Máni - 23.07.1880, Side 2
91
92
tveir barnaskólar á Eyrarbakka, annar á
Skúmstöðum (annar elsti barnaskóli á Suð-
urlandi) en hinn á Stokkseyri (byggður fyrir
tveimur árum). Gagnfræðiskóli þessi mun
vera eins og báðir hinir eldri barnaskólar,
að mestu leyti stofnaður af hvötum hins
ötula framkvæmdamanns og þjóðvinar G.
Thorgrimsen verslunarstjóra; sem aðra hvata-
menn þessa fyrirtækis viljum vér einnig
nefna St. Bjarnarson, sýslumann, og síra Jón
Björnsson á Ásgautsstöðum, er báðir eru
framúrskarandi dugnaðarmenn. fessi skóla-
stofnun er forstöðumönnunum sannarlega til
sóma, því að hún er eigi að eins prýði sýsl-
unnar heldur og landsins; Árnesingar hafa
sjaldan látið sinn hlut liggja eptir í því, er
til framfara heyrir, það hefir verið vani þeirra
að kveða eigi hátt upp, áður en þeir hafa
gengið til starfa, heldur keppst þegjandi
við hina nágranna sína.
Að skóli þessi hefði staðið annarstaðar
í sýslunni en á Eyrarbakka, hefði ef til vill
verið heppilegra, að því leyti að hann hefði
þá orðið auðsóttari, því skólar, er almenn-
ingur á að geta notið, þurfa að standa í miðri
sýslu, en þá þarf aptur að vera þar rausnar-
bú mikið eða þétt býlt, svo lærisveinar geti
notið aðhlynningar með minnstum kostnaði,
og þegar vér skoðum Árnessýslu er þar varla
völ á öðrum hentugri stað, en á Eyrarbakka;
þar er hinn eini kaupstaður sýslunnar og
all-þéttbýlt; bændur eru þar margir efnaðir,
er hafa bæði sveitabú og verbú, og þar að
auki er Eyrarbakki eflaust hin menutaðasta
sveit sýslunnar, eptir því, er almenn mennt-
un kallast.
Reykjavík, 13. júlí 1880.
Síðan fyrir jónsmessu hafa allmiklar
lestir verið hér, og nú eru bændur sem óð-
ast, að smala vörum sínum að vigtarskálum
kaupmanna, án þess þó að vita fyrir víst
hvaða verð þeir fá fyrir vörur sínar. Hér
er allt eins og áður, kaupmenn virðast hafa
ótakmarkaðan rétt til að setja verð á inn-
lendar sem útlendar vörur sjálfir. Bændur
kvarta í hljóði yfir því að verðið sé lágt á
sumri innlendri vöru t. d. saltfiski, sem er
aðal-vara og aðal-Iífstofn verbænda, en
dýrar útlendar vörur á móti. En hví kvarta
bændur í hljóði? Hví neyta þeir eigi afls
og orku með að bjóða kaupmönnum byrginn
fyrst nú er öndvegistíð hjá þeim? Hví haga
þeir eigi verslun sinni á annan hátt, fyrst
þeir eru óánægðir með verslunina? Af inn-
lendum vörum er nú best verð á harðfiski,
sundmaga og hvítri ull. Skippund (320 pd.)
af góðum harðflski borga kaupmenn með 80
kr., lakari harðfisk með 60 kr., 1 pnd. af
sundmaga góðum með 95 aur. og 1 pnd af
hvítri ull með 80 aur. Verð á saltfiski er
nú orðið 40 kr. fyrir skippundið; fyrir 9. þ.
mán. mun enginn hafa gefið 40 kr. fyrir
hann nema Unbehagen, faktor fyrir Siem-
sens-versluninni, flestir aðrir kaupmenn munu
þá ekki hafa borgað nema 35 kr. fyrir skip-
pundið. Verð á smáfiski söltuðum og lak-
ari fullorðnum fiski er orðið 32 kr. Korn-
vara er nú afardýr, bankabygg (200 pd.) 32
—36 kr. eptir gæðum, reyndar er eigi gott
að sjá með berum augum í hverju sá mis-
munur á gæðum þes? er fólginn hjá sumum
kaupmönnum; baunir (200 pd.) eru 28 kr.;
mjöl (192 pd.) 24 kr.; kaffi (1 pd.) 90 aura.
Af verði þessu á innlendum og útlendum
vörum sér hver maður, að verslunin er nú
eigi alls kostar góð, einkum fyrir verbændur,
því þótt harðfiskur sé í allgóðu verði, þá
eru sárfáir bændur, sem eiga hann að mun.
Saltfiskur hér sj'ðra hefir víst aldrei verið
betur vandaður, en í ár og sjaldan verið
verra útlit með verð á honum en nú; allvíða
hefir borið á skemmdum í fiski, o: að hann
væri soðinn eða brunninn, og eru ýmsar til-
gátur um hverjar séu orsakir þess; þykir nú
orðið líklegast að steinolía valdi þessum
skemmdum, enda þykjast menn hér syðra
hafa vissu um það, að fiskur soðni, ef hann
er saltaður úr salti, er nokkrir dropar af
steinolíu eru látnir í, en þess munu kaup-