Fjallkonan - 07.01.1885, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 07.01.1885, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 Thorarensen einn hefir á nýrri tímum skarað nokkuð upp í hann í kvæðinu um Odd Hjaltalín — líkastr því, sem Forn-Grikkir töldu um Pind- ar, og Hórats seinna hefir svo vel komið orðum að á latínu: Pindarum quisquis studet æmulari, Jule, ceratis ope Dædalea nititur pennis, vitreo daturus nomina Ponto! J>að er að almennri meiningu: „Hver, sem reynir að stæla eftir Pindar, flýgr að eins í vext- um fjaðrham og verðr óefað að hrapa í ægi“. J>ar sem ið sama var og satt um báða, Egil og Pindar, að seinni mönnum þóttu þeir stundum nokkuð þungskildir, þá kemr þetta ei af því, að svo væru í raun og veru orð þeirra, heldr af hinu, að hugmyndasatnið og hugarflugið var svo mikið hjá báðum og svo aukið og gagntekið af inum göfgustu „fornminjum“, einkum úr goða- fræðinni, eigi sízt hjá Agli, að hver óvalinn múga- maðr gat ei strax hlaupið að fullum skilningi þar til hlítar, fremr enn um alt annað, sem mikið er og daglegum hégóma efra. „Ormar fleiri liggja und aski Yggdrasils, enn það of hyggi hver ó- sviðra apa“, segir í Grímnismálum, og svo er enn, hefir æ verið og mun verða um sannan og mik- inn skáldskap, að alt í honum liggr ei strax á hraðbergi, enn festist þá aftr því betr í hugan- um eftir á; og einkum getr þetta varla öðruvísi verið, þegar sú trú og hugmyndir, sem svo mik- ið í skáldskapnum er bygt á — hjá Agli ásatrú- in forna — síðar meir breytist eða nær því al- veg deyr út, svo að ofmargar hugmyndir, jafnvel stórkostlegar og djúpar að vísu frá upphafi, gleymast flestum seinni tíma mönnum að mestu. þ>essa ættu þeir að gæta, sem skýra vilja skáld- skap Egils Skallagrímssonar, og það hefi ég reynt á ýmsum stöðum, bæði á íslenzku og dönsku: um Egil einkum í „Antiqu. Tidskrift“ 1855—57, bls. 149-—55, um hann og aðra í rit- gjörðinni „um goðorð“ (1853), í skýringonum um vísur Hávarðar ísfirðings (1860) og víðar annars- staðar, einkum í Á. M. útgáfu af Snorra-Eddu, III, þó sumt þar standi undir annara nafni, auk þess að ég oft hefi snúið inum stórkostlegustu af kvæðum Egils og öðrum í opinberum fyrirlestr- um hér við háskólann. Jón Borgfirðingr hefir reyndar gleymt að geta þessa nokkurstaðar í „Rithöfundatali“ sínu, þar sem hann þó lætr margs annars við getið, enn það er líka satt, að ég hefi meira hugsað um skáldskapinn sjálfan enn um orðaleikinn eintóman og einbert málmyndastagl. (Framhald síðar). ,,Leifr“, „Suðri<£ og „Heimdallr“. --jwWWVW- Mikið megum vér íslendingar vera þakklát- ir Kanadastjórn fyrir þá velvild og mannúð, er hún sýnir oss með því að láta gefa út í Ameríku íslenzkt blað og senda heim hingað til útbýting- ar ókeypis. Eg á við blaðið „Leif“, sem, svo sem kunnugt er, er gefinn út og sendr hingað á kostnað Kanadastjórnar. „Leifr“ er ekki fátækari að efni til enn sum önnur fslenzk blöð, enn bezti kostrinn við hann er það, að hann kostar ekki neitt. J>að er munr að snara út 3—4 krónum fyrir hin blöð- in; Fjallkonan kostar nú reyndar ekki nema 2 krónur. Ég skal að vísu með glöðu geði gefa 2—4 kr. fyrir önnur eins blöð og ísafold, J>jóðólf og Fjallkonuna, enn að gefa 3 krónur fyrir slík blöð sem Suðri er og Heimdallr! J>eim krónum ar sannarlega ekki vel varið. Af því „Suðri“ er eingöngu stjórnarinnar blað, að svo miklu leyti sem ritstjóranum getr heppnazt að henda á lofti hverja munnfylli, sem hröklast undan tönnum stjórnarinnar, þá kemr mér til hugar, að leggja það til, að stjórnin veiti Suðra fjárstyrk, álfka og Kanada-stjórn hefir veitt blaðinu „Leifi“, svo að unt væri að útbýta Suðra ókeypis. J>essa er því fremr þörf, sem útgefandi Suðra mun eiga fult i fangi að standa straum af útgáfu blaðsins, þar sem kaupendr munu heldr fara fækkandi.. jpótt fáir vilji kaupa Suðra og því síðr lesa hann, þá er ekkert á móti því, að almenningr tæki við honum til einhverra nota, ef honum væri útbýtt ókeypis. Mér þykir þvf líklegra, að danska stjórn- in væri eigi ófús á að taka dæmi Kanada-stjórn- ar til fyrirmyndar, sem svo virðist, sem þessi hugsun hafi flögrað óljós fyrir henni, er hún tók proclama-auglýsingaréttinn af „J>jóðólfi“ og gaf „Suðra“. Um „Heimdall“ vil ég sem minst tala. Eg signi mig í hvert skifti, sem ég sé það blað ; enn þó stefna þess blaðs virðist helzt vera sú, að gera alla íslendinga að heiðingjum og fá þá til að trúa á goðið úr Vatnsdalnum, þá er vonandi, að enginn taki mark á fleipri þess, einkum þar sem efni blaðsins er eigi betr valið enn verið hefir þetta ár sem leið. Blaðavinr. Reykjavík, 6. janúar 1885. Bæjarstjórn líeykjavíkr. 3. þ. m. fór fram kosning 5 manna í bæjarstjórn Reykjavíkr til 6 ára. Kvöldið áðr vóru haldnir fundir meðal bænda, verzlunarmanna og iðnaðarmanna, og var þar rætt um hverja kjósa skyldi, enn um það vóru deild- ar skoðanir. Blaðið „Suðri“ hafði fengið veðr af óví, að allmargir vóru á einu máli um það, að kjósa tiltekna menn í bæjarstjórnina, og tók „Suðri“ upp nöfn þeirra og mælti fram með að þeir yrðu kosnir, enn meðmæli slíks blaðs urðu til þess að spilla fyrir þessum heiðrsmönnum nema tveimr aeirra, sem almenningr var einráðinn í að kjósa. Enn þessir vóru kosnir bæjarfulltrúar: Björn Jónsson ritstjóri með 168 atkv. Guðmundr bóndi J>órðarson á Hól endrkos- inn með 164 atkv. Jón Olafsson ritstjóri með 95 atkv. Páll J>orkelsson gullsmiðr með 58 atkv. Jón O. V. Jónsson verzlunarstjóri með 51 atlcv. Yeðrátt er nú in harðasta um alt suðrland, og mjög illar horfur á heybirgðum almennings, ýar sem hey eru víðast bæði skemd og ónóg. Eldsbruní. Rétt fyrir jólin varð eldr laus

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.