Fróði - 17.04.1884, Blaðsíða 4
F R Ó Ð 1.
1884.
129. bl.
106
Lopt pyngdarmælir (enskir pumlungar):
Hæstur hinn 25. 30,32.
Lægstur hinn 3. 28,22.
Meðaltal ailan mánuðinn 29,33.
Áttir: AN 10 d., A. 1 d., SA. 7,
S. 6, S. Y. 5.
Yindur: Hvassir dagar 6. Hæglætis-
dagar 9. Logndagar 14.
Úrkoma: Eigning meiri eða minni 2 d.
Snjór 11 d. Úrkomulausir d. 16.
Lopt: Heiðríkisdagar 2. J>ykkviðri
meira eða minna 27 d.
Marzmánuður:
flitamælir (Celsius): Me&tur hiti hinn
28. -j- 9,00 stig.
Minnstur hiti hinn 20. 8,00 stig.
Meðaltal allan mánuðinn + 1,93 stig.
Loptpyngdarmælir (enskir pumlungar):
Hæstur hinn 31. 30,30
Lægstur hinn 6. 28,75.
Meðaltal allan mánuðinn 29,52.
Áttir: AN. 6 d., A, 1 d., SA. 11 d.,
S. 10 d., SV. 3 d.
Yindur: Hvassir dagar 1. Hæglætis-
dagar 13. Logndagar 17.
Úrkoma: Kigning meiri eða minni 6 d.
Snjór 5 d. Úrkomulausird. 20.
Lopt: Heiðríkisdagar 5. |>ykkviðri
meira eða minna 26 d.
Veður heíir verið aðgætt kl. 8 á
morgnana, kl. 2 eptir hádegi og kl. 8 á
kveldin.
Möðruvöllum í Hörgárd. 31. marz 1884.
Jón A. Hjaltalín.
Fíá lltlölltllllll. Á Norður-
londum heíir í vetur varla komiö snjór
eða írost. 1 Danmörku hafa lát-
izt: Hans Larsen Martensen Sj dauds-
biskup, 75 ára gamall ; tónaskáldlð
Gebauer og Hoffmeyer veðurfræðingur.
I Noregi er fallinn dómur í rlkis-
rjettinum yfir Selmer ráðgjafa. Er hann
dænidur frá embætti og skal greiða um
17,000 krónur í málskostnað. Á
E n g 1 a n d i hafa apturhaldsmenn reynt
að hrynda Gladstone og hans fjelögum
úr ráðaneytinu, en varð ei, því það
reyndist aö þeiin fylgdi meiri hluti
þingsins, en allmjög eykst nó andstæð-
ingaflokkur Gladstones og þykir hætt
við að hann verði bráðum að leggja
niður völdin. Edinborgarháskóli held-
ur 300 ára hátíð sína í þessum mán-
uði. (Til hennar var skólastjóra Jóni
A. Iljaltalín á Möðruvöllum boðið).
1 S u d a n á Egiptalandi hefir spámaö-
ur nokkur unnið undir sig mikið af
því hjeraði og hafa hermenn jarls
beðið hvern ósiguiinn á fætur öðium
fyrir honum. Hafa nú Englendingar
skoiist í leikinn og sent þangað hershólð-
ingja til að vinna hjerað þetta undir þá.
PÓSTKOMUR:
Pósturinn kom að austan 7 þ'
m., degi síðar en áætlað var.
Póstnrinn frá Stað kom 9. þ. m.,
degi síðar eun áætlað var.
107
SKIPAKOMUR:
BErik Berentssen“ (gufuskip) kom
hingað frá Stafangri 28. f. m., llutti
hingað nokkuð af kaffi og sikri er
skortur var á. 3Ieð því tóku sjer
aptur far til Noregs 31. f. m. veitingam.
Jensen og Friðrik skipstjóri Jónsson
á Ytri-Bakka.
sIugeborg“ vöruskip til Möllers
og Laxdals kom 5. þ. m. og „Manna“
vöruskip til hinna sörr.u 12.þ . m.
15 þ m. kom kaupskipið „Rósa“
tíl verzlunarstjóra J. V. ílavetcen á
Oddeyri.
N ý t t b I a ð í Reykjavík heitir
„FjaIlkonan“ 24 arkir um árið. Rit-
stjóri Valdimar Ásmundsson.
•f 21. f. m. ljezt hjer í bænum J ó n
Árnason 88 ára gamall.
■f 12. þ. m. Ijezt hjer í bænum, kon-
an Hólmfríöur Guömundsdóttir 73. ára.
Askoruu.
J>areð jeg hefi dvalið í Reykjavík
frá í okt. s. 1., til að athuga norðurljós-
ið, pá væri mjer mjög gagnlegt að fá
frásagnir um norðurljósið hjer í vetur,
af sem tícstum stöðum á landinu. Jeg
leyfi mjer pví að mælast til, að hver
sem getur, geri svo vel að senda mjer
svo stutta og greinílega lýsingu af því,
sem honum er unnt, einkum við víkjandi
eptirfylgjandi spurningum:
1. Hafa norðurijós nú í vetur verið jafn-
tíð, sjaldgæfari eða tíðari en vanalega?
