Fróði - 21.02.1884, Qupperneq 3

Fróði - 21.02.1884, Qupperneq 3
1884. F B Ó Ð 1. 124. bl. 43 44 45 stjórn, svo landslögin reki sig ekki í þessu tilliti eitt á annars horn. Smákanp með gjaldfresti, og stórkaup án gjaldfrestS' (Niöurlag.) Jeg játa það, að jeg er lítt verzlunar- fróður maður, og að jeg hefi ekki talið nákæmlega útgjöld þau, sem á verzlan hvíla þegar ymislega til hagar, þó ætla jeg, að jeg haíi fært sönn rök að því, að smá miðlan vara móti láni hljóti að verða miklu dýrari hjer enn vara, sem hjer er tekin og borguð undir eins, sem hún er send hingað til lands, og að til sjebeinni, greiðari og kostnaðarminni aðferð til að fá yrasa útlenda vöru enn sú, að fá hana eptir alfaravegi hinna fornu verzlana, hvort heldur eru útlendu verzlanirnar eða Gránufjelagsverzlanin, sem kölluð er inn- lend. * * ¥ Fyrir nokkrum árum fjekk Eggert Gunnarsson lítið eitt af vöru frá Englandi, sem hann seldí í stórkaupum, var það einkum kaffi, sikur og steinolía og var þetta ailt með lágu verði. Mun það hafa verið í ráði milli Eggerts og Eyfirðinga að hann færði hingað vöru framvegis mót frestlausri borgun. J>á var það á Gránufjelagsfundi, ab Tryggvi Gunnarsson taldi það óráðlegt fyrir menn hjer, að gera samninga við aðra enn sig um vöru útvegar, þar menn áður hefði fengið sig og kostað sig til þess. Gat hann þess, að hann mundi fús til, og sæi sjer fært, að útvega vöru til stórkaupa hjer, með því að hún yrði borguð jafnskjótt. Eptir að Eggert hefði látið verzla hjer móti peningum nokkurn hluta árs, hætti hann svo, en Tryggvi ljet þá selja all mikið af ymsri vöru í stórkaupum. í fyrrasumar tóku og hinir eyfirzku verzlanstjórarnir hið sama upp, og seldu allir með líku verði. Var þá selt og keypt mikið af útlendri vöru, við talsvert lægra verði enn ella. Ljezt mönnum vel að þessu, og nutu margir á eðlilegan hátt máttar síns er þannig gátu keypt. En ekki varð lang- gæð þessi bragbót á hinni eyOrzku verzl- an; næstliðið sumar, ætla jeg Tryggvi tæki dauft undir stórkaupa kvaðir, og framboð á stórkaupum, af hans hálfu var valla að telja, en hinir verzlanstjórarnir hjer, höfðu við engan að keppa, og gáfu því engum, það jeg veit, kost þessara vilkjara ; enda var nú upphafsmaður þess- arar gagnsemdar, Eggert Gunnarsson, svo sem kunnugt er, hjeðan allur í burtu. 1 sumarkauptíðinni voru hjer þó ekki allar bjargir bannaðar, því nokkrir náðu til a& sæta kaupum við Fog lausakaup- mann, sem seldi við lægra verði útlenda vöru, en borgaði hina innlendu ekki mið- ur enn hinar föstu verzlanir Margir munu hafa vonað og viljað, að þessi umbót á verzlanlagi hjer, yrði ekki sem bóla, er hjaðnaði óðara, heldur sem vísir, er þroskaðist. En hvernig fáum vjer því nú komið til leiðar fyrir framtíðina? Ekki tel jeg víst, að Tryggvi bjóði hjer stórkaup næsta sumar, þar svo hefir dregið af framkvæmdum hans í þessu efni, enda er það eðlilegra, að menn beri sig sjálfir eptir gagni sínu, enn að einn maður þurfi ótilkvaddur að bjoða þeim það, sem er þeirra eigið gagn. Jeg legg það því til, að menn í sveitum þeim er sækja verzlan að Akureyri fyrst og fremst taki sig saman og tali sig sam- an um að nota slórkaup af fremsta megni næstkomanda sumar, geri áætlun um, hvað þeir vilja og hvað þeir vona að geta keypt þannig, helzt móti peningum eða ávísnnum, og að einstakir menn skriQ svo Tr. þessar áætlanir og biðji hann að útvega og senda hingað vöru til stórkaupa í vor, sumar og haust, Að vísu stendur nú opið fyrir að leiti fleiri manna í þessu efni svo sem Fogs, eins og Hörgdælir eru sagðir að hafa þegar gert, en bæði er það, að það er einna ííthlýðilegast að óska þess af Tryggva, þar sem hann bæði heflr eitt sinn sagt sig fúsan til að hafa þessa útvegi á hendi, og svo hins, að hann er áður erindisreki manna hjer til slíkra hluta, en þess þó ekki sízt, að hann er vel settur, að hann hefir láns- traust gott og er kunnur að dáð og dug, að hann á ráð á geymsluhúsum, sem nægja til sölunnar er hingað kemur, að hann hefði öðrum betri ráð til að taka inní Gránufjelagsverzlanina