Fjallkonan - 27.11.1886, Page 2
86
FJALLKONAN.
hefði það verið of nærri sannleikanum til þess, að gefa
þingm. nokkura átyllu til að hamast rít úr því eins og
hann gjörir, einkum þegar hann fer ekki ráðvandlegar
með dæmið sjálfr enn hann gjörir. Hann segir, að seðl-
ar bankans hafi náð aftr, eftir 1814, nfullgildi, þá er
mergð þeirra var minkuðn, og að þeir hafi haft það »aftr
og aftr», »þótt þeir væru óinnleysanlegiri<. Alt þetta eru
eintóm og helber ósannindi hins víðlesna hagfræðings.
Frá því að seðlarnir féllu, 1801, og þangað til 1821, að
þeir urðu innleysanlegir, náðu þeir aldrei fullgildi. Næst
koinust þeir því 1820, enn vóru það ár þó 2 1. 12 sh./«
undir pariL Arið 1814 var seðilmergðin 25 millj.1 2 * *, seðl-
•ar undir pari yfir 25/». Næstu þrjú ár óx hún, unz hún
varð 30 millj. 18172, enn það ár vóru þó seðlar ekki
nema rúmlega 2-|/» undir pari. Enn 1819 minkaði seðil-
mergðin niðr í 23^ millj.2, enn þó vóru seðlar það ár 4-J/»
undir pari. Síðan 1821, að seðlarnir urðu innleysanlegir,
hafa þeir aldrei fallið niðr úr fullgildi. 011 árin 1801—
21 átti bankinn margar milljónir punda umfram allar
kriifur á hendr honum.
3. þá kemr nú dæmið rir Mill. þm. segir: »Orð
Stuart Mills um land, sem á sínar eigin gullnámur og
hefir enga verzlun við önnur lönd, eru, eins og þau bera
með sér, að eins hugsunartilraun eða hugsað tilfelli. Og
þetta hugsaða tilfelli, sem eg slepti í þýðingarkaflanum úr
Mill, er máli því, sem hér ræðir um, beinlínis óvið-
komandi». Er það nú trúlegr hlutr, að þm. skuli
segja þetta og vita, eins og eg líka hefi bent á bæði í
þjóðólfi og Fjallkonunni, að »þýðingarkafli» hans er ein-
rnitt tekinn úr þessu »hugsaða tilfelli» Mills? |>að er
satt, að þm. hefir sleppt úr þeim orðurn Mills, að alt
hið undanfarna eigi við land, sem á sínar eigin gullnám-
ur o. s. frv., því rétt fyrir framan þau orð nemr »þýðing-
arkafli» þingmannsiris staðar; og skilja allir, hvers vegna
hann muni hafa látið þar staðar numið. Aframhaldið
hjá Mill, sem er röksemdir hans gegn óinnleysanlegum
seðlum og með innleysanlegum mintist ekki þingmaðrinn
á, heldr enn það væri ekki til. Færði þm. því Mill
fram í þjóðólfi, sem vitni fyrir því, er hann vitnaði
þvert á móti. Nú er þingmaðr búinn að sjá, að þetta
er sona; þykir það leitt, og reynir svo að smokka sér
úr eigin snöru með ósanuindum, og þegar hann heldr
sér hafi tekizt þetta, segir hann mig hafa flaskað á öllu
saman og ekkert skilið í þessu 1 1 það eru þitigmannleg-
ar aðfarir eða hitt þó heldr, að gjöra mikinn mann að
Ijúgvitni til að fá almenning til að trúa sér, og hrópa
þann síðan fyrir misskilning, sem þm. játar berum orð-
um að fari með satt, því nri hefir þm. játað in effectu
að »þýðingarkafli» sinn komi ísl. bankamálinu beinlínis
ekkert við, og það hefi eg sagt frá öndverðu.
4. þá er nú hlutfallið milli seðilmergðar og viðskifta-
þarfar. Eg held enn, með leyfi þingmannsins, að líta
verði í kringum sig áðr enn maðr getr fullvissað almenn-
ing um, að viðskiftaþörfin haldi seðlunum í fullgildi.
Seðlarnir eru nú, eins og allir vita, lögeyrir í landi; með
þeim má borga ekki einungis öll opinber innanlands gjöld,
heldr og tolla á útlendri verzlun, eða á tollbærum að-
fluttum vörum, sem er hið sama. Hin beina afleiðing af
þessu er, að öllum þeim peningum, sem tollgjöldin ella
gætu fært landssjóði, stía seðlarnir frá honum. þetta er
1) Historical Sketcli of' the Eank of England, 1831, bls. 72.
Seðlarnir vóru l(j 1 14 s 3 d, 1815 og 1Ö : 2 1 13 s 2 d, 1817
og 18; 4 1 9 s 1819 og 2 1 12 sh 1820 °/0 undir jafngildi. —
Hist. Sketch, s. s.
