Fjallkonan - 08.09.1884, Blaðsíða 4
60
FJALLKONAN.
Innlendar fréttir,
Reykjavík 6. sept.
Y eðrátt er enn vætusöm. Með höfuðdegin-
um stytti nokkuð upp rigningarnar, en aftr er
nú brugðið til óþerris. Hefir þó undanfarna daga
náðst töluvert af heyi, er legið hefir við skemmd-
um, enn viða munu töður nýkomnar í garð.
Fiskiaflí lítill; að eins nokkur reytingur af
ýsu hér. Fiskileysi um Suðrnes.
Emlbættaskipan. Skúli Thoroddsen cand.
júr. er af landshöfðingja settr sýslumaðr í ísa-
íjarðarsýslu cg bæjarfógeti á ísafirði frá i. þ. m.
„i stað Fensmarks sýslumanns er 25. f. m. var
vikið frá embætti sakir vánskila í peninga-efnum.
Sagt er að skuld hans sé yfir 15000 kr.
Málajlutningsmaðr við yfirdóminn var 27.
f. m. settr kand. júr. Frans Siemsen frá 1. þ. m.
í stað Skúla Thoroddsens.
Laust brauð: Borg á Mýrum, er Morten
Hansen hefir eftir ósk hans verið leystr frá aftr.
EMBÆTTISPRÓF VIÐ PRESTASKÓLANN.
Árni Jónsson með 1. einkunn.
Jón Sveinsson — 1.------
Kristinn Daníelsson — 1.-------
Stefán Jónsson — 2.------
Pétr M. jporsteinsson — 2.------
Jón Thorsteinsen — 2.------
Halldór Bjarnarson — 2. ----
Heiðrsgjafir úr styrktarsjóði Christians
konungs hins níunda þ. á. hefir landshöfðinginn
veitt 29. ágúst Olafi umboðsmanni Sigurðssyni í
Ási og Sæmundi bónda Sæmundssyni á Elliða-
vatni 160 kr. hvorum, báðum fyrir frainúrskar-
andi dugnað 1 búnaði.
Lík Sigurðar Sigurðssonar adjunkts er ný-
fundið á Lambhússundi við Akranes. og fer jarð-
arför hans fram hér innan nokkurra daga. Sömu-
leiðis hefir fundizt lík piltsins frá Sölvhól, er
druknaði af sama bátnum.
Slysfarir. J>orsteinn bóndi Guðbrandsson á
Kothúsum í Garði druknaði við þriðja mann á
báti 27. f. m.
Einn íslenzkr stúdent við háskólann í Höfn,
Gísli Guðmundsson frá Bollastoðum í Húnavatns-
sýslu, féll útbyrðis af gufuskipi ogdruknaði á ferð
frá Árósi á Jótlandi til Hafnar.
B Œ K R.
Ljóðmæli eftir Matth. Jochumsson. Reykjavík.
Á forlag Kristjáns O. þorgrímssonar.
1884. VIII -(- 404 bls. 8vo. Með
mynd höfundarins. Kosta 4 kr.
Síra Matthias Jochumsson er svo þjóðkunn-
ur fyrir skáldskap sinn, að blað vort þarf eigi að
lýsa honum eða kvæðum hans fyrir almenningi.
Kvæði hans hafa jafnan notið mestu hylli hjá al-
þýðu, og sum þeirra hafa fallið svo vel í geð al-
menningi, að nálega hvert barnið og hver vinnu-
stúlka kann þau. þ>að er einmitt næg sönnun
fyrir, að þau kvæði hafa eitthvað til síns
ágætis, eru að einhverju leyti vel ort, sem festa
svo rætur hjá alþýðu, að þau verða í hvers manns
munni. Sannast þar sem oftar, að „sjaldan lýgr
almanna rómr“, því að þau kvæði lærir alþýða
helzt utan að, er henni líka bezt.
Landsmenn vorir hafa og kunnað að meta
sfra Matthfas sem skáld, þar sem honum hafa verið
veittar heiðrsgjafir fyrir kvæði og jafnvel hefir
eitt sinn til orða komið, að veita honum
heiðrslaun úr landssjóði. J>ó hefir hann ef til
vill unnið sér eigi minni frægð hjá þeim níönn-
um í útlöndum, er þekkja skáldskaparstörf hans.
Sér í lagi hefir hann getið sér góðan orðstír fyr-
ir þýðinguna á Friðþjófssögu eftir Tégner
Macbet og Hamlet eftir Shakspear, Manfred
eftir Byron og fl. Hann hefir þýtt meira af
útlendum skáldskap enn nokkur annar íslendingr,
og sérstaklega eru sum einstök kvæði snildarlega
þýdd eftir hann.
í þessari kvæðabók er í fyrsta sinni saman
safnað í eitt inum helztu frumkvæðum hans, enn
mestr hluti þeirra hefir verið prentaðr áðr.
Fyrstu tvö kvæðin í bókinni eru „Tímamót“ og
„íslands-vfsur“, er hvorttveggja er gott kvæði í
sinni röð. J>á koma þjóðhátíðarkvæðin og minn-
in, og eru þau flestum góðkunn. J>á koma kvæði
frá skólaárum skáldsins og eru flest þeirra vel
kveðin. Kemr þar þegar fram andríki og hug-
arflug skáldsins, og sumstaðar heit tilfinning fyr-
ir frelsi og mannréttindum. í þriðja flokki eru
ýmisleg kvæði, kvæði ort til ýmissa manna og
um ýmsa menn, söguljóð, kvæði úr sjón-
leikjum skáldsins, tilfinningakvæði (lyrisk kvæði)
og ýms tækifæriskvæði. þ>essi flokkr er því
mjög auðugr og kennir þar margra grasa. Skul-
um vér geta þessara kvæða sem einna beztra :
Mart. Lúther, Hallgr. Pétrsson, Víg Snorra Sturlu-
sonar, Stjórnarmálið, Noregr, Sjómannahvöt.kvæðin
úr Skuggasveini; Móðurkveðja, þorralok, Krapta-
kvæði Kristjáns skálds, Móðir mfh, Sorg o. fl.
í fjórða flokki eru brúðkaupsvísur. í fimta
flokki erfiljóð, er skáldið mun hafa ort fleiri enn
nokkur annar íslendingr, og þykja þó flest hans
erfiljóð hafa nokkuð til síns ágætis og eru mörg
þeirra talin með inum beztu þesskonar kvæðum er
ort hafa verið á íslenzku. 1 sjötta flokki eru þýð-
ingar og hefir fæst af þeim verið prentað áðr.
In helztu þeirra eru Mansalsljóð eftir Longfellow,
nokkur kvæði eftir Karl Gerok og þorgeir í Vík
eftir Hinrik Ibsen. Flest eru kvæði þessi prýði-
lega þýdd.
Utgáfa þessi er prýðisvönduð að prentun og
pappír, og teljum vér víst, að almenningr taki
henni feginshendi og hver bókvinr keppist við
að eiga hana í hyllu sinni við hliðina á kvæða-
bókum þeirra Steingríms, Jónasar og Bjarna.
Bók þessi er prentuð f ísafoldar-prentsmiðju.
Ritstjóri og ábyi'gðarmaðr: Valdimar Ásmundarson.
Eigandi og útgefandi: Gunnlaugr Stefánsson.
Reykjavík: prentuð í ísafoldarprentsiniðju.