Skuld - 24.05.1882, Blaðsíða 4

Skuld - 24.05.1882, Blaðsíða 4
48 mis við þessar afleiðingar, sjest bezt af því, að eitthvað 30 menn úr Möðruvallasókn og fáeinir úr Grundarsókn skrifuðu biskupi haustið 1879, eftir að mál var höfðað gegn Sigurgeiri, um að fá að halda honum, og lýstu hátíðlega yfir því, að þeir „væru ánægðir með hann“!!! I löndum, þar sem það er ekki tízka að fara í mál út úr hverju orði, mundu vandlætingasöm blöð hafa leyft sjer að kalla slíkt: að bíta höfuðið af allri sltömm. Sá blettur, sem þessir menn hafa lagt á söfnuðina í þessum sóknum, er svo stór, að það væri full ástæða til fyrir þá, sem ekki voru með í þessu, að birta opin- berlega á prenti nöfn þeirra sóknarmanna, sem undir forstöðu herra £orstein3 Thorlacíusar settu nöfn sín undir þetta skjal til biskupsins. Ef einhver þar úr sókninni vill útvega oss á- reiðanlega nafnaskrá þeirra, skal oss vera sönn ánægja að prenta hana. — Oss hefir eigi gleymzt enn, hve sárt það var, er vjer og aðrir reynd- um á síðasta þingi, að halda fram rjetti safn- aðarlima til að losna úr sóknarbandi, að fá þá í nasirnar tilvitnun til safnaðanna í Möðru- valla- og Grundar-sóknum, sem sönnun fyrir því, hve tilfinningarlausir söfnuðir væru stund- um um sóma sinn. Eitt furðar oss að endingu. Vjer höfum heyrt kvisað, að biskupinn hafi í vetur látið prenta hirðisbrjef fullt vandlætingar og áminn- inga til þeirra manna, sem hafa sagt sig úr þjóðkyrkjunni hjer á landi og sem því eigi heyra «hjörð» hans til lengur. En vjer höfum ekki heyrt þess getið enn, að prentsmiðjurnar hafi verið ónáðaðar meðprentun á neinu hirðisbrjefi til þeirra, sem undirskrifuðu á Möðruvallafundi skjalið um að mega halda Sigurgeiri Jakobs- syni sem presti. Mundi peim ekki vera þörf á hirðisbrjefi ? Vjer skjótum spurningunni svona til herra biskupsins. Eða skyldi hann ætla að takast á hendur kristniboðsferð til þeirra í sumar? Ógn væri þá vænt að hann gjörði alt eina ferðina og vísitjeraði um leið í þeim hluta lands- ins einkum, þar sem ekki hefir biskup sjest í þriðjung aldar. Meira um „Kristmanns-málio“. I. Herra ritstjóri «Skuldar»! 1 blaði því af «Skuld» er út kom í dag stendur grein með yfirskrift «Kristmannsmálið» er þjer segið að sje «áreiðanleg» skýrsla um það mál. Jeg sem er vel kunnugur því máli get ekki viðurkent að þessi skýrsla sje rjett og áreiðanleg og vil jeg taka fram að ein3 tvö at- riði því til sönnunar: 1. í ofannefndri grein í Skuld stendur: að í því áliti sem læknirinn hafi gefið sama daginn og hann skoðaði lík Kristmanns hefði hann skorinort tekið fram að dauði Kristmanns hefði orsakast af áverkasem fannst yfir vinstra ang- anu og sem leit út eins og hann hefði orsakast af því að hvöss brún eða egg hefði komið við höfuðið, en skýrsla læknisins hljóðar svo. "Samkvæmt áskorun yðar frá í dag hefi jeg obducerað lík Kristmanns Jónssonar. Dauða- orsök hans hefir verið heilablóðfylli, sem að öllum líkindinum hefir orðið við fall eða annan áverka á höfuðið. Á líkinu sáust alls engin ’T> merki ytri áverka að því einu undanteknu að hingað og þangað um ardlitið var hörundiö nuddað og fyrir ofan vinstra auga grunnui skurður inn úr hörundinu og kring um sjálft vinstra augað slímhimnan marin. Reykjavík 10. ágúst 1881. J. Jónassen, Til Bæjarfógetans íReykjavík». 2., þar sem þjer segið í nefndri greiu yðar að Amtið hafi skotið því til mín að óska eftir setudómara, en að jeg hafi skorazt undan því og haldið því fram að valdstjórnin ætti ekki að hlutast frekar til um þetta málen gjört hafði verið, þá er þetta ekki rjett hermt. Amtmaður ósk- aði tiilögu minnar um það, hvort skipa skyldi «setudómara» til að halda ítarlegri rannsókn og lagði jeg ámóti því og tilgreindi ástæður fyrir því, en jafuframt lagði jeg það til að ekki að siuni yrði gert frekara við mál þetta. Á þessu sem nú hefir verið talið getur al- menningur sjeð hversu «áreiðanleg» greind skýrsla í blaðinu «Skuld» muni vera í öðrurn greinum. Reykjavík 14. mai 1882. E. Th. Jónassen. H. Af f>ví að vjer óskum aö alt í blaði