2. Hefir ljósmagn, litbreyting og hreyí-
ing norðurijóssins venð nokkuð öðru-
vísi nú enn vant er?
3. Hefir verið pykkra lopt og skýja-
fyllra nú í vetur enn endrarnær ?
4. Á hverjum tíina vetrarins var norð-
urljosið tíðast og mest ?
5. Á hverjum tíma kveldsins er norður-
ljósið vant að vera skærast og mest ?
6. Sjást norðurljós nokkurn tíma á
morgnana.
Fynr hverja upplýsingu í pessu efm
er jeg mjög þakklátur.
Landakoti, Reykjavík 24. marz ltí84.
Sophus Tromholt.
Auglýsingar.
Mánudag p. 12. maím. næstk. verð-
ur ki. 12 á hádegi að Melgerði í Saur-
bæjarhrepp haldið opinbert uppboð til
að selja kýr, hesta, 30 ær og 30 geml-
inga. Uppboðsskilmálar auglýsast upp-
boðsdaginn.
Skrifstofa Eyjafjarðars., 12. apríl 1884.
S. Thorarensen.
Ný útgál'a af
H elg i (1 agaprj ed i k u n u tn
J)r. P. Pjeturssonar veiður al-
pientuð íyrir ágústmánaðarlok í sumar
þeii, sem fyrir þann tfma haía skriíað sig
kaupendur að postillunni, fá hana hepta
108
fyrir 3 kr. 50 a., bundna 5 kr. 50 a.
Sigurður prentari Kristjánsson í Reykja-
vík, er hcfir útsöluna á hendi, tekur
á móti öllum áskrifendum að bókinni
og lætur í tje sýnishorn (prófsíðu) af
henni.
Faiijiirstpi7.ini!
Sigurðar Kristjánssonar prentara i
Reykjavík selur:
póstpappír al mörgum tegundum, stryk-
aðan og óstrykaðan, hvítan og allavega
mislitan, pakkinn (124) arkir) á 75 a.,
90 a., 1 kr. Umslög af ymsum stærð-
um, hundr. á 50 a., 70 a., 80 a., 1
kr. 20 a., 1 kr. 50 a. — Kassar
með brjefaefnum í (arkir og uinslög)
bæði iivítuin og marglitum, á 45 a.,
50 a., 90 a. — Strykaður pappír í
kvartformi, pakkinn á 1 kr. xö a.,
stærri á 2 kr. — Folio-pappír, bókin
á 40 a., 50 a., 60 a. (minna el heilt
ris er keypt). — Margar tegundir af
ágætum strykuðum skritbókum, í » bl.
br. á 10 a., 18 a., 20 a., 45 a , 50
a., 60 a.; í 4 bl. br. á 45 a., 50 a.,
1 kr. — Mjög hentugar minnisbækur
fyrir hvern mann strykaðar til þess að
skrifa í krónur og aura, á 10 a., 15
a, 20 a., 25 a. — Teiknipappírs-
bækur á 10 a.; teiknipappír, örkin
10 a. — Nótnapappírsba'kur, á 50 a.,
7 5 a. ; nótnapappír, örkin 8 a. —
þerripappír o. 11. o. 11.
Allskonar pappír, skrifbækur og
ritföng sendi jeg eptir pöntunum víðs-
vegar um land og geta menn í því
efni snúið sjer til mín.
Rcykjavík 22. inarz 1884.
Mgnróiir Kristjánssoiu
Til vesturfara.
Allanlínan Iiefir nú kornið sjer
svo sainan við Canadastjórn, að fargjald
þetta ár frá Islandi yfir Quebeck alla
ieið til Winnipeg verður nú als 169
kr., eða 39 kr. 40 au. ódýrra en síð-
ajtliðið ár. Vona jeg, að þeir, sem
vestur ætla, sæti nú færi að nota þetta
tilboð í tíma, því að óvíst er, ef það
verður lítið notað eða ekki, hvort það
getur haldizt frainvegis.
Naínaskrá þess fólks, sem nú vill
skrila sig til vesturferða, þyrfti jeg að
íá eigi síðar en í aprílmán. Lysthaf-
endur geta snúið sjer hvort heldur til
niín eða agenta miniia.
Sigfús Ejiiiundssoii,
Rcykjavfk.
— Undirskrifaður kaupir fyrir nátt-
úrugripasafnið í Bergen (Bergens Mu-
seum) til loka júlim. n. k., ymis konar
merkilega forna muni, útskorna hluti úr
trje o. fl., einnig hami af fásjeðum fugl-
um, og skinn af fieiri dýrum, og enn
frernur sjaldgæfar steintegundir.
Landakot, Reykjavík 24. marz 1884.
Sophus Tromholt.
Útgefandi og prentari: Bj'órn Jónsson<