Máni - 31.01.1880, Síða 2

Máni - 31.01.1880, Síða 2
27 28 um þeim, er varða þjóðina. fað er hlut- drægni, ef þingmaðurinn einskorðar sig við kjördæmi sitt, og gefur eigi samþykki sitt öðru en því, er snertir kjördæmi hans eða sýslufélag; hann á að gæta þess, að ýmis- legt er það, er nauðsynlegt er fyrir þjóðina, er eigi varðar beinlínis eitt kjördæmi, aptur á hinn bóginn getur ýmislegt varðað eitt kjördæmi, er eigi snertir önnur, t. d. versl- unarstaðir o. fi. Landsmenn ættu að velja þá fyrir þingmenn, er óhlutdrægastir eru. Á þinginu ættu að sitja þeir menn, er viija framför þjóðarinnar, en eigi þeir, er allt vilja láta standa í stað, en þyngja á tollum árlega, að tiltölu jafnmargir af hverjum flokki, prestar, lögfræðingar, bændur, kaupmenn, iðnaðarmenn og tómthúsmenn, en eigi kjósa fleiri af einum flokki en góðu hófi gegnir. Yér viljum geta þess, að á síðasta þingi sátu 8 þjóðkjörnir prestar; vér viljum eigi hafa á móti prestunum, þessum dýrðlingum þjóð- arinnar, en reyndar mætti virðast nóg, að sætu 3 þjóðkjörnir prestar áþinginu, þeir eru eigi færari um að semja lög en aðrir, og eigi óhlutdrægari en aðrir; einnig er það opt bagalegt fyrir söfnuðinn, er vitja verður prests, að hann þá er fjarri svo vikum og mánuðum skiptir1. jpjóðkjörnir lögfræðingar sátu á þinginu að eins tveir, 12 bændur, kaupmenn tveir, enginn iðnaðarmaður né tómthúsmaður. Hinir 6 konungkjörnu, er setið hafa á síðustu þingum eru óneitanlega með menntuðustu mönnum þjóðarinnar, og í því tilliti vel hæfir til þingsetu, en frjáls- lyndi þeirra getum vér ekki hælt; einn- ig viljum vér benda á sex aðra þing- menn, er að voru áiiti ættu framvegis að vera á þinginu, nefnil. þingmaður Eeykvík- 1) A8 visu getur pað eigi verið bein ástæða að neita presti um pingsetu, ef hann býður sig fram, að eins af pví, að hann sé „prestur" og vér verð- um að játa, að nokkrir eru þeir prestar á landinu, er eigi hafa setið á pingi, en munu hafa marga góða hæfileika til að vera þingmenn. inga, 1. og 2. þingm. Árnesinga, 1. þingm. Eyfirðinga, 1. þingm. Norðurmúlasýslu, 1. þingm. Suðurmúlasýslu; þessir þingmenn sýna, þótt sumt megi að þeim finna, að þeir sitja eigi á þingi til fordildar, heldur til þess alvarlega að sýna, hvað þjóðinni muni hentast; sjóndeildarhringur þeirra er eigi takmarkaður við kjördæmi þeirra, heldur allt landið. Eeyndar kunna að vera nokkuð deildar meiningar Eeykvíkinga, hvort þeir eigi framvegis að kjósa þingmann sinn, H. Kr.Friðriksson, þá vœri líklegt, að Gull- bringusýslu, eða þá einhver önnur sýsla, er vantar þingmann, gengi eigi fram hjá H. Kr. Friðriksson, en ereigi síður er samvisku- samur þingmaður en embættismaður, og þó sumum kunni að hafa þótt hann nokkuð mót- drægur á síðasta þingí, þá verður að gæta þess, að hann mætti ýmsum mótspyrnum, og ætti slíkt eigi að verða til þess að skerða álit hans, einnig voru skoðanir hans flestar frjálsar og þjóðlegar. Bændur þeir er á þingi hafa setið síðasta þingtíma, eru gildir og greindir bændur, en eigi hafa sumir þeirra komið fram á þinginu þjóðhollari en yfirvöld vor; af þingræðum þeirra sjáum vér, að nokkrir þeirra eru all-hlutdrægir, einstreng- ingslegir og nokkuð framhleypnir, og ein- kennnilegt er það, að á þingum að undan- förnu hafa bændur opt verið frjálslyndastir á fyrstu þingum kjörtíma síns, en smátt og smátt fært sig upp á skaptið, og gefið sig meira fram á þinginu, en þá jafnframt orðið einstrengingslegri og óþýðari; sumir af hin- um óvinsælustu sköttum vorum eru upphaf- lega frá bændum, er þeir til þess að láta að sér kveða, hafa stungið upp á og fylgt fram með afli og orku, er jafnvel yfirvöldin, er eigi þekkja þó eins vel þjóðlífið, mundu kyn- oka sór við að leggja á þjóðina. fað er öldungis undarlegt, að þingið skuli eigi hafa gefið iðnaði hér meiri gaum, en það hefir gjört; það álítur að bókmentir og uppfræðing verði að ganga á undan, og það er reyndar rétt að því leyti er barna-

x

Máni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Máni
https://timarit.is/publication/111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.