Fróði - 09.07.1883, Blaðsíða 2
lio. bl;
í R Ó Ð 1.
1883.
t iii ■■fwiii —■ ■ ■ ■■ i ......... ' ' ■■■■
232 I 233 ! 234
vatni, eru ljettir að setja pá og bili þeir,
er fljótlegt að bæta pá aptur, en petta
allt eru miklir kostir. í förinni eiga
enn fremur að vera allmargir húðkeipar
eða langir og örmjóir skinnbátar, er einn
karlmaður rær hverjum. Eiga peir eink-
um að vera til pess að afla vista handa
liðinu, pvi margt verður ráðið til ferðar-
innar af grænlenzku fólki, en erfitt er
að flytja mikið nesti.
G. Holm hefir áður kynnt sjer land-
ið við suðurodda Grænlands, svo sem
hann hefir átt kost á. 1881 ferðaðist
hann um pessar slóðir, og upphaflega ætl-
aði hann að byrja pessa rannsóknarferð í
fyrra sumar, en hindraðist frá pví fyrir
sjúkdóm. |>á pegar var ferðin að mestu
undir búin, bátar smíðaðir og áhöld og
nesti flutt í vísan stað sunnarlega á aust-
urströndinni.
Eigi er búizt við að komast sjerlega
langt norður eptir í sumar eða hafa
vetursetu norðarlega næsta vetur, en
sumarið 1884 og veturinn 1884—85 ætla
pessir norðurfarar að gera sitt ítrasta til
að komast sem lengst, fyrst á bátum sín-
um og svo að vetrarlaginu á hundasleð-
um. Sumarið 1885 ætla peir svo að
hverfa aptur og komast áður enn vetrar
til mannabyggða.
(Aðsent).
JuHarikld.
Nokkur orð om útbreiðslu jurt-
a n n a.
Jörðinni er vanalega skipt í þessi
gréðurbelti:
1. H i t a b e ! t i ð, frá miðjarðarlínu
og út að hvarfbaugum.
2. T e m p r u ð u h e 11 i n, sem ná
að 58° norður og suður.
3. Heimskautabeltin, ná frá
58° svo langt noiður og suður, er nokk-
ur gróður lifir.
Jurtagróðurinn fer ekki eineöngu
eptir því, hvað hiti og kuldi er mikill,
heldur er það svo miklu fleira. er liefir
áhrif á hanri. Vindar, hafstraumar,
jöklar og dýr hafa flutt og flytja jurt-
irnar frá einum stað í annan. og sum-
arhitinn getur verið svo mismunandi.
Þannig vex korn langt noiður í Norvegi.
eins og suður í Evrópu. Kemur það
af því, ,að sumarhitinn er þar eigi all-
lílill og næturnar bjartar svo Ijósið hefir
stöðugt áhrif á jurtirnar.
Vindarnir styðja mjög að út-
breiðslu jurtagróðursins, þvf að þeir
bera fræin með sjer langar Ieiðir, sum
fræ berast jafnvel með hægustu vindum.
Sjeu vindarnir sterkir, geta þeir boriö
fræin yíir víðáttumikil höf, svo sem
frá Ainerlku til Evrópu. í*annig er
jarðvegurinn á Spáni eptir umliðna
vestanstoima þakinn ymsum frætegund-
um, er þeir hafa flutt þangað frá
Amerfku.
Stundum kemur það líka fyrir, að
vindar bera mcð sjer heilar jurtir, falla
þær svo niður í fjarska eins og drífa.
Hafstraumarnir og öldurn-
ar vinna Ifka stöðugt að því, að llytja
jurtir írá einni strönd til annarar.
fannig eru jurtir hjer á landi líkastar
jurturn í Síberíu ; er þvf líklegt, að
jurtafræin hafi borizt þaðan og hingað
með norðuríshafsstraumnum. Kokos-
hnetur hafa flutzt með hafstraumi frá
eyjum í Kýnahafinu til Indlands, svo
strendurnar eru sumstaðar þaktar skóg-
um af kokospálmum. Hafstraumur sá
er liggur með fram austurströnd Suð-
ur-Ameríku, hefir borið með sjer nokkr-
ar jurtategundir til Afríku frá Brasilíu
og Guyana. Sömuleiðis hefir annar
úthafsstraumur, flutt með sjer jurtir og
ávexti frá ströndum Austur— Indlands
til Brasilíu. Sama má segja um Golf-
strauminn að hann flytur margar suð-
rænar juríir norður til landa.
ís eða jöklar hafa á fyrri öld-
um hnattarins. eða þá er ísiildin gekk
yfir NorðurJönd, átt mikinn þátt f að
flytja jurtir að norðan og suður eptir,
þannig hafa jurtategundir borizt með
jöklum frá Noregi og suður á Þýzka-
land. Ilölðu þær eigi verið þar til
áður, heldur að eins á fjöllunum í
Svíþjóð og Norvegi.
Mörg dýr, einkum fuglar stvðja
líka að útbreiðslu jurtanna. Fuglarn-
ir flytja fræ sumra jurta f maga sínum
langar leiðir. Þannig er sagt, að
fuglategund nokkur hafi flutt kaffið til
eyjarinnar Java.
