Fróði - 14.01.1887, Blaðsíða 3

Fróði - 14.01.1887, Blaðsíða 3
1887. ÍRÓÐL 20. og 21. bl. 215 Vjer verðum því að láta þá eindregna skoðun vora í ljósi, að óráðlegt sje fyrst nm sinn að hreyfa við nokkurri stjörn- arskrárbreytingu. Embættisafmœli Dr. Pjeturs bísiaips Pjetursson. 17. júli 1886. —:o:— Til vor hafa kornið frá æðri og lægri óskir og upphvatningar til að geta þess viðburðar í „Fróða“, að biskup landsins er búinn að vera embættismaður nú yfir 50 ár. Hann var prestvígður 17. júli 1836, árið 1848 varð hann forstöðumaður prestaskólans, og23. febr. 1866 var hon- ura veitt biskupsembættið, sem hann enn þjónar. jpessi hátíðisdagur biskupsins er sannarlegur bátíðisdagur fyrir þjóð vora, þá er hún minnist alls hins marga og góða, er Pjetur biskup heíir komið í verk á þessum 50 árum. J>etta hafa og þeir embœttismenn látið ásannast, sem ná- lægir voru, eins og skýrslau um fagnað- aróskir og þakklætrivottorð þeirra sýnir, sem prentað er í „ísafold“ 21. júli 1886. Vjer setjum hjer kafia úr ávarpi því sem þar er prentað: „Vjer þökkum yður fyrir hið marga og mikla, sem þjer hafið unnið til heið- urs og heilla kirkjunni og ættjörðinni. Vjer þökkum yður í nafni hinna mörgu kennimanna, sem þjer haíið menntað og vígt til hins háleita starfs, er þeir gegna. Vjer þökkum yður í nafni safnaðarins fyrir hinar mörgu góðu og uppbyggilegu guðsorðabækur, sem þjer hafið auðgað með hina íslenzku kirkju, og með fögn- uði hafa verið meðteknar og viðhafðar á fiestum heimilum landsins, og vakið og glætt guðrækilegar hugleiðingar í hjörtum svo margra." I öllum hinum ávörpunum var lokið líku loísorði á framkvæmdir biskupsins. En með því að öllum prestaskólamönnum er kunn hin heillaríka og gagnlega stjórn biskups á kenslu og efnahag prestaskól- ans, er óþarfi að geta ræðu forstöðu- mannsins sjera Helga Hálfdánarsonar. Rektor lærða skólans Dr. Jón forkels- son þakkaði biskupi innilega ekki ein- göngu fyrir góð og vdurleg afskipti hans af málefnum skólans, heldur og fyrir „hinn örláta styrk“ er hann hefði auð- sýnt -Bræðrasjóð skólans. |>essara orða getum vjer íyrir þá sök. að kunnugur og sannorður maður í Reykjavík hefir tjáð oss, að biskup og frú hans gæfi fátækum mikið, en vildu engan láta af vita. Vjer vitum .því að þetta er satt, og það er svo trúlegt, því naumast getur hógværara og yfirlætisminna mann en Pjeíur biskup Pjetursson. Td Pjeturs biskups. á 50 ára embættisafmæli hans, 17. júlí 1886. A móðurskauti sjúkur sonur lá, er sólin reis og horfði ljóran á. Og signdi snót með sorgartárin skær, or sat og horfði’ á undra-perlur tvær. 217 218 Hún sá þar brotna bárur fjörs og hels með höli lífs og draumi fagrahvels. „J>ú lífs míns guð, eg lypti sál til þín, æ, lát ei devja þessi ljösin mín!“ En rjett í sama rekkur stóð hjá henni, ramlega vaxinn, studdi hönd að enni. J>au störðu á barnið : sorgar-heilög sjón; ei sáust víða skörulegri hjón. En kaldnr sveiti kom á sveinsins brá, í kyrð hin smáa hönd á brjósti lá. J>á talar svanni sorgarþrumu lostin: „Æ, sjerðu augun brostin — nær því brostin!