Máni - 31.01.1880, Blaðsíða 5
33
34
á þessa fundi kæmi máske sá bóndi eða
embættismaður, er væri vel fallinn til að
tala máli þjdðarinnar, þótt eigi væru áður
kunnir hæfilegleikar hans, og þótt þeirra í
sannleika eigi væri getandi, því lærdómur-
inn kemur svo mjög með árum og lífs-
reynslu. Hið bezta og fyllsta gagn er loks
gæti leitt af slíkum fundi, væri eindrægni
og félagsskapur, en einmitt þetta hvort-
tveggja, er það, er oss Borgfirðinga skortir
svo tilfinnanlega, »ljótt er en satt er«. J. P.
Athugasemd,
Sökum þess, að þeir eru næsta fáir, sem
lesa Alþingistíðindin, og vita því lítið um,
hvað sagt er á alþingi, látum vér hér prenta
lítinn kafla úr einni ræðu landshöfðingjarit-
ara Jóns Jónssonar á þinginu í sumar, svo
að fieiri fái að vita álit hans á íslendingum,
en hinir sárfáu sem Alþindistíðindin lesa,
og sérstaklega Beykjavíkurbúar. Kæðukafli
þessi er í síðari bindi tíðindanna, bls. 962
—963, og hljóðar þannig:
«það væri ómögulegt, að nokkur maður,
sem hugsaði um sóma þjóðar sinnar, gæti
neitað því, að oss væri hin mesta nauðsyn
á, að takmarka sölu áfengra drykkja. Til
forna hefðu íslendingar verið vel virtir af
öllum þjóðum, og velkomnir gestir við hirð-
ir hinna mestu konunga, en nú væri kom-
inn sá tími, að hver danskur dóni, sem væri
sendur hingað til að standa við búðarborðið
þættist geta lítilsvirt bestu bændur, og á-
stæðan væri að eins víndrykkjan, þetta bölv-
aða eitur í þjóðlífinu. Til þessa yrði hver
sá maður að finna, sem hefði komið í búð
á lestatímanum, og séð bændur hanga þar
til þess að sníkja út staup. Hann skyldi
játa, að þeir gjörðu þetta sjaldnar en kaup-
staðarbúar, sem væru vanir allt árið í kring
að hanga yfir toddy-staupum hjá Kristjáni
karli' og viðar,en það bætti ekki úr skömrn
bænda, að aðrir væru verri».
Einn lesandi Alpingistíðindanna.
Um fjallvegi, vörður og sæluhús.
(Framhald). þegar lengra er haldið á-
fram yfir Suðurlandið, má telja Keykjanes-
fjallgarðinn; yfir hann liggja 7 alfaravegir,
Nyrðstur er Kaldadalsvegur milli þingvalla-
sveitar og Kalmannstungu, þá Mosfellsheiði
milli Kárastaða í J>ingvallasveit og Mýdals
í Mosfellssveit; þá Dyravegur suður um
Henglafjöll rnilli Grímsness og Mosfellssveit-
ar, þá Hellisheiði frá Reykjum í Ölvesi að
Lækjarbotni í Mosfellssveit, þá Lágaskarð frá
Hrauni í Ölvesi að Lækjarbotni, þá Ólafs-
skarð frá Breiðabólstað í Ölvesi að Lækjar-
botni, þá Grindaskörð milli Ólvess og Sel-
vogs að austan og Kaldársels að sunnan,þá
Sandakravegur milliKrísarvíkur og Kvíguvoga.
Allir eru vegir þessir yfir Reykjanesfjallgarð
mjög farnir á vetur. Á Vesturlandi eru
þessir fjallvegir helstir: Fróðárheiði milli
Breiðuvíkur og Fróðár að vestan; þá Kerl-
ingarskarð milli Staðarsveitar og Stykkis-
hólms; þá Langavatnsdalur milli Grísa-
tungu í Mýrasýslu til Seljalands í Hörðar-
dal; þá Brattabrekka milli Bjarnardals, er
liggur upp af Norðurárdal frá Dalsminni til
Breiðabólstaðar í Sökkúlfsdal; þá Haukadals-
skarð milli Skarðs eða Kross í Haukadal og
Mela í Hrútafirði; þá fjallgarðurinn yfir
Svínadal milli Ásgarðs og Bessatungu við
Gilsfjörð í Dalasýslu ; þá Snartatunguheiði
milli Kleyfa í Gilsfirði og Snartatungu í
Bitru; þá Kollafjarðarheiði milli Gilsfjarðar
og Bitru; þá Steingrímsfjarðarheiði milli
Kirkjubóls í Steingrímsfirði og Bakka í
Langadal auk fleiri fjallvega fjarða milli;
þá forskafjarðarheiði milli Kollabúða og
Bakkasels í Langadal; þá Skálmardais-
heiði til Gjörfudals í ísafjarðarsýslu;
þá Glámuvegur milli Dýrafjarðar og Mjóa-
fjarðar. Á norðurlandi eru þessir fjallvegir
helstir: Holtavörðuheiði milli Fornahvamms
íNorðurárdal og Gilhaga i Hrútafirði; Hrúta-
fjarðarháls milli fóroddstaða í Hrútafirði og
Melstaðar í Miðfirði, Grímstunguheiði milli
Kalmannstungu og Grímstungu í Fatnsdal;
af vegi þeim liggur vegur yfir Kúluheiði til
Stóradals i Svínadal í Húnavatnsþingi, og
1) Skyldu hér vera meintir Reykjavíkurbúar?