Fróði - 29.04.1885, Side 4

Fróði - 29.04.1885, Side 4
158. bl. F E Ó Ð 1. 1885. 94 95 96 áuglýsingar. EIús tll leigu. yfirheyrður var ransóknarnefndin að ræða : um nafn mitt. Jeg var svo óheppinn að j hafa mjög sjaldgæft ættarnafn, svo jeg j ætla að það sjeu ekki fleiri en tvær aðr- ar ættir á EnglaDdi sem hafa sama ætt- arnafn. þeir löluðu rússnesku og það varð mjer til mikils gagns að jeg skildi hvað þeir sögliu. Heflr nokkur heyrt því líkt nafn á Englandi sagði einn af nefndarmönnum, hefði það verið Smitt eða Villiam, þá hefði maður kannast við það. ,,Heflr nokkur ykkar, herrar minir. nokkurntíma heyrt þetta enska nafn“ sagði forsetinn. Allir svöruðu, nei. ,,Herra túlkur1 11 sagði hann ennfrem- ur, og vjek sjer að Englendingi nokkrum eða sem að minnsta kosti Ijezt vera Eng- lendingur, „spyrjið skipstjórann á gufu- skipinu (hann stóð í nánd við oss) hvort hann þekki nokkurn Englending sem beri þetta nafn, en hvíslið því svo maðurinn heyri það ekki“. Hvíslingarnar fram fóru og jeg átti bágt með að setja mjer að hlæja ekki. Um siðir sagði túlkurinn hátt á rússnesku: „skipstjórinn þekkir ekki nokkurn annan Englending með þessu naíni, og heör aldrei heyrt það fyr ennmaður þessi kom út á skipið.11 ,,það getur þá ekki verið enskt nafn“, sagði einn nefndarmanna: ,,það hlýtur að vera upptekið", sagði annar. „Virðið nú manninn fyrir ykkur11, sagði forseti rannsóknarnefndarinnar, «lít- ur hann út eins og Englendingur» ? „Nei“! hrópuðu allir nefndarmennirn- ir í einu «Virðið hann nákvæmlega fyrir ykkur hverjum er hann iíkur•>? „Pólverja11! æptu allir i einu’ „Herra túlkur spyrjið skipstórann hátt hvort nokkur Pólverji sje á skipinu, en vjer skulum allir hinir gæta vandlega að hvort manninum ekki bregður við þessa spurningu11. Mjer var þannig óviljandi gert aðvart. Spurningin var fram borin, og sex pör augna horfðu hvasst á mig. «Honum bregður ekki sagði einn nefndarmaðurinn11. (Framh.) 1 Lundúnaborg var nýlega prófað opinberlega nýíundið ráð til að slökkva eld, og þóttiþað gefast mjög vel Grund- vallarreglan, sem þetta nýja ráð er byggt á, er raunar ekki ný. Menn hafa lengi verið að fást við að komast upp á að slökkva eld með lopttegundum, er svipta hann súrefni loptsins, því án þess getur hann ekki lifað. Lopttegundum þessum hefir verið blásið inn í eldinn, en það hefir ekki orðið gert með nægum krapti og mikið af þeim hefir farið til ónýtis út í veður og vind. Við þessa tilraun, sem nú var gerð í Lundúnum var hafður til- búinn vökvi í þnnnum glerflöskum, er kastað var í eldinn. þegar svo flöskurn- ar brotnuðu breyttist vökvinn á augabragði í lopttegund, sem hafði tilætlaða verkun að kæfa bálið, Menn hlóðu upp tvo stór- eflis hlaða úr trjávið, heltu yflr þá allmiklu af steinolíu og kveiktu svo i þeim. þegar nú eldurinn var orðinn fullmagnaður, var kastað flöskum í bálið, og þurftu þær ekki fleiri enn 10 eða 12 til að slökkva gjörsamlega og nær því á augabragði eld- ana þótt mikiir væru. *Vænta menn nú mikils gagns af uppfinning þessari. í borginni Hrooklyn í Ameríku brann snemma í vetur uppeldishús föðurlausra barna. Brunann bar að um nótt, þegar börnin ölí, 80U að tölu, voru sofandi í rumunum, og urðu fóstrurnar sem allar voru nunnur, að reka þau að mestu leyti nakin út í frost og hríðarveður, því eld- urinn las sig áfram með áköfum hraða um allt hið stóra hús. þegar búið var afc bjarga öllum þorra barnanna undan eldinum var gáð aö því, að eptir voru 35 veik börn, sem sváfu út af fyrir sig. Ein af nunnunum hljóp þó upp á líf og dauða inn í húsið, sem þegar stóð mest allt i loga, eu það kom fyrir ekki, og sjálf varð hún að kasta sjer út um glugga hátt uppi niður á götuna, svo hún límlestist ótta- lega og dó eptir fáar klukkustundir. Hús- ið braun upp á svipstundu með hinum sjúku börnum. Aigert trúarbragðafrelsi ernú lögleitt í