Suðri - 30.09.1886, Blaðsíða 4

Suðri - 30.09.1886, Blaðsíða 4
99 hvað þeim hefur á milli farið, en pað telja menn víst, að v. Giers hafi feng- ið sampykki Bismarcks til pess, sem orðið er á Bolgaralandi. Telja menn, að Bismarck muni reyndar ekki liafa verið ljúft að láta undan, en hann muni hafa pótzt sjá, að verra mundi úr verða að öðrum kosti, og flest væri vert til friðarins að vinna. Hátííiahöld voru mikil í Ungverja- landi í byrjun mánaðarins í minningu pess, að 2. p. m. voru tvö hundruð ár liðin frá pví, að kristnum mönnum tókst, undir forustu Karls hertoga af Lothringen, að ná borginni Ofen úr höndum Tyrkja. Rússlaml og Frakkland. í blöðum hvorratveggja, Rússa og Frakka, fara vinmál mikil milli pjóða pessara. í Bolgaralandsmálinu sögðu frakknesku hlöðin pegar, að Bolgaraland kæmi Frökkum ekkert við, en við Rússa og stjórn peirra væri peim vandfarið. Rússnesku blöðin svöruðu pessu blíð- lega og sögðu, að Frakkar og Rússar pyrftu hvergi að rekast á, peir gætu nær pví í öllum málum fylgzt að, og pó unnið háðum löndum til heilla. Frá Suður-Egiptalandi er hersaga sögð. Er mælt, að eptirmaður Mah- díans (spámannsins) safni liði að sér og vilji ráða á Egipta. Iíeykjavik,:!0. sept. 1880. Próí'astar skipaðir. Biskup lands- ins hefur 2. p. m. skipað séra Hjör- leif Einarsson á Undirfelli prófast í Húnavatns-prófastsdæmi og séra Jónas P. Hallgrhnsson á Skorrastað prófast í Suður-Múla prófastsdœmi. Styrkur úr landssjóði. Af fénu til eflingar búnaði, sem landshöfðingi hefur beinlínis umráð yfir, hefur bún- aðarskólanum á Hólum verið veittar 1340 kr., búnaðarskólanum á Eyðum 660 kr., Jóni Jónssyni bónda á Reynistað fyrir tilraunir til að bæta sauðfjárkyn 50 kr., búnaðarfélögum í norður- og austuramtinu 1550., bún- aðarfélagi suðuramtsins 1200 kr., búnaðarfélagi Grímsneshrepps 200 kr., búnaðarfélagi Hrunamannahrepps 100 kr., til að gera varnargarð gegn sjávargangi fyrir Háeyrarlandi 1000 kr., séra porkeli Bjarnasyni á Reyni- vollum til að standast kostnað við laxaklak 100 kr., til búfræðings til að standa fyrir stíflu og framræslu á Hróarsholslæk 130 kr., ábúendunum á Ketilssöðum, Hryggjnm og Skeið- flöt fyrir að vernda ábúðarjarðir sín- ar fyrir ágangi af Hafursá 300 kr., hinu íslenzka garðyrkjufélagi til að byrgja sig upp með norskt kálfræ og með pví afstýra fræskorti að vori komandi 200 kr. — Mýrdalspings- prestakalli veittar 100 kr. af bráða- byrgðaruppbót handa fátækum presta- köllum. — Barnaskólanum á Eskifirði veittur 150 kr. styrkur af fénu til barnaskóla fyrir 1886.—Laxræktar- félaginu í Dalasýslu veittar 500 kr. til að gera geymslupalla fyrir hrogn- fiska o. fl. Séra Jens Pálssyni á pingvöllum veittar 300 kr. til að koma upp laxklakshúsi og útvega nauðsynleg áhöld. Séra J>orkeli Bjarnasyni á Reynivöllum veittar 200 kr. til að kenna aðferð við laxaklak og útvega áhöld par til: Heiðursgjafir. Af styrktarsjóði Kristjáns konungs níunda, veitti landhöfðingi peim dbrm. forkeli Jónssyni á Ormsstöðum og Guðbrandi Sturlaugssyni í Hvitadal 160 kr. heiðursgjöf, hvorum um sig, fyrir framúrskarandi dugnað í iandbún- aði. Gnfnskipið „Minsk“ kom hingað 27. p. m. frá Newcasle með alls kon- ar vörur frá Lauriízen & Co. og fer aptur nú um helgina með fé og hesta. Tíðarfar. Loks brá til purviðra norðanlands og vestan um miðjan pannan mánuð, og náðust pá heyin loksins inn, náttúrlega fjarskalega hrakin. vVuglý siiigar*. Proclama. Með því að bú J. Uglehus, kaup- manns á Isafirði, hefúr verið tekið til meðferðar sem þrotabú, er hérmeð, samkvœmt opnu bréfi 4. jan. 1861 og l'ógum 12. april 1878, skorað á alla þá, sem telja til skulda í nefndu þrotabúi, að gefa sig fram og sanna krófur sínar fyrir undirrituðum skiptaráðanda, innan 12 mánaðafrá síðustu birtingu þessarar auglýs- ingar. Skrifstofu bæjarfógeta á ísalirði, 4. dag septemberm. 