Fróði - 02.03.1886, Blaðsíða 4
Aukablað.
I B 0 Ð 1.
1886.
þriözt hjer á landi. Hún er það, sem
muudi mega nefna sönnu nafni ritvjela-
bákn, pví það teygir hina síkvikandi anga
sina i hverju smamáli eigi að eins aptur
eg fram um þvert og endilangt Islaud,
heldur og 800 mílur vegar yGr saltau sja
til Iíaupmannahalnar, þar sem reginmagn
bákrtsins leikur í höndum ráðgjafastjóru-
arinnar, sem álika skynjar tungu vora,
þjóðháttu og einkennilegu landsháttu, eins
og blíndur maður lit.
Aptur liggur knstnaðurinn til land-
stjórnarínnar eptir hinni endurskoðuðu
stjórnarskrá alveg undir atkvæði alþingis,
sem um leið fær óll hin sömu fjárhagsráð
yGr tillaginu fasta og lausa úr ríkissjóðn-
um, eins og öðrum tekjum landsins. llöf-
undurinn þykist eigi skilja, að það segi
sig sjálft, að alþingið í eðiilegri sumvinnu
við þessa landstjórn, sem óháð veröur
öllum sljórnarkreddum Daua, huli það i
hendi sinni, að skipa fyrir um alla stjórn
landsins, frá neðsta stigi til hins efsta,
á þann hátt, sem hagkvæmastur er og
kostnaðarminnstur fyrir landið ; hann gætir
þess ekki að þeim sannindum er rntt til
rúms með hinni endurskoðuðn stjórnar-
skrá, að stjórnin er fyrir land og þjöð,
en þjóðin og landið ekki fyrir stjórnina.
I þessu liggur hin óbifanlega trygging
fyrir því, að landstjórnin láti sjer annast
um, að eíla og vernda matt og megin
lands og þjóðar, sem þá fyrst gedur fund-
ið til þess gagnvart stjórninni, að verður
er verkamaðurinn launanna, og aptur á
hinn bóginn fyrir því, að kostnaðuriun til
laudstjórnarinnar yGr höfuð ekki geti orð-
ið þjóðinni um megn Að ögra almenn-
ingi með hækkun á lausaljár- og ábuðar
skatti, sem afleiðing af hinni endurskoð-
uðu stjórnarskrá, er því, eins og hver
vitiborinn maður getur sjeð, hin auðvirði-
legasta barnagrýla; enda sjest það og bezt
á þvi, að alþingistiðindin bera \ilni um
það, að það voru einmitt andmælendur
hinnar endurskoðuðu sljórnarskrár, sem á
seinasta þingi gerðust iifverðir þessara
óeðlilegu og rangiátu skatta, sem aídrei
hefðn átt að verða í lög leiddir.
Onnur grein Próða er í næsta blaði
175., 5. jan. 1886, með fyrirsögn: Nokk-
ur orð um stjórnarmálið. tSvo skammt
er högga á milli. Greinin er nafulaus
en einkennd: (úr brjefi til útgcf „Fróða“
frá alþýðumanui i Eyjatírði, dags. 'Ij»—
1885.)
Haldið hefðum vjer samt, að rödd-
in væri Jakobs, þótt hendurnar sjeu
Esaús; enda ætlar höf., hver sem hann
er, lesendunum ekki skarpa sjón, svo eru
ber ranghermi og missagnir í henni. 1
þessari grein eru eiginlega tvö aðalatriði
einsog í liinni fyrri.
1. Fyrst leitast höf. við að sanna
að bin endurskoðaða stjórnarskrá sje
politisk veðraskipti, að hún sje nýmæli í
stjórnarmálssögu vorri, sem hann álítur
vansjeð sje, að verða muni fleiri íslend-
ingum að skapi en aiþingi-mönnum ein-
um. J>að vill vel til, að höíundurinn
kippir sjálfur undan sjer fótunum í þessu
efni; það er óþarfi að gjöra það ræki-
legar. Hann játar sem sje, að alþing-
í sumar hafi eptir áskorun þingvaliafund-
aríns lagf frumvarpið frá 1873 til grund-
vallar, og eins og liann segir þetta satt,
eins segir hann hitt ósatt, því þad getur
ekki samrýmzt, hvorki því að hin end-
urskoðaða stjórnarskrá sje nýmæli, og
heldur ekki þvi, að hún sje gerð að skapi
alþiugismanna einna sarnan. J>iugvalla-
fnndurinn var skipaður kjörnum mönnum
næstum úr hverjueinuog einasta kjördæmi
landsins, einmitt til þess, að ræða og á-
lykta um breytingu á stjórnarskránni.
