Fjallkonan - 10.07.1885, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 10.07.1885, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. / 51 frá öllum aðalnefnduru þingdeildarinnar það ár. Spáðu þámargir illa fyrir fjárlaganefnd deildarinnar, enn henni reiddi vel af að öllu undir framsögu slra Arnl., enda var dr. G. ínn sanngjarnasti við nefndina, þótt hann gerði mörg breytingaratkv. við álit hennar, er eigi náðu fram að ganga. |>að má segja dr. Gr. til lofs, að hann hefir ef til vill aldrei betr sýnt alla sýna kosti sem þingmaðr enn einmitt á mótgangstímanum. Hann varð varfærnari í sjálfstraustinu, nærgætnari við mótstöðumenn sína, og margra álit er það, að hafi verið betri þingmaðr að mun eftir enn áðr. 1883 breyttist aftr til afstaða fiokkanna. J>að hefir til þessa verið þingsins óhamingja, að öll flokkaskipun hefir verið persónuleg á þingi og því skammvinn. |>etta ár var dr. Gr. utan flokka og þótti þá víða vel fram koma. Dr. Grímr talar liprt og létt og skipulega; rómrinn liggr heldr lágt og eigi snjallr, og heyrist því eigi ávalt svo vel til hans sem æskilegt væri. Bigi talar hann af tilfinning mikilli, enn mjög þingmannlega að öðru leyti. Hann má telja einn af inum sárfáu þingmönnumídeild- inni er ræðumenn mega heita. I ár er dr. Gr. forseti. Hann er óvanr því starfi og fer það því eigi als kostar fimlega stundum. Sakna flestir áheyrendr gamla Jóns á Gautlöndum úr því sæti. |>að bagar dr. Gr. mjög, að hann heyrir mjög illa og verðr iðulega að spyrja þingskrifarana, hvað verið sé að segja. Halldór Friðriksson, sem er annar þingskr., ger- ir heldr eigi mikið til að styðja forseta, enda hefir hann lengi langað í það sæti, enn aldrei tekizt og tekst vart nokkurntíma að hvíla þar bein sín. Sumir geta til, að tannhvassir þingmenn mundu eigi brýna röddina í sumar þegar þá langaði til að lofa orði að dansa á takmarkalínu þingskapanna. í io. tölublaði „Fjallkonunnar“ 23. f. m. birtist grein nokkur með yfirskriftinni: „Tveir alþing- ismenn ólíkir", og á hún að vera „álit frá kjós- endum þeirra“. Undir grein þessa, eða eins og ritstj. Fjallk. kemst að orði: „greinar útdrag“ er ritað : „Nokkurir kjósendr J. Ol. og Tr. riddara“. Til þess að koma í veg fyrir að það, sem grein þessi gefr í skyn, verði skoðað sem alment álit kjósenda herra Tryggva Gunnarssonar á honum, finn eg mér skylt að lýsa yfir því, að í þau 4 ár, sem ég hefi verið í Suðr-Múlasýslu, hefi ég eigi orðið þess var, að hann hafi komið nokkurn- tíma svo fram á fundum, er þar hafa verið haldnir til að ræða um þjóðmálefni, að nokkurum hafi komið til hugar að gruna hann um þjóðhollustu. Síðasti þjóðmálafundr, sem haldinn var þar að Ketilsstöðum á Völlum 4. þ. m. til undirbúnings undir alþingi og þ>ingvallafund, var mjög vel sóttr, eftir því sem á stóð í ótíð og ófærðum. þ>ar voru alls rúmlega 50 menn, úr átta hreppum kjördæmisins; hrepparnir eru alls 10. Alþingis- maðrinn hr. Tr. G. hafði boðað komu sína á fundinn, enn gat með engu móti komizt fyrir ó- færð og óveðri. Sendi hann þá fundinum ávarp, þar sem hann gerði grein fyrir skoðunum sínum á helztu nauðsynjamálum þjóðarinnar. Á þeim fundi kom eigi fram ein einasta rödd, sem lýsti vantrausti á honum né inni minstu óánægju yfir stefnu hans og áliti í þjóðmálum. f>vert á móti var i einu hljóði samþykt, að votta honum á- nægju og þakklæti fundarins fyrir ávarpið, og gaf fundrinn honum fult traust til þess, að hann mundi halda fram réttindum og sanngjörnum kröf- um þjóðar vorrar. þ>essir „Nokkurir kjósendr“ sem ritaðir eru undir áðrnefnda grein í „Fjallk.