Fréttablaðið - 20.06.2002, Page 14

Fréttablaðið - 20.06.2002, Page 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 20. júní 2002 FIIVIIVITUPACUR HASKOLABIO HAOAIOR6I • SÍMI 530 191? • 5TÆRSTA 5fHIH0ARTJA1.D LAHOSIHS •fOOíMUn: mmm ch*pí mm [yOU CAN COUNT ON ME kl. 5.45 iMULHOLLAND PRIVE WAYNES WORLD Sýnd kl. 6, 8 og 10 Idragonfly kl. 8 0* 10.151 Sýnd kl. 6, 8 og 10.15 |ALI G kl. 6 og 10 j pHÍALPÍG ER FÍSKUR kel Sýnd kl. 4,6, 8 og 10.10 vrr 393 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 vit 387 Sýnd kl. 6 og 8 IHJALP ÉC ER FISKUR kl. 4 og 6 [B |ALIC kl. 4, 6, 8 og 10-10 |[^j IqUEENÖFTÍhTdAMNED kl. 8~1 IRESIDENT EVIL kl. 10.10 [g;H [ÍUBBLEBOY kl. 4. 6 ögTj gjp Heimsending og sótt Alltöf spennandi tílbod! Frábœr Hóptilbod fyrir afmœlisvelslur! 4 <<• írza Pu HÚSIÐ 0:í : Grensásvegi 12 • Símí: 533 2200 Wlálning fywalla I Farveland Farveland \ tMKtnome* IOFTÐB VJEOGC MALARINNim Bæjarlind 2 * Kópavogi * Sími: 581 3500 WaterDrain: NÝTT Á MARKAÐI! Nú er komið á markað náttúrulegt fæðubótarefni sem dregur úr vökvasöfnun í líkamanum. Auk magnesíum og kalíum inniheldur WaterDrain jurtakrafta úr birki, brenninetlu og klóelftingu en allar eru þessar jurtir taldar vatnslos- andi og hreinsandí, hvort heldur er fyrir blóð eða aðra vessa líkamans. WaterDrain styrkir, hreinsar og g hvetur nýru, þvagfæri, lungu og ■g- húðina svo eitthvað sé nefnt. Dag- S skammtur er 2-3 töflur á dag, eftir því hvert markmiðið er en í pakk- anum eru 60 hylki eða allt að mán- aðarskammtur. WaterDrain er frá- bært fyrir fólk sem þjáist af bjúg eða annars konar vökvaójafnvægi. Fólk sem tekur inn lyf skai þó ávallt hafa samráð við lækni fyrir inntöku hvers kyns fæðubótar- efna sem þessa. WaterDrain fæst i&d. ••• Innflutningur & dreifing ehf. í flestum apótekum. s*t*»8-iosiieykiav* ABOUT A BOY Já, hann er barngóður glaumgosinn hann Hugh Grant. Hugh vex úr grasi A morgun frumsýna Háskólabíó, Sambíóin og Borgarbíó Akureyri gamanmyndina „About a boy“. Þar leikur Hugh Grant glaumgosa sem óvænt binst sterkum vinarböndum við tólf ára strák. FRÉTTIR AF FÓLKI | Jennifer Lopez og Elton John hafa ákveðið að sameina krafta sína í einu lagi á næstu plötu stúlkunnar. Hún segir að þau vera aðdáendur hvors annars og að þau hafi talað um það lengi að gera eitthvað saman. Lopez er byrjuð að vinna sína þriðju breið- skífu og ætlar sér að taka lengri tíma en vanalega í verkið. Væntanleg breiðskífa Will Smith verður fjölskyldu- vænni en fyrri plötur. Þar má meðal annars heyra upptöku af samtali popparans og leikarans við son sinn auk þess sem eigin- kona hans Jada Pinkett-Smith syngur eitt lag. Á plötunni styðst hann einnig við hljóðbrot frá Gypsy Kings, Kraftwerk, Luther Vandross og Sly And The Family Stone. Réttarhöld yfir tveimur mönn- um sem leikarinn Russel Crowe sakar um aö hafa reynt að beita sig fjárkúg- unum hófust í gær. Mennirnir heimtuðu peninga fyrir það að stroka út öryggis- gæslumyndband sem sýnir leikar- ann í áflogum fyr- ir utan skemmti- stað. Mennirnir geta átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér ef þeir verða sakfelldir. Leikarinn Nicolas Cage hefur tekið að sér aðalhlutverk end- urgerðar hryllingsmyndarinnar „The Wicker Man“. Leikarinn Christopher Lee, sem flestir kann- ast við úr nýju Star Wars mynd- inni og Lord of the Rings, lék ill- mennið í upphaf- legu myndinni. Hann segist ekkert botna í því af hverju nauðsynlegt sé að gera endurgerð. Hann segist fullviss um