Austri - 30.05.1885, Blaðsíða 2

Austri - 30.05.1885, Blaðsíða 2
34 á pingi síðast, en þó svo sé, að pað sé eitthvert vort mesta vandræðamál, þá er pað samt eigi úrræðavænlegt að horfa aðgjörðalaus á purfalingahrúg- una, er fer árvaxandi. Fyrir svo sem 40 árum nægði fátækratíundin ein að kalla víða til fátækra framfæris , en nú verður að bæta við svo sem 60 fiskum að meðaltali á hvern búanda í landinu, og pó virðist árferð eigi vera öllu verri nú en pá, er frá eru tekin harðindaárin 2 sælu. Hvað veldur pessum gýfurlegu sveitarpyngslum ? Hvernig verða pau lagfærð ? og hvaða rétt hafa pessír menn á að taka svona takmarkalaust fó úr vasa ráðdeildar- og starfsemis- mannanna ? þetta eru að vísu spurningar, sem naumast verður svarað svo að nokkrum líki, pví siður öllum, en eigi verður við öllu séð, og vil eg pá stutt- lega gjöra grein fyrir skoðunum mín- um á málinu. Orsakir sveitarpyngslanna munu einkum liggja í pessu fernu : atvinnu- skorti, ráðleysi, óhófi og ofauðfengn- um sveitarstyrk; vinnuleysi munu sumir vilja tilfæra sem eina aðalor- sökina, en eg hygg pað sé pó eigi svo; menn pessir munu að öllum jafnaði vinna svona upp og ofan á- móta og aðrir, sumir enda meira, en peir kunna eigi að fara með arð vinnunnar eins vel og hinir, sem af komast. Atvinnuskorturinn, ef pað er rétt að nefna pað svo, nær að eins til peirra, er svo hafa margt skuldalið fram að færa, að peir eigi geta fram- fært sig og sína á atvinnugrein sinni, og verður pað hér á landi Tiérum bil sama og jarðnæðisleysi, pví að pað er sannreynt, að heilsugóður iðju- og hyggnismaður, pó hann byrji sem fá- tækur frumbýlingur, kemst allvel af á lítilfjörlegu hæli með talsverða ó- megð, par sem hann við hverja aðra atvinnu, að fráskilinni sjómennsku, er í ári lætur, annars eigi mundi hrökkva við að hafa ofan af fyrir sér og hyski sínu. þessum mönnum er pað sjálfsögð skylda pjóðar, pings og stjórnar að sjá fyrir lífvænlegri at- vinnu. Starfsemin helgar slíkuni mönnum pann rétt að fá svo mikinn styrk hjá öðrum til framfærslu sér og sínum, er vinna peirra eigi hrökkur til, og eru slíkir menn pó miklu virð- ingarverðari en auðmaðurinn, sem leggur sig lítt til vinnu, eða peir menn er grœða fé á vanhyggju ann- ara. Starfsemin er einhver mikils- verðasti kostur við hvern mann, enda er pað fyrsta skylda mannsins i heim- inum að vinna, og pví skyldi ætíð hjálpa slíkum mönnum. Til pess að koma í veg fyrir að líklegir menn til húskapar purfi að piggja sveitarstyrk eða verða skyld- mennum sinum og öðrum til byrðar, pá ætti pað að vera lög, pví að venja mun pað aldrei verða pvingunarlaust, að peir sætu fyrir öðrum með jarð- næði og héldu pví, meðan jörðin batn- aði hjá peim, eða færi að minnsta kosti eigi aptur af peirra völdum, og pægju eigi af sveit; pó mætti gjöra pá undantekning með bóndaeignir að skyldmenni eiganda eða venzlamenn sætu fyrir, en pá ætti eigandinn að sjá fyrir peim sveitastyrkslaust með- an peir héldu jörðinni. Með pessu móti mundu margar jarðir miklu bet- ur setnar og sveitaróma gar færri, pví að pað er vitaskuld að mörg ráð- deildarhjón piggja nú af sveit af pví að pau hafa eigi bjargvænlega at- vinnu, par sem að hinu leytinu mörg jörðin níðist niður fyrir trassaskap og hirðuleysi óreglumanna og slæpinga, og piggja máske af sveit að auki, enda pótt peir hafi byrjað í allgóðum efnum. þessi víti og önnur eins reyn- ir góð stjórn og gott ping að hæta; en við sjáum nú hvað setur; traustið mætti vera betra á hvorutveggju. Viðvíkjandi ráðleysingjum, óhófs- mönnum og pá letingjunum líka (peir koma of opt fyrir í pessum flokki, sem annarstaðar; eg skal játa pað) og sem alls engán rétt eiga á styrk frá öðrum, vil eg aptur ámóti leggja pað til, að peim að vísu sé séð fyrir atvinnu, en hafi engin ráð yfir arði