Suðri - 10.01.1885, Blaðsíða 4

Suðri - 10.01.1885, Blaðsíða 4
4 Bruui í Burgarnesi. Frézt hefur að mánudaginu milli jóla og nýárs hafi brunnið sölubúð Fins kaupmanns Finssonar í Borgarnesi. Er mælt að «tombóla» haii verið haldin í búðinni nærstu dagana á undan brunanum. Tíftaí'ar. Fannkoma er hér sunn- anlands orðin liin mesta; að austau er að i'rétta hin mestu bágindi, og mun óhætt að teija útlit austur um sveitir liið allra- ískyggilegasta og tæp- lega annað fyiir að sjá en að menn almennt verði að skera niður sinn litla fjárstofn. Slys. Tveir menn gengu saman hér á götunum og voru eitthvað að glettast og tuskast að sögn unz annar peirra féll niður á rennisteinsbarminn og fótbrotnaði: Sá sem fyrir slysinu varð heitir Jón Austmann. Konnlát. Hinn 4. p. m. dó eptir langan sjúkdóm Kristín þorsteins- dóttir (Thorsteinsens sál. í Æðey), kona Sigurðar Símonarsonar, skipstjóra, ein- hvers hins mesta hákarlsaflamanns á landinu. Kri-tín sál. var á bezta aldri, vönduð kona og góð. Maður bráðkvaddur. Maður varð úti eystra eða öllu heldur bráðkvadd- ur eptir pví sem frétzt hefur á svo nefndri Breiðumýri, er liggur milli Eyrarbakka og Flóans. Mælt er að liann haii ætlað suður á Eyrarbakka en kennt lasleika, er hann kom á mýri pessa og sagt samferðamönnum sínum að halda áfram, en kvaðst mundi snúa við og halda til næsta bæjar, er var par allskammt frá. Hann fannst dauð- ur skömmu síðar skanunt paðan er liann hafði skilið við félaga sína. Að novðan. Maður kom í gær beina leið norðan af Akureyri og sagði ágæta tíð nyrðra. En pess má geta, að hann liafði síðan á porláksmessu verið veðurfastur á Akranesi og fór skömrnu síðar en póstur af' Akureyri. Bæjarfulltrúakosiiing af liærri gjaldemla i'lokki. í gær var hér kos- inn 1 bæjarfulltrúi af hærri gjalienda flokki, í stað Eirílcs Briems dósents, er frá skyldi fara. Kosning fór svo, að Eirílcur Briem var endurkosinn með 30 atkv. Næstur honum fekk Jón Jensson landritari 11 atkvæði. Árni Björnsson. Sonur Björns gullsmiðs Árnasonar á ísaflrði. Fæddur 16. dos. 1874; dó. 11. marz 1883. Smái æsku engillinn minn hreinn, sem átt nú bú með helgum dýrðarlýði, fegri en pú mjer fannst ei nokkur einn; frábær var pín háa sálarprýði. Sæll ert pú frá sorg og harm og neyð að svífa burt á æsku pinnar degi; pú leikur nú um ijósbjart himinsskeið og lærir pað sein maður skilur eigi. Far vel, kæra, blíða barnið mitt, blunda vært, og sólin skíni’ úr heiði; vökva eg táruin litla leiðið pitt, lauíin fölni seint á pínum meiði. Júní 1883 J. K. Hitt og petta. Auieríkanskt „rukkarahréf1. Biað eitt í Nýju Jórvík flutti pessa auglýs- irigu: M a n n s 1 á t. Ungur vinur var, Bacon að nafni, sem áður bjó í La Crosse en síðar í New Jersey, er dáinn. Fyrir 4 vikum lánaði hann hjá oss 5 dollara og lof- aði að borga pá aptur eptir vikutíma, ef hann yrði á lífi. J>ar sem hann var mesti heiðursmaður og orðheldinn og ekki hefur látið ncitt f'rá sér heyra síðan, hlýtur hann náttúrlega að vera dáinn. Hann varð hér um bil 35 ára gamall og var pjóðfrelsismaður mikill. Auglýsingar. Bækur til sölu hjá Einari pórðarsyui: Lærdómskver Balles í bandi . 65 a. Lærdómskver séra Helga í bandi 65 - Nýja sálmabókin í bandi . . 3 kr. Um næstu mánaðamót fæst sálma- bókin í mjög fallegu skrautbandi. Eeikningsbók E. Briems: I. partur í bandi 1 kr. 12 a. II. partur í bandi 1 75 - Margskonar skrifíæri o. fl. með góðu verði. 2 Seldar ósJcilakindur í Gfaulverjabæjar hreppi 1884. 1. Hvítt geldingslamb, með mark: tví- stýft biti fr. hægra, heilrifað vinstra. 2. Hvítt hrútlamb, með marki: mið- hlutað, biti aftan hægra, stýft, hangandi fj. aftan vinstra. 3. Hvítt gimbrarlamb, með mark: styft hægra, stýft, standfj. fr. vinstra. 4. Hvítur sauður fullorðinn,mark: tví- stýft aftan hægra, stýft, gagnfjaðrað vinstra. Gfaulverjabæjarhreppi 4/ia 1884 Guðm. porkelsson 3 (hreppstjóri). Hér með auglýsi eg, að eg frá nýj- ári 1885 sel ferðamönnum allan greiða, gistingu og beina og hey handa hest- um, án pess að slculdbinda mig til að veita gestum alltpað, sem peir kynnu að biðja um, eða veita annan greiða en pann, sem kringumstæður leyfa í pað og pað skipti. Klett í Kollafirði í Barðastrandarsýslu. 7. nóvember 1884. 4 pórður Arason. Tímaríma fæst til kaups hjá Ein- ari prentara pórðarsyni og Arna H. Hannessyni á Sellandi við Reykja- vík. Kostar 25 a. |>eir sem kaupa 5 expl. fá eitt ókeypis. 5 peir sem enn þá skulda fyrir 2. árgang „Suðra“ eru vinsamlega beðnir að gjöra skil sem allra fyrst til útgefandans. 6 ffp' Nærsveitamenn eru beðnir að vitja „Suðra“ til útgefandans Einars pórðarsonar. 7 Til almenníno'S. Læknisaðvörun. J>ess hefir verið óskað, að eg segði álit mitt um «bitter-essents», sem hr. C. A. Nissen hefur búið til, og ný- lega tekið að selja á íslandi og kall- ar Brama-lífs-essents. Eg hefi kom- ist yíir eitt glas af vökva pessum. Eg verð að segja, að nafnið Brama- lífs-essents er mjög villandi, par eð essents pessi er með öllu ólíkur hin- um egta Brama-lífs-elixír frá herra Mansleld Bullner & Lassen, og pví eigi getur haft pá eiginlegleika, sem ágæta hinn egta. J>ar eð eg um mörg ár hefi haft tækifæri til, að sjá áhríf ýmsra bittera, en jafnau komizt að raun um, að Brama-lífs-elexír frá Mansfeld-Bullner & Lassen er kosta- beztur, get eg ekki iiógsainlcga Imælt fram með honum einum um- fram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júlí 1881. E. J. Melcior læknir. Einkeniii hius óegta er nafnið C. A. NISSEN á glasinu og miðan- um. Einkenni, á vorum eina egta Brama-lífs-elixír eru firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sést blátt ljón og gullhani og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Bullner & Lassen, sem einir búa til hinn verðlaunaða Brama-lífs-elixír. 8 KAUPM ANN AIIÖFN. Bitstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsson. Útgefandi og prentari: E i n a r pórðarson.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.