Skuld - 21.05.1881, Side 3
IV., 137—9]
SKULD.
[21/s 1881.
349
sá sjálfr; að persónurnar í sögu hans
vóru sjálfum sér samkvæmari að skap-
ferli, en títt er að sjá í siíkum sögum;
að höfundrinn auðsjáanlega var virki-
leika-skáld, en ekki huglífis-skáld; að
búningr og mál þar að auki var mjög
snotrt. Ég þóttist sjá að í höfundinum,
sem er ungr maðr, væri eíni í mjög
gott sagna-skáld; og ég hefi síðar
styrkzt í þeirri trú af fieiru. 8éra
Matthías Jochumsson vinr minn hafði
lesið söguna, langaði tii að setja hana
í »í>jóðólf«, en auglýsingamergð og
smædd blaðsins oili því, að hann sá
sér það eigi fært að sinni að koma
henni að, en honum þótti æskilegt að
hún kæmi út á einhvern hátt og stakk
hann upp á að láta hana koma út í
»Skuld«, sem þá hafði rúm fyrir hana.
Okkur hefir þannig báðum þótt talsvert
varið í söguna, og báðum þótti okkr
hún sér í lagi lýsa »sálarfræðislegri«
skarpskygni, sem undrast mátti hjá svo
ungum höfundi.
Menn segja nú, að nöfn sanni
ekkert, og það er oftast satt; en um
skáldrit dæma menn eftir smekk, en
smekkrinn fer eftir gáfu og mentun,
meðal annars. Nú er saga þessi for-
dæmd af höfundi, sem ekki færir neina
aðra ástæðu, en aO hann álítr að saga
þessi votti, að höf. hennar skilji ekkert
í mannlegri sál. petta álit hans styðst
ekki við annað, en hans lífsreynslu,
smekk og mentun, sem enginn veit
neitt um, meðan hann nefnir sig ekki
öðru nafni en «a b e».
|>ó að við séra Matthías höfum nú,
ef til vill, ekki mikið vit á skáldskap,
þá vona ég að dómr okkar um, að
sagan væri verð prentunar, vegi eins
mikið á meðai almennings, eins og
dómrinn í Norðanfara, um að bókin sé
«óalandi og óíerjaudi», rneðan sá dómr
styðst ekki við annað, en sálarþekking
þess manns, er enginn þekkir, þó hann
kaili sig bæði a og b og c og bæti s
og s og t eða hverjum öðrum þremr
stafrófs-stöfum við.
En «frökenina» bið ég nú að fyrir-
gefa, þó ég hafi gjört eigi mikið úr
dómi hennar. Ég vil enda segja henni,
að hún hefir gjört mjög ílt verk með
því, að reyna að dæma um það, sem
henni var of vaxið. Hún veit ekki,
hverja beizkju það getr vakið í sál ungs
höfundar — ekki þó að sé fundið verki
hans, nei, heldr hitt, er hann sér, að
alt er niðr nítt í verki hans, bæði það
bezta og hitt sem lakaia er, þegar
hann sér, að eigi er unt að fá að njóta
sannmælis. Ég veit livern skaða ég
hefi beðið af því, að fyrst er ég byrj-
aði kornungr að rita, sáust framan af
varla svo 10—12 línur á prenti frá
mér, að blöðin féllu ekki yfir mig sem
350
einn maðr, og dæmdu af mér ekki að
eins trú, siðgæði og allar góðar til-
finningar (ég hefi jafnvel heyrt að það
kæmist svo langt, að ég væri nefndr
til viðvörunar í fyrirlestrum á presta-.
skólanum), heldr og allan hæfileik til
að ríma saman hendingar (sjá »þ>jóðólf»
og jafnvel Norðanfara frá þeim árum).
J>etta hlífðarleysi i dómum hafði þau
áhrif á mig, af því ég fann svo glögt
að mér var rangt gjört, að ég bæði
varð beizkari í rithætti, en ég hefði
eila orðið, og það komst inn sú íyrir-
litniug á dómuin annara, að ég hefi
síðan oft skeytt annara dómum minna,
eu ég hefði ef til vill átt að gjöra. —
En þá hét ég því, að þegar mér yxi
liskr um hrygg og ég sæi svona órétt-
látlega og ónærgætnislega dæmt um
mér yngri höfund, þá skyldi ég ekki
horfa aðgjörðalaus á og samþykkja
slíkt aðferii með þögninni. J>ess vegna
hefi ég nú ritað þessa grein.
Jón Olafsson.
Bökmentir.
[Ljóðmæli Gríms Tliomsens. Niðrlag].