“ geta að minni vitund hvorki verið margir, né átt örugga tals- menn innan kjördæmisins, fyrst enginn þeirra lét til sín heyra á Ketilsstaðafundinum 4. þ. m. og var þó sá fundr einkum sóttr af þeim, sem gengið höfðu i „frelsisfélag framsóknarmanna11 í sýslunni. Eg verð þess vegna, sem erindsreki Suðr- Múlasýslu til þúngvallafundarins, að neita því, að kjósendr hr. Tr. G. hafi það álit á honum, sem greinin í „Fjallk.“ gefr i skyn. Sú grein hlýtr að vera komin frá fáeinum mönnum,—ef það er annars nema einn eða tveir — sem eigi geta unt Tr. G. sannmælis, af persónulegri óvild, og sem hafa tekið upp þykkjuna fyrir hr. J. O. af per- sónulegri óvelvild við hann. í nafni Ketilsstaðafundarins skora ég á þessa „Nokkura kjósendr J. O. og Tr. riddara“ að vera svo hreinskilnir og segja til nafna sinna. þ>að má varla minna vera, en þeir láti hina aðra kjósendr í Suðurmúlasýslu vita hverjir þeir eru. Staddr í Itvík, 24. júní 1885. Páll Pálsson frá pingmúla. SITT ÚR HVERJU LANDI. Hljóbbebinn (telefóninn). þegar Edison tekr til máls um rafmagnið, þá hlustar allr heimrinn á með athygli. Byrir skömmu ritaði Edison grein í ameríkst blað um framfara-horfur rafmagnsfræðinnar og set- jum vér hér kafla úr þeirri grein : »|>ótt mikið sé að gert nú um fimmtíu ár í þekking og hagnýting rafmagnsins, er ég þess fullvís, að meira er í vændum. Vér stöndum á vegamótum, þar sem við oss blasa föng óteljandi framkvæmda ; rafmagnið má hagnýta til svo margra hluta, að menn hafa enn lltinn grun um það. Varla verðr búizt við, að málþráðrinn (telegraffinn) verði bættr til stórra muna; hann hefir verið notaðr svo lengi og tekið svo mörgum bótum, að honum er í fáu ábótavant. Víst má telja, að eigi líði á löngu, áðr sexföld málþráðar-ritun verðr upp tekin, þannig, að einn málþráðr gerir sama gagn og þótt sex þræðir væru. Bnn það er eigi orðið að verklegri framkvæmd enn sem komið er. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að nota hljóð- berann (telefóninn) á langri leið, og eru allar horfur á að það gangi eftir óskum. Menn hafa talað saman í hljóðbera milli Cleveland (í Ohio) og New York, og að nokkuru leyti millum New York og Boston. Að- algalhnn á því að nota hljóðbera á löngum vegi er sá, að allmikið af rafmagnsstrauminum fer að forgörð- um fyrir aðdráttarafl jarðarinnar og það, að þræðirnir eru of nærri hver öðrum. Væri hægt að leggja svo þræðina, að þeir læu í lausu lofti fyrir ofan alla fjalla- tinda, gætu menn hvíslast á í hljóðberanum um allan heim. Vegalengdin yrði þá eigi því til fyrirstöðu, að viðræður manna gæti borizt til tunglsins. í Arizona var lagðr hljóðberi á skóglausri sléttuum vegalengd, er var 1000 enskar mílur, og heyrðust viðræðurnar jafnglögt sem í millum New York og Hartford. Með því að leggja hljóðberann í jörð niðr, mundi einnig mega bæta úr því, að rafmagnsstraumrinn færi til ó- nýtis«.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.