Fróði - 23.11.1882, Síða 1
F r ó ð i.
III. Ár.
89. blað. AKUEEYRI, MIÐYIKUDAGrXNN 23. NÓVEMBER 1882.
337
Áíram.
Áfram, áfram!
Nýja tímans orðtak er.
Framför, frelsi
Trúnað unga sjötin sver.
í liennar hjarta brennur
In heita frelsisglóð,
Sem örvar hugumhnuggna pjóð
Og hvetur móð.:,:
Áfram orðtak
Áa vorra einnig var.
Erægð og frelsi
Unnu fornir frumherjar.
l>eir íiýðu’ ei sína sökkva,
!>eir sýndu’ í stríði dug,
:,: J>eir hörðust djarft og hraustan hug
l>eir hófu’ á flug.:,:
Áfr am, áfram!
Framför sæmir frálsri pjóð.
Áfram, áfram!
Meðan logar lífsins glóð.
l>að menntaljós, sem logar
Og lýsir vorri tíð,
:,: Oss efii til að sigra’ um sið
Vort sannleiksstríð.:,:
i. n.
Um lieyásetningarlog.
Heyásetning manna er án efa
eitthvert mesta vandræðamál landsins; pví
meðan pað er venja að hafa v o n i n a
og vogunina fyrir „botninn undir bú-
ið“ , pá er ekki einungis öll framför í
búnaði ómöguleg , heldur er búnaðurinn
sjálfur og bjargræði manna alveg í veði
pegar út af ber. Hins vegar er petta
eitthvert mesta vandamál; pví ekki
má ganga of nærri frelsi manna, og pó
verður að takmarka pað ef duga skal;
opt er líka vandi að segja hvað gera
skal; og sama regla á ekki allstaðar
við. Margar tillögur hafa komið fram
um petta, en sitt pótt að hverri, eins
og við er að búast. En allar tilraunir
í pá átt eru pakkar verðar; og ekki
má hætta við svo búið. Að visu er
reynslan nú að kenna mönnum; en hún
verður víst of dýr keypt áður enn skað-
inn gerir alla hyggna í pessu efni.
Hjer skal nú koma fram með þá
tillögu: að, í staðinn fyrir heyásetning-
arlÖg verði svo fyrirskipað: a ð h v e r
338
hreppur búi sjer tilsjálfur
sampykkt um hey og fóður, og
að hreppstjóri fái sýslu-
manns vald til að framfylgja
h e n n i. Reglur parf að setja um til-
búning sampykktanna, t. a. m. a ð
hreppsneind annist um fundahöld og
nefndakosningar sem með parf til að
unair búa sampykktina ; a ð allir hrepps-
bændur, sem vilja, eigi rjett á að taka
pátt í tilbúningi hennar; að hún öðlist
gildi, fyrir hreppinn, pá er hún er við-
tekin á almennum fundi hreppsbænda,
með ekki minna enn f atkvæða; en a ð
peir af peim, sem ekki sækja pann fund
sjeu skyldir að hlíta ályktun hans; svo
og að sýslumanni sje sent s a m r i t af
sampykktinni, undir eins og hún er við-
tekin. Tímatakmark parf að ákveða,
pá er sampykktin skuli búin; sýslumanni
pó heimilt að lengja tímann ef nauðsyn
ber til. J>að parf naumast að taka
fram að hreppsbúum hlýtur að vera í
sjálfs valdi að breyta sampykktinni pá
er peir álíta pað nauðsynlegt; en að pá
verður að hafa sömu aðferð og höfð
var að búa sampykktina til, og að hin
eldri sampykkt er í gildi pangað til hin
nýja er viðtekin.
Að pví má vísu ganga að sampykkt-
ir verði mismunandi. fað parf að fara
eptir pví sem bezt pykir haga á hverj-
um stað. Setjum, að í einum hrepp
verði hreppstjóra falið að nefna ásetn-
ingsmenn; í öðrum geri bændur pað
sjálfir á fundi, í hinum priðja kjósi
hver bóndi menn til að setja á hjá sjer,
pá er hreppstjóri tekur gilda; í hinum
fjórða verði ekki sett á hjá mönnum
en bundið við borð að enginn megi fá
heyhjálp fyrir til tekinn tíma, pangað
til verði hver að vera sjálíbjarga; og
pað getur verið svo margt annað, sem
sitt á við hverjar kringumstæður. Til-
g a n g u r allra pessara sampykkta
verður pó vera hinn sami, sá níl. að
hver skepna verði svomeð-
höndluð að hún geri semmest
gagn, og að sem flestir eigi pó
heyfyrning ar.
Hugsanlegt er, að einstöku manni
pyki sampykkt ganga of nærri sjer; og
má vera að vissara pyki að gefa hon-
um kost á að snúa sjer til sýslumanns,
innan ákveðins tíma eptir að sampykkt-
in var við tekin, og beiðast lausnar und-
an henni; og að sýslumaður megi pá
339
veita honum lausn, ef hann álíturgildar
ástæður til pess. En pá verður sýslu-
maður jafnframt að setja pau skilyrði
sem gefi fulla tryggingu fyrir pví, að
sveitarfjelagið hafi engan baga af pessu;
verður að lögákveða á b y r g ð hans í
pví efni.
Hugsi menn pessa tillögu vandlega.
Br. J.
BRJEF FRÁ SCNNLENZKUM PRESTI
2. okt. 1882.
Herra ritstjóri!
Vjer óskum blaði yðar allra heilla
og hamingju, og oss geðjast vel að
því. En vjer hefðuin ætlazt til þess
ekki sfzt af y ð a r blaði, að það hreyfði
meir, en það gerir, við kirkjumáluin
og kristindómi; því að þar eru og
verða höfuðvelferðarmál vor. Hvern-
ig geta blöðin sneitt sig hjá þeim efn-
um? Stjórn ríkiskirkjunnar yíir söfn-
uðum landsins og árangurinn af þeirri
stjórn eru málefni, sem vert er að í-
huga og skýra fyrir mönnum, og á-
lítura vjer það taka jafnt til allra,
blaðamanna ekki síður enn annara.
Vjer óttuinst, að framtíðin muni sýna
að oss verði ekki auðið framfara, á
meöan þau málefni liggja í dauðadái,
og að eptirkomendurnir muni undrast,
hvernig vjer skulum hugsa til þjóð-
menningar, en láta þau málefni af-
skiptalaus. Rau atriði, sem vjer vilj-
um helzt hreyfa láta eru þessi:
1. afnám biskupsembættisins, sera er
orðin aumur skuggi sjálfs sín; og þá
sjálfsagt einnig afnám alls annars
kirkjuvalds.
2. afnám prófaststignarinnar, sem f
flestum greinum er hjegóminn einber
eða þá sannri framför til fyrirstöðu.
3. lullkominn kosningarrjettur safn-
aöa á prestum, og fullkominn rjettur
þeirra til að segja prestum upp þjón-
ustu.
4. umráð safnaða yfir öllum málefn-
ura sfnum, kirkjum og kirknafje.
5. afnám hins lögboðna barnalær-
dóms (o: kverin 3) er sýnir sig að
vera óhentugur (ef ekki óhæfilcgur)
bæði að efni og íormi.
Þetta eru þau atriði, er skipta
mestu máli, og felum vjer blaði yðar
að skýra þau sem bezt fyrir almenn-
ingi, ef þjer eruð oss samdóma um
þýðing þeirra.