Skuld - 06.05.1882, Blaðsíða 1
/
I L 1
18 82.
m
Afgreiðslustofa í prent-
smibju Einars pórbarsonar.
Ritstjórnar-skrifstofa:
Abalstræti Nr. 9, opin kl.
4—5 e.m. hvern virkan dag.
Árg., 32 nr., kostar 3 kr.;
borgist í sumar - kauptíb til
Einars prentara pórbarsonar.
Eftir að V< árgangs eru út
komnir, gildir eigi uppsögn
á næ3ta árgangi.
V. árg.
Austf irðingar!
Hvar eru staðar-nöfnin „Naustadœlir44 og
„Ymdgjá“. er nefnd eru í Droplaugarsonar-sögu
inni meiri, 18. kapítula («Er pað jafnlnngt sund,
er Gunnar hefir higzt yfirþuera NjarðvHí, sem frn
Naustndæli og yfir að Vindgjá»)? Sá, sem
þekkir þessi staðar-nöfn, er beðinn að skýra
Kr. Kálund í Kaupmannahöfn frá því skrif-
lega; er lionum áríðandi hver skýring, er feng-
izt getur um þet.ta.
oggr Vjer skorum á alla Austfirðinga að gefa
gaum að fyrirspurn herra Kálunds hjer að ofan
Herra Kálund er að rita staðalýsing (Topografi)
lands vors; hefir hann þegar gefið einn kafla út,
og er nú að rita um Austfirði, og á hann það
skilið, að hver, sem getur, gefi honum upplýs-
ingar þær, er hann óskar.
Ritstj.
Iíerra Nelleniann og velferð Mands.
Herra Nellemann hafði framan af það
orð á sjer, að liann væri all-viðeiganlegur sem
ráðgjafi fyrir íslandi og að hann mundi láta
sjer ant um að virða sjálfsstjórnarrjett vorn
og lít.a óhlutdrægt á íslenzk mál.
þ>að var nú framan af!
Kn það hefir líklega komið af því, að með-
an bann var ókunnugur, hafa menn gjört sjer
góðar vonir og þózt sjá það í ráðgjafanum,
sem menn vildu sjá og vonuðu að sjá.
En svo fór herra Nellemann skjótt að sýna
sig frá annari hlið. Ef oss minnir rjett, þá
hefir ekki síðan stjórnarskrá vor kom út, veiið
haldið nokkurt það alþingi, að konungur vor
hafi ekki neitað einu eða fleirum af lögum
þess um staðfesting sína. Og ehki ein af þess-
um staðfestingar-neitunum hefir haft við nein í
minnsta máta viðunandi rök að styðjast. f>að
hefir verið tillitið til hagsmuna annars lánds
(Danmerkur) eða einstakra manna, sem liafahaft
eyra ráðgjafans, og stundum enda eigi sjáan-
legar ástæður, utan þrái og kappgirni, sem
ráðið hafa úrslitunum.
Herra Nelleroann situr lílca í Estrúps-ráða-
neyti. Hann hefir ekki mikla virðing fyrir þing-
stjórnailegu sjálfsforræði. Hvers er að vænta?
— Naumast neins betra meðan Estrúp með
sínum danska jungherra flokki á að skapa oss
ráðgjafa.
En hversu stórar, sem sumar syndir herra
Nellemanns hafa verið, hefir hann þó hingað til
verið svo heppinn, að vjer íslendingar höfum
fyrirgefið honum þær af og til.
En nú hefir herra Nellemann drýgt þá synd,
sem vjer vonum, að vjer íslendingar fyrirgefum
Reykjavík, Langardaginn 6. maí.
honum aldrei, ef bann ekki gjörirbráða yfirbót.
Allir danskir konsúlar í Noregi hafa gefið
út svo hljóðandi auglýsingu, sem og mun sjást
í stjórnartíðindunum hjer áþekk.
•'Samkvæmt boði utanríkisráðgjafans í
"Danmörku1 auglýsast hjer með almenningi
«þessar aðalreglur um fiskiveiðar undir Islandi:
1. Enginn má veiða í landhelgi nema dansk-
ur þegn sje.
2. Utlendingar, sera vilja veiða, annaðhvort
einir sjer eða saman við Islendinga eða
aðra danska ríkisþegna, verða að hafa á-
nnnið sjer fast heimili annaðhvort á Islandi
eða í Danmörku eptir reglum þeim, sem
gilda um heimilisfestu, en aftur á móti er
það þýðingarlaust í þessu efni, þótt maður
fái sjer borgarabrjef eða atvinnuskírteini
3. Brotum móti þessu verður hegnt með sekt-
um eptir tilsk. 12. maí 1872.
4. [>au sjóför (skip og bátar), sem til veiði-
skapar eru notuð, verða að vera dönsk eign
og engin önnur sjóför má nota hvorki til að
verka aflantr á nje til dvalar fyrir fiskara.
5. þ>að er til áhafnar tekur á skipum þeim,
sem við veiðiskapinn eru notuð, þá verður
að fara eptir opnu brjefi 27. maí 1859, en
það kveður á, að helmingur skipshafnar,
auk stýrimanns og skipstjóra, skuli heima
eiga í Danaveldi, ef skipið er gjört út, frá
íslandi, og eftir lögum 23. jan. 1862, en
eftir þeim skal sldpstjóri og stýrimenn vera
danskir þegnar, ef skipið er út gjört fiá
Danmörku.