vinnunnar, og mætti sú atvinna lík- lega vera með ýmsu móti eptir pví hvaða verk hverjum væri helzt lagið að vinna, en væri hann alinn upp við venjulega sveitavinnu ætti í hverju héraði að leggja til duglega bújörð, er slíkir menn ynnu á undir umsjón duglegs og stjórnsams ráðsmanns, og væri slíkar vinnustofnanir algjörlega undir yfirráðum héraðsmanna eða sýslunefnda, eins og nú hagar til. Kæmist petta á eða hvað annað, er hætti úr skömminni og skaðanum, væri góðu korni niður sáð hjá pjóð- inni til atorku, framsýni og drengi- legs hugsunarháttar; ekki að tala um hvað fjárfar landsmanna batnaði. Of auðfenginn sveitarstyrkur er pað víti, er hreppsnefndirnar sjálfar ættu að bera fulla ábyrgð á; um slikt parf eigi orðum að deila. Svo sem til skýringar ætla eg að setja hér yfirlits-samanburð á nokkr- um gjalda-greinuin landsmanna; hygg eg að hann sé eigi með öllu óparf- úr, pó eigi væri til annars en að Jsýna íslendingum, hve búmannlega peir verja sjálfir og láta verja fé pví, er afgangs verður fæði peirra og fötum, og annað kernur eigi til greina á voru landi, pví að húsakynni og önnur mannvirki á landinu vega eigi á móti eyddu skógunum og landauðn peirri, er leitt hefur af óhyggilegu skógar- námi. Landið verður pví eigi metið i dýrra nú, en meðan pað var óbyggt, er frá er skilinn fríöur peningur. Yfirlitið verður, eptir pví sem nú standa sakir, hér um bil petta, og er pá miðað við búandatölu í landinu, sem nú mun nærfelt 10000: kr. a. Fyrir kaffi, kaffibæti og sykur kemur á hvern búanda að meðaltali . . . 60 00 — áfénga drykki og tóbak 50 00 Til presta, bisk. og prestaskóla 21 OO — purfamanna . . . 16 50 — valdsmanna og dómenda . 12 00 — skólanna (að frátekn. presta- og læknaskól.) . . 5 00 — póstgangna, póststjórnar og gufuskipaferða . . 4 50 — lækna, landl. og læknaskóla 4 50 — eptirlauna . . . 2 60 — vegabóta . . . 2 00 — eflingar búnaði . . 2 00 Saml. 180 00 Engin ósköp, munu menn segja, eru nú pessar 180 kr. á hvert heim- ili, fyrst munaðarvaran er talin með, en pað tekur pó upp . af pví að eg miða við meðalheimili, sem liggur við sjó, bókstaflega allan afrakstur land- búnaðarinp, ull og tólg, kjöt og gær- ur, sauðfé og hesta m. fl., eða með öðrum orðum allar útfluttar vörur, er af landi fást, og er pá eigi annað eptir af að lifa, gjalda vinnufólks- kaup og kaupa fyrir nauðsynjar sín- ar í kaupstað, en fiskurinn, skurðar- kindurnar og mjólkin; hvert slíkt meðal heimili pyrfti pví, til að stand- ast pennan kostnað að eiga auk bús- ins á vöxtum, gegn 4 af hndr. 4500 kr. eða allir búendur á landinu til samans 45000000 kr., en pað er talsvert meira en allt ílandið nú er metið með öllu pvi, sem á pví er, kvikt og dautt. f>að er enn ekkert útlit á pví að stjórn og pingi pyki petta annað en búmannlegar aðfarir með fé lands- manna, en hvernig lízt bónda með 7 menn (pað er meðaltal) í heimili á búskapinn-sinn, pegar haún er skyld- ur að lögum að brúka aírakstur bús- ins, sem mun vera alls og alls af landi og sjó, að frádregnu skurðarfé og mjólk, kringum 400 kr. virði, á penna hátt: — fyrir ; 110 kr. verður hann að kaupa kaffi, sykur, tóbak og brennivín; menn munu að vísu segja, að pað sé honum í sjálfsvald sett, hvort hann kaupi nokkuð af slíku eða alls ekkert, en pað er pó eigi svo; landsjóður pyrfti að leggja álögur á bóndann, sem svaraði tollhæðinni af pessum vörum ef hann keypti pær eigi; en látum nú petta vera, pað er pó í áttina, pó farsælla yrði að hafa tollinn hærri (kaffi og sykur er reynd- ar ótollað enn pá, en pað ætti pó ef- laust eigi að vera svo) svo rainna væri keypt af vörum pessum í land- inu, en er pað rétt hlutfall að bóndi með eina 7 menn í heimili gjaldi ár- lega 21 kr. fyrir prestsverkin og 12 kr.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.