Skuld - 10.11.1882, Blaðsíða 3

Skuld - 10.11.1882, Blaðsíða 3
103 skipum þögulir vottar um, að ekkert óáran eigi sjer stað, en það er sauðfje «í góðu standi», er gengið hefir úti næstl. júlí og ágúst mánuði á fjall-beitilöndum íslands (svo að gras hefir þar sprottið verið um þær mundir) — og eru þetta snjajlræm andmæli gegn inum fyrirhug- uðu hallæris-samskotum. fá er böl-engill hungursins stendur fyrir dyrum, mundi ekkert land flytja út sauðfje í góðu standi, eða sauðfje í neinu ástandi yfir höfuð. Jeg hefi alla tíð verið inn tregasti að trúa því, að nokkurt harð- rjetti hafi átt sjer stað, og fagna jeg því með fölskvalausri gleði sjerhverjum órækum votti þess, að þjóð mín sje ekki á heljarþröminni fyrir skorts sakir. l»annig les jeg þakklátlega ið nærfærna, einarðlega og rjettherma brjef herra Pattersons1; hann sannar það Ijóslega, að engin álvarleg bágindi2 eða hallæri hafa átt sjer stað þetta sumar á íslandi. Hann ferðaðist þetta ár um norðurhlut íslands, um þau in sömu hjer- uð, sem menn í Kaupmannahöfn lýsa svo, sem þar sje in mesta neyð, og hann varð hvergi var við neinn skort venju fremur. I síðast liðnum ágústmánuði var mjer rit- að brjef frá Cambridge og á mig skorað, að ljá nafn mitt [undir samskota-áskoranir?], og var mjer skýrt frá að hungur og harðrjetti breidd- ist óðum út um vesturhlut íslands. Jeg er borinn og barnfæddur á Vesturlandi, svo að hallœrið virðist vera hvert skiptið á sínu landsliorninu,eftir því sem hezlþylcir við eiga2. Jeg gaf áskoruninni engan gaum, með því mjer fanst jeg vera viss um, að í þessu væri ekki hæft, enda var jeg hræddur um, að þar byggi einhver tálsnara undir. Jeg treysti því og, að hallærisópinu mundi fljótt linna, en það virðist hafa sorglega brugðizt mjer. pvert á móti heíir gauragangurinn vaxið, unz svo mikið er um orðið, sem nú er. Frá borgarstjóra-stofunni heyrum vjer hljóma, «að allir landsbúar, alt dýra-líf á íslandi, sje í hungurdauðateygjunum»; 1) Brjef þeirra Pattersona (Charles E. P. í «Times» og «Daily News» og Thomas G. P. í «Times») eru ómerkileg og óáreiðanleg í alla staði, t. d. ályktar hr. Ch. E. P„ að ekki hafi getað verið nein bágindi á íslandi, af því, að hann á 4 eða 5 bæjum, sem hann kom á, er hann reið milli Skagastrandar og Blönduóss, hati fengið kaffi með mjólk út í og kökur með(!!) og fólkið hafi varla viljað þiggja borgun fyrir. pað er hvorttveggja, að hann þekkir ekki íslenzka gestrisni, enda launar hann haua á sinn hátt. með því að drótta því að þjóðinni að öll neyö á norðurlandi sje tóm uppgjörð. Önnur ástæða hans er sú, að honum hafi verið vel veitt á Stóruborg (efna- og rausnar-heimili); og þriðja ástæðan; að bakarinn á Sauðárkrók liafi getað selt póstskipinu brauð(!!). Annars eru öll brjef þeirra bræðra auðsjáanlega skrifuð að eins til þess, að geta nefnt „bróðurtsinn, hennarhrezku hátignar konsíd fyrir ísland“, „sem hæði i embættisnafni og sem kaupmaður hefir við- skipti við menn víðsvegar. um alt land“U [Konsúllinn var þá fárra vikna gamall í tign- inni, og helzta ef eigi einasta cmbættisstarl hans mun hafa verið þá oröið, að greiða sektir fyrir nokkra drukkna Englendinga, er gjört, höfðu óspektir; hvað kaupmannsskapinn snertir, mun liann hingað til hafa verið vörulaus kaup- maður, og <■ viðskiftin út um alt land» munu því að eins vera framtíðar-draumur]. — Ann- ars er það merkilegt, að hr. konsúllínn, sem er talinn vandaðasti maður, skuli ekki hafa fundið hvöt hjá sjer til, að bera aftur slúður bræðra sinna. Kitstj. 