Austri - 20.05.1886, Blaðsíða 3
51
lengur, pess vegna er bankanum bann-
að að láta úti fyrir seðla meira eða
annað en sipápeninga; pess vegna er
bankinn látinn heíja verzlun gulllaus
og með að eins 500000 kr. í pessum
vafaseðlum, sem ekki orka meiru enn
borga stjórn og annan kostnað bank-
ans, pó beztléti. 1 bankalögunum er
pví eitt og allt sem mest á ríður mið-
að við pað, að eigi verði hróflað við
verzlunar-ánauð Islands.
Tveir pingmenn hafa hafizt máls
gegn mér um bankalögin, Dr. Grím-
ur Thomsen og herra Jón Olafsson.
Eg heíi svarað báðum, pó pau svör
sé enn ekki kunn um allt land. Hefi
eg sannað að skýring Drs Gríms á
bankalögunum er tálskýring og
landi háskaleg Hins vegar hefi eg,
gegn hra Jóni Ólafssyni sannað, af
eigin orðum peirra Hicardos og Mills,
að peir fordæma óskorað pað, sem
Jón lét blað sitt færa íslendingum að
peir héldi Örugglega fram. |>etta svar
hefðu íslendingar séð fyrir löngu, ef
hinn nýi ritstjóri f>jóðólfs hefði gegnt
ritstjóraskyldu sinni og gætt sóma
blaðs síns að láta pað flytja íslending-
um óræka leiðréttingu pess er pað
liafði áður fært peim ósatt, og varð-
aði lífsspursmáli pjóðarinnar.
Ekki fer eg að leiða getur að pví,
hvað til beri, að pessir menn snúast
pannig við bankamálinu. |>að mun
birtast á, sínum tíma. Enn auðsætt
ætti kjördæmum lands að vera pað,
að pað eru fjörráð við pjóðina að senda
á ping menn, sem halda fram slíkum
banka og pessi er, gegn hvaða afli á-
stæða af hálfu sannleika og skynsemi
sem vera skulu. f>etta ættu Aust-
Srðingar sér í lagi að láta sér segj-
ast, pví af p e s s u m banka hafa peir
aldrei neitt gagn í peim fjarska sem
peir búa frá Reykjavík. Enn banki
með innleysanlegum seðlum er öllum
landsmönnum, fjær sem nær, jafn gagn-
sæll, pví seðlar hans eru gull, hvar
sem peir flækjast.
Kjördæmum lands er pví einsætt,
eins og nú stendur, að senda að eins
pá menn á ping, sem skuldbinda
sig til að breyta bankalögun-
um, svo að seðlar bankans verði
gjörðir innleysanlegir með pví
einu móti kemur hér sá krókur á móti
bragði sem við á. Hver sem ann
í'rarna og farsæld íslands verður að
vona að kjördæmin láti nú taka til
sín í pessari lífs og dauða spurningu
landsins.
Cambridge, 4. maí 1886.
Eiríkur Magnússon.
Emi um brúamálið.
og Ölvesá hefur „Ármann“ ritað grein
um brúamálið í „ísafold“ XIII 11.,
sem mér pykir fátæk af röksemdum,
pótt eigi vanti fúkyrði, getsakir, og
misskilning, svo að vel má heimfæra
pessi orð Ármanns: „f>að, sem menn
vilja ekki skilja, pað geta menn seint
skilið“, upp á sjálfan hann. Hann
segir að röksemdir mínar séu marg-
hraktar, en honum hefur líklega
gleymst að vísa til, hvar og hvenær
pað hefur verið gert, og svo kemur
hann með pað sem hvergi á við, og
pað er, að hver pingmaður 1 öðrum
menntuðum löndum, sem hefði spurt
um „ástæður, pörf, nauðsyn slíkra
brúagerða“, hefði gert sig að athlægi.
Ef petta á að vera röksemd, pá má
eins vel segja, að með pví að menn í
öðrum löndum horfi ekki í að leggja
járnbrautir og fréttapræði um allt
land, pá sé „hrópandi hneyksli“ .að
ráðast ekki í hið sama hér, eða jafn-
vel að grafa göngígegnum fjallgarða,
úr pví að slíkt sé sjálfsagt.í útlönd-
um. Nei, pað sem einmitt parf að
sanna, er pað, að brýr pessar muni
borga sig jafnvel hér sem brýr í öðr-
um lönduin. Ármann segir, að fæst-
ir pingmenn pekki enn til hlýtar hug-
myndina „samgöngur“. Hvar eru pá
„samgönguframfarir1* hinna héraða
landsins, eðg, geta pær nokkrar verið,
ef pingmenn paðan pekkja miður
samgöngu-hugmyndina en „Sunnlend-
ingar eystra“, sem einmitt pykjast
hafa minnst af samgöngum að segja?
