Fróði - 13.08.1883, Qupperneq 3

Fróði - 13.08.1883, Qupperneq 3
1883. í B Ó Ð 1. ÍÍ2. bí. 259 varp til laga um bygging, ábáð og úttekt jarða. 9 íii ág*ang af skepiiiiiu. Grein með þessari yfirskrift, í 6.—8. tlbl. ísafoldar næstl. ár skýrir frá þeirri niðurstöðu, sem neðri deild alþingis komst að um þetta atriði landbúnaðarlaganna, og sýnir, af hvaða ástæðum deildin tók á- gangsbætur framyfir itölu og landamerkja- garða. þessar ástæður þurfa nú sjálfsagt nákvæmari rannsóknar við, og þvi gerði blaðið vel, að birta þær almenningi. Hjer skal að eins gefa litlar bendingar. |>ar sem deildin hefir fallist á, að manni skuli leyfilegt að setja inn skepnur nágranna síns, til að knýja hann til bóta, þá virðist þar vanta ákvörðun um meðferð á skepnunum; því þó til sjeu lög um hegningu fyrir illa meðferð á skepnum, þá veitir víst ekki af að taka það atriði samt fram í þessu sambandi og það skýrt og skorinort, ef ákvörðunin um innsetningu skepnanna annars er nauðsynleg. Liklegt er að sjaldan þurfi á henni að halda ef mönnum er gert að skyldu, þegar þá skilur á um beitingar, að leggja það mál í gerð óvilhallra manna er þeir sjálfir kjósa. þetta hefir deildin enda meðfram fallist á, svo segir greinin: »þegar um granna er að ræða, þar sem samgöngum ekki verður varnað, þá þarf að eins að gjalda bætur fyrir áganginn eptir mati óvilhallra manna«. En óvilhöllum mönnum ætti lögin afc ætla rýmra verksvið en þetta. f>að virð- ist jafnvel óþarfi að útilokaúr lögum ítölu og laDdamerkjagarða, þó ágangsbætur verði ef til vill gerðar að aðalreglu, sje að einsó- vilhöllum mönnum ætlað að gera um, hverja meðferðina hafa skuli í hvert skipti, þá er hlutaðeigendur verða ekki sjálfir ásáttir. Með því er þá og komið í veg fyrir, að garðlagsákvörðunin verði höfð fyrir skálka- skjól. það mundi reynast ekki lítið gagn sem ynnist með því að gera mönnum að skyldu að leggja sem flestar misklíðir í gerðir. Á því virðist lítið vandhæfi, en gæti opt komið í veg fyrir bæði bún- aðarlegt og siðferðislegt skaðræði, sem viðkomendur annars eru í hættu fyrir; ekki sízt þá er máli skiptir um ágang af skepnum. Menn geta nú að vísu lagt mál í gerð, án þess það sje lögboðið, ef þeir verða á það sáttir. En sjaldnast er það, að menn „lægja svo lundina11 sjálf- krafa, og því þarf lagaboðs við til þess. þeir bókstafsmenn kunna að vera til, sem álíta óeðlilegt að lögbjóða gerð, þar sem hún hefir samingseðli; þó er hún eins- konar meðal vegur milli dóms og sættar. En hvað sem því líður, þá hlýtur löggjöf- in að ákveða eítthvert meginúrræði, til að varna ójöfnuði og illskiptum ; og því skyldi hún þá ekki mega taka það úrræðið, sem jafnan mun reynast liðlegast og affarasæl- ast, og sem hefir þann kost að þó það sje lögboðið verður það samt frjálst; og þann annan, sem mestu varðar, að með 260 því getur hún tryggt rjettindi hinna ein- stöku, án þess að láta sig inn í hið ein- staklega ; það er henni hvorki ráðlegt nje mögulagt. það er merkileg undantekning, sem þingdeildin hefir gert um afrjettarfjenað ; svo segir greinin: «þess utan gilda reglur þessar eigi um afrjettarpening; því þegar hinir einstöku fjáreigendur eru skyld- aðir til að reka pening sinn til afrjetta, þá getur ekki verið umtalsmál, jafnframt að láta þá sjá um og hafa ábyrgð á því, hvar hann gengur að sumrinu. Sýslunefnd- um, sem hafa umráð afrjettarmála, var falið á bendur að gera þær ákvarðanir er bezt þætti við eiga á hverjum stað, til að varna tilfinnanlegum ágangi af slíkum peningio. þetta atriði hefir deildin ekki skoðað nógu rækilega. Vissa þarf að vera fyrir, að afrjettarlandið sje nægilegt ef fært á að vera að skylda menn til að reka þangað; að öðrum kosti er það sama sem að skylda menn til að reka í lönd þeirra er fyrir áganginum liggja; en það er engu löggjafarvaldi ætlandi. Enda mun það at- riði fremur vera innan hjeraðsmál enn almennt landsmál. Sje ekki óhætt að fela sýslunefndinni að setja reglur um rekstr- ar skylduna, eptir því sem bezt á við á hverjum stað, þá má nærri geta, hvort hún er fær um að „varna tilfinnanlegum ágangi“ af afrjettar fjenaðinum, t. a. m. þar. sem stórt byggðarlag er saman um lítilfjörlegt