Bindindistíðindi - 06.12.1884, Blaðsíða 2

Bindindistíðindi - 06.12.1884, Blaðsíða 2
2 þv( kemur, að Jmsir mannvinir hafa reynt að fá menn til að hætta við nauln áfengra drykkja, og að útrýma þeim. Einkum er það í Ameríku, Englandi, Noregi og Svíþjóð að slíkar tilraunir hafa verið gerðar svo mark er að. Með tvennu móti hefir þetta verið reynt. Fyrst með því, að fá menn tii að bindast samtökum um, að neyta ekki áfengra drykkja eða kaupa þá, og hinsvegar með því, að fá takmarkaða vínsölu og víngerð með lögum. fegar vjer lítum á ástandið hjá oss, sjáum vjer, að með lögum er vínsala dálítið takmörkuð, svo sem með því, að bannað er að selja vín ( staupatali til drykkjar í sölu- búðum, að vínsala cr bönnnð á sunnudögum í gestgjafa- húsum, að þeir sem fá leyfi til sveitaverzlunar mega ekki seija vínföng, og að toll skal greiða af innfluttum öiföngum, þessar skorður setja nú lög vor, og er betra enn ekki, En þó vínsala yrði takmörkuð enn meir með lögum, mætti það varla heita ómannúðlegt, þarsem í hlut ætti ekki einasta ónauðsynlegur varningur heldur varningur, sem er skaðlegur öilum, er ekki kunna með að fara, og þeir verða ætið ærið margir. En hvort sem nú lögin setja litlar eða miklar tálmanir fyrir vínsölu, þá er öllum innan handar og mörgnm nauðsynlegt að beita hinni aöferðinni til að sporna við vínkaupum, þeirri aðferðinni að neyta þess alls ekki, en til að styrkja menn lil þess og hvetja, er nanðsynlegt að stofna bind- indisfjelög, er geri að skilyrði, að enginn fjelagsmaður megi kaupa eða neyta áfengra drykkja. þetta hefir nú reynt verið hjer á landi, og reynslan sýnir, að alúð og stöðuga starfsemi þarf til að við haida biudindisfjelög- um svo árum skipti, og að það er opt ljettara, að stofua þau í fyrslu enn halda þeim áfram langan tíma.

x

Bindindistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bindindistíðindi
https://timarit.is/publication/121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.