Skuld - 30.11.1882, Blaðsíða 1

Skuld - 30.11.1882, Blaðsíða 1
Arg., 32 nr., kostar 3 kr.; borgist í sumar - kauptíð til Einars prentarapórbarsonar. Eftir að 3/4 árgangs eru út komnir, gilclir eigi uppsögn á næsta árgangi. 18 82. Afgreiðslustofa í prent- smiðju Einars pórðarsonar. Ritstjórnar-skrifstofa: Aðalstræti Nr. 9, opin kl. 4—5 e.m. hvern virkan dag. V. árg. Reykjavík, Fimtudagiim 80. Nóvember. Nr. 167. í pjóðólfi er út kom 9. þ. m. og sömuleið- is í Skuld, er út kom 10. þ. m., með yfirskrift: „Um harðœrið vestra og ummœli ísafolclar“. Fyrri hlutinn at ritgjörð þessari eru athuga- semdir viövíkjandi harðærinu í Snæfellsnes- og Dalasýslum og sumstaðar í Barðarstrandarsýslu. par er sagt, að ritstjóri ísafoldar hali í ísafold IX. árg., hls. 84, sagt, að það væri «hreint eigi satt» sem sagt væri um hungursneyð á Vestur- landi, en það er hreint eigi satt, ad jeg hafi haft þessi ummæli, því það, sem jeg á nefndum stað sagði að væri hreint eigi satt, var það, að nokkursstaðar á Vesturlandi væri sú hungurs- neyð að fólk mundi eigi geta þolað venjuleg- an mat. þvínæst er í nefndum athugasemdum sagt frá harðærinu, en að því leyti sem það snertir ummæli ísafoldar því viðvíkjandi, þá vil eg taka það fram, að það hefur aldrei í því blaði verið með einu orði dregið úr neinu því, sem um það hefir verið sagt, að því undanteknu, að ■eg sagði á nefndum stað, að þeir Vestfirðingar, sem í sumar hefðu skrifað hr. Eiríki Magnús- syni á þá leið, að það hefði gefið honum tilefni til að tala um að þörf mundi vera á að kaupa frá útlöndum (fyrir lán úr landssjóði) niðursoðið kjöt og niðurílóaða mjólk, mundu án efa hafa gjört meira úr þeim vandræðum, sem þar ættu sjer stað, en ástæða væri til. Á hinn bóginn lagði jeg einmitt í inni sömu grein áherzlu á að nauðsyn bæri til, að sýslunefndir og aðrir, sem lilut ættu að hjeraðsmálum, hefðu vakandi auga á ásiandinu og leiddi eigi hjá sjer í tæka tíð að gjöra það, sem þörf væri á til að afstýra hættu- legum afleiðingum af því. þ>að er því öldungis út, i lrött, að vera í sarabandi við ummæli «Ísafold- ar» að færa rök fyrir því, að ástæða hafi verið til bráðra aðgjörða til að bæta úr vandræðun- um o. s. frv. Jafnframt því sem jeg hafði um getin ummæli, þá sýndi jeg að jeg vissi vel að á Vesturlandi var mikil neyð, eu neyðin var eigi í því fólgin, að eigi væri neinn fyrirsjáan- legur vegur til að fyrirbyggja mannfelli úr hor og hungri í votur, heldur í því, að óttast mátti að til þcss að gjöra það, mundi verða nauð- synlegt að grípa til þeirra óyndisúrræða, sem mundu hafa í för með sjer eymd og volæði framvegis. Einœitt það, sem sagt er í nefndum athugasemdum sjálfum, sannar þetta til hlítar, því það, að talað er um hversu mikil vandræði sjeu að heyskaparbrestinum, getur eigi bygzt á öðru, en að skepnur sjeu til sem hey þurfi fyrir, og svo lengi sem skepnurnar eru til, þá er þó vegur til að seðja hungur sitt í bráð. pví er rniður, að aíleiðingum harðærisins er eigi lokið með því, þó vissulega hafi verið vegur til að forða mannfelli úr hungri í vetur, ef þeir, sem hlut eiga að máli, gæta skyldu sinnar þar að lútandi. Nefndar athugasemdir, segir svo enn frem- ur frá að á frjálsum fundi, í Stykkishólmi 22. f. m. hafi verið álitnar sannleikanum samkvæmar; því næst er sagt að lagt hafi verið fram brjef er tveir menn þar skrifuðu hr. E. Magnússgni í sumar og lýstu fundarmenn yfir því, að þeir álitu það sannleikanum samkvæmt. Menn geta oft haft misjafnar skoðanir um, hvað sje sannleikanum samkvæmt, en hver sem gætir sín, verður þó að viðurkenna, að það er eigi sannleikanum samkvæmt, að segja að einnhafi sagt það, sem hann eigi hefir sagt; það er og, aö eigi getur það, sem sannleikanum er samkvæmt, verið í mótsögn við sjálft sig; nú getur það, sem segir í nefndu brjefi um óumfiýjanlegan mannfelli í vetur, eins og áður er bent á, ómögulega sam- rýmzt því, sem stendur í athugasemdunum og þarf þá eigi einusinni minnsta kunnugleika til að sjá, að það er eitthvað málum blandað. pað er annars undarlegt, hvernig umrædd grein mín viðvíkjandi nauðsyn á hallærisláni úr landssjóði hefur oftar en einusinni gefið tilefni til misskilnings og mótmæla; að það sje bein- línis því að kenna, hvernig jeg hafi hagað orð- um mínum, get jeg eigi kannazt við, enda má sjá að orsökin er önnur, á því að orðum mín- um hefir eigi verið mótmælt, nema með því að rangherma eða rangfæra þau eða með því að lenda í mótsagnir við sjálfa sig. pegar haldinn verður í næsta sinn