Suðri - 30.11.1885, Blaðsíða 1

Suðri - 30.11.1885, Blaðsíða 1
Af Suðra koma 3-4 blöð út ú mánuði. Uppsögn með 3 mán. fyrirvara frá ára- mótum. Argangurinn 40blöðkostar 3 kr. (erlendis 4 kr.), sem borgist fyrir jólílok ár hvert. 3. árg. Reykjavík 30. nóvember 1885. 36. blað. 33r*ú.öíór*iii í Haröarrgri (málverk Tidemands). Eptir .4. Munch. J>að angar sumar og sólskinsblær á sæflötinn Harðangurs stranda, en himinfjöllin svo heiðblá-tær í hátignarveldi standa. J>að glampar á breiða og liágræna hlíð, sitt helgidags skart ber sveitin fríð, pví heim á blánandi bárum fer brúðför á léttum árum. í stafninum situr brúðurin blíð, eins björt eins og sveitin og stundin, með kórónu á hötði sem kongsdóttir fríð og klædd eins og fornaldarsprundin, og brúðguminn hlær við með hattinn í mund, nú heíir hann náð sinni óskastund, hann lítur í kvennaugans ljóma sitt líf eins og brúðför tóma. J>að dunar um loptið og fjörð og fell af fiðlum og söngraddahljómi, og skeiðinni svarar og skotanna hvell hver skógshlíð með fagnaðar-ómi. Við brúðmeyjar gaspra menn gamanhjal, pó gleymir ei sá, er skenkja skal, að hressa við hjörtun sem tungu, til heiðurs við brúðhjónin ungu. Svo svífa menn áfram með sönglist og spil um sævarins spegilinn skýra, pað smáfjölga bátar um blásalar hyl með brúðfarargestina dýra. J>að blánar und lilíð og pað blankar á tind, af björkunum angar og skrúðgrænni lind, en klukkurnar kveðja með hljómi frá kirkjunnar heilaga dómi! Eitt augnablik gripið með láði og lög, — sjá, löðrið sem árarnar mynda! — nam fegurðar-ípróttin undrunarhög í yndælli skuggsjá binda. Og hátt skal hún sett fyrir hvers manns sjón, svo heimurinn sjái vort tigna frón, og fái pá fegurð að dreyma, sem firðirnir norsku geyma! Matth. Joch. Útlendar fréttir. Damnörk. Eptir öll fundahöldin og sumarstritið gengu Danir á ping 5. f. m. Estrúp lagði pegar fyrir fólkspingið frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár, en lagði ekki fram bráðabirgðafjárlögin fyrir yfirstandandi ár, sem stjórnin gaf út upp á sitt eindæmi 1. apríl í vor. Vinstrimönnum pótti fólkspinginu óréttur ger með pessu og kváðu peir sjálfsagt, að stjórnin ætti að leggjashk bráðabirgðarlög fyr- ir pingið, þegar er pað kæmi saman. Estrúp kvaðst skyldu leggja pau fyrir pingið, pegar fyrstu umræðu um fjárlögin fyrir komandi ár væri lokið. Vinstrimenn létu sér slíkt ekki nægja, heldur gripu til sinna ráða og báru pau upp sjálfir prátt fyrir pað pótt Estrúp neitaði pví, að peir hefðu heimild til pess. Hér varð skammt að bíða stórra höggva. Fólkspingið hratt bráðabirgðafjárlögunum fyrir yfirstand- andi ár 12. f. m. og daginn eptir fóru bráðabirgðalög stjórnarinnar um forboð gegn pví, að almenningur mætti byssur kaupa, sömu leiðina, og enn var hrundið frá 2. um- ræðu fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar fyrir næsta ár. J>ótti vinstrimönnum og blöðum peirra allmikið aðgert á ekki lengri tíma og létu hið bezta yfir afreksverkunum; hið sama pótti allri alpýðu manna. Seint á degi 21. okt. gekk Estrúp af pingi heim til sín, kom að húsporti sínu og hringdi par. Rétt í peim svifunum gekk par að honum ungur maður, vel búinn og spurði: «Er petta Estrúp?» «Svo er víst» svaraði Estrúp og sneri sér við. í sömu andránni greip hinn ungi mað- ur marghleypu og hleypti af henni í brjóst Estrúp. Estrúp snaraðist undan við skotið fram með húsvegg sínum og hafði hendur fyrir sér og mælti: «Hvað er petta, eruð pér að skjóta á mig?» Skaut hinn ungi maður pá aptur á hann. En rétt í pví komu tveir menn að, skipstjóri einn og stórkaupmaður, og tóku hinn unga mann höndum. Eyrri kúlan hafði lent í hnapp einum á yfirfrakka Estrúps, rifið hann af og rennt svo inn í fóðrið. Síðari kúlan hæfði hann alls ekki. Hinn ungi maður var pegar settur 1 varð- hald. Hann heitir Julius Rasmussen og er prentsveinn, hefur alltaf fengið bezta orð fyrir iðjusemi og reglusemi og er kominn af vönduðu fólki. Hægrimöunuui gat fátt betur komið en petta tilræði svona lagað. Blöð peirra putu pegar upp og sögðu að hér væri auðséð áhrifin af heiptarorðum vinstrimanna á fund- um peirra og kenningum vinstriblaðanna. Sögðu pau að nú væri ekki um tvennt að tefla; nú yrði stjórnin að grípa til alvarlegra ráða, svo að lífi manna yrði ekki háski búinn af ofstækiskenningum og æðisverkutn vinstrimanna. J>etta mun vel hafa komið heim við pað, sem stjórnin hugsaði sjálf, pví var ekki frestað stórræðunum frá hennar hálfu með bráðabirgðalagasetningar. Jdnginu var pegar frestað til 18. des. J>ess skal getið, að stjórnin getur ekki sam- kvæmt grundvallarlögunum gefið út bráðabirgðalög meðan ping á setu. En pegar er pinginu var frestað, dundu yfir bráðabirgðalögin. J>að voru lög um að skipaðir skyldu lög- gæzlu-hermannasveitir til að vaka yfir reglu og vera til talcs, pegar á pyrfti að halda. Til pessara löggæzlu-her- mannasveita skal mjög velja menn, sjá um að peir séu heilir heilsu og liraustir fyrir sér. Svo kom ný viðbót við hegningarlögin og var með henni mjög lögð höpt á ritfrelsi og ræðufrelsi. 141

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.