Skuld - 05.09.1882, Blaðsíða 3
stúdent Jónasson «með þýðleik sínum og inn-
dæli», og líkist þar inum blíða og sorglega »£.
n.« í Fróða. Jdnas stúdent Jónasson er langur,
en ekki mjög breiður. J. J. er ekki mjög lang-
ur, en «’breiddin’ óhæf». Báðir eru þeir «nokkuð»
bundnir «inum þýzku» ritdómendum, «einkum»
Scherr og Julian Schmidt. «Samt er eigi svo
að skilja, að» þeir sjeu «svo» bundnir «þessum»
ritdómendum, «að» þeir «líki eftir þeim (<• stæli»
þá)»; þeir eru «of» sjálfstæðir »til þess; heldur«
laga peir *sig aðeins eftir anda peirra, stefnu
og blœ, og» fá «svo áhrif af þeim til fegrunar»
Sjálfstæði þeirra kemur einkum fram í því, að
þeir telja málfræðisrit til bókmenta, sem annars
kvað ekki vera títt. «Aftur» hafa þeir «sleppt»
ýmsum «ritum, er nauðsynleg þykja».
«En jeg þarf ei að vera að þessu lengurN
Kitdómendurnir «hafa mælt með sjer» sjálfir
«fyrir fram» (með kveðskap) «og sá ómandi
strengui”, sem dómararnir hafa togazt á um
og teygt á herðum sjer, þar sem annar stendur
á höfðinu í Norðanfara, en hinn í «gróðrarstíu
straumanna», «tekur kunnuglega á móti þeim».
Jeg þarf »ei að segjast vona eftir að» þeir
verði «hæst uppveðraðir» — jeger «viss um það,
enda má með sanni segja, að» jeg hef sýnt
þeim þann sóma, að tala með þeirra eigin orðum.
Kaupmannahöfn 7. ág. 1882.
29.
Svar frá |>. G. til ritstj. „pjóÖólfs“.
pað má sjá af 15. tbl. þjóðólfs, að ritstj.
hafi rekið sig á grein frá mjer í Skuld. þ>að
er eins og þessi spotti hafi gjört ritstj. einhver
óþægindi, en þetta hefir farið öðruvísi, en jeg
hafði til ætlað, nfl. að vinur væri sá, er til
vamms segði. Hver sá, er les ummæli »j?jóð.»
um grein mína í Skuld, hlýtur ósjálfrátt að
finna, að það er andleg fátækt, sem hjer hefur
stjórnað hug og penna, og að það er mestmegnis
ráðaleysis-útúrsnúningui'.
pað helzta, er hann tekur, er það, að jeg
sagði sýslun. hefðilítið í því gjört að leíta gjafa.
Var nauðsynlegt að taka munninn fyllri en
þetta ? Mjer hefir alt til þessa ekki orðið eins
gott af, að jeta mín eigin orð, eins og sumum
nú á vorum dögum. J?ar sem hann segir að
jeg fari með ósannindi, má finna það, er vegur
upp á móti því. Hvað merkja orðin «kinoka» og
«heimta»? J>á segir hann, að hnútur mínar ekki
hitti fcjóðólf. Er þá nauðsynlegt að láta svona
eins og á beini stæði? Hann er mjer þó sam-
dóma um það, að spara mætti kaup á Ijelegum
blöðum. Með þessu samþyktaratkvæði er fokið
í hið síðasta skjól Pjóðólfs, og hann af sjálfri rit-
stjórninni veginnog ljettur fundinn, og eftir því
ættu hans dagar taldir að vera.
