Máni - 31.01.1880, Blaðsíða 7

Máni - 31.01.1880, Blaðsíða 7
37 39 veldur mestri sælu og mestum hörmum á jörðunni. Bæði Guð menn bönnuðu þeim að unnast. Ó, er ekki ástin hefndargjöf, þegar svo vill til að hún vaknar í hjarta mannsins og má eigi festa þar rætur! Hann sá elskendunum sundrað, fegurstu blóm lífsins slitin upp af eintómri mann- vonsku og illgresi og eitururtir plantaðar í staðinn, hatrið og sundurlyndið kafa upp í hjörtum, er áttu að finna hvort til með öðru, og fláttskap og undirferli, þar sem trúnaðurinn átti að búa. Hann sá tóma gremju og sorg, hvar sem hann þóttist líta í kring um sig. Nei, í ein- um, að eins einum stað, sá hann gleði og ánægju. f>að var fátæk móðir, er var að kenna barninu sínu kveldbæn, þar til það sofnaði; hún bað fyrir sér og barninu sínu og sofnaði síðan. Hann heyrði fjaðraþyt og fuglahljóm rétt hjá sér,- og fann að eitthvað fiaug inn á brjóst honum vinstra megin. þ>að var lóa, er leit- aði líknar hjá mönnum, af því að hún komst eigi undan smyrli, er elti hana. Lóan bældi sig við brjóst hans, renndi til bans bænaraugum og sagði: «Æ, hjálp- aðu mér fyrir þeim sem ofsækir mig eg má ekki deyja frá ungunum mínum». Samstundir svífur smyrillinn úr lopti of- an og hyggst að hremma hina felmtruðu heiðlóu, og renndi sjer beit á brjóst mann- inum. Hann greip um háls smyrlinum og kreisti að fastar og fastar þangað til hann hætti að brjótast um. Ó, það er svo opt að líf verður eigi frelsað nema með öðru lífi, bara það væri þá ætíð líf hins seka. Lóan flaug úr barmi lífgjafa síns og renndi sér út yfir holtin eitthvað langt í burt. Hver er sá, er eigi fær ímyndað sér fagnaðarsöng lóunnar? Eg get ímyndað mér hann, en eg hef engin orð til að skrifa hann. Unglingurinn gekk heim stynjandi, og sagði við sjálfan sig: »Ein stund vorsins hefir sýnt mér fleiri sorgir og gremjur, en allur veturinn. Eg sé ekkert annað en svik- ult augnatál, ógnir og ofsóknir margfaldast við hvert fótmál á Iífsgötu minni. í hið eina skipti sem hjarta mitt hefir orðið snortið af góðri, blíðri, sælli tilfinningu, var hún gjörð mér að banvænni eitur-uppsprettu til kvalar og sorgar. Hjarta mitt ber þetta eigi lengur, — það spryngur. |>að var orð og að sönnu. Að morgni var hjarta hans sprungið. —s. Ýmislcgt, Kirkjutollurinn í Beykjavík er nú orðinn að lögum og lagður á innbúa bæjar- ins, en aðrir sóknarmenn náðaðir af alþingi frá þvi gjaldi; gjald þetta verður eigi svo lítið frá bæjarbúum, er vér gjaldendurnir eigum heimting á að sjá árlega upphæð og skilagrein fyrir, eins og öðrum skilríkjum opinberra sjóða. Hingað til befir kirkju- reikningur eigi sést á prenti, hvorki ljós- tolls né annað, og er þó líklegt að féhirðir kirkjunnar hafi árlega lagt fram reikninga sína til yfirstjórnara kirkjunnar. |>að væri því fróðlegt að sjá kirkjureikninga fyrir nokk- ur ár, enda eiga gjaldendur heimting á því, og vonum vér að það eigi dragist lengur héðan af. —nb—r. — Vér heyrum sagt, að þeir tveir íslend- ingar mormónatrúar, er komu með póstskip- inu í haust vestan um haf, séu farnir að flakka út um land og liggja upp á fólki; þess vegna hefir oss dottið í hug, hvort það mundi eigi tiltækiegt eptir íslenskum flakk- ara lögum, að sýslumenn handsömuðu slíka pilta og sendu þá hvorn um sig á sína sveit, svo þeir neyttu brauðs síns í sveita síns andlitis, og spilltu eigi heldur akri kristinn- ar trúar á landi hér með illgresi og hégilj- um trúar sinnar. —nb—r. — í Almanaki þ. á. er prentvilla, þar sem stendur við sunnudaginn 25. jan. «3. s. e. þrettánda», á að vera «Níuvikna fasta», því þá feliur hún inn eptir rímreglum. —nb—r. — Oss þykir vert, til leiðbeiningar fyrir nærliggjandi sveitamenn, er þyrftu að hafa viðskipti við járn- og trésmíði hér í Beykja- vík, að nefna hina helstu:

x

Máni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Máni
https://timarit.is/publication/111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.