það að hún nái ekki að skáka þeirri gömlu í gæðum. Tónlistarmaðurinn Dave Grohl, sem trommaði með Nirvana en syngur og leikur á gítar í Foo Fighters, segist vera orðinn afar þreyttur á barátt- unni við Courtney Love, ekkju Kurts Cobains söngvara, um hver eigi rétt- indin á lögum Nirvana. Hann segir sér í raun vera alveg sama um peningana því enginn geti tekið það af hon- um að hann var trommari sveit- arinnaí’. Grohl segist þó ekki ætla að gefast upp þar sem Love hafi ekki komið nálægt lagasmíðum og ætti því ekki að eiga réttindin þeirra. Love segist hafa undir höndunum fjöldan allan af óút- gefnum upptökum frá Nirvana og að þær séu „magnaðar". Ekki er hægt að gefa þær út fyrr en deilumálið hefur verið leyst. kvikmyndir Bækur rithöfundar- ins Nick Hornby virðast vera vel sniðnar til kvikmyndagerð- ar. Hann starfaði áður sem íþróttablaðamaður en hefur á ferli sínum sem rithöfundur skrifað fimm bækur. Þrjár þeirra hafa verið kvikmyndað- ar; „Fever Pitch“ sem fjallaði um æstan fótboltaáhugamann og mislukkaðar tilraunir hans til að samræma áhugamál sitt og ástarsamband, „High Fidelity" sem fjallaði urn sérvitran plötu- búðaeiganda og mislukkaðar til- raunir hans til að samræma áhugamál sitt og ástarsamband og svo loks „About a Boy“. Nýjasta bók hans „How to be good“ vann nýverið skáldsagna- verðlaun W.H. Smith og megum við því búast við því að hún hljóti sömu örlög. Myndin fjallar um Will (Hugh Grant) sem er 38 ára gamall ríkur glaumgosi í London. Helsta iðja hans er að vera svalur, forðast ábyrgð og fara á stefnumót. Hann kemst svo að því að afar auðvelt er að næla sér í kvenfólk á hjálpar- námskeiðum fyrir einstæða for- eldra. Sjálfur er hann barnlaus og skráir sig af þeirri einni ástæðu að komast á milli lær- anna á einmana mæðrum. Á leið sinni upp í rúm hjá einni móður- inni kynnist hann óvænt Marcusi (Nicholas Hoult), 12 ára gömlum vini sonar hennar. Móðir Marcusar er þunglyndur hippi sem reynir að fremja sjálfsmorð sama dag og þeir kynnast. Marcus leitar því til Wills, sem í fyrstu er afar treg- ur til að hleypa honum nær sér. Óvænt myndast á milli þeirra afar sterk vinátta. Þegar Will hittir Rachel (Rachel Weisz) í jólaboði gerist hið óhugsanlega. Hann verður ástfanginn. Fyrir misskilning heldur hún að Marcus sé sonur hans og af ótta við að missa hana þorir hann ekki að leið- rétta þann misskilning. Tónlistarmaðurinn Badly Drawn Boy sér um alla tónlist í myndinni. Leikstjórar myndar- innar eru tveir, bræðurnir Chris og Paul Weitz, en þeir eru þekkt- astir fyrir að hafa gert fyrri „American Pie“ myndina. biggi@frettabladid.is Beyonce Knowles: Undirbýr sólóferil tónlist Söngkonan Beyonce Knowles, þekktasta stúlkan úr söngtríóinu Destiny’s Child, ætl- ar að gefa út sína fyrstu smá- skífu í næsta mánuði. Lagið heit- ir „Work it Out“ og verður að finna í „Goldmember", þriðju kvikmyndinni um njósnarann Austin Powers. Stúlkan leikur líka njósnara í myndinni, Foxy Cleopatra, sem Powers sér ekki sólina fyrir. Hún hefur einu sinni áður leikið í kvikmynd. Þá var það nýstár- leg útgáfa af söngleiknum „Car- men Negra“ sem MTV sjón- varpsstöðin lét gera. Ilann kall- aðist „Carmen: A Hip Hop Opera“ og fór stúlkan með titil- hlutverkið. Beyonce er ein af höfundum nýja smáskífulagsins. Hún hefur í hyggju að gefa út sína fyrstu sóló breiðskífu í haust. ■ BEYONCE Ekkert lamb að leika sér við í væntanlegri Austin Powers mynd.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.