2) Wm. Smee (Deputy Accountant ofthe Bank of England)
An account of the amount of bank notes in circulation from
1792—1830.
nú höfuðatriði í bankamáli íslands. það er hið sama sem
að seðlarnir svifti landssjóð, og þar með land, 150,000kr.
í peningum á ári, að minnsta kosti. Frá landssjóði sjálf-
um, sér í lagi, stía þeir enn fremr þeim peningahreyt-
um, sem í landinu kunnu vera, því allir sem skuld eiga
þangað að lúka, greiða hana, yfir höfuð, í seðlum. þeir
sem til góða eiga hjá kaupmönnum, fá seðla; svo kaup-
menn þurfa ekki einu sinni að flytja peninga til landsins
í þær þarfir. Seðlarnir leggja því farbann á allan að-
flutning peninga til laudsins, með danskri verzlun, að
minnsta kosti. þeir peningar, sem með skozkri verzl-
un koma, fara ekki í landssjóð; þeim er önnur leið
opnari.
Jafnfara þessu reka seðlarnir enn harðara eftir fit-
streymi peninga úr landi, enn nokkur reynd hefir á orð-
íð fyrri, með því verzlunin barf þeirra með »til utanlands
viðskifta*, eins og hr. J. O. segir rétt í þjóðólfi (nr. 48
þf 85, bls. 191)1. Bæði af þessari nauðsyn, sem seðl-
arnir beinlínis olla, sem og í samkvæmi við hið alkunna
hagfræðilögmál Greshams, að góðr gangeyrir hverfi jafnan
út úr landi, enn hinn laki sitji eftir2, fær landssjóðr í
tekjur sínar tóma seðla, greiðir því og útgjöld sín í tóm-
um seðlum. Nú er það vitaskuld, að þegar aðstreytni
peninga þrýtr svo stórkostlega, enn útstreymið örvast,
muni skammau tíma þurfa til að sópa burtu því litla, sem
til er af peningum í landinu8.
I þessu sambandi mun leyfilegt, að renna augum til
þeirra, sem »leggja upp» peninga. þar er nú lands-
sjóðr fyrstr í röðinni. Hvað á hann að gjöra við aflögu-
fé sitt í seðlum ? I peninga gétr hann ekki komið því,
það er auðvitaðr hlutr. Hattn verðr því að lána það út
jafnóðum og það kemr inu — meðan rnenn falast eftir
seðlunum til láns. Enn skyldu menn nú ekki hora að
hætta á slík lán, þá verðr sjóðrinn að sitja meo hrúgu
seðla sinna gagnslausa og arðlausa. — Héðan af ætla eg,
að landssjóðr geti í engin þau þjóðleg stórvirki ráðizt,
sem borga þarf fyrir í útlendum markaði; svo nú er, til
dæmis að taka, brúamálið alveg horfið af dagskrá,
meðan bankalögin standa, eins og þau eru. Eg efast
enda um, að sjóðrinn geti fullnægt gufuskipasamningn-
um með tímanum. því hann hefir ekkert að bjóða nema
seðla, sem hvergi ganga nema á Islandi. Hver úrræði
ábyrgðarmenn opinberra sjóða og einstakir menn, sem fé
leggja upp, hafi með seðlana — því í seðlum fá þeir það
— leifi eg þeim sjálfum til þóknanlegrar yfirvegunar.
(Niðrl. næst.).
Út'endar fréttir.
Danmörk. (Bréfritari vor í Kaupmannahöfn kemst
þannig að orði, 7. nóv.): »Hér er eitthvert farg, einhver
1) Hami segir reyndar í sömu groin (þjóö. 23/)2 85, bls. 194),
að peningarnir, sem í landi eru, þegar bankinn er stofnaðr,
jari aldrei út wr því! Hvoru eiga inenn að trúa V
2) A ,,assignat“-tímabilinu i Frakklandi hvarf alt silf'r, sem
þá var lögeyrir ríkisins, úr viðskiftamarkaðinum, alls um
2,500 milljónir franka. Eklci vænti eg sé farið að bóla á líkum
táknum tímans á Islandi?
3) þm. segir : „Væri seðlaútgáfan aukin um aðra ']2 milj.,
ætti aö tryggja liana, t. d. eftir hlutfallinu 3:4, og væri enn
aukið við '/2 milj. seðla, álít eg vafalaust, að tryggja hana
krónu móti króuu“. Enn lir. þm. liefir láðst eftir aö benda á,
hvar landssjóðr eigi að taka þetta trygða fé.—Hins vegar þýðir
nú þessi athugasemd, að allar útgáfurnar skuli tryggja eftir
hlutfallinu 1 :3, eða því næst. Enn hví má ekki viðskifta-
þörfin ein annast tryggingu allra útgáfnanna, úr því liún er
einhlít til þess?