Fjallkonan - 23.03.1886, Blaðsíða 1
FJALIEONAN
EEYKJAYIK, 23. MARZ
1886.
6. J3LAÐ.
Leiðrétting: í síðasta blaði er ónákvæmni, þar sem talað
ar um sprenginguna í N. Y. : „Yatnið gaus */4 mílu í loft
upp“, ætti að vera : ,,....á */4 mílu víðáttu í loft upp“.
Póstskipið kom til Rvíkr 17. þ. m. Eór til Stykkis-
hólms 19. þ. m. með kornvöru til bjargar Snæfellingum.
Ný lög, staðfest af konungi 19. f. m.
Lög um utanþjóðkyrkjumenn.
Lög um friðun á laxi.
Lög um friðun hvala.
|>á eru óstaðfest þrjú lagafrumvörp frá síðasta alþingi:
um fjárforræði þurfamanna, um stofnun lagaskóla og um
fiskiveiðar í landhlegi.
Konungkjöeinn Þingmaðb 24. f. m. síra Arnljótr Olafs-
son(!) í stað byskups.
Embættaskipan. Landshöfðingja embættið enn óveitt,
og gegnir yfirdómsforsetinn því þangað til næsta póst-
skip kemr að minsta kosti.
Prestashólinn. 1. kennaraembætti er veitt 24. þ. m.
síra jbórhalli Bjarnarsyni.
Véitt prestaJcall. Ólafsvellir lð. þ. m. síra Brynjólfi Jóns-
syni á Hofi í Álftafirði, er veittir voru Bergsstaðir í haust.
Óveitt prestaköll. 16. þ. m. Bergsstaðir (met. 1075). 20.
þ. m. Akreyri (1897), Yiðvík (1244), Tröllatunga (843).j
Prófessor við háskólann í Khöfn, Konráð Gíslason, hefir
fengið lausn frá embætti sínu (kennslu í norrænu). Tal-
ið víst, að dr. Wimmer komi í hans stað.
Lausn fbá pbestskap hafa fengið: síra Páll Jónsson
í Viðvík og síra Halldór Jónsson í Tröllatungu frá næstu
fardögum.
Kybkja á eybabbaiika. Landshöfðingi hefir 11. þ. m.
leyft Stokkseyrarsöfnuði að reisa nýja kyrkju á
Eyrarbakka. Kyrkja verðr eftir sem áðr á Stokkseyri, og
hafi báðar kyrkjur sameiginl. sjóð og sama kyrkjugarð.
Slysfabib. A Austfjörðum hafa orðið miklar slysfarir
í vetr. Fyrir jólin fórst bátr í Reyðarfirði með 2 mönn-
um ; annar hét Guðni Stefánsson frá Sómastaðagerði,
ungr bóndi; annar bátr í Fáskrúðsfirði með 2 mönnum.
I ofsaveðrinu 7. jan. fórst bátr á Norðfirði með 4
mönnum ; formaðr Stefán Bjarnason í Nesi, efnisbóndi,
dó frá konu og 7 börnum ungum. I Héraði urði 4 menn
úti og einn í Reyðarfirði.
Fjábskaðak urðu fjarskalegir í N.-Miilasýslu þenna dag.
Fórust um 800 fjár í fjórum sveitum: Fellum, Eyðaþinghá,
Hjaltastaðaþinghá og Tungu.
Ofviðbi. 13. þ. m. var landsunnanrok hér um Suðr-
land og gerði skaða á sumum stöðum ; einkum fuku hey
til skaða og þök af húsum. Mest tjón varð að því í
Borgarf j arðarsýslu.
Aflabbögð eru nú in álitlegustu.
Islenzku fiskiskúturnar komu til Rvíkr 20. þ. m. og
höfðu fengið góðan afla af þorski.—»Clarina«, eig. Olafr
í Mýrarhúsum o. fl., skipstj. Snorri Sveinsson, fekk 2,500.
»Enigheden«, eig. f>órðr í Ráðagerði og Guðmundr í Nesi,
skipstj. Páll Hafliðason, 2,500,—»Engey«, eign Engey-
inga, skipstj. Edílon Grímsson, 2000.—»Vonin«, eig. Gísli
og Ólafr á Bakka, skipstj. Bergþór J>orsteinsson, 2000.