Skilji nú hver sem skilið getur! f>eir
sem njóta hagnaðarins af samgöngu-
framförum, pekkja ekki samgöngu-
hugmyndina, en hinir, sem fara á mis
við nærri allan pennan hagnað, pekkja
hana, eða hvað ?
Ármanni hefði verið óhætt að bæta
við orsakir pær, er hann telur til
pess, að brýrnar eru enn ekki komn-
ar á, hinni pricjju orsökinni, s e m
einmitt er aðalorsökin, nl.
peirri, að Sunnlendingar hafa ekkert
viljað á sig leggja til að koma peim
á, nema biðja, biðja; heimta heimta.
Skuldin er beinlínis hj á
peim sjálfum, en ekki hjá
p i n g i n u.
Mæra-Karl.
I n n 1 e n d ar f r é 11 i r.
Seyðisfirði 17. maí 1886.
Tíðarfar hefur veríð fjarska kalt
um undanfarna 1 '/2 viku, áður var lít-
ið eitt farið að slá í jörð, en sá gróð-
ur er pegar dauður. Eé mun ‘allvíða
vera magurt eptir veturinn, sem var
um allt Austurland umhleypingasam-
ur og óstilltur pótt jarðsæll mætti
liann heita. Er pví hætt við, að sauð-
burður gangi illa, fari pessum kuld-
um fram. Enda mun óvíða vera hey 1
til að hjúkra ám með, par eð ekki
mátti almennt tæpara standa með
heybjörg, er hlákurnar komu fyrir
sumarmálin.
Póstsskipið „Thyra“, skipstjóri
Boldt kom hingað 14. p. m. Komu
meðypví sem að vanda margir kaup-
menn til ýmissa staða á landinu, par
á meðal kaupstjóri Tryggvi Gunnars-
son sem hélt áfram ferð sinni tilAk-
ureyrar, og ætlar að koma hingað
aptur í júli.
Með skipinu komu um 800 tunn-
ur af matvöru, auk annars svo sem
kaffi og sykurs o. s. frv. til pöntun-
arfélags Austfirðínga (í pví eru næst-
um eingöngu Héraðsmenn); vörurnar
hafði Björn verzlunarmaður Sigurðs-
son keypt fyrir félagið, sumt í Höfn
og sumt í Englandi (New-Castle).
Svo komu og með skipinuuml20
Færeyskir sjómenn, 80 urðu eptir hér
í firðinum, margir með báta. Sagt er
að von sé á miklu fleiri Eæreyiugum
með næstu ferð, og ef peir setjast að
hér og svo bætast við nokkrir tugir
Norðmanna, eru sterkar líkur til að
sjáfarútvegur Islendinga sjálfra verði
með öllu arðlaus og jafnvel peim til
skaða, enda yrði pað pá ekki í fyrsta
sinni, að útgerð Seyðfirðinga mistæk-
ist fyrirpá sök, að útlend aðskotadýr
fylltu fiskimiðin.
Enn er fiskilaust með öllu hér og
á nálægum fjörðum. Að eins á Eá-
skrúðsfirði síld, par fengust í byrjun
mánaðarins um 3000 tunnur í lása.
Mannalát. 11. f. m. andaðist af
barnsförum á Syðralóni á Langanesi
Guðrún Jakobsdóttir, eiginkona Erið-
riks bónda par Gruðmundssonar, en
dóttir Jakobs verzlunarstjóra Hálf-
dánarsonar á Húsavík, ung kona, væn
og vellátin.
6. p. m. lézt að Eydölum í Breið-
dal Magnús trésmiður Magnússon,
sonur prestaöldungsins par séra Magn-
úsar Bergssonar,nálægt fertugum aldri,
maður vel pokkaður og velgefinn bæði
til sálar og líkama.
— Yerðlag á vörum á Seyðisfirði:
rúgur pundið . . . . 8 7, oyri
bankabygg — .... • 18 V, -
baunir — . . . . . 12 —
mjöl — . . . . . 9 —
hveiti — . . . . .18 —
kaffi — .... . 55 —
steinsykur — .... . 40 —
hvítasykur — .... . 35 —
púðursykur — .... . 28 —
brennivíns potturinn . 80 —
IJt af grein minni í „Austra“, II.
27,—28. nr., um brúagerð á jpjórsá