Austri - 14.02.1887, Blaðsíða 4
4
(Canada-Kyrrahafs-járnbraut), en að
Anchor-Línan hafi í nokkru svikið
pessa menn, lýsi eg ósannindi, enda
sanna peir pað hvergi. Grein peirra
er auðsjáanlega rituð, til að hjálpa
Allan-Línunni, en spilla fyrir Anchor-
Línunni, eins og sést í enda greinar-
innar.
Menn pessir lasta fólkið á Fur-
nessia, en hvernig gat „Línan“ betur
gjört, en fá pessum vesturförum sér-
stakann mann til hjálpar og leiðbein-
ingar. |>eir játa sjálíir að hann hafi
leyst skyldu sína vel og mannúðlega
af hendi. Er pá ekki nóg? Átti
„Linan“ beinlínis að láta alla skip-
verja (130 talsins) vera pjónustusama
anda fyrir pessa vesturfara? — j>að
held eg ekki sanngjarna kröfu. |>ar
sem peir lasta afgreiðsluna á Castle-
Garden, pá geta peir reitt sig á, að
afgreiðslan í Qveebec er ekki betri.
Á slíkum stöðum verður allt að ganga
með mesta hraða; pví að par er
mikið að sjá um, og hver sem er stirð-
ur og svifaseinn er par „drifinn“ á-
fram, hvort sem hann er vesturfari
eða einhver annar.
Yesturfarar geta alls ekki von-
ast eptir, að peir séu fluttir á „fínu“
plássi, eða dekrað að ópörfu við pá,
pegar peir eru fluttir slíkan afarveg,
sem t. a. m. héðan til Winnipeg fyr-
ir einar 135 krónur; en hitt er víst,
að Anchor-Línan lætur sér annt
um, að peir hafi allar nauðsynjar
í aðbúnaði og fæði í bezta lagi,
eptir pví, sem nokkur „Lína“ get-
ur veitt fyrir svo lágt verð.
|>ess ber að geta, að pessir 6
vesturfarar hafa “tungurnar tvær“,
pví að hjá mér liggur pakkarbréf
frá peirn til „Línunnar“, fyrir „góð-
vilja og hlutt ekningar semi“;
bréf petta getur hvor, sem vill, látið
skoða hjá mér, eða skoðað sjálfur.
Keykjavík 1. desember 1886.
Sigm. Guðmundsson.
Ilreppaskipting.
Með brefi, dags. 2. desember f. á.,
hefur landshöfðinginn yfir íslandi skip-
að svo fyrir, að Jökuldals og Hlíðar-
hreppi í Norðurmúlasýslu skuli skipt
í 2 hreppa, er nefnist Jökuldalshrepp-
ur og Hlíðarhreppur. Takmörkin
milli hinna nýju hreppa eru norðan-
megin Jökulsár landamerkin milli
Hauksstaða og Fossvalla, en sunnarn
megin Jökulsár ráða takmörkin milli
Tunguhrepps og Jökuldals og Hlíð-
arhrepps hins forna. Aðskilnaður
hreppanna skal fara fram undir eins
og amtmaður hefur ákveðið tölu hrepps-
nefndarmanna í hvorum hinna nýju
hreppa.
„Miaca44 heitir eymskip er Norð-
maðurinn Otto Wathne, sem búsettur
er hér í firðinum, keypti í haust eð
I var í Englandi, og kom með hingað
út 22. nóv. Ætlar hann að hafa pað
ýmist til fiskiveiða, eða flutninga, er
tækifæri gefst. Er óskandi að petta
fyrirtæki hans heppníst vel, pví pað
getur pá orðið mörgum hinn mesti
hagur, ekki sízt Austfirðingum
Skip petta er 260 tons að stærð,
og sérlega vel lagað til mannflutninga.
Kúmar pað um 40 manns á 1. og 2.
lyptingu, en á 3 plázi rúmast velyfir
100 manna, og er pað pláz svo gott,
að langt ber af pví er menn hafa van-
ist á öðrum skipum hér við land. Ef
til vill lætur Wathne skip petta bregða
sér suður í Reykjavik í vor til að
sækja Sunnlendinga pá, er að vanda
ætla hingað austur, og er líklegt, að
peir sitji sig pá ekki úr færi, ef svo
gott tækifæri býðst peim, pví allir
hljóta að geta séð, hver ómetan-
legur hagur pað er fyrir pá að geta
komizt hingað beina leið á 2 sólar-
hringum, í stað pess, að fiækjast með
„Thyra“ norður um land.
Síðan skip petta kom hingað,
hefur pað lengst af verið hér á Aust-
urfjörðunum, nema núna fyrir skömmu
er Wathne brá sér á pvi norður á
Eyjafjörð. Hafa Norðmenn í petta
skipti, eins og líka hérna á dögunum,
er „Frey“ fór norður, sýnt í verkinu,
að peim stendur ekki eins mikill
stuggur af Norðurlandinu, er dagar
eru farnir að styttast og veður að
spillast, og blessuðuð póstskipstjór-
unum.
