Skuld - 12.10.1877, Blaðsíða 4

Skuld - 12.10.1877, Blaðsíða 4
I. ár, nr. 11.] SKULD. [12. októb. 1877. framfarafélag fyrlr íslaml, er skiftist í 3 deildir, danska, sænska og norska deild. Hver deild kýs sér 3 menn til stjórnar. Allar 3 stjórnar- deildirnar eiga fund með sér einusinni á ári hverju til sameiginlegrar stjórn- ar. Hver félagi borgar 4 Kr. árlega í félagssjóð, prír menn, einn af hverju pjóðlandi, voru nefndir til að semja og sertda út hoðsbréf. Tilgangr félagsins skyldivera sá, að efla á pann hátt, sem hentastr mætti virðast, andlega og líkamlega heill og velgengni íslands. í pá stefnu var einkum lagt til: 1. að efla bókmentir íslands, með pví að kaupa í stórkaupum bækr, sem par koma út, kosta rit til prcntunar, og fleira. 2. að senda íslenzkum bókasöfn- um ogpestrarfélögum danskar, norsk- ar og sænskar hækr, uppdrætti, o. fl. 3. að styrkjaHslenzka skóla. 4. að veita fjárstyrk íslendingum, sem vildu sækja heim norræna alpýðu- skóla, húfræðisstofnanir, o. s. frv. 5. að senda (til undirbúnings) 3 menn til íslands til að kanna nákvæm- lega hagi og parfir landsins, einkum hvað atvinnuvegina snertir, og til að leita ráða til eflingar inna ýmsu arð- stofna; skyldi einn danskr kjörinntil nð skoða landbúnað og skógarrækt, ann- ar norskr til að álíta fiskiveiðar vor- ar í sjó og vötnum, og sænskr til að athuga vegi vora og samgöngur, hygg- ingar, vinnuafl og verkstofnanir, o. fl. ]j>egar svö pessir 3 menn hefðu lokið skoðunum sínum, skyldu peir gefa álitsmál sin stjórn félagsins, sem aftr legði pau fyrir alpingi íslands, og um leið hyði pinginu — ef pað kynni að purfa pess eða óska — að rcyna til að útvega pví lán uppá hálfa eða heila millíón með peim kjörum, að lánið mætti standa leigulaust t. a. m. í tíu ár, en borgast úr pví smátt og smátt.“ Hver framkvæmd úr pessu verðr, kunnum vér enn eigi að spá; en hvað sem úr verðr, pá er petta vottr um bróðurlund og drengskap peirra ágætis- manna, er tilraunina gjöra, og mun vckja tilsvarandi tilfinningar í brjósti íslendinga. Að austan. Yeðrátta hefir síðan síðast verið ýmist bráðofsaveðr eðr lvgnt á milli. Á priðjudag og miðvikudag 2. og 3- p. m. var svarta rigning og vesta veðr, einkum á miðvikndaginn, vindstaða á suð-vestan. Á miðvikudaginn vildi pað slys —108 — til, að tveir vinnumenn Hans hreppstj. Beck sigldu inn Reyðarfjörð (komu utan frá Karlskála frá sjó), en milli Eyrar og Hólma tók ein rokan bátinn og hvolfdi og fórust par báðir menn- irnir. |>eir hétu Árni |>orleifsson, og Jónas Páll Pálsson; inn síðarnefncli úr Reykjavik, kom austr í vor, ötull og djarfr sjómaðr. Á laugardaginn 6. p. m. skall aftr á í einni svipan annað mann- drápsveðrið: urðu pá margir bátar hafnreka hér í fjörðunura, en eigi hefir frézt til að neinir hafi farizt. En á Seyðisfirði fuku í pví veðri 5 bát- ar. J>egar lygnt hefir verið á milli, hefir verið hlýtt, og á mánudaginn var hér volgr vindr, um kvöldið jafnvel svo ilvolgr eins og maðr stæði álengd- ar nálægt báli. |>egar purt hefir ver- ið, hefir verið hér talsvert öskufall og jarðrót öll gránað; pað hefir enda mátt merkja talsverða ösku inni í lokuðum húsum, svo smágert er dustið. Ýms- ir pykjast hafa lieyrt elddynki um petta mund. Miðvikudag 10. p. m. tók að snjóa hér, fyrst