afrjettarland, en lítíð byggðar- lag liggur fyrir áganginum. þar verður hann þó tilfinnanlegur, eða jafnvel óviðráð- anlegur. Fyrir getur það komið, að um- ráð sýslunefndar sjeu ekki tryggjandi að öðru leyti. Hún getur verið skipuð þeim mönnum sem álíta hagsmuni hinna mörgu meira verða en rjett hinna fáu, ellegar þá af viðkomsndum, sem hafa sjálfir hag af áganginum, eða hvorumtveggja. Hún get- ur átt máli að skipta við utansýslumenn, sem eiga afrjettarílak I sýslunni nálægt byggbalöndum, er hún hefir ekki allskost- ar vald til að gera ákvarðanir um, nema skýlaus lög sjeu um það. Amtsráð getur ónýtt ákvarðanir hennar um ágangsbætur, og fyrir mörgu slíku má ráð gera. Gerð óvilhallra manna er einna líklegust til að bæta misklíðir afrjettarmála. Ber að skoða afrjettarnotendur sem annan málspart, en ágangsþolendur sem hinn málspartinn, hvort sem hvorir fyrir sig eru færri eða fleiri. Skylda þarf hvoratveggja með lög- um til að taka sjer gerðarmenn, til að útkljá þess konar misklíðir, ef sýslunefnd tekst það ekki svo að hvorumtveggja líki. Sitji svo við gerð þeírra þar til tímar breytast svo að hún á ekki lengur við, þá ætti að mega heimta nýja gerð. —Lagaá- kvarðanir um gerðir óvilhallramanna, er hlutaðeigendur kjósa sjálfir, gæti náð yfir mörg ágreiningsefui, og orðið meðal þörf- ustu lagaboða, ef vel væri á haldið. Br. J. 261 Cr brjeíi úr Eyjafiröi, 31. júlí. Vorið var hjer mjög kalt og gróðurlaust fram um íardaga, en þá skipti um til hinnar blíðu og hag- stæðu sumarveðráttu er síðan að heita má hefir haldizt. Jörðin varð algræn á fáutn dögum, og grasið þaut upp. Skepnuhöld urðu víðast góð, og betri enn von var til, því hey margra þrutu eptir sumarmál. Málnyía er með meira móti eptir skepnufjöldanuro. — Sláttur var byrjaður snemtna, og sum- ir heyjuðu töluvert áður tún voru slegin, en nú eru flestir búnir að hirða þau, því þurkur gafst jafnóðum og slegið var, túnin voru allstaðar ágæt- lega sprottin, og sutriir fengu hálfu tneiri töðu enn í íyrra eða hitteð fyrra, og auk þess var hún alveg óhrakin. Engjar eru Ifka á flestum stöðum vel sprottnar. Allir gleðjast af hinum góðu umskiptum er orðið hafa, og öll- um vex hugur og dugur þegar vel læt- ur. Menn Itafa nú góöa von um að vel rætist úr hinu bága útliti er var í v'or. Að vísu hefir bústofn bænda mjög rýrnað á umliðnum harðinda árum, og skuldir sumra aukizt, þó er það ekki almennt að þær hafi aukizt. Þaðereinkutn sauðfje, sem er hjer svo óvanalega Íáít, en kýr og hestar liafa ekki íækkað eins mikið, og víst verður nú engri kú fargað er lifað getur, þar sem töður roiklar eru komnar í tópt. Fiskiafli hefir verið nokkur á firðinum anna.-s lagið, og nokkrir fara til róðra í Hrísey eða f aðra síaði út með firði. Saltfiskur og lýsi eru í háu verði, sem er gott fyrir útvegsbændur. Sum há- karlaskipin hafa allað ágætlega, tvö hafa t. d. íengið 540 tunnur lifrar hvortí og öll eru þau enn við veiðar. En ullin okkar er í ósköp lágu verði! ekki nema 70 aura pd., og vjer verð- um þó að selja svo mikið af ull; en vjer verðum að hætta að kaupa ljerept, klæði og klúta og vinna það allt sjálf- ir úr ull. Margir Þjóðverjar eru komn- ir á þá trú, að hollara sje fyrir heil- brigði ntanna, aD hafa allan klæðnað úr ull, leggja þeir nú niður allt silki, flauel og lín og klæða sig ullardúkutn og vaðmálum frá hvirfli til ilja, fóðrið undir fötin verður einnig að vera úr ull, hattarnir úr ull og enda úrfestarn- ar úr ull (svo langt fara þeir), og nafnfrægur læknir ferðast nú þar um land og flytur fólki þessa kenningu. Mundi oss þá ekki sæma, að hafa ullina sem allra mest til fata, einkutn þegar vjer getunt ekki selt hana netna fyrir 70 aura. Enga höfum vjer hesta- markaði haft ísumar og er það skaði, því margir vildu selja hesta er þeir geta án veriö, og erum vjer að þessu leyti ver farnir enn Skagfirðingar, sem haía getað selt fjölda af he»tum til útlanda. 1 þetta skipti hefði oss kom- ið betur að Skotar helði keypt að okkur he»ta enti sauði. A þessu góða sutnri hugsar hver skynsamur bóndi eðlilega ekki um aunað enn afla sem mestra hcyja, og búa sig setn bezt

x

Fróði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.