Skuld - 31.05.1882, Qupperneq 3

Skuld - 31.05.1882, Qupperneq 3
51 b) Hefir sáttanefnd rjett til að fornspurðum málspörtum að taka sjer skrifara eða láta aðra óviðkomandi menn vera við- stadda sáttatilraun ? K. Fyrri spurningunni spörum vjer játandi, síðari spurningunni neitandi. — Eeyndar stend- ur í 14. gr. tilsk. 10. júlí 1795, að <■ bæjarskrif- arinn» (í kaupstöðum í Danmörk) skuli rita bók sáttanefndarinnar; en fyrirmæli pessi virðast ekki hafa lagagildi hjer á landi. í 6. og 27. gr. tilsk. 20. jan. 1797 er skipað, að prestur skuli rita gjörðabókina, og að umræðurnar fyrir sátta- nefnd skuli vera fyrir lokúðum dyrum. — Hjer í bænum er heldur enginn sjerstakur <«bæjar- skrifari» til. En að lofa bæjarfógetanum að vera við sáttatilraun, virðist koma í bága við 28. gr. tilsk. 20 jan. 1797 (sbr. 40. gr. tilsk. 10. júlí 1795)ogeinkanlega kanselí-br.6. okt. 1807 úr því að hann á síðar að vera dómari í málinu. HEIMSKRINGLA. — MáJþráður frá Skotlandi til fslands, Eftir því sem «Sydsvenska Dagbladet» skýrii frá hefir erindreki Dana-stjórnar í Stockhólmi gjört fyrirspurn til innar sænsku og norsku stjórnar um, hvort hún vilji ásamt Danmörku, og ef til vill nokkrum fleiri ríkjum, taka þátt í kostnaðinum við málþráðarlegging frá Skotlandi yfir Færeyjar til íslands, þannig að Svíþjóð og Noregur greiddi ll°/o als kostnaðarins eða 2200 £st. (= 39,600 kr). In sænska og norska stjórn vísaði málinu til álita ins sænska vísinda- fjelags til álita; en fjelagið kvað skorta of margar skýringar til þess að unnt væri að segja álit sitt um málið, og rjeð það því stjórn- inni frá að taka þátt í fyrirtækinu. — (Eftir «Morgenbl.» 23. apríl 1882). fessi fregn er að því leyti ekki gleðileg fyrir oss, sem útsjeð mun að sinni um, að Norðmenn og Svíar taki þátt í fyrirtækinu. Enda var slíks að vænta einmitt. m?, er Dana- stjórn var nýbúin að gjöra sitt til að bola Norðmenn frá veiði hjer við land. En sje hins- vegar kostnaðar-áætlunin nálægt nokkru lagi, þá er það gleðiefni fyrir oss, og fullkomin hvöt til, að vjer Islenjdingar förum að gjöra gang- skör að því að grenslast eftir, hvað það muni kosta að leggja málþráð frá íslandi til dæmis til Skotlands eða Hjaltlands. Eftir áætlun þeirri, sem áður er nefnd, er ætlað á að 39,600 kr. sje 11% af öllum kostnaðinum, og ætti hann allur eftir því að vera að eins 360,000 krónur. Vjer skulum í næsta blaði fara nokkrum fleiri orðum um málið. — 20. apríl andaðist í Höfn þjóðþingismað- ur Halthazar Christensen, málafærslumaður* Hann var mikill vin íslands og kom oft fram 089 í hag, bæði á fulltrúaþingum í Hróarskeldu og síðan á ríkisþinginu, og sendu íslendingar honum eitt sinn að hvötum Jóns Sigurðssonar þakkarávarp fyrir frammistöðu hans. Hann var vinstri maður í stjórnmálum, og um eina tíð einn af foringjum þess flokks, og ávalt virt- ur og'mikils metinn fyrir sinn vandaða hugs- unarhátt, og inn ástúðlegasti maður í viðkynn- ingu. — Sama dag dó í London iun merkasti náttúrufræðingur þessara tíma CharJes Eobert Darwin. Hann var fæddur 12. febr. 1809. Eftir honum var sú kentiing nefnd, sem Dar- winisrmts kallast, og skal hennar nákvæmar getið í næsta blaði. — 27. apríl andaðist í Ameríku Ealph Waldo Emerson, skáld og heimspekingur, f. 25. maí 1803. Hann var nafnkunnur fyrir rit sín, bæði Ijóðmæli («Poems» 1847 og «May-Day» 1867) og svo þætti («Essays») um bókmentir og lieim- speki, einkum J>jóðverja. Hann var eingyðis- maður («Unitarian») að trú, af góðum ættum og mjög virtur og elskaður fyrir• mannkosta sakir. — Við strendur Noregs hefir í vor fundizt fágætur fiskur, svo nefndur síl dkonung ur (regalecus). Hann var dreginn á land á eynni Körmt. Síldkonungurinn er af bandfiskakyui (eins og vogmerin). Áður hafa þrjár tilbreyt- iugar af lionum fundizt, er hann ávalt heldur stór, alt að 