Fróði - 31.05.1880, Síða 3

Fróði - 31.05.1880, Síða 3
1880. F R Ó Ð I. 13. bl. ‘51 152 153 1‘íið liuggun peim í haritíi er hvarf leiðtogans við, sem bar pau blítt á armi og bauð peim staðfast lið, að mjukurn móður faðmi hami mega fahnn sjá, og fallna björk með baðmi hvort blunda öðru hjá. |>eim hjónabeð af hjarta vjer helgum pakkar-tár, og hðna braut um bjarta par blessum frægðar-ár í mörgu mikils njóta er munum íjær og nær, pó æfin yrði’ að prjóta sem öhum var svo kær. Fyrst enginn er sá dagur að eigi hafi kvöld, pó sje hann sumarfagur og sendi geisla fjöld, svo látum ljósið vonar oss lýsa störfum í, að verk Jóns Sigurðssonar æ sjeu hjá oss ný. Br. Oddsson. Kangárvallasýslu, 22. marz. Fyrri helmingur góunnar var harð- asti kallinn sem af er vetrinum. íá voru lijer yfir allt harðindi og bjarg- arleysi, en í miðgóu kom bati, sem síðan hefir haldizt. Mundi og annars ráð margra farið að óvænkast er löng gjafatíð var undan farin, hey víða gölluð, en þungt uppróðra lijá mörg- um þegar hross eru öll komin á gjöf. í*á sjezt allra bezt hvað ónauðsynleg hrossaeign heíir að þýða. Fví var spáð, þegar hrossverzlun Englendinga var að blómgast hjer, að menn myndu selja svo ógætilega aö þeir yrði ó- byrgir eptir,og mundi það valda hrossa- skorti í landinu. Flestir voru samt á Öðru máli: þeir treystu mönnum til svo mikillar hagsýni að þeir myndi hugsa um að koina upp því ineira stóði, sem meira seldist. Kessi spá hefir ræzt. En hjer lieíir farið sem optar að mönnum liafa orðið inislagðar hendur með hagsýnina. Pá komst sú venja á að lóga engu íolaidi. og henni halda allt of margir enn, þó farið sje að draga úr hrossaverzluidnni; viðkoinan vex því árlega, svo kalla má að stóðið sje vaxið mönnum yfirhöfuð og er það til ósegjanlegs niðurdreps fyrir annan fjenað. það er ekki ein- göngu í því, sein mest ber á, fóður- eyðslu þegar harðindi eru, það er einnig í beitinui, bæði vetur og sum- ar; arðineira mundi þó að setja sauði á vetrarhagana enn stóð, og víða mætti það takast, ef ekki allstaðar. f*á mundi og mega fóðra nokkrum lömb- um lleira á heyinu af engjunum ef þær bitist ekki svo mjög sem þær gera, þar sem stóð er heiina á suinr- um. JÞar er tíma og fyrirhöfn varið til varnar, sem þó nær ekki tiJgangi síijuin; og þó engið yrði varið, gerir stóðið ómetanlegan skaða í högum með því að rýra málnytu og spilla vetrarbeit. Auk þess er ómögulegt, þó vilji væri tíl, að geyma svo slíkan skríl að ekki gangi öðrnm til ineins; svo að þeir, sem skynsandegar fara að ráði sínu, og fegnir vildu hala önnur arðmeiri not al landi sínu enn fylla það óþarfahrossuin, missa gagn sitt engu að síður, þrátt fyrir þreyt- andi varnarstríð. Nú er ekki annað hægt enn liafa stóðið heimaí þeiin sveit- um sein annaðhvort eiga engan afrjett, eða ónógan og ófallinn til hrossabeit- ar, en víðast hjer í sýslu er þannig ástatt, og því tilfinnanlegra verður þetta óráð. En á hinn bóginn er auð- vitað að fje verður rýrara, jafnvel af góðum afrjettum þegar mikið stóð geng- ur þar líka. Svo að undir ölluin kring umstæðum verður óþarfastóð til nið- urdreps fyrir annan fjenað. lJað eru sjálísagt álitlegir peningar sem koma fyrir hin seldu hross, og þeir koma óneytanlega í góðar þarfir. En með þessari tilhögun gera menn sjer þá langt um of dýrkeypta. Víðast hvar inundu menn með þvf að hafa eigi fleiri hross enn þörf gerist, geta aptur í staðinn, aukið og bætt svo annan fjenað, að þeir græddi ineira og jafn- ar enn þcir græða á hrossasöluuni ; og peningar færi án efa að koma í verzl- anir ef skuldir liyrfi. Enn lirossaverzl- unin þarf ekki að hætta þó stóð fækki; þó hver bóndi seldi 1 hross á ári, 3 vetra gamalt, þyrlti hann ekki að eiga nema 3 trippi fram yfir það sem þarf til að við halda nauðsynjahrossum, og væri slíkt viðráðanlegt. Og þó þarf ekki að