í>eir fóru því með umboð þjóðarinnar,
og hin endurskoðaða stjórnarskrá er
þawnig verk hennar í heild sinni fyrir
aðgerðir lögmætra fulltrúa hennar utan
þings og innan.
Að höf. ekki þekkir stjórnarsögu
vora um liðinu tíma, lengra en til ársins
1873, kemur engum við nema sjálfum
honum; en ef hann væri fróðari í þessu
efni, mundi hann finna eldri, eðiilegar
og sögulegar uppsprettur til hinnar end-
urskoöuðu stjórnarskrár, eins og hann
líka mundi, ef hanu læsi tíðindin frá
síðasta þingi, sjá hið eðlilega samband
milli hennar og írumvarpsins 1873, og að
frásaga hans um viðburðina síðan ekki
getur gert hana að nýmæli.
2. Hitt atriði greinarinnar lýtur
helzt að því, eptir því er virðist. að gera
gys að hinni fyrirhuguðu landsstjórn, og
hnýtir höf. svo aptur við það uppástúngu
um tvo ráðherra fyrir ísland, annan bú-
settan hjer á landi, er afgreiða skyldi
öll sjerstakleg mál landsins, og hinn hjá
konungi, sem kæmi á þingið með hinum
ínnlenda ráðgjafa. þessi uppástunga er
óskiljanleg; því ef í orðinu „afgreiða11 á
að liggja sannnefndur ráðgjafastarfi með
ábyrgð fyrir alþingi í öllum sjerstakleg-
um málum landsins, hvað hefir svo hinn
ráðgjafinn á hendi, og til hvers á hann
að mæta á alþingi með hinum innlenda?
Liggi þetta þarámóti ekki í orðinu, þá
er auðsæft, að uppástungan ekki er ann-
að, en ný, mjög óheppileg útgáfa af ráð-
gjafa þeirra J. P. og H. Fr., sem áður
er getið. Mundi nú þetta fyrirkomulag
geta leyst þau kraptaverk af hendi, sem
liann í háði ætlast til af landstjóranum?
En höf. er óbætt, að leggja háðið hjá
sjer; því allt scm hann teiur upp, fátækt
og bágindi, eymd og volæðisskapur, er
öðrum þræði, að minnsta kosti, fóstur-
börn óstjórnar þeirrar erlendrar, sem
land vort hefir orðið við að búa í mörg
hundruð ár, og geti sjálfsstjórn og sjálfs-
ábyrgð þjóðar vorrar ekki vakið og örv-
að emn og sjerhvern af oss til menn-
ingar og auðsældar, og «tuðlað til þess,
að ljetta af oss eyiiid og volæðisskap,
þá veit hann af reyndinni, að þess er
því síðui' að vænta, um súrdeig það, sem
hann viil halda í dauðahaldi; eður mundi
hann ætia að þessi erlendi raðgjafi hans,
sem eigi er hægt að sjá hvaða erindi á
að hafa á alþingi, þyrfíi eigi jannað en
mæla töfraorð til að bæta allt böl vort?
Höf. hlýtur að vita, að sjálfsstjórn og
sjálísábyrgð hvers einstaks manns geta
einar innrætt honum menning, dáð og
dugnað, og hann hlýtur líka að sjá, að
þaö þjóðfjelag, sem sjálft skortir þessi
emkenni, getur ekki verið lagað til þess
að láta þesskonar innræti ryðja sjer tíl
rúms hjá einum og sjerhverjum, því
„eptir höfðinu dansa limirnir“.
Um kostnaðinn og afnám embætta
þeirra, er höf. neínir, skýrskotum vjer til
þess, er vjer höfum áður sagt um það
efni.
]>riðja grein Fróða er í 176. blaði
16. jan. 1886 með fyrirsögn: Eokkur
orð um hina konunglegu auglýsingu til
Islendiuga 2. nóv. 1885. (Eptir embætt-
ismann í Eyjalirði).
I>essi grein hefir þá miklu yfirburði
fram ytír þær tvær, sem á undan eru
genanar, að eigi verður sagt, að hún
rangfæri sögulega viðöurði. Gallar henn-
ar eru íólgair í því, uð höfundurinn virð-
ist að niisskilja eðli stjórnarmáls vors og
stöðu íslendinga gagnvart stjórninni í
því, og þetta hefir þvi miður leitt höf.
ínn í skakkar ályktanir og jafnvel mót-
sagnir. Nú er pá á þetta að líta.
