Máni - 31.01.1880, Síða 4

Máni - 31.01.1880, Síða 4
31 32 andi digurmæli hans á kjörfundinum 1874, þegar hann var að sníkja út atkvæðin með því, að gefa oss vonir um, »að sig mundi eigi einurð skorta« — og því nátt- úrlega eigi vit og menntun —, en vér þurfum þó eigi annað en benda á skaðabóta- mál Borgfirðinga þegar það lá fyrir þing- inu 1877, til að sýna að hann einmitt skorti þetta, og látum vér það nægja að sinni, því »sá dauði hefir sinn dóm með sér«. En hvert eigum vér nú að snúa oss? Hvert eigum vér að líta? Yér horfum og horfum fyrst af öllu í vort eigið kjördæmi, og sjá, oss virðist Borgarfjarðarsýsla fátæk, já bláfátæk af þingmannaefnum, því þótt vér bendum á |>órð á Leirá, þá er það fyrst óvíst, að hann gefi kost á sér; í öðru lagi er hann mjög svo ómenntaður, að slíkt er þyngra máske en svo, að það vegi móti því hinu mikla velvildar- og framkvæmdar fjöri hans, er hann hefir jafnan sýnt i búskap sínum og félagsmálum; já, vjer efumst um, að ganga megi fram hjá |>órði, því hann hefir þó framar mörgum sýnt það, að hann þekkir tákn tímans og skilur kröfur hans, það hefir hann sýnt með byggingum sínum, jarðabótum og þó einkum með barnaskóla þeim, er hann hefir haldið á sinn eiginn kostnað, og nú loks viljað stækka með til- styrk stjórnar og þjóðar, svo hann gæti ver- ið almennari. J>etta höfum vér sagt til þess að sýna, að margt má mæla með hon- um, en Borgfirðingar munu sjálfir geyma sér rétt að mæla á móti honum, ef þeir finna ástæðu þar til, og þá jafnframt mæla með hinum öðrum, er þeir álíta hæfari. En fari svo, að vér verðum að fara út yfir kjördæmi vort, þá viljum vér benda á Torfa Bjarnason í Ólafsdal; það er maður, er að voru áliti ætti að komast á þing, maður, er vér treystum til mikils eptir þeirri þekkingu, er vér höfum á honum, enda hefir hann op- inberlega sýnt það, að hann er mörgum fremri í hugsunarhætti og praktiskri mennt- un, um það vitna íneðal annars sendibrjef hans í nýjum Félagsritum. En þótt að Torfi sé í mörgu ágætur maður, þá álítum vér, að enginn sé öðrum sjálfur, og Borg- firðingum þess vegna farsælla, að eiga sinn þingmann, kosinn úr sínum eigin bænda- flokki; úr bændaflokki segjum vér, því oss finnst nóg vera komið á þing af embættis- mönnunum, einkum af prestalýð, en aðra embættismenn höfum vér eigi svo teljandi sé, enda þekkjum vér eigi þann prest í þessu kjördæmi, er til þess væri fallinn. Heiðruðu Borgfirðingar! Sýnið nú að þér séuð menn, er hugsið um nútíðina; sýn- ið að þér séuð menn, er hugsið um fram- tíðina; sýnið að þér munið eptir þingmanns kosningu yðar 1874. Sækið hinn næsta kjörfund með meiri áhuga, en hingað til hefir átt sér stað hjá yður, því einmitt hinn síðasti kjörfundur hefir myndað þær afleið- ingar, er nú ættu að vera hin sterkasta hvöt fyrir yður, að afla sannfæringar og þekkingar á mönnum og almennum málum, og kjósa eptir því, en keppa eigi eptir nein- um kappsmönnum. En áður en vér hætt- um við þessa hugvekju, viljum vér stinga upp á því hvort eigi sé æskilegt, að halda próffund á sumri komanda, eða á þeim tíma, er kjörstjórn sýslunnar álítur hentugast. Próffundir væru sjálfsagt nauðsynlegir víða hér á landi, því það er sjaldan, að mönnum gefst færi á að koma á opinbera fundi, en við það gætu menn æft sig á að tala um ýmisleg nauðsynjamál, einnig fengið þekkingu á formi; en þetta hvorttveggja stendur mörg- um fyrir framförum, því hve margur maður er það eigi, er eigi getur komið upp nokkru orði, þegar hann er kominn á fund, einmitt af óvana við að tala á fundum, þótt honum að öðru leyti sé málefnið full-ljóst. Á þenn- an fund ættu sér í lagi að koma þeir menn, er ætla að bjóða sig fram til kosningar á næsta þing, því með því gefst mönnum færi á að þekkja hæfilegleika þeirra, einnig stefnu þá, er þeir ætla að hafa á hinurn sérslöku málum. |>að er líka hægt að ímynda sér, að

x

Máni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Máni
https://timarit.is/publication/111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.