með frostleysu, enum kvöldið gekk í versta veor og nokkuð frost með. Vindstaða á norð-vestan. Fé hefir að líkindum víða fent. Slysfarir. Auk skiptjóns pess, er vér nefndum hér að ofan, hefir frézt að maðr hafi druknað í Loðmundar- firði. Einar Sveinn Stefánsson frá Stakkahlíð. + J>riðjudaginn 2. október andabist aö Hallormsstab frú Bergljót Outtorinsdóttir (Pálssonar, prófasts, ins alkunna merkismanns), húsfreyja Sigurð- ar prófasts Gunnarssonar. — Prú Bergljót sáluga var hnigin mjög á efra aldr (víst hátt á sjötugs-aldri); hún var in vænsta lcona, glaðlyiul jafnan og góðlynd og vinsæl mjög og því mörgum harmdauði. Pjárkanp Skota. Fjárkaupaskip- ið skozka, er kom á Seyðisfjörðum mán- aðamótin, fór aftr með 16—1700 fjár, mest eðr alt fullorðið. J>eir gáfu frá 18 til 22 Kr. fyrir kindina, og borg- uðu nokkurn hlut í peningum, en liitt með innskriftum í Gránufélags-verzl- un, og verðr seljandi að taka vörur út á. Mjög fátt náði hæsta prís. Fjártökuvcrð á Seyðisfirði er fyr- ir bezta kjöt (yfir 45 pd.): hjá Tho- strup 22 Au., en hjá Jacobsen & Co. 24 Au. — Á Vestdalseyri bezta kjöt 22 Au. — Á Djúpavog og Esk'firði mun vera gefið 20 Au. fyrir pd.; en Tulinius kaupm. hér á Eskifirði mun kaupa mest fé á fæti og gofa fyrir líkt og Skotar (alt að 22 Kr. fyrir væna sauði fullorðna) og mun liann liafa látið út talsverða peninga í haust. BRÉFA-SKRlNA. Til: „9-f-8.“ — pér verðið að gefa ritatjóranum nafn yðar skrifiega; annars vorðr rit- gjörð yðar eigi tekin. Vér skulum eigi auglýsa það brrir það. — „Sig.“ — Meir en gjarnan. „B.“ — Betri mögur sátt, #n feitr prósess. pað er nú vort álit; en þér getið nát úr- lega gert sem yðr sýnist. „G. S.“ i Fljótsdal. — Skal koma i lilað- ið sem allra-fyrst. SKIPAFREGN. Skonnert „Sophie“ (eign kaupm. Tuliniusar) kom hér 4. p. m. alfermd alskonar nauðsynjavörum. Skonnert „Jason“ til Jóns Sturlu- sonar, (D. A. Johnsens verzlun) kom hér að kvöldi 7. p. m., fermd alskon- ar nauðsynjavörum. Auglýsingar. gaSTA u g 1 ý s i n g a-verð (hvert letr sem er): heill dálkr kostar 5 Kr.\ hálfr dálkr 9 Kr. 75>lu. 1 þuml. dálks-lengdar 50 Au. Minat augl. 'á5Au. Laugardagiun 6. þ. m. hvarf úr högum hér í k.iupstaðn- um bleik hryssa, er Sveinn Sveinsson í Miðbæ átti; hún var 17 vetra, aljárnuð fjórboruðum skeifum, nýjum á fram- fótum, en fornum á aftrfótum; liún var ljÓ3 á fax, en (jökk rönd í því miðju; rönd var hvit npp eftir annari siðunni; tagl heldr stutt. Sú, sem finnr eða hefir tekið í misgripum, er beð- inn að jrjiira eiganda vísbending. [1 Kr. Fundin er bleik hryssa, er gekk í Lamheyrarlandi sið- an laugard. 6. þ. mán., liún er hvít á öllum fótum, hófar sprungnir, sér 1 lagi sá á hægra aftrfæti; aljárnuð. fornjárnuð Sveinn Sveinsson áMiðbæ(Norðfirði)hefir tekið hana tiljjhaga fyrir hryssuna, sem lýst er hér að ofan, og má eigandi vitja hennar þang- að, gegn borgun fyrir þessa auglýsingu, eða báðar auglýsingarnar, ef hin hefir tekin verið í misgripum, [1 Kr. Næsta blað (viðaukablað) kemr út í næstu viku. Ritstjóri Jón Ólafsson. Eskifirði. Prentari Th. Clementzen. — 109 — — 110 — v “SKULD“. — Árg. er 40 Nr. (og “ný ár sgj öf“). Verð: 4 Kr. Borgist fyrir 1. nóv. I ár 20 Nr. Verð: 2 Kr. V

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.