6 meter á lengd og 37 centim. á breidd, en örþunnur. Hann lifir á miklu dýpi og er því sjaldhittur. Að eins fá söfn eiga fisk rennan áður, og ekkert dýrasafn á hann heilan og óskemdau, enda er mjög vandfarið með hann, svo að hann skemmist eigi. pessi fiskur, sem á Körmt fanst, er vafalaust ið bezta eintak (ex- emplar), sem til er, með því gufuskipsstjóri einn annaðist um að koma honum óskemdum að kalla til Stafangurs á safnið þar. Safnið varð að láta búa til sjerstakt blikkílát til að geyma «kónginu» í og helti á hann 40 liter af spiritus. Annars var þetta eiginlega meykdngur (kvennfiskur), 4 meter á lengd, 37 cm. á breidd, og 8 cm. þykkastur; hrognlegið er 94 cm. á lengd með millíónum af hrognum. («Kölnische Zeitung« 3. marz eftir norska tímaritinu «Na- turen»). [1 meter (100 centim.) = 3,ise fet.j — Verðlag í Kaupniannahöftt var um mán aðarmótin apríl-maí samkv. skýrslu til «Skuld- ar» dags. 28. f. m. þannig á eftirfylgjandi vörutegundum: rúgur (þurkaður, danskr) 100 pd. á 7 kr. 10 au. bankabygg (prima) . . 100— á 10— » — bankabygg (alrnent). . 100— á 9 — 35 - rúgmjöl 100— á 7-70- baunir (tunnan eða:) . 224 — á 1S— 50- hveiti 100— á 13 — 50 - «overhead»-mjöl . . . 100— á 6— 85 — hrísgrjón (heil) . . . 100— á 10 — » — hrísgrjón (hálfgrjón) . 100— á 8-50- kaffi (prima) .... 1 — á » — 44 — kaffi (ord.) . . , . 1 — á » — 42 — kandis-sykur .... 1— á » — 31 — hvít-sykur .... 1— á » — 29 — púður-sykur .... 1- á » - 21%- munntóbak .... 1 - á 1 - 20. — rjól (neftóbak) . . . 1 — á » - '88 — brennivín (sem til íslanc s flyzt, útfl.) . . . 1 pott á » — 20 — Auglýsingar féjjf* 152. eða 153. blaði «Skuldar» fylgir til útsölumanna hennar í Borgarfjarðar-, Mýra-, Snæfellsness-, Dala-, Barðastrandar-, ísafjarð ar-, Stranda-, Húnavatns-, Skagafjarðar-, f>ing- eyjar-, Skaftafells-, Árness og Rangárvalla- sýslum Boðsbrjef um Lagasafu lianda alþýðu. Eru útsölumenn beðnir að safna áskrifend- um á það og senda sem allrafyrst öðrum hvor- um okkar til í.eyJijavíJtur. Jóu Jónsson, Jón Ólafsson, landritari, alþingismaður. ritstjóri, alþingismaður. f B j ö r n J ó h a n n e s s o n í Harastaðaðakoti, er druknaði 8. Nóvember 1879. Jeg heyrði hvin, svo voðalegan, voskeytlegan stormsins hvin, er glímdi fast við sollinn sjá, sem svifta vildi hann botni frá þeim gamla sjá. Jeg heyrði rödd, erhærra ljet og hvellri var en stormsinsrödd, því upp í hæðir hrópað var, til heilags guðs, er ríkir þar, til dugnaðar. Jeg heyrði svar, svo ástúðlegt og unaðs, hljómblítt alvalds svar: «Jeg allan brest hef afmáð þinn, til eilífs sælu-fagnaðs inn ver velkominn !« Og það varð logn; — sem hastað væri á vind og sjó, það sló í logn; en sjóriun sleppti ei sinni bráð, og svo’ uppfylltist drottins ráð, sem æ er náð. Og það varð hrygð, inn svali kvíði snjerist upp í djúpa hrygð, er vöskum drengjum var burt kipt og viðkvæm hjörtu raæti svift og unaðs-gift. Og einn þar var, er öðrum fremur öllum kær og þekkur var, því hans var víðast verka svið og veita öllum girntist lið, er kyntist við Hann sýsti vel, já, meðan entist dagur, vann hann dygt og vel, og hjarta blítt í brjósti sló og breitni góðri hugar ró bar vitni nóg. Og t-ítt hann söng, um náð og dýrð og dásemdir hann drottins söng. hans raustin hóf sig himin í, og hjartað lyftist ásamt því upp yfir ský. Hann um þig söng, ó, guð! — af því hann girntist þig, hann um þig söng, og hjartans fjekk hann fyllstu þrá í freísi’ og sælu himnum á þjer sjálfum hjá. Jeg heyri söng, svo unaðslegan undur-skæran engla söng, og róminn ljúfa eg þekki þar, er þrátt með englum samrómar til guðs dýrðar. E. Ó. Brím. LEIÐRJETTING: á 48. bls. b, 15. 1. a. n.: 22. les: 23.; sömu bls. c, 10.1. a. o.: „sem skynsamir" les „sem sex skynsamir". Næsta blað 10. jánl.

x

Skuld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.