voru sje sem rjettast hermt og vildum gjarnan fá leiðrjett pað, er skakt kynni að vera í skýrslunni um „Kristmanns- málið‘‘, þá rituðum vjer 19. p. m. herra landritara Jóni Jónssyni, er skipaður var rannsóknardómari í málinu og hlaut pví að vera pví kunnugur, og háðum hann að skýra oss frá, hvort mikið væri ranghermt í skýrslunni og pá hvað. Svar hans hljóðarsvo: III. Útaf brjefi yðar, herra ritstjóri, frá í dag vil jeg tjá yður að jeg hefi nákvæmlega yfir- farið á ný skýrsluna um Kristmanns-málið í 151 a, blaði «Skuldar», og hefi jeg ekki fundið neitt ranghermt í henni. — Hvað athugasemd- irnar við skýrsluna snertir, vísa jeg til leiðrjett- ingar þeirrar, sem jeg er búinu að láta yður í tje og prentuð er áður í «Skuld». Reykjavík 19. maí 1882. Virðinr/arfyllst, Jón Jónsson. Til ritstjóra «Skuldar». Dómnr í kistnbrota-málinu. 22. þ. m. kvað inn kgl. kommissaríus, landritari Jón Jónsson upp í málum þessum svo látandi dóm : f>ví dæmist rjett a5 vera : Inum ákærðu, Dorbjörgu Sveinsdóttur yfir- setukonu í Reykjavík, Árna Jónssyni bónda á Breiðholti, Bergsteini Jónssyni söðlasmið og Marteini Jónssyni sjómanni, skal refsað: J>or- björgu með 40 kr. sekt eða 12 daga einföldu fangelsi, Árna með 20 kr. sekt eða 6 daga ein- földu fangelsi, Marteini með 10 kr. sekt eða 3 daga einföldu fangelsi og Bergsteini með 5 kr. sekt eða 2 daga einföldu fangelsi. Enn fremur skulu þau greiða hvort um sig varðhaldskostn- að sinn og eitt fyrir öll og öll fyrir eitt allan annan af þessu máli löglega leiðandi kostnað, þar á meðal málaflutningslaun handa inum skipaða sóknara og verjanda, yfirrjettar-mála- Hutningsmönnum Páli Melsteð og forsteini Jónssyni inum fyrnefnda 50 kr., en inum síðarnefnda 40 kr. Loksins ber þeim að bæta eiganda veiðivjela þeirra, er brotnar voru nótt- ina milli 5 og 6. júlí 1880, H. Th. A. Thom- sen kaupmanni í Reykjavík, veiðigögn öll og spillvirki, sem skynsamir menn meta. Inir ákærðu Magnús Ólafsson vinnumaður á Vatnsenda, Gísli J>orbjörnsson vinnumaður á Elliðavatni, J>orsteinn J>orsteinsson vinnumaður sama staðar, Björn Símonarson gullsmiður, Ólafur Sveinsson gullsmiður, Valdimar Ásmundar son barnakennari, Grímur Ólafsson bóndi á Hólmi, Kristinn Magnússon bóndi í Engey, Brynjólfur Bjarnason bóndi sama staðar, Ólafur Guðmundsson bóndi í Mýrarhúsum, Brynjólfur Magnússon bóndi í Nýjabæ, Pálmi Pálmason í Bollagarðakoti, J>órður Jónsson bóndi í Ráða- gerði, Hörður Jónsson bóndi í Skildinganesi, Erlendur Guðmundsson bóndi sama staðar, Pjetur Guðmundsson bóndi í Hrólfskála, Jón Einarsson bóndi í Skildinganesi, Pjetur Guð- mundsson sama staðar, Ólafur Ingimundarson bóndi í Bygggarði, Jón Guðmundsson bóndi á Bakka, Hjörtur f>orkelsson bóndi í Melshúsum, Einar Hjartarson bóndi í Bollagörðum, Sigurður Einarsson bóndi í Pálsbæ, Guðmundur |>orsteins- son bóndi í Gesthúsum, Páll Guðmundsson bóndi í Kesi, porsteinn f>orsteinsson bóndi í Nýlendu, Árni Árnason bóndi í Skildinganesi, Ólafur Ólafsson bóndi á Vatnsenda, Sæmundur Sæmundsson bóndi á Elliðavatni, skulu sýknir vera af kæru rjettvísinnar. Fjárútlát þau, sem ákveðin cru með þess- um dómi skulu greidd innan 15 daga eftir lög- birtingu hans, sæti ella aðför að lögum. Hæstarjettardómur. 18. apríl hefir hœstirjettur staðfest dóm synó- dalrjettarins í Reykjavík, er dœmdi Sigurgeir Jakobsson, fyrrum prest á Grund í Eyjafirði, frá kjól og kalli. Embættis-skipun. 29. f. m. er cand. med. & chir. Jón Sigurð- ur Karl Krist/án Sigurðsson John- sen skipaður læknir í 12. læknis- dæmi (pingeyjarsýslu o. s. frv.) Brezkur k o n s ú 11. 3. þ. m. er Wm. G. Spence Palterson viður- kendur sem brezkur konsúll á ís- landi með aðsetursstað í Reykjavík. Bretland ið mikla hefir áður engan konsúl haft hjer á landi. — «Arcturus» kom í morgun; enginn komst í land í dag úr honum. (^=" Næsta blað 31. p. mán.. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: J ó n Ó 1 a f s s o n, alþingismaður. Prentuð hjá Einari pórðarsyni á hans kostnað.

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.