ætla svo mikið til, því mikið vantar á að hver bóndi selji hross árlega. Allir hinir greindari menn liijóta nú að sjá þetta, og margir mundu fúsir á að taka upp annað betra búskaparlag, ef það yrði almennt gert, annais sjá nieiiii sjer það ekki til neins. En að koma á almennum samtökum, sem engir skerist úr, þó ekki sje nema í einni sveit, það er sjaldan hægt, og víst ekki hægara í þessu enn öðru. Ketta þarf þó lögun- ar við. Og þegar ekki er hægt að laga í hendi sjer það sem í ólestri fer, þá verður löggjöfin að koma til hjálpar. Sjerstök log um hrossahald verða nú ekki gefin (þó það væri gert uin hundahald!) ; en vel mætti gefa iög um búnaðarháttasamþykktir í sveita- plázuin eins, að sínu leyti, og uin iiski- veiðasamþykktir í sjóplázuin. Með þeim mætti án alls efa koma mörgum umbótum til leiðar, bæði í þessn og ymsu öðru, sem miklu gæti varðað fyrir búnaðinn, þar til heyra markaðir, hey- ásetningar, o 11. og yíir liöfuð flest, eða jafnvel allt, það, sein eptir eðli sínu heyrir undir landbúnaðarlögin, en J er þó ekki fæit að gefa almenn Iög j um; vegna mismunanda ásigkkmulags j hinna ymsu hjeraða. Tillaga um þetta ( ætti að koina íyrir næsta þing. þórsnessþingi, 10. april. T í ð a r f a r. Allan janúar og febrúar mánuð og til 7. marz voru að heita mátti sífeldir umhleypingar frá landsuðri til vesturs; ofviðri og illviðri með köflum; norðan með frosti nokkra daga. Fannþyngzli urðu að mun í stöku stað. Síðan 8. marz og til þessa dags hefir verið hin blíð- asta og hagíeldasta vorveðrátta; tún og útbagi farin að litka. II e i 1 s u f a r hefir vcrið hið bezta þessa næstl. 3 mánuði og engir nafnkenndir hjer næríndis dáið. Tveir skiptapar kafa orðið: skip úr fiski- róðri í lendingu á Gufuskálum undir Jökli með 7 inönnum á; drukknuðu allir; bátur með 1 ungum manni á frá Arnarbæli á Fellströnd. Maður- inn var á kynnisferð í lieimleið frá foreldrum sínuin í Garðey á Hvamms- firði. Fjenaðarhöld liafa mátt heita góð, þó hefir á nokkrum bæj- ura hjer og þar borið á lungnabólgu og hefir hún sjálfsagt orsakast af vos- búð fjár, innkulsi í illviðruin, blautri húsavist og súlduðu fóðri. Engin þök stóðust hinar miklu og langvinnu rign- ingar, og spilltust því bæði hús og hey. Sumt fje bráðdrapst úr veikinni, á þyí voru lungnablaðkurnir mjög bólgnir og svartir, og vatn fyrir fram- an þind. Gæfist ráðrúm batnaði sumu af duglegri blóðtöku, helzt í miðsnes- inu, hönkum í bringuna framan, inn- gjöl af góðu þorskalýsi, 2 maískeiðar á dag, ljettu og vel orðnu heyi, og volgu ísöltu vatni að drekka. Bóndi í nágrenni við mig læknaði höfuðsótt í kind moð því að hann boraði gat á hornið, þumlung frá hausnum þeiin megin, sem kindin hallaði undir , og ljet í gatið digran hanka, sem dróg mæta vel. Uin verzlun er það að segja, að aðalnauðsynjar hafa fengist í vetur með sama verði að meiru lcyti sem almennt var næstliöið sumar; en eptir að skip koinu núna um páskana hækk- aði verð á sumu: 100 pd. rúg 11 kr., 1 pd. kaffi 1 kr., 1 pd kandis 50 a., 1 pottur brenniv. 90 a. Meðal- hrísgrjón og bankabygg 100 pd. 15 krónur. F i s k i a fl i á vetrarvertíðinni varð einn hinn minnsti undir Jökli seni jeg man eptir, 2 hndr og þaðan af minna niður í 80 fiska hlut, mest sökum ógæfta um bezta tímann. Flestir salta fiskinn til mesta skaða fyrir vel- megun landsins, þegar alls er gætt; í staðinn kemur útlend inatvara að muii lakari til manneldis og, því n ið- ur, ymsar skaðlegar eða óþarfar mun- aðarvörur og glysvarningur. Langt- ura hollara yrði að menn hefðu sann- gjörn skipti á sveitavöru og sjávar- vöru eptir gömlu lagi. Sagan segir að Olafsvíkur-verzlunin hafi í haust er var geffð að eins hálfan þriðja eyrir fyrir hvert pund f blautum þorski nema það væri málsfiskur (20 þuml),

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.