far sem höf. fer að tala um löggjafa og
eiðstafi, þá er bágt að sjá, í hverju sambandi
það stendur við brúun Elliða-áuna eðagrein mína
um það efni. J>að mun ekki mega geta svo ó-
líklega til, að hann hafi eignað grein mína
einhverjum alþingismauni, verið í ráðaleysi með
að hrinda því, or í henni stóð um efni máls-
ins, en tekið þaö óyndisúrræði, að beinast að
persónu böfundarins. — pað er nú þessu máli
óviðkomandi að fara að forsvara þingmenn vora
af bændastjett og rjettritun þeirra'; þeir hafa
1) J>að er ekki í fyrsta sinni að þjóð-
ólfur undir þessari ritstjórn hefur reynt að
ávalt sýnt það, að hvaðsem rjettritun þeirra líður,
þá hefir þá miklu síður, en suma, sem hana
kunna, skort á þingi meðvitund um þýðing al-
mennrar uppfræðingar, og hafa ýmis lög og
fjárveitingar, er miðuðu til að efla mentun
þjóðarinnar, sumpart verið bezt studd af bænd-
um, sumpart beinlínis átt uppruna sinn að
rekja til uppástungna frá þeim; þannig t. d.
meðal annars lögin um uppfræðing barna í
skrift og reikningi, og uppástungan til þingsá-
lyktunar um skólamálið o. fl. Hefir eigi rjett-
ritunar-fákænskan bagað þeim, að hugsa margt.
þarft og hugsa það svo skipulega, að gagn hefir
að orðið. En hlægilegt er, að heyra þann mann,
er talinn hefir verið ritstjóri «J>jóðólfs» þetta
ár, tala um skipulega hugsun og rjettritun;
«Skuld» og «ísafold» hafa nýlega skýrt það
fyrir almenningi, hve skipulega hann fer að
hugsa; og hvað rjettritunina snertir, þámá «J>jóð-
ólfur» vel úr flokki tala (!), einkum ritstjórinn,
sem síðast er nafnkunnur að því orðinn, að
hafa sjeð um prentun á bók, sem er 309 blað-
síður á stærð og kvað innihalda ekki færri en
2100 rjettritunar- og prentvillur. J>essi rit-
stjóri hefði aldrei um þetta mál átt að tala.
En það er auðsætt, að hann kann jafnlítt að
pegja, eins og hann kann að stafa pað orð rjett'.
— Um eiðstafi þykist jeg afsakaður vera að
skifta orðum við þann mann, er sýnt hefir
verið fram á af honum meiri manni, að telji
trú. og kristindóm til «rótgróinna hleypidóma
og heimsku» og skoði þetta sem «rotnun þjóð-
fjelagsins».
fað fer eins vel úr hendi hjá ritstj. að
kenna búsýslur og verklægni eins og að skrifa
lipurt, (bezt að hnýta öll reipi). Eftir þessari
kenningu er ekki ólíklegt, að «J>jóðólfi» hafi
gefizt það bezt á siglinga-ferðum sínum undir
þeirri stjórn sem hann nú er, að hleypa
linútum á dragreipið, smálækka svo skautið.
f>að fer svo fjærri því að nokkur óvirða sje
að bæta búsgögn sín, að það er ið gagn-
stæða; eða hvor er virðingarverðari, sá er gætir
skyldu sinnar, eða hinn, sem vanrækir? sá sem
nennir að vinna, eða hinn, sem ekki nennirþað?
Getur verið, að það sje þjóðráð að brýna fyrir
inni uppvaxandi kynslóð verkhlífni og fyrir-
litningu fyrir inum nauðsynlegu störfum, sem
alþýða verður að rækja, til þess að landið geti
staðizt ? Eeiðingstorfan er sú Siberia, sem hann
vísar þeim til, sem ekki finna náð í hans aug
um.
