Fjallkonan - 10.07.1885, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 10.07.1885, Blaðsíða 4
52 FJALLKONAN. Hljóðberinn hefir þegar komið að miklum notum, þótt hann sé enn ófullkominn og standi til mikilla bóta. Honum fylgja margar umbætr og hagsmunir í hversdagslegu lífi, er of langt yrði upp að telja. f>að er hljóðberanum að þakka, að bændr í Kanada geta iátið hesta sína vinna alla vinnu á akrinum, og vinn- an verðr svo léti og ódýr, að hveiti frá Kanada ar nfi selt i Liverpool á 22-23 shillings hvert quarter (rúm- lega 2 tunnur), en enskir bændr þykjast illa haldnir ef þeir fá eigi meira en 32-33 sh. fyrir quarter. Yér skulum segja frá einu dæmi um notkun hljóðberans við akryrkju : Major Bell er verkstjóri fyrir félag, er hefir til umráða 54000 ekrur. I fyrra voru þar rækt- aðar 13000 ekrur. Hann lætr hljóðberann flytja skip- anir sínar til allra verkstjóranna, þó þeir sé 4-5 mílur frá bústað hans og álíka langt hver frá öðrum. þar vinna 190 manns, sem annars þyrfti 2500 manna, og vinna þeir að 800-1000 ekrum á dag. þeir fá 30 sh. í laun um vikuna og húsnæði. þeir búa á víð og dreif um akrlendið. Enn einn maðr segir fyrir öllu verkinu og sitr heima hjá sér í næði. Good-Templar-félagið. þetta félag er stofnað í Ameríku fyrir rúmum 30 árum, og aðalstjórn þess er enn i Ameríku. Tilgangr félagsins er: jafnrétti allra manna, karla og kvenna, hverrar þjóðar og hverrar trúar sem eru; þó verðr enginn tekinn í félagið, sem ekki trúir á Guð. Höfuðskylda félagsmanna er að byrla eigi, drekka eigi né veita, kaupa eigi né selja, né á nokkmrn hátt fá öðrum í hendr áfenga drykki né stuðla til þess, hvort sem er vínandadrykkir, por- ter, öl, eplalögr eða annað áfengi. — Enginn félags- maðr má hafa ósæmilegt orðbragð, og allir skulu þeir af fremsta megni efla siðgæði, trú og mentun. Félags- menn skulu, svo sem auðið verðr, rétta öllum hjálpar- hönd, sem við bága hagi eiga að búa. Félaginu er skift í deildir og stórdeildir. I hverri deild er sérstök nefnd, sjúklinganefndin, sem kölluð er; í hana eru kjörnir 3 karlmenn og 3 kvenmenn, er skulu annast um að vitjað sje sjúkra félagsmanna, vakað yfir þeim og hjúkrað á allan hátt. Sérstakar deildir eru barnadeildir; það eru nokkurs konar sunnudagaskólar handa börnunum, enn þau verða og að afneita allri nautn áfengra drykkja, tóbaksnautn, forðast ósæmilegt orðbragð o. s. frv. Félag þetta hefir breiðzt út um allan heim, og í því eru menn af öllum stéttum, konungbornir menn sem kot- ungar. Alstaðar þar, sem ensk tunga er töluð, á Ind- landi, Afríku, Ameríku og Astralíu, hefir félagið komizt á fót og reist samkomuhús; enskir sjómenn hitta þar jafnan félaga sína. Enn ef félagsmenn eigi skilja hvor annars tungu, hafa þeir ýmsar táknanir, sem þeir einir þekkja, til að geta skilið hvor annan. Félaginu er hvar- vetna borið hið bezta orð, og gagn það, sem félagið hefir gert, er ómetanlegt. Grænlendingar. Ymsir þjóðfræðingar segja nú, að Eskimóar á Grænlandi sé kynblendingar af Eskimóa- kyni og Evrópu-kyni (íslendingum?). Svo ætlar Nor- denskiöld, og ber hann Grænlendingum vel söguna; segir þá miklu snotrari og betr vaxna enn aðra Eski- móa; Grænlendingar kunna og allir að lesa og skrifa og siðferði þeirra er mjög lofsvert; enda er engin dóm- gæzla þar í landi. — Búningr Grænlendinga er ólíkr búningi annara heimskautaþjóða. þeir eru klæddir í skyrtu, treyju, brækr og sokka, og virðist sá búningr allr vera tekinn upp eftir Norðrlanda búum og þá sjálf- sagt eftir íslenzkum landnámsmönnmn á Grænlandi. Sá er einn munrinn, að þeir hafa skinnföt í stað ullar- fata. — Margt fleira bendir á kynning eða kynblöndun Grænlendinga og Norðrlandabúa. Lampar Grænlend- ingaeru t. d. komnir frá Norðrálfu; þess konar lampar hafa gengið um alla álfuna sunnan frá Miðjarðarhafi og' norðr á ísland; þeir tíðkast enn meðal fátæklinga á ■ Ítalíu; Grænlendingar nefna þá »kollek« og er það sama orð og íslenzka orðið »kola«.