2) fetta höfum vjer einkcnt. Iíitstj. «fimm þúsund pund (90,000 kr.) muni frelsa ís- land»!! Og sjá! f>essi fimm þúsund pund koma inn. Giníunum3 «úr öllum áttum, sem vindur- inn getur blásið úr», rignir niður eins og hagli frá auðugum og snauðum. f>etta fær mann til að tárast af harmi eða emja af ílsku4. Og loks bætist það á, að efst á blað er sett nafn þeirr- ar, sem allir unna dýrstum hugástum, innar hreinustu allra hreinna innan endimarka þessa ríkis, það nafn, er varið skvldi og skjaldborg um skotið!5 — f>að væri vert að vita, hver frumkvöðull er að þessari óhæfu. Er þetta kom- ið frá íslandi, eða er það vakið erlendis? Feg- inn vildi jeg trúa því, að það væri erlendis upp runnið, því að aldrei sá jeg í æsku minni bein- inga-menn á Islandi6. Málið á jafnvel ekkert orð til yfir þann ósóma7. Gestrisni og vinsamlegri hjálp var nóg af. Vel man jeg góðsemd manna við mig þá er jögvar drengur á skólaárum mínum og ár eftir ár fór til og frá skóla fleiri daga langar ferðir. f>á voru þeir vanir að hýsa mig, gefa mjer mjólk í vatns stað að drekka, gæta hests míns og járna hann, er þess þurfti; bóndinn sjálfur fylgdi mjer, ef nokkuð var vandratað, eða ferj- aði mig yfir fjörðinn, og þág aldrei eyrisvirði fyrir — þeir hefðu hugsað jeg væri ekki með allan mjalla hefði jeg boðið borgun8. petta alt gjörðum vjer hverir fyrir aðra, en betl var ó- þekt. Og aldrei sá jeg hungraðan mann, þótt allir værum vjer fullfátækir, eftir því sem á Englandi er fátækt kölluð. Og þessi þjóð með sínum einföldu og ó- brotnu lifnaðarháttum er það, sem menn nú á borgarstjóra-höllinni setja til sýnis í betli-tötr- um, þar sem hallæris-skáld dregur upp eymd- armyndir, er jeg ætla með öllu ósannar, af bágindaástandi Islands. Ke'r eru að kenna löndum mínum að betla og gjöra sjer upp ör- birgð og týna allri sómatilfinning og að gleyma að kunna að skammast sín. Englendingar ættu í öllum bænum að láta vera að útbreiða slíkan húsgangs-hugsunarhátt. Svo er og hitt, að veröi það uppskátt, eins og jeg hugsa, að ekk- ert hallæri eigi sjer reyndar stað, þá munu hjörtu 3) Ginía («guinea» frb.: giní) er gullpeningur enskur (21 shillings = 18 kr. 90 au.). Kitstj. 4) «It makes one weep from grief, or cry out with rage». 5) Höf. á hjer við Alexöndru Kristjánsdóttur, kouungs vors, er gift er konungs-efni Engla; hún hefir gengizt fyrir samskotunum í Eng- landi ásamt borgarstjórauum í Lundúnum. Ritstj. 6) Dr. «Vigfússoa» mun aldrei hafa heyrt getið um « Vigfiis aumingja«? 7) Rað er hálf-undarlegt að heyra orðabókar- hölund vera svona fáfróöan í málinu. Kannast doktorinn ekki við orð eins og t. d.: beininga- maður, betlari, bitlingamaður (lornt), bónbjarga- rnaður, farandinaöur, förumaður, förukarl, flakk- ari, flökkumaður, göngumaður, húsgangur, lands- hornamaður (fornt), landeyða, reikunarmaður (fornt), sníkjukind, stafkarl, umrenningur, ver- gangsmaður, þurfamaður, ölmusumaður, allra sveita kvikindi, o. s. frv. ? Líklega er ekkert anuað mál í heimi, sem hafi yfir 20 orð yfir betlara. — Ef doktor hefði lesið rit Hannesar byskups, mundi hann vita, að betlarar og betl er ekki óþekt á landinu, þótt það eigi ekkert skilt við þetta mál. Ritstj. 