„Miaca“ fer nú í dag eða morg-
un til Noregs með síldarfarm. Auk
Wathne sigla með henni héðan peir
verzlunarm. Th. Imsland og Jens
Hansen.
Síldarafli hefir verið mæta góð-
ur síðastliðna viku hér á Seyðisfirði.
Mannslát. Jón Johnsen læknir á
Húsavík er nýlega dáinn úr taugaveiki.
Skiptapar. 18. nóv. f. á. fórust
3 menn frá ísafirði í fiskiróðri. 30.
s. m. fórust 2 skip úr Reykjavík á
uppsiglingu; var á peim 14. manns,
og drukknuðu 13 peirra. 3. janúar
p. á. fórust 5 bátar af Skagaströnd
og drukknuðu par 27 manna.
Auglýsingar.
N Ý T T BIAfi.
ísfirðingar eru byrjaðir að gefa
út blað, er heitir „f> j ó ð v i 1 j i n n“.
Svo er að sjá á pessu 1. nr., sam
hingað hefur borist, að blaðið muni
ganga í framfara stefnu. Málið er
lipurt og allur frágangur góður. J>að
má gjöra sér góðar vonir um, að
„J>jóðviljinn“ skipi sess ofarlega með-
al pjóðblaða vorra, pví að pað eru
góðir kraptar sem að honum starfa.
„Jjóðviljinn" á að koma út að minnsta
kosti tvisvar í mánuði og kostar 3 kr.
um árið. Utsölu blaðsins á Seyðis-
firði hefur á hendi herra Kristján
Hallgrímsson á Seyðisfjarðaröldu.
TiI vesturfara.
Nú með póstskipina kom hingað tíl lands
aptur hr. Baldvin L. Baidvinsson, sem i fyrra-
vetur kom hér upp og fylgdi vesturförum
ALLAN-LÍNUNNAR vestur í sumar er leið.
Oanadastjórn hefur nú sent hann hingað á ný
til að leiðbeina vesturförum, sem á komanda
sumri taka sér far með ALLAN-LÍNUNNI.
Yesturfarar geta því séð, að ALLAN-LÍNAN
enn sem fyrri h e 1 d u r loforð þau, sem hún
gefur vesturförum.
Herra B. L. Baldvinsson er svo góðkunn-
ur, að eg þykist ekki þurfa að mæla með
honum, enda hafa vesturfarar þeir, sem hann
fylgdi í sumar, sent mér hið mesta lofsorð
um frammistöðu hans í öllum greinum. Hann
ferðast nú hér í vetur norður og austur um
land; fer héðan 8. janúar n. á. norður á leið.
Mun hann gefa öllum, sem æskja, allar þær
upplýsingar og leiðbeiningar, sem honum er
frekast unnt.
Hvað fargjaldið snertir næsta ár, get eg
það eitt sagt enn þá sem komið er, að það
verður ekki hærra en það var í sumar sem
leið, en ef til vill lægra. Er það mest kom-
ið undir því, að þeir sem ætla að fara vest-
ur, skrifi sig nú svo timanlega hjá mér eða
umboðsmönnum mínum, að skrár yfir þá
ásamt innskriptargjaldi þeirra verði komnar
í MÍNAR HENDUR EKKI SÍÐAR en með
marzpóstum í vor. Yerði nógu margir inn-
skrifaðir um það leyti, sendir ALLAN-LÍN-
AN skip hingað á komanda sumri, sem tek-
ur vesturfarana og flytur þá BEINA LEIÐ
til Ameríku héðan.
Engin lína hefur hingað til flutt vestur-
fara fyrir lægra verð en ALLAN-LÍNAN,
né heldur gjört sér meira ómak fyrir allri
umönnun á þeim, bæði með túlka, peninga-
skipti og annað, — enda mun engin önnur
lína, þrátt fyrir girnileg loforð og tilraunir,
reynast betri að EPNDUNUM en ALLAN-
LlNAN, né flytja menn með ódýrari eða
betri kjfirum en hún.
Reykjavík, 27. nóvember 1886.
Sigfus Eyimuulssoii,
útflutningsstjóri Allan-línunnar.
Hjá undirskrifuðum er til sölu
gott íbúðarhús úr timbri, 12 álna langt
7 ál. breitt; einnig geymsluskúr, eld-
hús og fjós. Listhafendur geta pví
snúið sér til mín.
Við Seyðisfjarðaröldu 4. febr. 1887.
Gestur Sigurðsson.
Hér með auglýsist, að allir bú-
endur í Skeggjastaðahreppi á Langa-
nesströndum komu sér saman um, á
fundi, sem par um var haldinn í haust,
að selja öllum ferðamönnum gisting
og greiða hér eptir.
Til að flýta fyrir útseiuliiigu
„Austra“ eru kaupendur lians, sem
eiga lcið á Seyðisfjörð, beðnir að
vitja haus í prentsmiðjunni.
Abyrgðarm.: Sigurðr J ónsson.
Pr e n t a r i: Baldvin M. Stephánsson.