Suðri - 10.01.1886, Side 2

Suðri - 10.01.1886, Side 2
2 lesendum *Suðra» gleðilgt nýjár, þá höfum vðr pað einkum fyrir augum að óska pess, að pjóð vor megi á pessu ári og framvegis sýna pað í verkinu, að hún þurfi ekki annara hjálpar við. |>að er líka meiri ástæða til pess nú en nokkru sinui fyr. Eins og öllum er kunnugt, höfum vér ein- mitt á árinu, sem leið, hafið að nýju stjórnarbaráttu til pess að fá landi voru stýrt á pann hátt, sem pjóð vor telur að sé hinn eini rétti lil veru- legra framfara og sem bæði söguleg landsréttindi og sérstakleg afstaða landsins benda til. Vér getum sjálf- sagt búizt við pví, að oss verði kast- að pví í nasir, að pað sé eins dæmi í sögu heimsins, að menn sem ekki séu sjálfbjarga, séu að heimta sérstaka, sjálfstæða stjórn. Ef vér neytum allra krapta vorra vel og réttilega, pá mun ekki verða hægt að kasta að oss peim steini. En einnig óskum vér pess, að petta ár megi flytja oss feti nær óskum vor- um í stjórnarlegu tilliti, að pingkosn- ingarnar að vori fari vel og heppilega úr hendi og að pingið að sumri verði skipað greindum og einbeittum mönn- um, sem hafi ekki asklokið fyrir sinn pólitiska himin eða hreppahagnað fyrir pólitiska trúarjátningu, lieldur hafi heill pjóðarinnar fyrir sitt mark og mið. Enn óskum vér pess, að petta ár megi farsællegt verða fyrir bróður- pjóð vora, Dani, svo að sú pjóð megi á pessu ári fá pá stjórn, sem hún heri fullt traust til. |>að er heldur engum efa bundið, að heppileg afdrif stjórnarmáls vors eru undir pví kom- in, að stjórnarskipti verðií Danmörku. Frá peirri stjórn, sem nú situr par að völdum, eigum vér sjálfsagt ekki von á öðrum svörum en peim, sem vér pegar höfum fengið í hinni konung- legu auglýsingu. Gleöilegt nýjár! Vi ’86. Bitstj. Árið 1885. Árferðið hið síðasta ár var að mörgu leyti harla bágborið. Veturinn frá nýjari mjög harður og snjóar fram úr öllu hófi allt fram á sumar, einkum austanlands og sumstaðar norðanlands. |>ar með fylgdu kuldar bæði strangir og langir og gjörsamlegt gróðurleysi víða um vorið, enda var sumstaðar eigi leyst af túnum fyr en í 11. viku sumars. |>ó héldu menn fénaði sín- um víðast, en inálnytubrestur var bæði mikill og almennur. Haustið var fremur gott og fyrri hluti vetrar mild- ur, pó vetur byrjaði víðast hvar mjög snemma. Aflaleysið hélzt við í helztu og beztu veiðistöðum landsins, svo sem við Eaxaflóa og Isafjarðardjúp, pó fisk- uðu menn nokkuð á haustvertíðinni á Suðurnesjum við Faxaflóa. Síldarveið- ar brugðust að mestu leyti. Á pil- skipum aflaðist aptur ágætlega sunnan- lands, bæði porskur og hákarl. Skiptapar urðu nokkrir á árinu og af öðrum slysförum má fyrst og fremst nefna snjóflóðið á Seyðisfirði 18. fe- brúar, sem varð nær pví 30 manns að bana og eyddi 14 íbúðarhúsum. Verzlunin fór eptir öðru árferði. Fén- aðar- og hrossaverzlun, sem hin síðustu árin hefur mörgum verið hinn mesti hjargvættur, gekk hraparlega petta ár; kaupmenn biðu stórtjón á peirri verzl- un og hætt við að sú verzlun hafi á árinu beðið pann hnekki, sem ekki verði fljótbættur. Af pólitiskum tíðindum skal fyrst nefna þingvallafundinn. Óánægjan með stjórnarástandið hér á landi var orðin svo megn, að öll kjördæmi landsins réðust í prátt fyrir harðærið að senda erindreka á |>ingvallafund, til pess að lýsa yfir skýlausum vilja kjósenda landsins viðvíkjandi stjórnar- fyrirkomulaginu. Ályktanir |>ingvalla- fundarins, sem haldinn var 27. júní- mán., eru lesendum «Suðra» kunnar, svo vér hirðum ekki að telja pær hér, en pær höfðu hin mestu áhrif á með- ferð pingsins á stjórnarskrármálinu. |>ingið var sett