—»Reykjavíkin«, hákarlaskip Geirs Zoega, skipstj. inn
mikli dugnaðar og aflamaðr Sigurðr Símonarson, kom í gær
með 60 tunnur lifrar.
J>iiigmaiinakosningar.
II.
Allr þorri landsmanna eru bændr.
J>að er því bændastéttin, sem á að skipa meiri hluta
þings að réttu lagi; það eru bændrnir, sem öll framför
landsins er undir komi-n; þeir ættu og að þekkja bezt
þarfir þjóðarinnar og hvað hún vill og getr ; þeir bera
mestan hlut gjaldabyrðarinnar, og ættu því mestu um
að ráða hversu með gjöldin er farið.
Enn það er meinið, að alþýða vor er enn ekki fylli-
lega vöknuð til meðvitundar um sjálfstjórnarrétt sinn,
hefir enu óljósar hugmyndir um stjórnmál og skortir mjög
alla menntun og þekkingu í verkum og framkvæmdum.
J>egar alþýða hefir náð þeirn þroska, að kostr er á hæfum
bændum til að skipa meiri hluta þings, þá fáum vér þjóð-
nýta þingmenn ; þá fáum vér haukþing enn ekki hrafna-
þing.
J>að er meinið, að vér eigum svo fáa mentaða bændr,
þrátt fyrir allt það skjall, er stundum hefir gollið á þingi
um mentun alþýðunnar. Reyndar getum vér átt mörg
góð þingmannaefni í bændaí'öð, þótt ekki sé þjóðkunnir
menn ; það getr enda verið, að menn þeir leynist hér og
hvar á landinu,er gæti orðið þingskörungar eða flokkstjór-
ar á þingi, þótt þeir láti nú ekki á sér bera.
Stétta-mismunr er að vísu litill hér á landi, og þessi
mismunr minkar smámsaman eftir því sem alþýðumenn-
ingin eykst. Nú er miklu minna djúp enn áðr milli em-
bættismanna og alþýðu.
Eigi að síðr verðr að gjalda varhuga við því, að ein-
stakar stéttir aðrar enn bændastéttin stýri miklum afla á
þingi. Á síðasta alþingi sátu 11 préstar eða andlegrar-
stéttarmenn,10 bændr, 9 embættisménn ýmsir(þar af 6 lög-
fræðingar, 1 læknir, 1 kennari og 1 uppgjafaembættis-
maðr), 5 verzlunarmenn og 1 blaðamaðr. Prestar hafa
því mest lið á þinginu. Sé nú prestarnir taldir með em-
bættismönnunum, þá hafa verið 20 embættismenn á þing-
inu eða meir enn helmingr (-|) allra þingmanna; em-
bættismennirnir eru helmingi fleiri enn bændr ; ennenginn
þingmaðr er af iðnaðarmanna flokki.
Engan skyldi furða á því, þótt launaviðbætr fengi góð-
an byr á slíku embættismanna þingi, né þótt ýms ný-
mæli í kyrkjumálum, er auka rétt safnaðanna, mæti mót-
spyrnu á þessari prestastefnu; enn prestarnir mega þó
eiga það, að þeir hafa margir komið vel fram á þingi og
frjálsmannlega. Prestar eru samrýndastir bændum; þeir
biia oft við líkan kost í sveitunum og bændrnir; þá má
því að mörgu leyti telja með bændaflokkinum.
Vér viljum þó leggja það til, að prestum yrði heldi'
fækkað á þinginu nú þegar kosningar fara fram. Bænda-
flokkrinn ætti að verða fjölmennari, og svo álítum vér að
kjósa ætti til þings að minnsta kosti einn eða tvo menn,
sem hefði dálítið verksvit.
Höfuðmálin á þinginu fyrst um sinn hljóta að verða
auk stjórnarskráarmálsins : alþýðumentunarmálið ; í því
máli geta prestarnir orðið góðir liðsmenn; efling land-
búnaðar og sjávarútvegs, svo og ný landbúnaðarlög ; það
verða mestu áhugamál bændanna ; viðreisn iðnaðar í land-
inu, og til þess máls vildum vér kveðja verkfróða menn
eða iðnaðarmenn.