Skuld - 31.05.1882, Síða 2
50
Um ágang af skepnnm.
Herra ritsjóri! — Blöð þau eiga mikið
þakklæti skilið, er láta sjer annt um almennings
heillir, og því taka fyrir sig, að skýra almenn-
ingi frá ýmsu því, er stendur landinu fyrir þrif-
um, og hvernig megi ráða bót á því á sem
hagkvæmastan hátt. En þ<5 er þetta því að
eina lofsvert, að blöðunum takist þetta vel, eða
þó alltjend bærilega, því, ef þau leysa þetta ílla
af hendi, og álíta það gagnlegt fyrir landið
sem er skaðlegt fyrir það, og aftur það skaðlegt
fyrir landið, sem er því gagnlegt, og breiða
þannig skakkar skoðanir út meðal almennings
um áríðandi málefni, þá er auðsætt, að þau með
því gjöra ógagn eitt, en ekki gagn.
í 6., 7. og 8. tölublaði ísafoldar þ. á. er
nú komin út heillöng ritgjörð um "ágang af'
skepnum», og álítur höfundurinn, að eitt af
inum þýðingarmestu atriðum landbúnaðarins
sjeu ákvarðanir til að koma í veg fyrir «bótalaus-
an» ágang af skepnum annara; innúgildandi lög
um þetta efni sjeu ófullkomin og þurfi umbótar við.
En eins og jeg nú álít, að meiri þörf sje á
að fá góðar ákvarðanir um ýmis önnur atriði í
landbúnaði'num, en þetta, því in gildandi lög
vor um þetta efni mega, að áliti mínu, kallast
góð, og mjög svo sniðin eftir því, sem hjer
hagar til, eins verð jeg að álíta, að ritgjörð
þessi í ísafold fremur gjöri ógagn en gagn.
j>að getur enginn vafi verið á því, að eng-
um getur í raun og veru borið sá rjettur, að
skepnur hans gangi í annara manna löndum
eða komi þangað, án þess þeir lofi, því hann á
ekkert með lönd þeirra; hann verður pví að
geyma skepnur sínar á sínu eigin landi; en af
þessu leiðir aftur, að komi þær í annara manna
lönd og gjöri þar skaða, verður hann að vera
skyldur að bæta skaðann, og lúka sekt að auki
ef þær eru þangað komnar að vilja hans og
ráði, og eins þótt það sje eigi, ef hann hefir
verið skyldur að gæta þeirra vandlega (svo sem
manneygðra nauta eður af öðrum ástæðum) en
hefir vanrækt það; og þótt þær engan skaða
hafi gjört þar, verður eigandi landsins eða um-
ráðamaður þess að hafa rjett til, að reka þær
aftur til eiganda þeirra, eða setja þær fastar,
til að koma í veg fyrir, að þær gjöri sjer skaða;
en hvort bann heldur gjörir, ber honum borgun
fyrir þá fyrirhöfn sína af eiganda skepnanna.
Á þessum grundvallarreglum eru og lög Dana
nú bygð um þetta efni.
j>að sjá nú allir, hversu kostnaðarsamt það
hlýtur að vera, að geyma skepnur sínar svo á
landi sínu, einkum ef þær eru nokkuð margar,
að þær aldrei renni inn á land nágrannans; til
þessa verða að vera útgefnir hjá hverjum þeim,
er margar skepnur á, fleiri menn, og þar að
auki verður að halda skepnunum frá mörkunum,
því annars eru þær, þegar minnst vonum varir
komnar inn á land nágrannans. Til þess að
komast hjá þessum fjarska kostnaði, og til að
sefa úlfbúð þá, er af honum getur risið meðal
nágranna, hafa Danir lögtekið á seinni árum.
að ef maður óskaði að nábúi sinn hlæði landa-
merkjagarð móti sjer, þá skyldi nábúinn vera
skyldur til, að hlaða garðinn að helmingi móti
honum, og er nú orðið nákvæmlega tiltekið í
lögum þeirra, bæði hvernig garðurinn skuli vera
til þess að hann sje löggarður, og innan hvers
tíma hann skuli vera fulllagður, o. s. frv. Báðir
skulu þeir síðan viðhalda garðinum, eða hvor
sínum hluta.
Á líkri skoðun eru einnig in nú gildandi
lög vor um þetta efni (sjá Jónsbókarinnar landa-
brigða- og landsleigubálk) bygð, einkum að því
er landamerkjagarða snertir, því þegar einhver
krefst þess, að nágranni sinn leggi garð mill-
um landa þeirra móti sjer, er nágranninn því
nær undantekningarlaust skyldur til að leggja
garðinn að helmingi móti honum, og viðhalda
síðan sínum helmingi garðsins; garðurinn á að
vera löggarður, eða bygður eftir fyrirmælum
laganna. En þegar hvorugur hirðir um, að hafa
landamerkjagarð millum landa sinna, skoðast
sem sambeit sje millum landanna, til að gjöra
peningsgæsluna ljettari. Af sambeitinni leiðir
aftur, að hvorugur getur átalið, þótt skepnur
hins sjálfkrafa renni inn á land hans og bíti
haga hans, og eigi þótt þær gjöri þar skaða á
engjum hans, túni eöa öðru, en rekieigandi þær
þangað, verður hann bæði að lúka sekt þar fyr-
ir, og bæta hinum skaða þann, er þær þar gjöra,
og eins fyrir beitina. Nú vill annar þeirra, eða
þeir báðir, eigi hafa sambeitina, og stendur
hvorum þeirra þá í sjálfs valdi, að verja land
sitt eftir föngum fyrir ágangi af skepnutn hins;
og vilji maður friða tún sitt, engjar eða
aðra staði fyrir skepnum nágrannans, verð-
ur hann að umgirða þá staði með löggarði;
stökkvi þær þá garðinn eða brjóti, verður ná-
grauninn að lúka honum fullar skaðabætur og
kaupa út skepnurnar, áþekt því er skepnur
stökkva eða brjóta landamerkjagarð; en yfir
skepnum nágranna síns hefir maður sem oftast
ekkert vald, þótt þær komi þar inn á land
manns, sem ekki er umgirt með löggarði, ann-
að en að reka þær aftur inn á land hans.