A þeirri öld, er jarðfræðingar
nefna Pliocene, voru yms lönd samlöst.
er nú eru að skilin af hafi, t. d. Shet-
landseyar, lsland, Grænland og Ame-
ifka. Þar af leiddi að f þessum lönd-
um var jurtgróðurinn Jfkur Sem sönn-
un þess má telja, að því norðar sem
dregur. á lslandi og Grænlandi eru fleiri
ameriskar jurtir enn til dæmis suður á
Færeyjum.
Maðurinn sjálfur flytur með sjer
jurtii úr einu landi f annað, úr einni
heimsálfu í aðra og gróðursetnr þær
þar, þótt þar hafi aldrei verið heim-
kynni þeirra áður, þetta stvður einna
mest að útbreiðslu jnrfagróðursins og
veldur miklum breytingum á honum.
FIe«tar næringar plöntur í Evrópu erri
þangað fluttar af mönnnm. frá Asfu og
gróðursettar þar. Ilveitið er t. d
upprunalega frá Persfu. OKutrjeð, vín-
trjeð og valhnotutrjeð hafa einnig ver-
ið fluttar frá Asíu fil Evrópu.
Þetta, er nú hofir verið sagt. sýn-
ir. að cigi er rjett að skipta gróðrar-
beltum jarðarinnar eingöngu eptir
kulda og hita, þvf að náttúruhlutföllin
eru ymisleg, og í mörgum löndum er
alvcg sjerstakur jurtagróður, sem þó
liggja á söinu breiddarstigum og hin.
En þessi flutningur jurtanna úr
einu landi f annað, miðar til þess, að
jnrtalífið verður fegurra og fjölbreytt-
ara. Hvergi er þaðeins skrautlítið og fá-
breytt eins og á eyjum er hafa mjög
snemma risið úr sæ og lengi verið ó-
byggðar. Vanalega eru þar fáar tegundir
jurta, en íjöldin allur af einstaklingum; en
í bvggðum löndum og einkum tempruðu
beltunum eru tegundirnar fleiri en apt-
ur færra af einstaklingunOm
Flestarþessar eyðieyjar hafa einkenni-
legt jurtalíf. Á St. Heiene var t. d.
alveg sjerstakur jurtagróður er Eng-
lendingar komu þangað lvrst. En þeir
fluttu þangað með sjer útlendar juitir
og að fám árum liðnum voru uppruna
jurtirnar því nær horfriar íyrir hinum.
Þetta sýnir að gróðrarafl juitanna er
miklu meira á megin löndum því virð-
ist vera eins varið með þjóðirnar.
Þær þjóðir er bóa á afskekktum eyjuin
eru miklu daufari í framkvæinduin; enn
hinar sem húa á meginlöndum; því að
samkeppni er þar svo rniklu minni og
alít er svo strjált og cinstrengingslegt.
Það voru að eins fáar jurtategundir,
er þöktu Pampas-sljetturnar í Suð-
ur-Ameríku, er Evrópumenn komu
þangað fyrst. En meðal annars flutt-
ust með þeim þistlar þangað, og þeir
hafa aukizt svo og margfaldast þar,
að þeir ná yfir mörg hundruð mílna
svæði nú, en upprunalegu jurtategund-
irnar cru að öllu horfnar.
Af þvf að jeg hygg, að sumum
lesendum Fróða kunni að þykja það
fróðlegt, ætla jeg að setja hjer skipt-
ingu jurtaríkisins eptir Grieseboch þýzk-
an náttúrulræðing. Hann skiptir þvf
í 24 svið, er öll hafa meira eða minna
einkennilegan jurtagróður.
1. Arctiska sviðið. Það eru
norðurheimsskautslöndin : Baffinslöndin
nyrsti hluti Síberíu, ísland. Grænland.
Þetta svið er kallað s k ó g 1 a u s a
bel t i ð, því að þar vaxa að eins
smáar jurtir, en engir skógar, sem
teljandi sjeu.
2. Skógasvið Evrópu og
Sfberfu. Það nær yfir mestalla
Evrópu nema syðsta hluta Rússlands
og suðurnesin á Evrópu og allt suður
að A 1 t a i - fjöllum, sem eru norður-
brún Asíu hálendis.
3. Miðjarðarhafssviðið.
Það nær yfir löndin í krínguin Miðjarð-
arhafið, svo sem soðurnesin á Evrópu,
nyrzta hluta Afríkn, Litlu-Asíu o. s. frv.
4. Eyðimarkasviðið. Það
nær vfir Ilá-Asfu, suðurhluta Rússlands,
mestan hluta Tyrkjalanda í Asíu og
Iran. Evðimerkui þessar eru vanalega
kallaðar Stepper; eru þær gróður-
litlar og einatt með sandbornutn jarð-
vegi.
5. Kína-sviðið. IJað nær
yfir Kína sjálítnorður að Altai-fjöllum
og Japan.
6. Indlandssviðið. Það nær
yfir Austur og Vestur-Indland , Ind-
landseyjar, nýju Guineu ogaustur fyrir
Fjelagseyjar (Selskabsöerne). Vind-
ur sá, er á útlendu máli heitir
Monsoon (þ. e. missirisvindur),
er leikur um Indlandshaf, og ymist er
suðvestan eða suðaustan-vindur, kemur
írá Indlandi til eyjanna og flytur með
sjer fræ þangað ; þar af leiðir að jurta-
gróðurinn er hinn saini á eyjunutn.