Fjallkonan - 04.02.1886, Qupperneq 3
FJALLKONAN.
11
sumarið. íslendingar i Khöfn lögðu krans á kistu
hans.
England. þungkosningar fóru hér svo, að frels-
ismenn höfðu 4 færra á þing enn hægri menn og
Parnellistar til samans. í mæli er að Victoria ætli
sjálf að setja þingið.
Svo fóru viðskifti með Englendingum og Birma-
konungi, Theebaw, að Englendingar tóku hann
höndum og drotningu hans, enn köstuðu eign sinni
á ríki hans ; það er 150,000 ferh. mílur á stærð; í-
búar 4 miljónir.
Frakkland. Forsetakosningunni lauk svo, aðGrevy
var endrkosinn til næstu 7 ára. Hægri menn gerðu
hark mikið og háreysti meðan á kosningum stóð.
Spánn. Alfons 12 Spánarkonungr dó á dögunum
snögglega; eptirlét drotningu og dóttur, Mercedes,
5 ára að aldri, sem stendr til ríkiserfða, enn drotn-
ingin er þunguð, og fæði hún son, þá tekr hann
við ríki; þar hafa orðið ráðgjafaskipti, Sagasta,sem
oft er nefndr í Skírni, orðinn ráðgjafi.
Balkanskagi. þegar Bolgarar gripu til vopna í
haust, risu Serbar upp á móti þeim og veitti
Serbum fyrst betr, enn brátt færðu Bolgarar sig upp
á skaftið, og unnu hvern sigrinn á fætr öðrum, enn
þá gengu stórveldin á milli. Var þá samið vopna-
hlé til 1. marz, og er friðarvon, enn aftr á móti lítr
út fyrir að Grikkjum og Tyrkjum lendi saman.
Verzlunarfréttir. Kaupmannahöfn 14. janúarmán.
Innlend vara: Ull í lágu verði í Englandi. Hvít
sutinlenzk vorull á 54-—55 a. pd.; norðlenzk 58—60
a.; misl. ull 45 a.; svört ull 45 a.; haustull óþvegin
45 a., og nokkuð óselt afhenni enn; þvegin 'naust-
ull 50—54 a. — Saltfiskr (2000 skpd. óseld): sunn-
lenzkr stór 45 kr. skpd. (boðið 40 kr.); hnakkakýldr
55 kr. (boðið 50 kr.); stútungr 36 kr.; þyrkslingr
32 kr.; ýsa 28—-30 kr. Látið illa yfir íslenzkum
fiski á Spáni; seinasti fiskfarmr frá ísafirði seldr
þar á 47 kr. skpd. Verðr líklega örðugt að selja
ísl. fisk á Spáni i ár, nema lægra verði enn frakk-
neskan fisk. Harðfiskr 110 kr. skpd., enn gengr
ei út.—Lýsi (um 200 föt óseld): Ijóst, tært hákarls-
lýsi á 39—40 kr. 210 pd., dökt 20—30 kr., þorska-
lýsi 26—36 kr. (210 pd.).—Tólg 25 a. eða minna.—
Sauðakjöt 36—36x/2 kr. 224 pd.—Æðardúnn 18—
18 72 kr. pd.
Utlend vara: Rúgr rússneskr 5 kr. 100 pd., rúg-
mjöl 572 kr., bankabygg 772—872 kr. 100 pd., kaffe
32—45 a., kandis 20—22 a., hvítasykr 21 e., púðr-
sykr 16 a.; rísgrjón 7 72—974 a. pd.
SITT ÚB HVEBJU LANDI.
Daufdumbar eru taldir 700—900 þús. í öllum heimi.
Af þeim eru 63 af hundraði hverju fæddir heyrnarlaus-
ir, enn hinir hafa mist heyrnina af ýmsum or3ökum.
Gyðinyar eru nú taldir samtals nokkuð yfir 6 miljónir;
af þeim er 5J milj. i Evrópu, 245 þús. í Asíu, 413 þús.
í Afríku, 300 þús. í Ameríku, 12 í Ástralíu.
I Evrópu eru flestir Gyðingar í Bússlandi, 2J milj.,
þar næst í Austrríki og Ungaralandi, yfir 1J milj , þar
næst í þýzkalandi, J milj., þar næst í Búmeníu, 260
þús., þá í Tyrklandi, 116 þús., í Frakklandi, 70 þús.,
í Bretlandi 60 þús., o. s. frv. í Danmörku 4000, í
Svíþjóð og Noregi 3000.