1886. Skúli Tlioroddsen. [165 Proclama. Með því að bú Einars Jónssonar, bónda á Kleifum í Súðavíkurhreppi, liefur verið teldð til meðferðar sem þrotabú, er hér með, samkvœmt opnu bréfi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878, skorað á alla þá, er telja til skulda í nefndu þrotabúi, að gefasig fram og sanna krófur sinar fyrir skiptaráðandanum í Isafjarðarsýslu, innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu ísafjarðarsýslu, 4. dag septemb. 1886. Skúli Thoroddsen. [166 Samkvœmt beiðni skiptaráðandans í dánarbúi séra Arngrvms sál. Bjarna- sonar á Brjánslœk, sýslumannsins í Barðastrandarsýslu, verða eignar- jarðir dánarbús þessa hér í sýslu, Mávahlið i Lundarreykjadal, 18.i hndr. að nýju mati og As i Mela- sveit með hjáleigunni Áskoti, 21.79 hndr., seldar við opinber uppboð, er fara frarn : 1. mánudaginn 27. þ. m. kl. 12 á hádegi, 2. mánudag 11. okt- óber nœstkomandi kl. 12 á 'hádegi og 3. mánudag 25. s. m. kl. 12 á há- degi (Mávahlíð) og þriðjudag 26. s. m. kl. 12 á hádegi (As og Askot). Fara hin tvö fyrstu uppboð fram á skrifstofu sýslunnar, en hið þriðja og síðasta á eignunum, sem selja á. Söluskilmálar verða til sýnis hér á skrifstofunni, 4 dögum áður en hið fyrsta uppboð fer fram. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðars., 7. sept. 1886. Sigurður pórðarson, settur. [167 11 E R B E R <! I hlýtt og gott með húsgögnum í miðj- um bænum er til leigu. — Ritstj. á- vísar. [168 Til athrrg;miar\ Vér undirritaðir álítum skyldu vora, að biðja almenning gjalda var- huga við hinuin mörgu vondu eptirlíkingum á Bruma-lífs-elixír peirra Mans- feld Búllner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kauprnanna hefur á boðstólum; pykir oss pví meiri ástæða til pessarar aðvörunar, sem margir af eptirhermum pessum gera sér allt far um, að líkja eptir einkennismiðunum á egta glösunum, en efnið í glösum peirra er ekki Brarna-lífs-elixír. Vér höfum um langan tíma reynt Brama-lífs-elixír, og reynzt hann vel, til pess, að greiða fyrir melting- unni og til pess að lækna margskonar magaveikindi, og getum pví mælt með honum sem sanuarlega heilsusömum „bitter“. Oss pykir pað uggsamt, að pess- ar óegta eptirlíkingar eigi lof pað skilið, sem frumsemjendurnir veita peim, úr pví að peir verðá að prýða pær með nafni og einkennismiða alpektrar vöru til pess að pær gangi út. Harboore ved Lemvig. J. S. Jensen. J. C. Poulsen. Gregens Kirk. L. Lassen. L. Dahlgaard Kokkensberg. N. C. Bruun. Laust Chr. Christensen. J. P. Emtkjer. Chr. Sörensen. K. S. Kirk N. B. Nielsen. Mads Sögaard. N. E. Nörby. [169 Jens Christjan Knopper. Thomas Stausholm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun. Kr. Smed Rönland. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsson. Prentsmiöja ísafoldar.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.