9. « Viö lindina» eftir Uuneberg. —
Háttrinn er jambískr; því biðégmenn
að gleyma eigi (o: einlægt stutt og
langt atkvæði á víxl, þannig, að stutt
atkv. byrjar hvert vísu-orð). Menn
verða því að lesa:
O O o U
«Breyt-I-legt skáp-ast skýj-a-far®
Ef menn hafa þetta í huga, að
fyrsta atkvæði í hverju vísu-orði á í
þessum hætti að vera stutt, annað at-
kvæðið langt o. s. frv., þá sést að bæði
hljóðstafasetning og áherzla er alveg
vitlaus, eiukum í 3 síðustu erindunum.
Aunarar eins hijóðstafasetningai eins og
í 4. erindi: «Og^á kom eitt! þ\í miðar
vart — Og jííokar seinan fjær» íinnast
hingað til ekki dæmi hjá neinu öðru
af leirskáldum þjóðar vorrar; þá er þó
Símon Dalask. vandari að íormiuu.
10. Hrólfr sterld eftir Buneberg.
f>að væri fróðlegt að vita, hvað Hrólfr
hefir haft margar hendr; hann gat
«áttæringnum brýnt með einni hendi».
Um óvanskapað fólk, sem ekki hefir
nema tvær hendr, segja menn á is-
lenzku: «með báðum [ekki: öllum]
höndum» og «með annari [ekki: einni]
hendi». «Að fylgja með í kaupið» er
eitthvert annað mál en íslenzka; vér
mundumsegja: «í kaupz — (««)», ei
endilega þarf að komast svo að orði. -
Blœrinn á þessari þýðing er annars
mjög íslenzkulegr ytír höfuð, og er
mein að, hve jorminu er áfátt. Stuðlar
og höfuðstafir standa varla nokkur-
staðar rétt. 10- Líksöngs-sálmur eftir
351
Oehlenschlœger. [>ýðarinn fer með
jamhíska háttinn hér eins og hann er
vanr. f>ess var ekki von af þessum
þýðanda að hann mundi kippa í lið
smekkleysunni í síðasta erindi, þar sem
Jesús er látinn vera að hlœja (!) á
himnum við höfundinum, sem er að
sigrast á sorgunum hér niðri á jörð.
Skárra hefði nú óneitanlega verið að
segja, að Jesús «brosti» við honum.
Ég hefi talað svo fjöiort um »út-
leggingarnar», af því þeim er skipað
á öndvegisbekk í kverinu í sérstakan
fiokk á undan öllu öðru, svo sem væru
þær svo mikils um verðar. f>að væri
þó ranglátt að dæma eftir þeim kverið
í heild sinni; því svo þungan dóm sem
þær, verðskulda þó frumkvæðin yfir
höfuð ekki. f>að má segja um þýðingar
Gríms, að engum getr blandast hugr
um, hverju nafni þær eru einu rétt
neíndar — þær eru huoð og leirburðr.
Ég vík þá að frumkvæðunum og
fer þar hraðara yfir, því rúmið leyfir
ekki annað.
I «erfiljóða» fiokknum er að eins
eitt kvæði fagrt og vel kveðið; það
eru erfiljóðin eftir Jónas Hallgrímsson y
en þau eru líka meistaralega góð. |>að
er mikið sagt, en það er satt. |>að er
mein að það sama verðr ekki sagt um
eftirmælin eftir Brynjólf Pétrsson.
Hugmyndirnar eru þar snotrar og eiga
við, orðfærið gott og blærinn fagr —
en kveðskaprinn? Meira meistarastykki
af leirburðar-vandræða-böglings-barn-
ingi hefir aldrei sést á prenti á voru
máli. f>að er ýkjulaust.
f>á kernr floRkrinn «gaman og al-
vara». Sú fyrirsögn einkennir ekki
mjög skarplega innihaidið; því undir
henni rúmast reyndar alt, sem er milli
himins og jarðar og á himni og jörð.
f>ar er fyrst eitt snotrt og stórgalla-
iaust kvæði á 32. bls., «ölteiti»; likt
má segja um »Gunnars-rímu» (bls. 33.).
«Eiríkr formaðr» á næstu bls. er enn
eitt dæmi þess, hvernig hagmælsku-
brestr höfundarins gjörir leirhurð úr
því fiestu hjá honum, er annars hefði
margt tii þess (þjóðlegan blæ og orð-
aval) að geta orðið fallegr skáldskapr.
«Jólnasumbi» (bls. 36.) er afbragðs-
kvæði, þrátt fyrir tvo, þrjá formgalla.
Hér kemr fram sem víðar þessi ein-
kennilega þjóðlegi blær, sem höf. er
stundum getíð að fá á kvæði sín íiestum
öðrum fremr, ef ei öllum fremr, en
sem nýtr svo sjaldan, af því fegrðar-
áhrifunum er oftast spilt með vandræða-
basii höfundarins í forminu; því honum
er nálega synjað allrar hagmælsku. —
Næsta kvæði er »kvæða-þjófrinn» (bls.
40.). Um það er það eitt að segja,
að það er inerkilegt, að það skuli ein-
mitt vera Grímr Thomsen, sem hefir