Til þess að gjöra mönnum vörslubyrðina
enn ljettari, bjóða lögin enn fremur öllum að
reka geldpening sinn og stóð á fjöll upp, eða
á almenning eða afrjett á vorin, þegar þar er
kominn gróður, og láta hann ganga þar um
sumarið; þetta á hver að gjöra og liggja sektir
við, ef það er látið ógjört, nema nágranni hans
lofi honum að hafa pening þennan í heimahög-
um eður að hann geti haft hann þar, er hann
eigi kemst í lönd annara. Áf sömu ástæðum
banna lögin manni líka, að reka pening sinn
mjög nærri landi nágrannans, ef þar er eigi
löggarður fyrir, eður hafa þar beitarhús eða sel;
brjóti maður móti þessu, og skepnur hans komi
inn á land nágrannans, verður afieiðingin af
því að vera in sama og hann hefði rekið þær
þangað. Ef búfje nágrannans eða peningur sá,
er menn mega hafa í heimahögum á sumrum,
veitir manni mjög mikinn ágang, getur hann
krafizt, að ákveðið sje við skoðunargjörð, hve
mikill peningur geti framfleyzt í högum hvorr-
ar jarðarinnar fyrir sig, án þess að ofsett sje í
þá, og má síðan hvorugur þeirra hafa meiri
pening í högunum, en álitið er í skoðunargjörð-
ínui að þeir fái borið, annars sektast hann þar
fyrir, og verður að bæta hinum tjón það, er
hann af því bíður.
prátt fyrir þessar ákvarðanir laganna, er
meir eða minna ganga út frá því, að nokkurs-
konar sambeit sje millum landa manna, þar
sem eigi er löggarður millum þeirra, viðurkenna
lög vor þó hina setninguna, aðhverjum beri að
geyma skepnur sínar á sínu eigin tandi, jafn-
vel þótt þau vegna kostnaðar þess, er slíkt yrði
að hafa í för með sjer eftir því sem til hagar
hjer á landi, álíti ógjörlegt, að halda henni
stranglega fram. Ef einhver þannig eigi vill
þola það, að skepnur nágranna sinna komi inn
á land sitt, heimta lögin, að hann verði hátíð-
lega og á ákveðinn hátt, að lýsa vfir þeim vilja
sínum, eða lögfesta haga sína, en lögfesta sú
stendnr að eins eitt ár, og verður því að end-
urnýjast á ári hverju, sem hann vill að hún
standi. þ>egar nú einhver hefir lögfest haga
sína, bjóða lögin nágrönnum hans, að þeir láti
gæta skepna sinna vandlega á þann hátt, sem
tiltekinn er í lögunum; gjöri þeir það, eru þeir
vítalausir, þótt skeppur þeirra komi inn á land
hans; og bíti þar, en það virðist samt sjálf-
sagt, að ef þær gjöra þar skaða á stöðum þeim,
er löggarður er um, verður eigandi skepnanna
að bæta hann. Vanræki nábúarnir að gæta
reglna þessara vandlega og skepour þeirra komi
inn á land þess, er lögfest hefir, verða þeir að
lúka sekt, bæta skaða þann, er þær gjöra hon-
um, og borga honum fyrir beitina.
Loksins skal þess getið, að ætíð, er manni
ber borgun fyrir að hagar hans hafa verið bitn-
ir af skepnum annara, eða þá bætur fyrir skaða
þann, er þær hafa gjört honum, hefir hann
rjett til að setja þær inn og láta kaupa þær
út.
Ritgjörðin í ísafold byrjar nú á því, að
segja mönnum frá því, að þrennskonar uppá-
stungur hafi verið gjörðar, til að koma í veg
fyrir bótalausan ágang af skepnum mnnara, sem
sje, að ákveða að menn skuli vera skyldir til :
«1. að gjöra griphelda girðingu á landamerkj-
um á móti grönnum sínum, eða
2. hlíta ítölu, ef einhver þeirra óskar -þess;
eða
3. að gjalda bætur fyrir ágangþann, er skepn-
ur þeirra gjöra í landi annara» — og síðan
fer höfundurinn að tala um hverjaþessa upp-
ástungu fyrir sig og segja frá áliti sínu
um þær.
En af inu fyrsagða sjest, að löggjöf
vor á fleiri vegu en hjer segir, leitast við, að
losa menn við ágang af skepnum annara.
[Framh. síðar.]
Brjefa-skrína „Skuldar“.
Nr. 2. — Jeg mætti um daginn fyrir Keykja-
víkur sáttanefnd, og var þar viðstaddur bæjar-
fógetinn auk inna skipuðu sáttanefndarmanna.
Hann ritaði gjörðabók sáttanefndarjnnar og tók
fram í sátta-uraræðurnar, og þegar honum þótti
sáttatilrauniu fara í aðra átt en honum þótti
æskilegt, varð hann óþolinmóður og hafði orð
um, að hann hefði ekki tíma til að sitja undir
þessu og mundi fara heim, ef ekki yrði bráðum
hætt. Varð síðan ekki af sæltum. — Fyrir
þessa sök leyfi jeg mjer að beiðast úrlausnar á
þessum spurningum:
a) Er sáttanefnd ekki skyld að bóka sjálf
gjörðir sínar-?