Japan. Blöðin í landinu auglýsa lagaboð frá keisaranum, þar sem Budda- trúin er svipt rjetti til að heita framar landstrú eða ríkistrú, og prestar þessara trúarbragða sviptir rjetti til að fá hjer eptir laun af landsjóði. Hver Japansmað- ur hefur rjetttil að játa þá trú, sem hon- um þóknast bezt. Gömlu þjóðtrúarprest- arnir og alískonar prestar verða að láta sjer lynda þær tekjur, sem þeir fá hjá söfnuðum sínum og sóknarmönnum. Keis- arinn, sem hingað til hefur verið æðsti biskup, leggur nú niður það einhætti til fulls og alls. en prestarnir fá a& kjósa sjer sjálflr yflrhirði, og staðíestir keisari kosninguna. Nýlega var bóndamaður í Odessa á Rússlandi dæmdur til þriggja ára og níu mánaða hegningarhússvinnu og til að missa öll þegnrjettindi fyrir það, að haun heföi talað ótilhlýðilega um iíkneskjudýrkun þá, sem viðgengst í þjóðkirkjunni rússnesku Dómurinn var háður innan luktra dyra, og þó margir af vottunum, sem fram komu í málinu, bæru það, að maðurinn, sem heitir Preegoon, befði eigi við hafst þau orð, sem hann var kærður íyrir, þá var hann engu að síður dæmdur sannur að sök. Máisfærslumaðurinn, sem varði mál Pree- goons, var Gyðingur, í New Soutb Wales á Nýa-Hol- landi bebr fundizt silfur mikið í j arð- lagi, sem er bjer um bil 3 þingmanna- leiðir á lengd og bálfönnur þingmanna- leið á breidd; bafa þegar fundizt 60 silfuræðar; má teija það merki þess, hve silfrið er mikið, að úr bundrað pundum silfurmálms bafa fengizt 1000 lóð skírs silfurs. Næsti bær beitir Silverton, og er bann bjer um bii 14 þingmannaleið- ir frá Adelaide og 28 þingmannaleiðir frá Sidney. Svo sem við er að búazt þyrpist alls konar lýður þangað bópum saman; en illt er þar til vista, því að landið er lítið byggt, en verst þó vatns- leysið. — Silfur heiir og fundizt nálægt öðrum bæ á Nýa-Hollandi, er beitir Emmanville. Frá næstkomandi fardögum, fæst hósrúm leigt, fyrst um sinn árlangt, með sanngjörnum skilmálum, í skóla- húsinu hjer í bænuin, ein stofa niðri og allt húsrúm uppi á loptinu. Lysthafendur snúi sjer fyrir miðj- an maímánuð næstkomandi til verzl- unarstjóra V. Claesens eða söðlasmiös V. Guðmundssonar. Sauðárkrók 1. apríl 1885. Skólanefndin. Óskilakindur seldar í Skútustaðahrepp haustið 1884: 1. Hvítur larabg., stúfrifað fa., sýlt og biti apí. v. 2. Hvítur lambg., vaglskorið fr. h., sýlt gagnf. v. Gautlöndam 31. jan. 1885. Jón Sigurðsson. Lamb með markinu, ílamarskorið hægra heilriiað vinstra, iieíir verið fóðr- að í vetur hjer í hrepp, en á lijer ekki heima. Sá sem á lamb þetta segi til sín og semji við eiganda marksins. Fverá í Hálshrepp 17. apr. 1885 Gísli Asmundsson — Bankabygg og baunir fjellu um hálí'an eyrir pundið þegar skipin komu. Útgefandi og prentari: Björn Jónsson. Hjer með vil jeg vekja athygli bænda á karSíóísýru, sem jeg hefi til sölu i sterkum pjáturbrúsum. Karbólsýran er að dómi allra, sem bafa reynt bana bið 1 a n g b e z t a og ódýr- asta baðmeðal. Akureyri, 25. apríl 1885. Eggeri Laxdai. — Hjá þ>orsteini Einarssyni á Oddeyri fást ymisleg ílát og áböld úr pjátri vel sterku. Sömuleiðis bengilampar og borð- lampar, sem nota má ef til vill til að sjóða við, eins og vanalegar steinolíu- suðuvjelar. — Haustið 1884. voru seldar við uppboð í Svarfaðardal, þessar kindnr: 1. Hvítur sauður veturgamall, mark: sneitt apt. biti ír. hægra, sneitt apt. biti lr. vinstra. Brenuiinark Kro. 2. llvít lambgimbur, rnark: Tvístýft og fjöður fr. biti apt. h., stýít biti aptan vinstra, 3. Ilvítur lambhrútur, mark: fjöður fr. hægra, sýlt biti apt. vinstra. 4. lívíthornótt ær maik: sýlt biti apt. hægra, tvístýft fr. viiistra, með óglöggu brennimarki. •Með því að sanna eigriarrjett, má viíja andvirði kinda þessara, hjá und- irskrifuðum, að frádregnum kostnaði. Melum 30. janúar 1885. Halidór Hallgrímsson.

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.