Höfundurinn tekur fyrst fram, að
auglýsingin sje beinlínis svar upp á á-
vörpin frá alpingi í sumar, er leið, þar
sem þíngdeildirnar lýstu yfir þeirri von-
að konungur mundi staðíesta stjórnar-
skrárbreytingar þær, er þingið heíði sam-
þykkt. Svarið er skýlaust og skilyrðis-
laust nei, segir höf. J>essi klausa virð.
ist oss þegar nokkuð kynleg. Vjer
skiljum auglýsinguna svo, að ráðgjafinn
hafi útvegað með henni konunglega stað
festingu á yfirlýsingu þeirri um endur-
skoðun stjórnarskrárinnar] sem lands-
höfðinginn bar fram á seinasta alþingi í
nafni ráðgjafans, og ræður að líkinduin,
að ráðgjafanum hafi fundizt því meiri á-
stæða til þess, sem nú kemur frarn allt
önnur aðalástæða fyrir þessari yfirlýsingu
en landshöfðinginn bar fram á alþingi,
þótt nndarlegt megi virðast, er hann
sköramu á undan þingi hafði verið á
fundi ráðgjafans. jpetta gefur auglýs-
ingunni einkennilega sögulega undirrót
og uppruna, er sýnir hvaðan hún er
sprottin og hvernig hún er til orðin. 1
auglýsingunni finnst ekki eitt einasta orð
í þá átt, að vefengja eða draga úr þeim
knýjandi og alvarlegu þörfum lands vors
og þjóðar, sem hin endurskoðaða stjórn-
arskrá er byggð á, og huldulaust eru
teknar fram í ávörpum beggja þingdeilda
og ekki er heldur nein bending í aug-
lýsingunni um það, að landstjórnarskip-
ur. sú, sem stjórnarskrárfrumvarp þings-
ins fer fram, sje vorum milda konungi
í sjálfu sjer ógeðfelt; og það er þannig
aðeins i óeiginlegum skilningi að hún
getur kallast svar upp á þessi ávörp er
hún aðeins vísar til hinnar gildandi
stjórnarskipunar ríkisins og gildis grund-
vallarlaga Danraerkur fyrir ísland. J>ví
að þessu leyti er innihald auglýsingarinn-
ar eigi annað, en endurtekning hinnar
gömlu setningar ráðgjafastjórnarinnar í
Danmörku, er því miður jafnan hefir
verið heiilavænlegu^og haganlegu stjórn-
arfyrirkomulagi á íslandi tíl fyrirstöðu.
Skýlaust og skilyrðislaust neigetur aug-
lýsingin alls ekki heitið. hvorki eptir
hlutarins eðli nje orðum henuar. Ann-
að mál er það, að hún gefur enga von
um annað á sínurn tíma; enda mnn eng-
um þeirra þingmanna, sem hjelt stjórnar-
skrárbreytingunni fram í sumar, hafa
komið í hug, að íslendingar mundu fyrír
Iram fá jáyrði stjórnarinnar fyrir því að
hin endurskoðaða stjórnarskrá mundi
verða staðfest á sínum tíma. Mergur
málsins er sá, að hvorki n e i eða j á á
við frá stjórnarinnar hálfu á þessu stígi
málsins, samkvæmt grundvallarsetningu
stjórnarskrárinnar, 61. gr. því þá fyrst
ef hin endurskoðaða stjórnarskrá verður
samþykkt af hinu nýkosna alþingi, er
mögulegt að vita með vissu, hvort hún
öðlast staðfestingu konungs eða ekki;og
þó hið síðara yrði ofan, sem auglýsingin
óneitanlega gerir líklegast, þá hefir þó
þjóðin, það er að segja, sú kynslóð, sem
nú lifir, ekki unnið til ónýtis, eða fyrir
gýg; því hún hefir þá, og ekki fyrri,
haldið fram á löglegan og leyfilegan hátt
brýnustu þörfum lands vors og þjóðar;
hún hefir þá fyrst leyst hendur sínar og
varpað ábyrgðinni yfir á erlenda stjórn,
sem, ef svo færi, gerði sig bera að því,
að sitja oss í Ijósi fyrir eðlilegri og
heillavænlegri landstjórn, sem hin ís-
lenzka þjóð jafnan hefir krafizt, krefst
enn og mun krefjast svo lengi sem ís-
lenzk hjörtu bærast og blóð rennur í
æðum hennar.
Frnmhald.
Útgefandi og prentari: Björn Jnnsson•