Máni - 31.01.1880, Side 1

Máni - 31.01.1880, Side 1
4L-5 1880* m Á ry i. Keykjavík, 31. janúar. Aðsent. Til Mána. Fagna frdnbyggjar fránurn «Mána» undan nýrisnum Arnarhváli; Erat ofljdst fur augum þjóðar nýr þó at máni njólu skíni. Fagna frónbyggjar fránum «Mána». Verki afl hans á várrar þjóðar atfall, útfall ok öfugstreymi at í rétta átt runnit geti. Fagna frónbyggjar fránum «Mána.» Skerðist né ljós hans af skini hnatta þeirra, er við hann þreyta brautir, meðan Ingólfsbær uppi stendr. G. þingkosningar og þingstörf. Nú er hinn fyrsti tími hins löggefanda alþingis vors liðinn, og nú á þessu ári eiga að fara fram kosningar til hins annars þing- tíma, er nær til 1885. Ilinn fyrsti þing- tími hefir liðið hóglega, og sýnt að sæmilega hefir þingdeildunum tekist að semja löglands- ins, og róstulaust hefir verið á þessum þrem- ur þingum síðan vér fengum stjórnarbótina 1874. En að starfa svo eigi verði að fundið, er ómögulegt, og það getur enginn maður ætlast til, að þingið gjöri heldur, og því mið- ur, þar eð kosningarnar til alþingis munu enn eigi hafa farið almennt svo skipulega fram, sem ætti að vera, þar eð kjörfundir 25 víða út um land hafa eigi verið betur sóttir en svo, að að eins hefir mætt einn þriðjung- ur kjördæmisbúa, já,og sumstaðar eigi einu- sinni svo margir. fingkosningarnar ættu þó að vera áhugamál þjóðarinnar, og þing- menn, þeir menn er semja eiga lög landsins og vaka yfir réttindum þjóðarinnar, eigivera kosnir beint út í bláinn, að eins þótt þeir bjóði sig fram, því þótt þeir bjóði sig fram, er það opt ekkert skilyrði fyrir því, að þeir séu góðir þingmenn, en það getur fremur bent á að þeir séu framgjarnir, metorða- gjarnir, og ef til vill helst að þá langi til að ná í nokkrar krónur í vasann, sem þó opt verður óverðskuldað1. |>að er vandi að velja þá menn, er eiga að gefa út lög landsins, enda hafa þingmenn sjálfir viðurkennt það, er þeir á síðasta þingi álitu að þeir myndu engan lögfræðing finna hér þann, er hæfur væri til að semja nýja lögbók íslendinga, og enginn einusinni mundi gefa kost á sér til þess (sjá alþingistíðindi II 1879 bls. 240— 254), en að semja lög, virðist þó eigi vera minni vandi, en að safna í eina heild þeim lögum, er út hafa verið gefin. fegar vér rífum sundur, o: lesuro, ritn- ingar þingmannanna, alþingistíðindin, þásjá- um vér að þingmennirnir starfa allmisjafnt, en liafa þó jöfn verkalaun; nokkrir þingmenn ræða í flestum málum, og eru þar að auki í mörg- um nefndum, en sumir ræða að eins í þeim málum, er snerta kjördæmi þeirra og eru í fáum nefndum. Vér verðum þó að álíta það skyldu hvers þingmanns að hann greini álit sitt á þinginu eptir bestu samvisku í mál- 1) Nú erþað reyndar lögbobið, aí pingmenn bjóbi sig fram, er vér álítum mjög óheppilegt, en kjör- dæmisbúar ættu ab afia sér sjálfir þekkingar á hæfi- legleikum þingmannaefna ábur en peir kjósa pá. 26

x

Máni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Máni
https://timarit.is/publication/111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.