Fjallkonan - 30.07.1884, Qupperneq 1
11. BLAÐ.
ÞJÓÐVINAFÉLAGIÐ.
——
ugmyndin um stofnun Þj óðvinafél agsi.ns er
upphaflega komin frá bændum í Þingeyjarsýslu,
enn á fundum alþingismanna sumarið 1871 var
félaginu nafn gefið og lög þess samþykt. Svo
sem á er kveðið í félagslögunum, var félagið
uppbaflega stofnað i þeim tilgangi, „að reyna með
sameiginlegum kröftum að hakla uppi þjóðrétt-
indum íslendinga, og „einkanlega vekja með-
vitund Islending um að þeir sé sjálfstætt þjóð-
félag, og hafi þvi samboðin réttindi“, fylgja þvi
fram, „að vér fáum fult stjórnfrelsi í öllum is-
lenzkum málum, löggjafarvald og Ijárforræði og
landsstjórn í landinu sjálfu með fullri lagalegri
ábyrgð fyrir alþingiu. Framkvæmdarstörf fé-
lagsins skyldu „einkum fólgin í ritgerðum og
tímaritum um alþjóðleg efni, einkum um rétt-
indi íslands, samkomum til að ræða um þau al-
þjóðleg málefni, sem liggja innan þeirra tak-
marka, er félagið setr framkvæmdum sinum,
sendiferðum innanlands og utan i félagsins þarfir“.
Og svo er því síðast við bætt, að „að því leyti,
sem efnin kynnu að leyfa, vill félagið styrkja
bóklega og verklega mentun í landinu“, o. s. frv.
Síðan Jóns Sigurðssonar misti við, hefir félag
þetta meir og meir fjarlægzt sinn upphafiega
tilgang, og nú er svo komið, að félagið hefir
eingöngu tekið sér fyrir hendr það, sem það i
upphafi ætlaði að eins að hafa í hjáverkum,
nefnilega, að gefa út mentarit. Það er hvort-
tveggja, að forseti félagsins, sem nú er, var eitt
sinn gildr bóndi i sveit; enda gefr nú félagið
nálega eingöngu út búnaðarrit. En sveitabú-
skapurinn fórst þessum herra mun betr úr hendi
en stjórnarformenskan í félögum þeim, er hann
nú stendr fyrir, Þjóðvinafélaginu og Gránu-
laginu, eða þingmenska, og „mun honum
kringra at hafa ljósaverk at búi sínu at
Oxará í fásinninu“. Öll stjórn Þjóðvinafé-
lagsins er mesta aflagi; félagið auglýsir engar
skýrslur um gerðir sínar og efnahag, enga reikn-
inga, og félagsmenn vita ekkert, hvernig tillög-
um þeirra er varið, nema að þeir fá fyrir þau
ársbækr félagsins. Félagið selr talsvert af bók-
um þess utan, mjög mikið t. d. af almanakinu,
enn enginn séstreikningr árum saman um, hvað
við það fé er gert. Þá er hér á ofan bætist, að
bækr þær, sem félagið gefr út, eru bæði dýrar
og lítt nýtar, þá er öll von, þótt félagsmönnum
1884.
j verði gramt i geði og óski helzt, af félagið fari
fjandans til. Það virðist og mjög óheppilegt,
! að félag þetta keppir við bókmentafélagið, sem
gefr út alþýðubækr eigi síðr enn vísindarit, og
sundrdreifir þjóðvinafél. þannig kröftum, sem
helzt ætti að vera sameinaðir. Öðruvisi fóru
stofnendr bókmentafélagsins að ráði sinu; þá
voru uppi tvö félög, fornfræðafélagið og smárita-
félagið, enn þeir tóku það fram og sömdu svo lög
félagsins, að þeir vildu við hvorugt það félag
keppa, og vóru þó minni ástæður til slíks eins
og þá stóð á.
Vonandi er, að þjóðvinafélagið leysist bráðum i
sundr, og vart mun því langra lífdaga auðið, ef
það bætir ekki stjórn sina og athæfi alt. Þarfir
tímans heimta, að nýtt félag verði stofnað i lík-
um tilgangi og þjóðvinafélagið hafði i upphafi.
Stjórnarstand vort er ólíkt betra enn þá var, er
þjóðvinafélagið hófst, enn því hægra er oss að
krefjast frekari réttinda, enda vantar mikið á, að
enn sé fullnægt kröfum þeim, er félagið ætlaði
fram að fylgja. Þar sem bræðr vorir i Noregi
hafa nú unnið til fulls sigr á mótstöðumönnum
sjálfstjórnar þar í landi og frændr vorir í Dan-
mörku eiga að eins fáa féndr óunna, þá ættum
vér, sem eigum enn lengra í land til fullsælu
frjálsrar stjómar, að sameina krafta vora og
stofna pólitiskt félag um alt land, „þjóðfrelsisfé-
lagl£, til þess að fylgja fram þjóðréttindum vorum
af fremsta megni, reyna til að fá umbætur á
stjórnarskránni, neitunarvaldi konungs, ráðgjafa-
stjórninni, skrifsnápastjórninni innanlands, ein-
valdsdómaskipuninni, kirkjuóstjóminni o. s. frv.
INNLENDAR FRÉTTIR.
Veitt brauð. 10. þ. m. Borg á Mýrum cand.
theol. Morten Hansen. 25. þ. m. Torfastaðir í Árnes-
sýslu síra Magnúsi Helgasyni á Breiðabólsstað.
Laus brauð og sýslan. Breiðabólsstaðr á Skógar-
strönd. 987. 60. Augl. 26. júlí. Prestsekkja
nýtr 712 af tekjum brauðsins. Á því hvílir 400
kr. landssjóðsskuld, sem borgast með 50 kr. á ári
auk vaxta.
Umboð Norðrsýslu og Reykjadals þjóðjarða og
8/4 Flateyjar er laust.
Amtsráðskosning á suðuramtinu. Síra Skúli
Gríslason á Breiðabólstað endrkosinn. Til vara:
síra ísleifr Gríslason í Arnarbæli.
REYKJAVÍK, 30. JÚLÍ.