Suðri - 20.04.1886, Blaðsíða 1

Suðri - 20.04.1886, Blaðsíða 1
Af „Suðrd'1 koma 3-4 blöð út á mánuði. Uppsögn með 3ja mánaða fyrirvara frá áramótum. Árgangurinn (40 blöð alls) kostar 3 Ur. (erlendis 4kr.) sem borgist fyrir júlílok ár hvert. 4. ái*g. Reykjavik, ^O. april 1B80. 11. blaó. Vesturfarir frá íslandi 1873—80 (aðalefni úr fyrirlestri i stúdentafélaginu) eptir Indriða Einarsson. Mannflutningar til Yesturheims, eru nú orðnir svo almennir, að hvert land vestan og norðan til í Evrópu sendir fólk púsundum saman á ári liverju til Vesturbeims. pegar fólk seinast var talið í Bandaríkjunum 1. júní 1880 voru íbúar ríkjanna samtals 50 millj. 1 hundrað pús., par af voru 6—7 — — fæddir utan Bandaríkjanna og bendir slíkt til pess, að pangað muni liafa flutzt um 10 milljónir manna síðan 1850, pegar tekið er tillit til dáinna vesturfara. I pessum 6 milljónum 7 hundrað pús- undum eru ekki talin börn vesturfara, pau sem fædd eru í Bandaríkjunum. J>ví miður hef eg ekki skýrslur um mannflutningana úr hinum ýmsu löndum, en langmestur hlutinn, eg vil segja allt að 8 milljónum af pess- um 10 eru úr Norðurálfunni, hitt er einkum frá Kína og lítið eitt frá Kanada. Eptir pví liefur Norðurálfan misst um 8 milljónir manna á árun- um frá 1850—80. En par sér ekki högg á vatni, pvi eptir skýrslunum um fædda og dána, pá fjölgar fólki í Norðurálfunni um 3 milljónir á ári, svo hún gæti polað að missa allt að 2 milljónir á ári eða 20 milljónir á 10 árum; pað gæti allt farið með felldu í Evrópu fyrir pað, styrjaldir eins og vant væri og landfarsóttir og par fram eptir götunum. |>annig eru mjög lítil líkindi til, að pessi pjóðaflutningur vestur um haf verði nokkurntíma svo mikill, að sá íólksfjöldi, sem nú er í Evrópu, minnki. Aptur á móti getur fólki eðlilega fækkað í einstökum lönd- um vegna vesturflutninga af ýmsum ástæðum. pannig fækkaði fólki ekki svo lítið á J>ýzkalandi 1880—82, vegna pess að margir menn par kusu heldur að leita hamingjunnar fyrirvestan haf en að sveitast árum saman í her |>jóð- verja, pví pjóðverjar eru lengur bundn- ir við herinn en vopnfærir menn 1 öðrum löndum. Sömuleiðis fækkaði fólki í Noregi 1881 og einkum 1882 sökum vesturfara. Enn hefur fólki á Irlandi fækkað mjög sökum mann- flutninga vestur síðan um 1850. |>egar vér nú snúum oss til íslands, pá hafa vesturfarir eigi byrjað hér svo nokkru nemi, fyr en 1870. Reyndar liefur fólk ávallt flutzt héðan burtu, til Danmerkur, einkum vinnukonur og iðnaðarmenn, sem opt hafa ekki komið aptur, en pessir mannflutningar eru pó allir í smáum stíl. Eptir pví sem prófessor Scharling segir í Na- tionalökonomisk Tidsskrift 1883, 3. hepti, bls. 242, voru af íbúum Dan- merkur fæddir i «de nordiske Bilande» (íslandi, Færeyjum og Grænlandi): 1850: 991 maður; 1870: 1070manns; 1880: 1081 maður. |>að er ekki gott að segja, hvað margir af pessum mönn- um hafi verið frá íslandi, en óhætt mun að fullyrða, að pað hafi að minnsta kosti verið s/4. Aðalmannflutningarnir héðan hafa gengið til