eins og lög gera ráð fyrir 1. júlí og stóð til 27. ágúst. Hið helzta mál, er par kom fyrir, var stjórnarskrármálið. Meðferð pingsins á pví máli er lesendum vorum svo kunn af pingfréttunum í sumar, að vér skulum eigi vera fjölorðir um hana, en að eins geta pess, að mótstöðu- menn málsins á pingi voru harla fáir og ástæður peirra enn færri og létt- vægari. Aðalmótbáran var sú, að kostnaðurinn við hið nýja stjórnar- fyrirkomulag yrði svo mikill, að pjóðin gæti ekki undir honum risið, öldungis eins og löggjafarvald landsins hefði eigi vald til pess að haga svo launum stjórnar sinnar, sem efni pjóðarinnar krefðu. Auk beinna mótstöðumanna, voru eigi svo fáir hálfvolgir á pingi í pessu máli, og umræðurnar báru pess ljósan vott, að peir voru harla fáir, sem báru verulegt skynbragð á stjórn- armál í ströngum skilningi. Fyrir ötolt fylgi einstakra pingmanna og kapp og hvatir kjósenda heima í hér- uðunum, náði málið pó svo fram að ganga, sem allur porri pjóðarinnar æskti. Svör og undirtektir stjórnar- innar í pessu máli eru lesendum vor- um kunn af hinni konunglegu aug- lýsingu, enda voru pau eigi öðruvísi en almenningur hafði búizt við. öðru pýðingarmiklu máli var og komið áleiðis á pessu pingi: banka- málinu. J>ingið sampykkti óbreytt að mestu lagafrumvarp stjórnarinnar um stofnun landsbanka hér á landi og staðfesti konungur pau lög 18. sept. Er pess mikil von, að sú stofnun bæti mjög úr hinni sáru peninganeyð í landinu, og verði pannig til pess að efla mjög atorku og framfarir í at- vinnuvegum landsins, sem mjög purfa slíks við. Af látnum mönnum árið sem leið skal fyrst og fremst geta híns alkunna bændaöldungs, Ásgeirs Einarssonar, alpingismanns á J>ingeyrum, sem að framfaralöngun og áhuga var bezta fyrirmynd hinnar upprennandi bænda- kynslóðar vorrar. Snemma á árinu andaðist líka Ólafur E. |Johnsen, upp- gjafaprestur að Stað á Reykjanesi, fyr prófastur í Barðastrandar prófastsdæmi, dugnaðar- og kjarkmaður. Erlendis létust peir Dr. Jón Finsen, stiptis- læknir, fyr héraðslæknir á Akureyri og Oddgeir Stephensen, stjórnardeild- arforstjóri í Kaupmannahöfn. |>egar á allt er litið, pá er allt út- lit fyrir, að árið 1885 verði talið merk- isár í hinni nýjustu sögu landsins. Frá pví ári verður pað reiknað, að íslendingar hófu hina síðari og von- andi hina síðustu stjórnarbaráttu sína. J>eir, sem sögu landsins rita síðar munu að líkindum telja svo, að ís- lendingar hafi árið 1885 vaknað eptir 11 ára pjóðhátíðarryk. J>ess vegna verður árið 1885 talið merkisár prátt fyrir bjargarskort og böl. Ritstj. Bókmenntir. Hjálp í viðlögum eptir prófessor, Dr. Fr. Esmarch. pf/tt, auJdð og lag- að handa Islendingum af Dr. J. Jónassen. Með 20 myndum til slcýringar. |>að er heimsfrægur bæklingur petta kver, pótt lítið sé; mun honum vera snúið á flest eða öll tungumál álfu vorrar og nú er hann loks kominn á íslenzku. Yér íslendingar erum sein- fara í bókmenntunum eins og öðru; pað tjáir ekki um slíkt að fást, pað er hið eðlilega, en glaðir og pakklátir megum vér vera, pegar eitthvert á- gætisrit úr bókmenntum heimsins birt- ist hér «á hala veraldar». |>etta litla kver er einn af slíkum bæklingum, samið af heimsfrægum lækni, sem giptur er hertogadóttur og talinn er einn af stórmennunum í vísindanna heimi á vorri öld. Hann er frum- kvöðull og forseti félags á pýzkalandi, sem hefur pann tilgang að kenna leik- mönnum, bæði konum og körlum, að hjálpa 1 bráðri lífsnauðsyn. Bækling- urinn, sem hér birtist á íslenzku, er upphaflega fyrirlestrar, sem Dr. Esmarcb

x

Suðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.