Máni - 31.01.1880, Síða 6

Máni - 31.01.1880, Síða 6
35 36 annar yfir Stórasand, Skagfirðingavegur ofan í Mælifellsdal að Gilhaga í Skagafirði; þá er Öxnadalsheiði milli Fremrikota í Skagafirði og Bakkasels í Öxnadal í Vaðlaþingi; þá Heljar- dalsheiði milli Hjaltadals í Skagafirði og Svarf- aðardals í Vaðlaþingi; þá Siglufjarðarskarð milli Hrauna í Fljótum og Siglufjarðar; er það skarð nafnkunnugt af skýstrokk þeim er sást þar um heila öld og drap opt ferðamenn, en hætti eptir það að J>orleifur próf. Skapta- son vígði skarðið 1730; þá Vaðlaheiði milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals; þá Keykjaheiði milli Heiðarbótar að vestan og Undirveggs í Kelduhverfi að austan; þá Tunguheiði milli Tjörnness og Kelduhverfis; þá Mý- vatnsöræfi milli Keykjahlíðar við Mývatn og Grímstaðar á Fjöllum; liggur vegur sá yfir Jökulsá á Fjöllum; þá Hólsandur milli Haf- ursfjarðar í Axarfirði og Hólsels á Fjöllum; þá Axarfjarðarheiði milli Klifhaga eða Sand- fellshaga í Presthólasveit að Hermundarfelli í pistilfirði, og loks Sandvíkurheiði milli Nýjabæjar á Langanesströndinni og Há- mundarstaða í Vopnafirði. (Frh. síbar). Æííntýri. Enn hvað það er mikill munur á vori og vetri; fannir og miskunnarlaus jökulbreiða, kaldari og tilfinningarlausari en kærleikslaust og hatursfullt hjarta, sveipaði foldina, og gjörði mér svo ömurlega þröngt um hjarta- ræturnar! Ó að alltaf væri vor! Nú vakna blómin og flugurnar, fuglarnir og fóð við kærleikskoss sólarinnar og mór finnst jafn- vel að allt sé í einu orðið að sátt og friði. Eg er jafnvel svo að segja glaður, því eg sé að Guð lætur hið góða sigra eins og sólin sigrar vetrarkuldann og íllviðrið. Svona hugsaði unglingurinn, sem reikaðí út um haga og var að hugsa um liðna tíð og ókomna. Nútíðin dalt honum ekki í hug af því hún er í rauninni ekki nema eitt augnablik. Hann gekk áfram í leiðslu þungra hugs- ana og vissi ekki hvað hann fór; en allt í einu sá hann hrafn fleyja sér yfir nýborið lamb og rífa það til dauðs. Hrafninn garg- aði, lambið veinaði, og krummi flaug með það í klónum alla leið heim í hreiður sitt. Aumingja lambsmóðirin jarmaði aumkunar- lega og gekk til unglingsins og mændi til hans vonaraugum. Hún bað hann að gefa sér lambið sitt aptur. "Ó, eg get það ekki svo feginn sem eg vildi», sagði unglingurinn, «eg skal reyna að útvega þér annað lamb í staðinn». «Æ, hvað dugir það? eg get ekki elskað annað lamb en það sem eg hefi átt; eg hugsaði að þið mennirnir, sem látið svo mikið yfir ykkur, gætuð gefið mér það apt- ur», sagði ærin og ráfaði burt frá honum til leita að lambinu sínu. «Enginn friður, ekki einusinni með vor- inu», sagði unglingurinn og settist niður og hallaðist upp við þúfu. «Einmitt þegar eg hélt að eg sæi frið og gleði, unað og sælu, þá sé eg að eins ofsóknir og harm». Hann sökk æ dýpra og dýpra í sjálfan sig, í eitthvert drungalegt mók; himininn dökkp- aði æ meir og meir fyrir augum hans, gvo varð hann eldrauður og seinast hvarf hánn með öllu. Hann sá einhvern óendanlegan geym fyrir augum sínum, og skyggði þar ekkert á. Yorsólin sama skein yfir fold og fagra völlu og lót renna upp fyrir augum hans vofulegar þokumyndir af mannlífinu sjálfu. Hann sá ungsveina og meyjar ganga fram í gegnum hlið œskuáranna til þroskans og lífsælunnar ; þau voru eins og brosfögur blóm á heiðskýrum vormorgui. En andi dauðans blés á þau, svo það fór um þau hryllingur; þau fölnuðu og dóu. Foreldrar og vinir stóðu yfir þeim grátandi og óskuðu þeim lífs aptur, en dauðinn glotti bara svo biturt um tönn og fór burt, til leita sér annarsstaðar að bráð. Hann sá mann og meyju, sæl og sak- laus, svo saklaus og góð að þau vissu ekk- ert hvað heimur var; þau voru of saklaus til þess að vita af því, að tilfinning var vöknuð í brjóstum þeirra, sú tilfinning, er

x

Máni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Máni
https://timarit.is/publication/111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.