frjáls fundur í Stykkishólmi, þá vil jeg sannarlega óska þess, að hann taki sjer eitthvað þarfara fyrir fundarefni en að vera að búa til slíkar sannleiksyfirlýsingar sem þær er áður er getið Jeg vil til dæmis benda á, að ef svo væri að það væri nokkursstaðar þar í nánd, að mönnum væri settir líkir leiguskilmálar eins og þeir, sem getið er um í ísafold nr. 27, þá væri full þörf á að íhuga, hver ráð væru til að bæta úr því. Annað þarflegt fundarefni væri það, að gjöra sjálfum sjer ljóst, hve skynsamlegur ásetn- ingur ernauðsynlegur, ogað brýnaþað fyrir raönn- um í bjeruðunum þar í kriug, svo að menn fari eigi oftar að eins og næstliðið haust, þegar Coghill kom þar og falaði að þeim fje fyrir fullt verð tmun meira ení Húnavatnssýslu) í pen- íngum eða kornvöru handa mönnum eða skepn- um með övanalega góðum kjörum; Coghill varð svo frá að hverfa, að hann vantaði þriðjunginn af því fje, sem hann ætlaði að fá þar, en fyrir það að þeir höfnuðu kaupuuum, lentu þeir í mesta bjargarskorti fyrir sjálfa sig og fóð- urskorti fyrir skepnur sínar, sem hefir haft inar hörmulegustu afleiðingar fyrir þá. Eiríkur Briem. Uppgjörðar-hallærið á íslandi. (Niðurlag). Og víst er um það, að bjartara virðist nú útlitið fyrir ísland einnig í öðrum efnum. Nú síðustu árin hefir ný auðsuppsretta fundizt, þar sem síldarveiðarnar eru. pað eru ekki nema fá ár síðan norskir fiskimenn rákust á síldvöður miklar þar undan landi fram, og hefir veiðin vaxandi farið jafnan síðan. Yið norðurströnd 105 landsins hefir ekki verið reynt nema í fyrra1 og hepnaðist það ágætlega. par fengust 20,000 tunna og hefði veiða mátt miklu meira, ef eigi hefði þrotið salt. Islendingar eru sjálfir að læra veiðiaðferðina, enda gjöra þeir sjer og von um að geta lagt toll á fiskiveiðar fyrir utan land- helgi2. Fregnin um þessa ljómandi hagsbót landa minna fylti hjarta mitt gleði. Hins veg- ar koma nú og árlega skozkir kaupmenn til Is- lands að kaupa hross og sauðíje og láta þeir fyrir koma beinharða peninga. pannig koma margar þúsundir punda árlega í veltuna; þetta var alveg óþekt þá er jeg var barn. Ferðamenn eyða þar og fje sínu og hjálpa þeir að því leyti til, að dreifa auði meðal almennings. ísland hefir nú sjálfstætt löggjafarþing, og er mjer sagt að fjárstjórn þess sje svo hagsýnleg, að talsvert fje sje lagt upp árlega. Svo að á marga vegu er eyjan nú betur fær en áður til að þola þá raun, að heyskapur bregðist. Einn af þeim, er ræður hefir haldið í borg- arastjóra-höllinni, tók til þess, hve vesaldarlegt og harðrjettislegt útlit hefði verið á mörgum, er hann sá í líeykjavík í júnímánuði í vor, er leið; en í júní var als ekkert harðrjetti, og það sem ræðumaðuriun hefir sjeð, hefir að eins ver- ið útlit íslendinga eins og það alment gjörist3. Vjer erum megrðar-þjóð; sjálfur var jeg ávalt skarpleitur og fölur í æsku minni. «Útlitið á þjer er mjer til skammar* var matmóðir mín vön að segja við mig þegar hún leit framan í hor-smettið á mjer. pó kvaldi hún mig ekki og jeg var ávalt heilbrigður. Má vera að ið inni- byrgða köfnunarloft í húsinu hafi haft áhrif á líkama minn, sem ávalt var heldur veikbygður, því að húsin á íslandi eru in aumlegustu. Jeg skyldi blessa Englendinga ef þeir gætu hjálpað oss til að endurnýja loftið í húsum vorum og gefið oss nóg af hreinu lofti innanhúss, er sam- svaraði þeim styrkjandi blæ, er vjer áttum að fagna utanhúss, Og þá er öllu er á botninn hvolft, þá er fæðan ekki alt og sumt; Englend- ingar gjöra ef til vill of mikið af miðdegisverð- inum. «Orð eru góð», segir Cfoethe, «en ekki þó bezt af öllu»; og svo er og um miðdegis- verði, að þeir eru góðir, en þó er annað betra, og það er heilbrigður líkami og ánægð sál. í ungdæmi mínu lifðum vjer sparlega og heilnæm- lega. Aldregi bergði jeg víni fyrri en jeg hafði tvo um tvitugt, og eigi bjór fyrri en jeg var 1) «Laugstu fyrr og laugstunú!» sagði kölsk1 við poka-prestinn. 2) «The fishery off their own waters» stend- ur í enskunni; en reyndar er þetta hrein botn- leysa. Annað hvort ætti líkl. að standa «ofF their own coats» eða «of [ekki: off] their own waters» þ. e. í landhelgi. 3) Dr. jfudbrand’ gleymir því, að bæði var þetta um lestatírqunn, og mun þá hafa mátt sjá margan holdgratinan aðkomaudi hjer í Keykjavík eftir veturinn ; enda bættist það á, að um þetta leyti var nálega hver maður hjer annaðhvort veikur eða ný-staðinn upp úr sótt (mislingum eða afleiðingarsóttum þeirra).

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.