6. Verði útlend skip skrásett sem íslenzk
eign, verður að svara af þeim innflutn-
ingsgjaldi eftir tilsk 1. maí 1838.
«EI'tir því, sem utanríkis-ráðgjafinn skýrir
«liá, verður það brýnt fyrir yfirvöldunum á ís-
«landi, að gæta þess, að þessara Jagafyrirmæla
«veröi gætt».
Eftir að framanritaðar línur voru ritaðar,
er út komið nr. 11. af stj.tíð., B. deildinni.
þ>ar er nú prentað brjef ráðgjafa til landshöfð-
ingja um þotta efni frá 7. febr. þ. á. (á bls.
77), og sjest á því, að þessi ráðgjafarögg er öll
sprottin af brjefi frá Trolle lautinanti, sem vat
hjer á þorskveiðuin í fyrra.
Herra Trolle ber fram bæði satt, ýkt og
ósatt. Satt er það t d. er Trolle segir, að
landið megi glaðlega fagna því, ef duglegir út-
lendir fiskarar flytjast þangað. Satt er það og
er liann kallar Norðmenn ötula og framkvæmd-
arsama. En í sömu andránni ræður hann til
þeirra fyrirskipana, er alveg hljóta að fasta
Norðmenn burtu, gjöra oss ómögulegt að grœða
á þeim og tœra af þeim, og hljóta að eyðileggja
Nr. 150.
alla þá innlendu síldveíði, sem nú er hjer eða
er að komast á fót -- en þetta hlýtur aftur
auk annars óhagræðis) að svipta landssjoð 40
—50,000 króna árlegum tekjum. — Og til
hvers er svo herra Trollo að öllu þessu uppi-
standi? En af bróðurlegri umhyggju fyrir oss
íslendingum. Hann er gramur yfir því «að sjá
útlendinga flytja burt auðæfi þau, sem heyra
til bömum landsins». — J>eir, sem kunnugir
eru, skilja þetta ef til vill ekki, og þeir, sem
ókunnugir eru, munu hugsa: Hver ósóminn!
Sýslumenn okkar eru hirðulausir, þeir láta Norð-
menn veiða af norskum skipum, taka björgina
frá íslendingum og fara svo burt með fjeð, án
þesss að gagna oss í neinu. En þetta er ekki
svo. Enginn fær, að minnsta kosti fyrir aust-
an, þar sem vjer þekkjum til', að stunda veiði,
neiua hann leysi borgarabrjef, byggi hús og
setjist að, greiði öll gjöld til allra stjetta og
beri yfirhöfuðallar byrðar og skyldur til jafn3við
landsmenn. Ekki taka þeir heldur neitt frá
oss. Vjer höfðum haft fulla firði síldar kring
um alt land, hver veit hvað lengi, má ske þús-
und ár, en enginn hagnýtti sjer þá veiði. Danir
hafa siglt upp landið hundruðum ára saman,
en enginn þeirra leit við þessari veiði. Norð-
menn komu, auðguðu landssjóð um tugi þús-
unda króna árlega með atorku sinni oss að
skaðlausu, kendu oss að veiða, lögðu fje fram á
mótiosstil aðljettaoss byrjunina, lögðu fólk til,
semkunni að veiðinniog vinnur ódýrra,en vorir
landar, veittu óteljandi liðljettingsfólki atvinnu
(börnum og kvennfólki) við söltun og kverkun.
þeir hafa síðasta ár t. d. hlotið að greiða um
45,000 kr. í spítalagjald og um 7200 tn. í
landshlut, og er ekki fjarstætt að reikna tunn-
iina 8 kr. virði, og verða þá landshlutir als
57,600 kr. þ>etta er til samans 102,600 kr.,
og þó ótalin lóðargjöld, arður ísl. kaupmanna
og annara af viðskiptum við þá, gjöld til prests,
kirkju og sveitarþarfa, og atvinna sú, er veizt
heíir landsmönnura af veiði þeirra. «J>essir
menn», — svo er meiningin hjá hr. Trolle —
• þeir eru þrátt fyrir þetta útlendingar, þótt þeir
búsetji sig hjer og beri byrðar landsmanna með
þeim; en jeg, Carl Trolle, danskur ævintýrari,
sem kem upp til Islands, byggi þar ekki, búset
mig ekki, geld engan eyri til þarfa lands, sveit-
ar, prests nje kirkju, — jeg er landsins (NB.
Íslaiuls!!) barn; jeg og mínir líkar eigum að
eiga frjálst að fiska inni á hverjum firði; og ef
við dönsku aðskotadýrin þrengjum svo að veiði-
stöðvum landsmanna og gjörum svo mikil spell
og skemdir af oss, }að þeir, eins og Reyðfirðing-
ar, gjöra samþykktir með sjer, er áskilja hrepps-
mönnum fyrsta rjett og þar næst öðrum inn-
1) Og líUlega hvergi, nema á Isafirði þar sem inn
danski herra Fensmarkorskeytingarlaus um fyrirmæli
veiðilaganna og hefir nóg að gjöra með að læra íslenzku.
1) Eins og vjer skulum benda á, er petta að undir-
lagi Islandsráðgjafans. Ritstj.
37