Yesturheims, til Bandaríkj- anna og Kanada: árið 1873 samtals 291 — 1874 — 389 — 1875 — 35 — 1876 — 1115 — 1877 — 44 — 1878 — 432 — 1879 — 341 — 1880 — 66 Samtals árin 1873—80 "27137 pað má nú gera ráð fyrir að pessi tala hafi verið lítið eitt liærri, og að til Danmerkur hafi árin 1871—80 flutzt um 250 manns að minnsta kosti, og að pannig hafi öll árin 1871—80 flutzt héðan úr landi um 3000 manns. En pó hefur fólki fjölgað hér á landi einmitt pessi ár um 2700 manns. |>egar vér pví höfum pessa 10 ára reynslu fyrir augunum, lítur ekki út fyrir, að hér verði hætt við fólksfækk- un af mannflutningum úr landi. öll árin 1871—80 fæddust hér árlega að meðaltali 580 manns fleiri en dóu, par sem tala peirra, sem flutzt hafa af landi burt árin 1871—80 hefur verið að meðaltali að eins 300 manns. Eitt einasta ár hefur fólki fækkað hér sökum flutninga úr landi; pað var árið 1876. Árin 1881 og 1882 var lítið um vesturfarir. J>egar nú litið er til hinna ýmsu 41 landsfjórðunga, pá hafa af pessum ofannefndu 2700 vesturforum 2127 verið úr norður- og austuraintinu, og prátt fyrir pað, hefur sá landshluti fullkomlega haldið tölu sinni frá 1870 —80; par hefur fjölgað um 17 manns. Hafi allt ísland sama mannfjölgunar- krapt sem norður- og austuramtið, pá polir pað að missa 5000 manns á hverj- um 10 árum, án pess að fólkinu fækki fyrir pað, eða liér um bil 500 manns á ári, og er pá gengið að pví vísu, að engar drepsóttir eða óranalegur mann- dauði komi fyrir jafnframt. í ein- stöku sýslum hefur fólkinu fækkað frá 1870—50: í Yestmannaeyjasýslu um 2,b af hundraði, í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu um 3,7, í Júngeyjar- sýslu um 7,i og 1 Norðurmúlasýslu um 1,6; 1 tveimur hinum fyrst töldu kemur fækkunin ekki af burtflutningi, en aptur mun sú vera ástæðan í J>ing- eyjarsýslu, sem hefur misst 395 manns og í Norðurmúlasýslu, sem hef- ur misst 664. Áður ferðuðust útflutnings-agentar hér um til að tæla fólk burtu tij Vesturheims; hin síðari árin hefur lít- ið eða ekkert verið um slíkt, enda mundu slíkar tilraunir miklu síður borga sig nú en fyr. Nú fær mesti fjöldi manna bréf frá Vesturheimi frá ættingjum og kunningjum, sem pang- að eru fiuttir, svo mönnum er orðið nokkurn veginn Ijóst hvernig par er að vera, svo allar gyllingar frá fé- gjörnum og samvizkurúmgóðum agent- um mundu litlu sem engu koma til leiðar. Vesturfarir hafa í vesturamt- inu og norður- og austuramtinu feng- ið fasta rás, en aptur er suðuramtið ekki komið inn í strauminn enn pá. V esturfarir manna munu fram vegis verða líkar og verið hefur árin 1877—82, að undanteknum peim áhrifum, sem hörð ár kunna að hafa, pangað til suðuramtið kemst með inn 1 straum- inn, pá er hætt við að vesturförum fjölgi mjög um nokkur ár, t. d. 3—5 ár, pangað til allt jafnar sig aptur og vesturflutningar verða reglulegir, eins og heita má að verið hafi árin 1877 —82. Nú er eptir að reyna að vega hvað á móti öðru tjóniö og ábatann, sem

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.