Fróði - 16.01.1885, Blaðsíða 3

Fróði - 16.01.1885, Blaðsíða 3
1885. F R Ó Ð 1. 146. bl. 307 308 309 hefðum óskað, að hlutverk Ingólfs og Helgu hefði verið nokkuð atkvæða meira, og þeim hefði gefizt meiri kostur á að sýna sig en giörter. Samtal þeirra hefði vel mátt vera lengra og yfirgrips meira. Sumum kann að þykja nokkuð mikið borið í rök- semdir «agentsíns» Gabriels en vjer könn- umst við, að vjer höfum heyrt röksemdir i sömu stefnu, og getum vjer eigi betur sjeð, en að fullt skáldaleyfi sje til að fara svo langt sem farið er. Fundir Gabríels með Vesturförum, bæði þar sem hann er að telja þá til ferðarinnar og eins þar sem hann er að skrifa þá, fara vel á leiksviði, og teljum vjer það fremur kost enn löst, að mikið af því, sem talað er, er í bund- inni ræðu. þegar haft er tillit til þess, að menn hjer mega heita óvanir leikjum og undir- búningur lítill, getum vjer eigi annað sagt en að leikendum hafi tekizt eptir öllum vonum að þýða og sýna hugmvndir skálds- ins, einkum þó þær er eiga að lýsa hinni skrítnu og afkáralegu hlið lífsins, en síð- ur tókst þeim að þýða hinar nákvæmari og háleitari tilfinningar enda er það og miklu örðugra. f>að er ekki nóg að mæla fram orð höfundarins leiklaust. „þjóðviljanum“ getum vjer í rauninni ekki talað neitt til gildis; hann er líklega ekki til þess ætlaður að koma fram á leiksviði, heldur að eins til lesturs. Gang- urinn er sá, að nýr útgefandi er búinn að taka við blaði því, er „Framtíð11 heitir. Fjórir menn koraa inn til hans og láta í Ijósi skoðanir sínar á almennum málum. það, sem þeir eru lánir segja, er svo fjarri öllum sanni, hvort heldur litið er til þess tíma, er leikurinn var gerður, eða þess tíma, sem nú er að líða, að engri átt nær. Að vísu sjáum vjer allt of opt, að margír landa vorra láta í Ijósi skoðun sina um almenn mál, er þeir hafa ekkert vit. á, og að ritstjórar eiga bágt með að gegna þeim kröfum, sem til þeirra eru gerðar. Sökum þess má vel gera skop að skoðunum þessum, en það verður að vera gert með svo miklum sanni, að þeir þtkki skeyti sín, sem eiga. Vjer vítum ekli, hvort það er leikendunum eða leik- sviðinu að kenna, að «Fjallkonan» slitnar alve? úr sambandi við leikinn; en henni mun þó skáldið hafa ætlað að flvtja það fram, er hann álítur, að eigi að vera þjóð- vilji. Fjallkonan er látin birtast í þoku- hjúp og mæla þar fram kvæði sitt. Hefð- um vjer kunnað betur við, að hún hefði komið fram hululaus og haft frjálsar hreifingar um leiksviðið. — Stiblíusögur þýddar og lagaðar eptir Biblíusögum J. T. A. Tangs af Jóhanni þorsteiussyni. Reykjavík (Sig- urður Kristjánsson) 1884. Að vísu er eigi langt síðan, að Bibl- íusögur Balslevs voru gefnar út, og er fyrirkomulag og niðurskipun þeirra nokk- uð lík þeirri, sem er á Tangs Biblíusög- um, einkum í Gamlatestamentispartinum;. kynni því sumum að sýnast svo sem eigi væri þörf á þessum biblíusögum. En vjer hikum ekki við að segja, að þessar bibílusögur, sem nú birtast taka hinum fram að því, að þær eru að miklum mun orðfyllri, og kemur það einkum fram i því, að bein orð Ritningarinnar eru til færð allstaðar, þar sem því verður við komið. Er þetta því meiri kostur sem flest- ir hjer eru of ókunnugir Ritningunni sjálfri, Yms atriði eru og tekin fram í þessum biblíusögum, sem ekki eru í hin- um. þannig eru aðalatriði fjallræðunnar tilfærð í þessum biblíusögum, sem ekki eru í hinum. |>ótt bókin verði þannig nokkuð lengri, ætlum vjer, að húu verði fullt eins auðlærð og hin, því að eigi er það ætíð auðlærðast, sem styttst er. J>að teljum