En hún er full heiðarlegt sæti handahverj-
um þeim, er ekki hefir misboðið sínu eða ann-
arra mannorði, en of gott handa hinum. Afþessu
lipra smíði ritstj. má sjá, hvað hann virðir bænda-
stjettina, hennar starf og stöðu. þ>að er hugs-
andi að ritstj. «J>jóðólfs» vildi gjöra þennan
litilhæfa löggjafa þingrækan, en vari hann sig
að fara langt út í það; verið getur að sú ferð
verði lítið frægari, en þegar kappinn ætlaði að
sækja fjöregg sín á öskuhaug Phönixar.
sverta þingmenn af bændastjett, sjá fjóðólfs-
greiniua um sómamanninn Hjálm á Hamri,útaf
kjörþingi í Mýrasýslu, sem þjóðkunnur er fyrir
langa og góða þingmennsku; þá mun eigi gleymt
óhræsið um l>órð á Bauðkollsstöðum, sjá strand-
söguna.
1) Hann stafar það nl. (ekki einu sinni, heldur oftar);
að „feygja“.
Að endingu vil jeg leyfa mjer að
spyrja inn heiðraða ritstj. «J>jóðólfs» um eftir-
fylgjandi:
1. Er það ekki ábyrgðarmikill starfi, að gjör-
ast ritstjóri blaðs? Er það ekki að bjóðast
til að vera leiðtogi og svaramaður þjóð-
arinnai?
2. Á þjóðin ekki heimting á að blöðin
færi sem mest af þörfu og þjóðlegu, en
varist að lenda í málaferlum og mis-
sögli?
3. Á hún ekki enn fremur heimtu á að alt
það sje leiðrjett, sem mishermist. eða mis-
prentast, og á ekki sómi ritstjórnarinnar
sjálfrar heimtu á inu sama?
B ó k ni e n n t i r.
„Ilönsk lesbók lianda byrjendnm1 11, gefin út
af ísfoldarprentsiniöju. Kostar 50 a.
Kennslubækur handa barnaskólum þurfa
að vera stuttar, greinilegar og ekki mjög dýrar.
Kver það, er að ofan er nefnt, virðist að full-
nægja þessum kröfum. f>að er 5 arkir á stærð,
kostar að eins 50. auta og inniheldur þó bæði
málfræðiságrip, leskafla og orðasafn, alt eins og
in stærri «danska lestrarbók» Steingríms Thor-
steinssonar. f>að er vitaskuld, að lesbók ísa-
foldarprentsmiðju inniheldur miklu færri les-
kafla en Steingríms-bókin; en málfræðiságripið er
aftur á móti fullt eins greinilegt og talsvert ýt-
arlegra.
Leskaíiar þeir, sem í bókinni eru, virðast
valdir með sjerstöku tilliti til skilnings barna;
eru þeir stuttir og auðskildir, ogá hverri blaðsíðu
er prentuð áminning, um framburð þeirra hljóð-
stafa, er oss íslendingum hættir mest við að
bera rangt fram í dönsku, og teljum vjer það
góðan kost á bókinni Fremst. í málfræðisá-
gripinu eru þar að auki ítarlegri framburð-
arreglur. Orðasafnið er svo stórt, að lík-
legt er að það innihaldi öll þau orð, er finnast
í lesköflunum og virðist vel og vandlega frá
því gengið.
pað mun mörgum þykja skrítið við þetta
kver, að blaðsíðutölurnar í því eru settar með
rómverskum tölustöfum. Mun það koma til af
því, að útgefendurnir ætla að bókin, auk þess
sem hún er seld sem sjerstakt kver, verði
einnig höfð sem inngangur að annari stærri
bók, líklega þeirri nýju útgáfu á lesbók síra
Sveinbjarnar Hallgrímssonar, sem ísafoldar
prentsmiðja hefir nú verið æði lengi að gefa út.
f>að væri óskandi, að kver þetta seldist svo vel
að útgefendurnir sæi sjer fært að enda við
bókina; en vjer erum þeim samdóma um, að
kver það, sem þeir hafa gefið út sjer, megi vel
teljast ein heild, og hikum vjer oss ekki við að
segja, að kverið eins og það nú liggur fyrir, sje
í öllu tilliti mjög hentug kennslubók í dönsku
handa barnaskólum og öðrum, er byrja að læra
að skilja og lesa dönsku með engri eða lítilli
tilsögn. *