Skuld - 09.07.1880, Qupperneq 2

Skuld - 09.07.1880, Qupperneq 2
IV., 114.] 124 SKITLD. 126 [ð/7 1880. 125 svo vænt um tjóðrbönd og klafa, að hann minnir stundum uppi á pingsaln- um að hann sé í fjósinu á Breiðaból- stað að binda bola, eða í varpanum að tjóðra kálfinn, og vill hafa sömu tök á þjóðinni: ekkert leyfi til að sigla upp alla firði vill hann hafa, heldr tjóðra landsmennvið ina gömlu verzl- unarstaði — náttúrlega, kálfsófétið á að tjóðrast í varpanum við hælinn, en ekki spranga um alt túnið; ekkert leyfi. vill hann hafa fyrir menn til að þiggja pjónustu að þeim presti, er manni bezt líkar, heldr skulu menn bundnir við sóknarprestinn með hörðu lagabandi — náttúrlega, ekki leysa nautin á básun- um, heldr hlekkja pau hvert fast við sinn bálk og stoð; annars verðr alt í uppnámi og enginn friðr í fjósinu, nautin eru vís að stanga hvert annað til örkumla. Nei! séra Guðmundr er miklu betr í sínu essi við strokkinn og í búrinu raulandi sinn búnaðarbálk vestr í Dölum, en sem fulltrúi Dalamanna á löggjaf'arþingi voru. |>eir Dalaraenn verða að senda okkr yngri krafta á þingið. J>að er enn einkennilegt við þ e s s a tvo presta, að þeir hafa nær hver- vetna fylgt fram óþörfum launahækk- unum til embættismanna, og séra Eiríkr þess] utan einatt,_ að því er bezt verðr séð, látið leiðast af persónu- legri ofsóknarfýst eða óvild gegn ein- stökum mönnum, t. d. á síðasta þingi gegn Jóni landritara; kvaðsvomegnt að því, að þó séra Kúld væri búinn að tala fyrst í einhverju máli og láta í ljósi skoðun sína, þá söðlaði hann um þegar og gekk þvert ofan í sjálf- an sig, er hann heyrði að Jón ritari var á sama máli; og er eigi unt að merkja aðra sýnilega ástæðu til þess, en löngunina til, að vera þvers um við alt það, er Jón segði, hversu satt sem það væri. Yér vísum til dæmis til umræðnanna í launahækkunar-máli póstmeistarans. Slíkt gerir þó séra Guðmundr al- drei, því hann er maðr inn samvizku- samasti og hefir góða stjórn á geði sínu. Yér vænum hvorugan þessara manna illra hvata, það er langt í frá oss. En séra (luðmundr er svo gam- aldags í skoðunum, að hann er að ætlun vorri óhæfr til að byggja á þeim frelsisgrundvelli, sem lagðr er með stjórnarskrá vorri, því hann skilr hann ekki; og séra Eirikr hefir þá vits- muna- og skapferlis-bresti sem þing- maðr, að hann er að voru áliti sá lang-óhæfilegasti maðr, sem hefir átt sæti á löggjafarþingi voru. ]>að er enginn einn, sem kemst í minstu samlíking við hann; það hefði verið lítil tiltök, ef hægt væri að steypa saman í eina persónu vitsrnunum Ste- fáns í Arnanesi og skapferli Hadórs K. þingmanns Reykvikinga, því það skap- ferli er svo einkennilegt, að oss skyldi ekki undra, þótt það fengi'rúm ívið- bæti við þjóðsögur vorar, líklega flokk- að undir „ófreskis-gáfur'1. Um Haldór K. þyrfti annars sann- lega að ræða fá orð sem þingmann. Vér skulum ekki tala margt um inn þjóðræmda þráa hans og þverlyndi, sem honum að líkindum mun vera ósjálfráðr skaplöstr, og kveðr þó svo ramt að því, að til er alkunn þjóð- saga um hann frá Júngvallafundi, er hann á að hafa byrjað ræðu sína á því, að hann væri ekki hingað kominn, til að láta sannfæra sig1). Og allir muna eftir þeim orðum í ræðu lands- höfðingja eitt sinn, er hann hafði svar- að fram komnum mótbárum á þingi, að sér dytti ekki í hug, að víkja máli til þingmanns Reykvíkinga, því „það er alkunnugt, að það er sérstaklegum örðugleikum bundið, að sannfæra hann“. ]>að var beizk inntaka, þó smá væri, og vakti almennan sam- þykkis-hlátr með öllum þingheimi, er landshöfðingi mælti þessi orð. Vér viljum ekki minna á forn kaun Haldórs K., sem seint munu gróa, svo sem Hirðis-hrúðr og kláða-kaun. En vér fáum eigi bundizt að geta þess, að þó maðr náttúrlega megi ekki án mætra orsaka drótta því að þingmanni, að hann fylgi öðru en skoðun sinni, þá er það mjög óviðfeldið að sjá