lítilsháttar leif- ar, sem kynni að verða af stórkaupa- vörunni. þessa þyrftu menn að óska, og fá að vita um það fyrir fram. En jeg vil líka stynga upp á aukning stórkaupa- vörunnar eða að fluttar og seldar verði þannig fleiri vörutegundir en verið hafa. Bezt væri að fá þannig flesta eða alla matvöru, rúg, baunir, bankabygg, hafur- grjón, eða hafurgrjónamjöl, hrísgrjón, hveiti, rúgmjöl, einnig kaffi, sikur, tóbak, blautasápu, húðir, færi, línuása og líklega enn fleiri nauðsynja vöru, sem auðvelt væri að hlaða saman í geymsluhúsi og afhenda í stykkjnm. Heizt mundi nauð- svn að skipta kaffisekkjum við útsöluna, því ofætlun er hverjum einum að kaupa heilan sekk, en menn stirðir að slá sjer saman um kaupin, og eiga stundum ó- þægilegt með það. Svo sýnist að það væri haganlegt að fá timbur í stórkaupum, en að eins mun það nú færi sjómann- anna eða sjávarbænda næsta sumar. Jeg legg til, að stórkaup standi hálfan mánuð á vori, helzt ekki löngu síðar enn vegir eru almennt færir tíl verzlunar, þó verður það eðlilega að fara eptit atvikum, hálfan ^mánuð í sumarkauptíð og hálfan mánuð í haustkauptíð. ílaganlegasti staður hjer til kaupanna mun Oddeyri þegar á allt ar litið, þá legg jeg það til, að stór- kaup fari einnig fram í Ilrfsey í sum- arkauptíðinni, þvf það er langtum haganlegra fyrir ytri sveitir með Eyja- firði, og sjávarbændur út með firði, eiga manna hægast þar um slóðir með að kaupa mikið í einu; mundu margir þeirra geta byrgt sig í suinarkauptíð til ársins af stórkaupavöru, og yrðí því haustmarkaður hennar þar ytra síður nauðsynlegur. um flokkum opt margar mílur og hinir sterkustu í broddi fylkingar; kjálkar þeirra eru óvanalega stórir, en skrokkur- inn litill að tiltölu. Eptir margar hættur og torfærur komst Pinto loks að Zambese 24. ágúst. Zamese er ein af hinum stærstu ám í Afríku, og fellur nær um hana þvera út í Mocambiquesundið. Livingstone rannsakaði þessa á á hinni fyrstu ferð sinni. í Zambese falla ótal smáár, flestar þó vestan til, austur úr fjöllum þeim og hæðum er takmarka miðhluta álfunnar að vestan; fyrir norðan hana gengur um landið hæða hi’yggur sá, er fyrr var getið, og norður af honum falla ár norður til Congo. Ein hin helzta á, er fellur í Zambese að vestan heitir Cuando, hún sprettur upp hjer um bil 4000 fet yfir sjávarflöt, í fjöllunum fyrir austan Benguela, í hana falla aptur ó- tal kvíslar. |>essa á og kvíslir þær, sem í hana falla, rannsakaði Pinto nákvæm- lega. Ár þessar eru fiestar lygnar og skipgengar. J>ar sem Cuando fellur í Zambese er hæðin 3084 fet yfir sjávar- flöt. Ejöllin fyrir austan Benguela eru flest mjög gömul og úr granít, en þegar austur af þeim kemur niður í miðhluta álfunnar, eru í jarðvegi öllum gamlar leirflögur og gljáflögur, en regn og lopt hafa svo verkað á þær, að jarðvegurinn er allur linur, og árnar hafa getað grafið sig niður; af því þar eru engar harðari bergtegundir í landinu, þá eru árnar all- ar lygnar, og hallar lítið, sem fyrr var sagt, því þar sem harðar bergtegundir eru í jarðveginum, geta árnar eigi haft jafnan farveg allstaðar, og fossar og öf- ugstreymi myndast þar, sem klettar eru, sem vatnið hefir eigi getað skolað á braut. Landið er upp frá Zambese allstaðar með jöfnum halla upp að vesturfjöllunum. Um þessar slóðir eru miklir skógar og alls konar veiðidýr. Um kvöld 6. ágúst kom eldur upp í búðum Pinto’s, og um leið rjeðust svert- ingjar á þá hvaðanæfa. J>eir Pinto gátu þó bjargað miklu af farangri sínum, og rekið óvinina á flótta, en næsta morgun hljóp fjöldi af fylgdarmönnum hans frá honum, af því þeir höfðu orðið skelkað- ir, og bjuggust við fleiri árásum villi- mannanna. Pinto hafði ætlað að skoða löndin íyrir norðan Zambese, en núvarð hann að hætta við það sökum mann- fæðar. Ofan til í Zambesedalnum er á- gætt land, skógar miklir og stór beiti- lönd, þar gæti verið hin mesta kvikfjár- rækt, en íbúar sinna því lítt, en lifa allt af í sífelldum óróa og ófriði sín á njilli. (Framhald).

x

Fróði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.