—Enn má nefna ýmsa siðu Grænlendinga, er benda á ið sama, svo sem það, að þeir yrkja níðvísur og háðkvæði, og það gátu þeir lært af gömlu Islendingum. Enn fremr hafa Grænlendingar að líkindum Iært knattleika af Islendingum; shka knattleika hafa engar aðrar heimskautaþjóðir. ^Glood-teiiiplars^bindindisjfélag; er stofnað hér í Kvík fyrir forgöngu Bjarnar Pálssonar á Akreyri. Gengnir í það um 50 manna. þetta er mjög þarft og lofsvert fyrirtæki. Reykjavik hefir lengi verið drykkju- rútabæli og eyðileggingarkví margra ungra manna, sem hafa látið sig veiða í freistinganetum víndrykkjunnar. það er vonanda, að sem flestir gangi í félag þetta, og tala félagsmanna margfaldist á skömmum tíma, og þeir fari daglega fækkandi, sem með siðferðis-spilltri um- gengni ganga fram hjá skyldum sínum við konu og börn til að svala víngræðgis-þorsta sínum í eitrbrunni of- drykkjunnar. Menn af öllum stéttum ættu að finna hvöt hjá sér til að styrkja félag þetta; einkum væri það þýðingarmikið fyrir útbreiðslu félagsins, ef embættis- menn gengju í það, því þeir hafa jafnan mikil áhrif á lífernisstefnu hinna lægri stétta, og hafa, því miður, allt of margir, gefið alþýðumönnum miðlungi gott dæmi með Bakkusar-dýrkun sinni. z. Útskrifaðir úr latínuskólanum 5 júlí þessir 21 stúdent. Með 1. einkJón Steingrímsson (ágætiseinkunn), Olafr Pálsson, Adolph Nikolaisen, Andrés Gíslason, Jón Arason, Ólafr Petersen, Riohard Torfason, Árni Ejarnarson, Magnús Magnússon og Magnús Bjarnarson. Bleð 2. eink.: Pétr Hjaltested, Lárus Bjarnason, Björn Blöndal, Einar Erið- geirsson, þórðr Ólafsson, þórðr Jensson og öuðlaugr Ouð- mundsson. Með 3. eink.: Gísli Einarsson, Olafr Stephen- sen, Sigurðr Jónsson og þorsteinn Bergsson. Fyrirlestrar. Hr. stud. mag. Valtýr Gudmundsson frá Khöfn hélt 25. f. m. mjög fróðlegan fyrirlestr um merki Islands. Hann rakti in sögulegu atriði máls þessa frá rót- um, færði skýr rök fyrir því, hver nauðsyn bæri til, að landið hefði sérstakt flagg og að flest mælti með því, að fálkamerkið væri upptekið sem þjóðfáni íslands og verzl- unarfáni með lögum. — Luku menn alment lofsorði á fyrir- lestrinn og væri óskandi, að hann kæmi á prent. •—Hr. cand. phil. Gruðm. Scheving hélt í gærkveldi fyrir- lestr um ofdrykkju og bindindi. — Báðir þessir fyrirlestrar vel sóttir. AUGLÝSINGAR. Bindindisfjelag. Deild (,,Verðandi“) hins óháða fjelags Good-Templars, sem nýlega var stofnað hjer í Reykjavík, heldur fund á hverjuþi sunnudegi kl. 4. e. m. í barnaskólahúsinu. þeir, sem óska að verða meðlimir deildar þessarar, verða að fá einhvern meðlim til að tilkynna það deildinni. Erekari upplýsingar gefa Olafur Rosenkranz leikfimiskennari og Matthias Matthiasson verzlunarmaður. Læltiiingahók dr. Jónassens fæst hjá öllum bóksölum landsins og hjá höfundinum. Hún verðr og send í sumar með strandferðaskipunum til þeirra, sem hún þegar er uppseld hjá. Pjeturs-postilla fær enn hinar sömu ákjósanlegu viðtökur hjá landsmönn- um og hinar fyrri útgáfur hennar. Alstaðar er henni vel fagnað. Allir þeir, sem panta hana fyrir síðustu strandferð í sumar, fá hana með áskrifendaverðí, 5 kr. 50 a. í vönd- uðu dönsku skinnbandi; en seinna kostar hún 6kr., eins og upphaflega var ákveðið. Sigurður Kristjánsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaðr: Valdimar Asmundarson. Eigandi og vitgefandi: Sigurður Kristjánsson. Prentuð í Isafoldarprentsmiðju.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.