Máni - 31.01.1880, Qupperneq 8

Máni - 31.01.1880, Qupperneq 8
39 40 Járnsmiðir eru: Sigurður Jdnsson, Björn Hjaltesteð, Jónas Helgason, jporsteinn Tóm- asson. Trésmiðir: Jakob Sveinsson, Einar Jónsson, Helgi Helgason, Magnús Árnason, Jóhannes Jónsson, Magnús Ólafsson. Sveinn Sveinsson. — í fyrsta sinn er vér sendum út blað- ið Mána með póstum, höfum vér heyrt að hann hafi eigi borist til kaupenda með góð- um skilum, hve víða þessi óskilsemi með hann hafi verið út um landið, vitum vér eigi, en heyrt höfum vér, að nokkur exem- plör, er vér sendum herra Andrési á Hvít- árvöllum, hafi legið 5 vikur á Hesti hjá séra Janusi, og hafi hann fyrst farið með blaðið að Hvanneyri á 2. íjólum; hafði þá verið búið að rífa upp umbúðirnar og skíta út blaðið. Sé þetta satt, er það mjög óþægi- legt fyrir þá, er senda bréf og böggla með póstum fyrir ærna verð, og síðan kom- ast eigi betur til skila, en þótt sent væri með einhverjum út í bláinn, því hætt er við að fleiri verði fyrir slíku en vér. Einnig viljum vér framvegis biðja prestinn á Hesti að gjöra svo vel að þvo sér um hendurnar áður en hann rífur umbúðirnar af Mána, ef hann verður optar sendur í pósttöskunni, svo að blaðið komist þó hreint til útsölu- manna. tJtgefendur Mána. Auglýsingar. — Hjá mér fæst til kaups, eitt prentað ark Nýárskveðja til íslendinga frá Ameríku og Bretlandi. |>essar ritgjörðir eiga það skilið, að þær séu lesnar af íslendingum, þær kosta 15 aura; og verða nú sendar norð- ur, vestur og austur með póstum. Nú er eg að láta prenta nýja landafræði yfir ísland, sem verður hin greinilegasta, er út hefir komið. Eg er að prenta nýtt upplag af fyrri parti reikningsbókar eptir herra EiríkBriem, þetta er 3. upplagið. Almenningur hefir fundið til þess, hvað þessi reikningsbók er ágætlega samin, og að hún hefir þann aðal- kost við sig að vera svo ljós og greinileg, að mörgum mun fært, og það tilsagnarlítið, að læra af henni allan þann reikning, sem hún inniheldur; enda mun það ekki margra meðfæri hér á landi, að feta í fótspor herra E. Briems með að búa til reikningslegar kennslubækur. Af því svo mikið hefir gengið út af þessum fyrri parti, þá verður hann seldur nokkru minna en áður. Seinni partur þessarar reikningsbókar verður bráðum al- prentaður. Nýprentað fróðlegt rit um eldgos á ís- landi, fæst hjá mjer fyrir 1 kr. 25 a. Með «Mána» fylgir Nýárskveðja frá Ameríku og Bretlandi, sem eg bið útsölu- menn hans að selja. Reykjavík, 27. janúar 1880. Einar Pórðarson. — Hinn fyrri ársfundur búnaðarfélags suðuramtsins verður haldinn laugardaginn 7. febrúar einni stund eptir hádegi (kl. 1) í Glasgow; verður þar lagður fram reikningur hins umliðna árs, skýrt frá aðgjörðum félags- ins og rætt um aðgjörðir þess á komanda sumri. Reykjavík, 19. d. janúar 1880. II. Kr. Friðriksson. Með næstu póstferð óskast sent and- virði «Heilbrigðistíðindanna» fyrir næstliðið ár, sem er 1 króna árgangurinn, til undir- skrifaðs. Reykjavík 31. jan. 1880. Jón Borgfirðingur. Másettim óráðnum, er laglegir sjóliðar eru, getur rit- stjóri Mána vísað á gott-skiprúm hér í bænum. §exæringnr nýlegur og mjög vandaður með seglum og reiða er til sölu hér í bænum. Ritstjóri Mána vísar á seljanda. — Bandamannasögu prentaða íKhöfn 1850 óskar ritstjóri Mána að fá keypta, ef hún er óskemmd. Útgefandi: «Félag eitt í Reykjavík». Ritstjóri: ./ ó n a s ./ ó n s s o n. Prentaður í prentsmiðju Einars þórðarsonar.

x

Máni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Máni
https://timarit.is/publication/111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.