Skurðr gegn um Gyðingaland. ítalir eru að taka
saman ráð sín um, að grafa skurð í gegnum Gyðinga-
land milli Miðjarðarhafs og Bauðahafs. Er talið, að sá
skurðr mundi kosta helmingi minna enn Suez-skurðr,
stytta enn meira sjóleið til Austrlanda og beina nýja
gróða vegu fyrir verzlun og viðskifti.
Svíakonungr hefir ritað bók eina um stjórnarviðburði
í Evrópu á árunum 1864—72 og heitir »Átta ára saga«.
Kemr út í Kaupmannahöfn.
Fréttaþráðr bilaði fyrir skönimu á mararbotni í Biscay-
flóa. Sjórinn var þar tvær mílur enskar á dýpt, enn
ekki urðu neinir örðugleikar á því að gera við þráðinn.
Auðr mannkynsins. jpað er eigi auðið að meta ná-
kvæmlega til verðs auð mannkynsins, enn með því að
bera saman allar hagfræðilegar skýrslur sem til eru,
má fara nærri um það.
Mestr auðr er í landeign og skógum, og er sá auðr
metinn 17 þús. milj. punda; þar í eiga sex lönd, Bret-
land, Frakkland, þýzkaland, Bússland, Austrríki og
Bandaríkin, meir enn f hluta.
þar næstar eru húseignir. þær eru svo taldar í þess-
um löndum:
Húsatala Húsaverð
Bússland 9,150,000 880 rnilj. punda sterl.
Bandaríkin 8,956,000 2780 — — —
Frakkland 8,813,000 1890 — — —
Bretland 6,452,000 2280 — — —
Austrriki 6,290,000 770 — — —
þýzkaland 5,770,000 1470 — — —
Meðalhúsverð í Bússlandi er 96 pd., í Englandi 352 pd.
Meðalhúsleiga á Englandi um árið 120 pd.
Húsbúnaðr, áhöld, skrautgripir o. s. frv., er talið hálf-
virði á móts við húseignirnar. |>ar eru Bandaríkjamenn
auðgastir, þá Bretar.
þá koma járnbrautir; þær eiga Bandaríkjamenn flest-
ar, nál. -J- allra járnbrauta í heimi; þeir eiga og um 20000
gufuvagna; ársgjöldin um 150 milj. pd. þar næst koma
Bretar.
fá eru alþjóðarbyggingar, vegir, skurðir, vatnsrennur
0. s. frv. þar eru Frakkar auðugastir og er sú eign tal-
in þar 600 milj. pd., enn Bretar og Bandaríkjamenn
ganga þar næstir og litlu minni.
Fénaðr er mestr í Bússlandi og Bandaríkjunum. Fén-
aðr Bandam. er metinn á 300 milj. pd., enn Bússa 40
milj. minna. Fénaðareign þessara landa er þannig :
Bandaríkin Bússland
Hestar 11,202,000 16,160,000
Kýr 35,626,000 22,770,000
Sauðfé 35,193,000 48,820,000
Svín 47,634,000 10,514,000
Meira af svínum í Bandaríkjunum enn í öllum öðrum
löndum til samans. Mest af sauðfé í Plata-héraði í Suðr-
Ameríku, og þá í Astralíu. Mest af kúm í Bandaríkjun-
um; mest af hestum í Bússlandi. I Evrópu er mest af
kúm í Danm. 70 mót 100 íbúum.
Bretar eigá langmestan kaupvarning, þá Frakkar hálfu
minni; skipastól eiga og Bretar langmestan, þá Banda-
ríkjamenn hálfu mínni.
þannig er talinn auðr höfuðlanda heimsins í milj.
pd. sterl.: lönd og skógar 16,939, hús 12,206, áhöld og
gripir 6,098, járnbrautir 4,005, þjóðbyggingar 3,059, fén-
aðr 2,101, dýrir málmar óslegnir 957, skipastóll 283,
ýmislegt 3,810. Alls um 50750 milj. punda.
Auðugustu löndjeru:
Bandaríkin £ 9,495 rnilj.
Bretland — 8,720 —
Frakkland — r8,0601 —
þýzkaland — 6,323 —
Bússland — 4,343 —
Austrríki — 3,613 —