t. d. í laxamálinu, að þingmaðr Reykvíkinga skuli undir umræðum málsins vera að ganga út að áhorfenda-grindunum og láta Thomsen kaupmann hvísla sér í eyra, og svo skuli hann ganga til sætis aftr og halda einskonar máls- færslu-vörn uppi fyrir hagsmunum Thomsens. Sé það nú almæli ofan á alt þetta að þingm. sé í skuldasúpu við verzlun Thomsens, þá er ekki að kynja, þótt sjálf aðferð þingmannsins freisti ýmsra radda til, að eigna hon- um aðrar hvatir, en ást til sannleik- ans. Og slíkar raddir höfum vér lieyrt. ]>að er ekki vor tilgangr að beina slík- um getum að honum, en vér vildum benda til þess, að þingmaðr ætti að reyna að forðast enda útlit það, er gefið geti tilefni til slikra geta, ef hon- um er það vel unt. En hér er annað mál meira um vert. ]>ví hefir aftr og aftr verið drót'tað að Haldóri K. í ísl. blöðum (og útlondum líka), að hann væri höf- undr inna alræmdu lyga- og róg-bréfa frá íslandi i „Morgunblaðinu11 danska — og hann hefir oss vitanlega aldrei borið af sérþað óþverra-faðerni. Svo 1) Hvort sagan, sem algeng er um land alt, sé sönn eðr eigi, gjörir lítið til. það, að slík saga verðr til um hann og að henni er trúað um alt land, það sýnir, hver maðrinn er. Hverjum gæti dottið í hug að trúa slíkri sögu eða búa hana til um Jón Sigurðsson, Tryggva Grunnarsson eða því líka menn? lengi sem Haldór K. ber ekki þetta faðerni af sér — svo lengi sem full ástæða virðist til að eigna honum alla þá forsmán, svívirðing og lygi, sem inn íslenzki fregnriti „Morgunblaðsins“ hefir gjört sig beran að og sekan í, svo lengi er það óþolandi af nokkru íslenzku kjördæmi að kjósa hann. Bitstjórn Skuldar hefir jafnan unnað lieykjavík sem höfuðstað landsins, þar sem islenzk þjóðleg sómatilfinning ætti að hafa sitt öflugasta forvígi og vörn. En kjósi Reykjavík fregnrita Morgun- blaðsins (hver sem hann nú er) á þing, þá á hún ekki betra skilið, en að öll in íslenzka þjóð hræki henni út af sínum vörum og segi henni fullkomið þjóðernisstríð á hendr. — En vér þykj- umst þekkja svo til Reykvíkinga, að vér vitum, að hávaði þeirra hafi fulla andstygð á þeim sauruga grís, sera veltir sér í sinni eigin mykju í Morgun- blaðinu og svívirðir þar alla beztu menn þjóðarinnar og frjálslyndustu. Ilvert einasta íslcnzkt blað, bæði Skuld, norðlenzku blöðin og sunnlenzku blöðin (nema Máni í prentara-vasan- um) hafa öll lýst fullri andstygð sinni á fregnbréfum Morgunblaðsins og fyrir- litning á fregnritanum. íslendingar í Höfn hafa gjört ið sama bæði í „Skuld“, í „Morgunblaðinu“ sjálfu og öðrum Hafnar-blöðum. Enginn —- ekki einn einasti Islendingr hefir gjörzt til enn í dag að mæla fregnritanum eitt orð til bóta eða taka svari hans. Er hann þá ekki dæuidr af þjóðinni ? Jú, sannarlega er hann veginn og léttr fundinn, og hafi hann hingað til setið á þingi, þá á hann að upp- rætast og út varpast. „Lesandi þingtíðindanna11 í siðustu „Skuld“ komst heppilega að orði, er hann segir svo: „]>að ber einatt við, að þeir þingmenn, er mest tala, og það jafnvel í ö 11 u m málum, hver sem eru [og þá náttúrlega hvort sem þeir hafa minsta vit á eða ekki] koma með litlar upplýsingar í raálunum, og hafa mér sýnzt ræður þeirra sumra hverra vera ástæðulaust rugl e ð a j ó r t r t u g g a eftir þeim, sem áðr hafa talað í mál- inu“. — Ef við lifðum á kraftaverk- anna tíð, þegar Nemesis-fingr reit á veggina sitt „Mene tekel ufar- sin“, þá værum vér vissir um að fá að sjá áþekk orð í glampandi stöfum yfir höfðum þeirra Haldórs K. og Ste- fáns í Árnanesi. Yér gætum týnt saman dæmi þessa af ræðum Hal- dórs K. svo mörg, að fylla mundi marga árganga af „Skuld“ — já, vér segjum í fullri alvöru marga árganga, því vér höfum lesið ræður hans í þing- tíðindunum ár eftir ár, og — safnað dæmum! Hann étr eftir öllum, jafn- vel eftir sjálfum sér!

x

Skuld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.