8) Minnugir menn segja, svo hafi á þessu staðið, að dr. «Gudbrand» hafi fluttur verið sveita- eða gustuka-flutningi til skóla. manna herðast í gegn oss, svo að ef oss eiu- hvern tíma síðar hendir eitthvert óhapp (sem drotfinn afstýri), þá munutri vjer árangurslaust hjálpar biðja. Ef vinir vorir á Englandi leggja nú fram gjafir, og komast að raun um að þær hafi verið sviknar út hjá þeim, þá munu þeir aldrei rjetta oss hjálparhönd framar1. Jeg hygg að þessar tilhæfulausu sögur hafi komið frá Kaupmannahöfn, Bæjarmenn þar eru hjartagóð og hvatvís kynslóð, örir í tilfinning- um hvort heldur er til gleði eður sorgar; en þeir þekkja lítið til íslands. Ráðgjafinn fyrir Island er danskur maður, og hafði hann ekki, þá er jeg þekti hann, minsta snefil af kunnáttu í tungu vorri. Aðalstörf hanns eru og alt annars kyns, því að hann er einnig dómsmála- ráðgjafi Danmerkur og getur ekki ísland þekt nema fyrir meðalgöngu embættismanna, sem. eins og orðtækið segir, eru ávalt «blindir á báðum augum»2. J>að er mjög hætt við að þetta íslenzka harðæri verði að Kaupmanna- hafnar-skáldskap. Og sje það sannfærandi, sem hr. Patter- son segir, þá sannar þó enn meira það, sem hr. Hjaltalín segir. Jeg þekki hann, og get vitni borið um, að hann er sannsöglin einskær gætinn maður og hygginn og inn gagnkunnug- asti nú á íslandi. Hann á og heirna í sjálfu því bygðarlagi, þar sem hallærið er sagt verst; og þarhefirhann á fæði lærisveinana í nýstofnuðum skóla Efnokkur ættiað finna til hallærispínunnar, þá mundi það vera hr. Hjaltalín með þessa mörgu munna, sem hann á að seðja3. Alt um það, heyrum, hvað hann segir. — «Lítið er orðið um ýmsa vöru hjer, svo sem kaffi og syk- ur. Samt eru ekki nein veruleg vandræði eða hungursneyð hjer um svæði. fó hart hafi viðr- að, verð jeg að játa, að hjer er enginn meiri uppskeru-brestur, en í mörgum öðrum löndum. Aflabrögð hafa verið allviðunanleg». þetta eru nú orð trúverðugs sjónarvotts, og vona jeg þau vegi vel á móti þeim fráleitu ýkjum, að «allii landsbúar, alt dýralff» — það er að segja, eftii því sem jeg ætla, tjeð og hestarnir, sem skozkii kaupmenn hafa verið að kaupa þar — «sje að fram komið af bjargarskorti». pó að Eiríkur Magnússon kæmi aftur frá íslandi með fangið fult af eiðfestumhall- æris-vottorðum, þá mundi jeg heldur kjósa að trúa herra Hjaltalín*. (Niðurlag í næsta bl.). R a n s n a r-g j ö f. Eftir því sem «Nat. Tid». hefir eftir «Berg' 1) Og doktorinn vill einmitt telja þeim trú um, að vjer lslendingar höfum öllu logið nú um harðærið! Ritstj. 2) í enskunni stendur: «always have their eyes in their boots» o: hafa ávalt augun í stígvjelunum. 3) £>ess má geta að brjef Hjaltalíns, sem bjer er til vitnað, er ritað í sumarfríinu, þegar eng- ir piltar eru á Möðruvöllum, og — það veit doktor «Gudbrand» vel! 4) Hjer skín hatrið og fúlmenskan hvað ljós- ast út úr höfundi þessa óþokka-brjefs, sem alt mun ritað eingöngu til að rægja og svívirða Eirík Magnússon, sem dr. «Gudbrand» er illa við, af því að hr. Eiríkur hefir áður sýnt fram á rógsnáttúru og varmensku doktórsins i biflíu- málinu sæla.

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.