“ En bliki andans brá á mannsins hvarm, hann brosti við og mælti: „Still þinn harm. Und drottins hönd vjer eigum oss að beygja, en ekki munu biskupsaugun deyja“. * * * Vor kæri biskup, þú varst þessi sveinn, við þessa sögu kannast hver og einn. Svo mildilega móðursorgin bættist, svo minnilega föðurspáin rættist! J>ín fögru angu skyldu’ ei skoða hel, þau skyldu spegla drottins fagrahvel. J>au skyldu vaka á verði skær og stillt. og verða mörgum Ijós, ef gengi villt. J>ín öld var full af táknum tilbreytinga, af táli og þokum margra sjónhverfinga. Og bjartar sjónir bólstrar tíðum heptu, en biskupsaugun stefnunni aldrei slepptu. Hin ytri sól vor augu sker og mæðir, hin innri birta sjónarkraptinn glæðir. Hver eru augun, aldrei sem að deyja? J>au angu, sem að ríki drottins ev-gja. Vor kæri biskup, sit við heilla hag, vjer heiðrum Guð, að sástu þennan dag! Með sti’ling, hógværð, styrlc og elju stakri þú stríddir hálfa öld í drottins akri. Við sæld og þraut, við sorg og eptirlæti með sæmd og æru fylltir þú þitt sæti. J>ví veiti Hann, sem gefur náðargjöld þjer, góði biskup, fagurt æfikvöld. Og þegar síðast sól á fjöll þjer skín, og síga taka hvarmaljósin þin: í föður þins trú þú æðra ljós munt eygja, því ekki skulu biskupsaugun deyja. M. J. Vígahnöttur. í fyrrakveld (11. desemb.) milli kl. 4 og 5 sá jeg hinn stærsta og bjartasta vígahnött, sem jeg hefi nokkru sinni sjeð. Jeg sá hann hátt upp í lopti nærri því yfir höfði mjer, en lítið eitt norðar; hann færðist fljótt og stefndi suðurávið; síðan fór hann yfir höfuð mjer og hvarf, meðan hann var enn á hálopti; jeg sá hann hjer um bil 7 eða 8 sekúndur. Hann leit út eins og ljós- hnöttur og sló á bláleitum lit (líkt raf- urmagusljósi); hnötturinn sýndist svo sem fjórum eða fimm sinnum stœrri en Venus, og leit svo út sem hann drægi á eptir sjer Ijósrák; en það var sjálfsagt eigi annað en sjónhverfing, er ferðar hraði hans gerði. Hnötturinn gaf frá sjer svo mikið ljós, að greinilega birti í loptinu, þegar hann kom í Ijós; það var sökum þess, sem jeg tók eptir honum, því að einmitt á því augnabliki horfði jeg niður fyrir fætur mjer. En þegar hnötturinn hvarf, varð loptið að mun dimmra. Möðruvöllum 13. desemb. 1886. W. G. Spence Paterson. Árnessýslu 17. nóv. 1886. Hjer er nú tíðindalaust. Haustið yfir höfuð gott, en þó rigningasamt. Nú um tíma hefir verið norðan kuldi, þó ekki mjög hart frost. J>á sjaldan á sjó liefir gefið, hefir orðið líklega fisk- vart, er nú í mesta lagi þörf á bjargar- bót úr sjónum. Til merkis um deyfð þá sem bjer er að færast yfir menn i búnaðarefnum má geta þess, að Urriða- foss, ein meðal beztu jarða sýslunnar, hefir verið boðin til sölu i blöðunum, en enginn sinnt því til þessa. Úr bjefi, af Akureyri (frá frjettaritara ,,Fróða‘‘). Herra ritstjóri! Jeg þakka fyrir at' hugasemdirnar við síðasta brjef mitt, það er gótt að þú ert ánægður með leikhúsið ykkar nýja, og skal jeg ekki hafa á móti að húsið knnni að vera betra en það í fyrstu í fljótu bragði virtist vern. J>að var sönn jóla og nýársgleði að eym- skipið Erey frá Noregi lá hjer um jólin og nýárið, bæði var það að það kom með eitthvað af vörum sem skortur var á og svo gjörir það ávalt veturinn styttri að þvi leyti er viðskipti við önnur lönd snertir að fá slcip á þessum tíma. J>að er ekkert efamál að gufuskipum er að öllum jafnaði fært hingað á fjörðin allan fyrra part vertar, því þá er aldrei ís til farartálma fyrir Norðurlandi annaðmáler það síðari hluta vetrarins þá liggur haf- ísinu þrávalt upp við land. Jringeyingar hafa nú fengið á reiðanlegar frjettir frá Englandi um að þeir hafi fengið nálægt 16 krónum fyrir hvern sauð til jafnaðar er þeir senda í haust, að frádregnum öllum kostnaði. Kaupfjelag þeirra kvað vera sknldlaust

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.