningarsal Handverks og hönnunar
við Aðalstræti er sýnirrg á islenskum þj-
óðbúningum. Hún nefnist Með rauðan
skúf. Þar eru sýndir búningar í eigu
Heimilisiðnaðarfélags íslands, Þjóð-
dansafélags Reykjavíkur og Búningaleigu
Kolfinnu Sigurvinsdóttur.
Myndlistarkonurnar Anna Sigga og
Hadda sýna þrjár borðstemningar í
innra rými Samlagsins á Akureyri. Á borð
verður lagt Mamma Mia-stellið fyrir
pastarétt, Madame Butterfly fyrir sushi
og Hnallþóra fyrir íslenskt kaffiborð.
Stemningarnar eru á handofnum borð-
mottum úr hör ásamt servéttum og
gestabókum. Sýningin stendur til 2. júní.
Stærstu
garðplöntuframleiðendur fyrir Garðheima sumarið 2002
Gróðrarstöð Ingibjargar Sigmundsdóttir, Hveragerði
Gróðrarstöðin Borg, Hveragerði
Brúarhvammur, Hveragerði
Ný sending af
styttum og
gosbrunnum
Hengikörfur: blómakörfur,
kryddplöntukörfur
- auðveldara en iÉÉjÍL
þú heldur
T ijllf 'í) 1/JjJiJiJlJ
;J7J TjJ ;ji
lCllliy'JZBZL
' j 10 VJJJiJiJJ
Hengikörfur 25 cm.,tilboðsverð:
kókos, tilboðsverð:
Hengikörfur 35 cm.,tilboðsverð:
kókos, tilboðsverð:
Flóra Islands, tilboðsverð:
Casoron, tilboðsverð, 1 kg.:
Blákorn 5 kg. tilboðsverð:
Gróðurkalk 25 kg. tilboðsverð:
Mosatætarar hand., tilboðsverð:
Vermireitir 3x1,2 m. tilboðsverð:
Laufhrífur, tilboðsverð:
Rafmagnshekkklippur, tilboðsverð:
Greinakuriarar tilboðsverð:
Garðhanskar, tilboðsverð:
Garðstígvél, tilboðsverð:
Gasgrill, STERLING 1612, tilboðsverð:
Guggu ráð:
Er illgresi í
grasflötinni þinni?
Nú er fáanlegt
herbamix sem drepur
tvíkímblööunqa (fífla,
sóleyjar) en ekKÍ grasið.
Sláttuvélar
fyrir aila
garða!
irabV6m\n
otsVtriíta|
Opið alla daga
til klukkan 21!
HEIMSENDINGAR-
ÞJÓNUSTA
540 33 20
Fljót og góð þjónusta
FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA
GARÐHEIMA
GARÐHEIMAR
Heimur skemmtilegra hugmynda og hluta
Stekkjarbakka 6 • Mjódd • Sími: 540 33 00 • www.gardheimar.is
íimm
SSTODODöar
Tilboðin
gilda frá
fimmtudegi
til og með
sunnudegi
wwmk,*
WM W&v'M
.M'
Wh MWvl Wm mmm f. -0y-
Drífðu þig í dag og fáðu
dágóðan afslátt!
Spring-, latex-, svamp- og
eggjabakkadýnur
og margt fleira með
(IM 15-30»/. afslaetti!
Mörkin 4 • 108 Reykjavík
Sími 533 3500 • www.iystadun.is