vjer einnig kost, að bækur Ritn- ingarinnar eru nákvæmlega tilfærðar, hvar hver kaflinn er tekin úr. —• Yið- bætirinn er öllu betri í hinum fyrri bibl- íusögum enn í þessum. Prentun og útgáfa bókarinnar eru að öllu vandaðar og landabrjefið yfir Asíu hina minni og Gyðingaland, sem fylgir þessum biblíusögum, er til mikils stuðnings til að átta sig á gangi sög- unnar. Yjer vildum því ráða sem flest- um til, að kaupa þessar biblíusögur, þótt þeir eigi hinar fyrri. Sú’s unni mér manna, misst hef’k fljóðs ins tvista, þá kyssta’k mey mjóva, mest, daglengis flestan. Kormakr. Nú kveð eg einskis örvænt meir undir sólar grundu, síðan mættust munnar tveir minn og þinu fyrir stundu. Seint mun ganga hið sæla kvöld, svinn úr hyggju minni, er þáði eg vara þokka gjöld þinna fyrsta sinni. Heita kossa tróðu tvo, titraði hnegg í báðum, önnur hnoss finnst engi svo, auðnu hlaut eg að ráðum. Sú var unan miklu mest, máttug er ástin kvenna, er sálarþelið svanna bezt sá eg í augum brenna. Heyrði jeg titran hjarta blóðs, hugum augað mætti, og ástar yl hins fagra fljóðs fann eg í andar drætti. Hallaði ljúfu höfði blíð hrund að lundi geira, blíðan róms var þæg og þíð — þó var síðan meira. Blikaði sól á himni hátt, hellti geisla fossum yfir beðju J>róttar þrátt, þá var eldr í kossum. Ljúfan svalg eg lokka mar, liljan Sarons valla hárið þar, sem hrafnsvart var, að hálsi mjer ljet falla. Hagharðs ber eg helsi því á höfuðstofni síðan, liennar lokka lausra í læstr æ fjötur þíðan. Tíðin varla entist óð auðs að faðma nipti. Hún var þá svo holl og góð — hvað mun þriðja skipti? Gísli Brynjúlfsson. Akureyri, 15. jan. 1885. Mannalát. Eyrir jólin andaðist á Espihóli, Jón J ó n s s o n Sigfússonar, 20 ára. Hann var vel menntaður, og hafði sjerstaklega lagt fyrir sig að læra söngfræði og org- anspil. Jón heitinn var háttprúður mjög og einn af þeim mönnum sem mörgum var vel til en engum illa. Á nýársdag ljezttrjesmiður Svein- björn Ólafsson, sem mörg ár hefir búið hjer í bænum. Hann var mjög vel hagur. Hann hafði verið yfirsmiður nokkurra hinna nýrri trjehúsa hjer í bænum. Margir leituðu sjer tilsagnar við smíðar hjá honum. — Ný bæjarstjórn varkosin fyrir Akureyrarbæ 2. þ. m., hlutu þessir kosn- ing: Havsteen amtmaður, Havsteen consull, Guðm. prestur Helgason, Eggert Laxdal, Ólafur gestgjafi Jónsson og Páll kennari Jónsson. — Á firðinum hjer milli Gæsa og Skjaldarvíkur aflaðist í kringum nýárið töluvert af hafsíld í lagnet, sem margir innnlendir eru farnir að við hafa við þessa veiði. Um annan afla er ekki getið. — Ejelagið sem stendur fyrir sjón- leikunum hjer ráðgerir að leika „Skugga- svein“ síðar í vetur og enda fleiri leiki. „Vesturfararnir" og „J>jóðviljinn“ verða leiknir í fjórða og síðasta skipti næsta sunnudagskveld. — Gufuskipið „Erik Berentsen“ er væntanlegt hingað í marzmánuði frá Noregi verði bærileg tíð. — Maðurinn sem getið var um að hefði tekið óleyíilega út í reikning ann- ars manns, var unglingur úr Ólafsfirði, hefir hann meðgengíð sök sína. — Hinn 6. nóvembermánaðar dó merkur maðurá Englandi að nafni Hen- ry Eawcett. Hann var póstmálaráðgjafi og þingmaður. Hann var mjög efnilegur í uppvexti og bar ágætan orðstír frá há- skólanum. J>egar hann var 25 ára, varð hann fyrir voða skoti á veiðum, og missti þá algjörlega sjónina á báðum augum. Áður enn hann varð blindur, hafði hann rítað merkilegar ritgerðir um hagfræði og stjórnarmálefni. Marg- ur mundi í hans sporum hafa lagt árar í bát, þegar sjónin var farin; en það

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.